Morgunblaðið - 23.02.1969, Qupperneq 1
32 síður og Lesbók
45. tbl. 56. árg. SUNNUDAGUR 23. FEBRÚAR 1969________________________________Prentsmiðja MorgunblaSsins
Santiago, Ohile, 22. febrúar
— AP —
SJÓHER Chile hefur bjargað
brezkum vísindaleiðangri af
Deception-eyju í nágrenni
Suðurskautslandsins vegna
eldgoss og mikilla jarðhrær-
inga á eynni. Er þetta ekki í
fyrsta sinn sem hurð skellur
nærri hælum þarna, því að
4. des. 1967 urðu vísindaleið-
angrar frá Bretlandi, Chile og
Argentínu að flýja eyna í of-
hoði vegna eldgoss.
Talsmaður sjóhersins sagði, að
þyrlur frá skipinu „Piloto Pardo“
hafi náð að fjarlægja Bretana af
eynni þrátt fyrir hvassviðri og
snjókomu, sem hafi gert björg
unarstarfið mjög erfitt.
Talsmaðurinn sagði, að sam-
kvæmt fréttum frá skipinu væru
nú þrír gígar gjósandi á eynni,
oig hún léki öll á reiðiskjálfi.
Bretarnir væru alilir komnir heil-.
ir á húfi um borð í björgunarskip
ið, sem væri nú á leið til móts
við brezka hafrannsóknarskipið
„Shackleton", sem statt er á þess
um slóðum.
Óskirnar um björgun vísinda-
mannanna b'áruist upphaflega frá
„Shackleton“, sem sagði að vís-
indamennirnir teldu sig sjá aug-
ljós merki þess að eldgos væri í
aðsigi á eynni.
Brezka sendiráðið 'hér segir,
að brezki leiðangurinn hafi far-
Framhald á bls. 31.
Nixon kemur til
London á morgun
Brezkum leiöangri
bjargað í hasti
Þessar myndir voru teknar á(
fundi forsætisráðherra Norð-
urlanda 18. febrúar sl. í Hel-'
sinki, en á dagskrá fundarins I
var þá fyrirhugað tollabanda-
lag Norðurlanda. Forsætis-i
ráðherra íslands sat ekki'
fund þennan. Á efri myndinnit
sjást forsætisráðherrarnir (
ásamt nokkrum aðstoðar-
mönnum sínum, en á hinnil
neðri eru frá vinstri: Perl
Borten, forsætisráðherra Nor-
egs, Ililmar Baunsgaard, for-j
sætisráðherra Danmerkur,;
Mauno Koivisto, forsætisráð-1
herra Finnlands og Tage Er-(
’ lander, forsætisráðherra Sví-j
þjóðar.
Formlegt svor
BONN 22. febrúar, AP — Við
því er búizt að Kurt Georg
Kiesinger, kanslari V-ÍÞýzka-
lands, muni í dag laugardag,
svara Sovétríkjunum formlega
varðandi mótmæli þeirra vegna
fyrirh'Ugaðs forsetakjörs V-Í>ýzka
lands í V-Berlín 5. marz nk.
Framhald á bls. 31.
New York 21. febrúar.
Richard Nixon, Bandaríkjafor-
seti, kemur til London á morgun,
mánudag og dvelur þar í borg
til 26. febrúar. Hann mun að
sjálfsögðu eiga viðræður við
Ulfapytur vegna meintra
yfirlýsinga de Gaulle
— Frakkar bera til baka yfirlýsingar Breta um ummœli torsetans
— Talið að nú muni enn versna samkomulag landanna
París, 22. febr. — AP-NTB
MIKIÐ pólitískt fjaSrafok
hefur orðið vegna fregna
þeirra, sem í gær komu
fram þess efnis að de Gaulle
Frakklandsforseti hafi í
kvöldverðarboði sagt við
Christopher Soames, sendi-
herra Bretlands í Frakklandi,
að hann æskti nýskipunar
mála í álfunni. Utanríkisráð-
herra Frakklands, Michel
Debré, sagði í útvarpsviðtali
í dag, að de Gaulle hafi „ekki
minnzt á slík mál“ sem leyni-
viðræður Breta og Frakka í
samtali því við Soames, sem
varð til hinna miklu fregna
í gær um kerfi, sem forsetinn
leggi til að kæmi í stað Efna-
hagshandalags Evrópu.
Debré sagði, að de Gaulle
og Soames hefðu átt „nokk-
uð langan" fund 4. föbrú-
ar sl., en a'ð forsetinn hafi á
Framhald á bls. 31.
Wilson, forsætisráðherra um þau
mál, sem efst eru á baugi. Stjórn-
málafréttaritarar telja, að Wilson
muni í viðræðunum leggja kapp
á að treysta gömui vináttubönd
Bretlands og Bandaríkjanna á
fundunum.
Þá er tekið fram að Wilson
muni og hafa það sterklega í
huga, að frá London heldur
Nixon til Parísar á vit de Gaulle
og allt bendir til að Bandaríkja-
forseti s'é áfram um að sambúð
Frakka og Bandaríkjanna batni
aftur. Þá munu þeir Nixon og
Wilson örugglega fjalla um sam-
búð austurs og vesturs almennt,
alþjóðapeningamál, deilur ríkj-
anna fyrir botni Miðjarðarhafs
og Víetnam. Þá er álit manna að
Wilson hafi hug á að ræða þau
vandkvæði Breta um að fá aðild
að Efnahagsbandalagi Evrópu og
hann muni vekja athygli Nixons
á því að brezka umsóknin hafi
ekki verið dregin til baka þrátt
fyrir að Frakkar hafi tvívegis->
beitt neitunarvaldi til að koma
í veg fyrir að Bretar fengju að-
ild að bandalaginu.
Jakubovsky er hógvær
Viðhorf Hitlers til þýzku
miðstéttanna birt
að
Bonn, 22. febrúar NTB.
Yfirmaður herafla Varsjár-
banda'lagsins Ivan Jakubovksy
segir í viðtali við Izvestia í dag,
að Sovétríkin bafi miklu hlut-
verki að gegna í varnarkerfi
sósiailiskra ríkja gegn heimsvalda
sinnum. í viðtalinu minnist Ja-
kubosvky hvergi á Beriín, né
kosningar sem þar verða haldnar
en greinin er að öðru leyti árás á
Vesturveldin fyrir að efla NA-
TO. í greininni lætur Jakúbov-
sky að því iiggja að hann sé
mátfállinn skiptingu Evrópu og
leggur til að álfan verði gerð
að sérstöku varnarsvæði.
Stjórnmálafréttaritarar benda
á, að þó að fátt nýtt hafi komið
fram í viðtali við Jakubovsky
sé þó Ijóst að Sovétríkin kæri
sig engan vegin um að ný og
mikil vandræði brjótist út í Ev-
rópu.
Hamborg 21. febrúar. - AP.
VIÐHORF Adolfs Hitlers
gagnvart þýzku miðstéttunum
hafa verið gerðar heyrum
kunn. Áður óbirt skjöl um
leynifundi Hitlers og ritstjór-
ans Riehard Breitings hafa
verið birtar, að sögn þýzka
blaðsins „Die Zeit“. Þeir áttu
fundi með sér í maí og júní
1931, eða tveimur árum áður
en Hitler komst til valda.
Breiting hraðritaði orð Hitl-
ers, en kom síðan plöggunum
í varðveizlu systur sinnar.
Breiting lézt árið 1937,
skömmu eftir að hafa verið í
yfirheyrslum hjá Gestapo, og
var ekki látið uppskátt um
dánarorsök.
Ridhard Breiting var á þess-
um árum ritstjóri „Leipzeiger
Neueste Naohrichten", sem
vildi gjarnan koma sér 1
mjúkinn hjá Hitler að því er
Die Zeit segir. Haft er eftir
Hitler í viðtölunum: „Ég þarf
ekki á þýzku miðstéttunum að
halda, en þýzku miðstéttirnar
þarfnast mín. Eruð þér þeirr-
ar skoðunar, að þýzku mið-
stéttirnar — segjum svo
flokkur minn risi upp sem .
einn maður — myndi neita
mér um stuðning sinn og
hæfni og greind. Við þurfum
á þeim að halda til að vera
með í ráðum um stjórn hins
nýja ríkis okkar.“
í plöggum þessum kemur
berlega fram, að Hitler hafði
þá þegar í hyggju að hrifsa
til sín völdin með ofbeldi,
þótt hann reyndi á tímabili að
komast til meiri áhrifa með
löglegum hætti, þ. e. með al
mennum kosningum.
1