Morgunblaðið - 23.02.1969, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. FEBRÚAR 196-9.
3
Dr. Sigurbjörn Einarsson, biskup:
Yf ir og allt
Appollon nýi er kominn inn í bók-
menntir íslendinga. Þar lenti hann með
kvæði Jóhanns Hjálmarssonar, sembirt
ist í Lesbók á sunnudaginn var, og ég
trúi því, að viðstaðan verði nokkuð
varanleg. Tunga Eiríks og Leifs og
Þorfinns og annarra íslenzkra mjög-
siglenda geymir svo gott kvæði meðan
hún fær að 'lifa hér undir þeim himni,
sem á einna tærastan bláma.
Þú lágst einhverntíma í bernsku mlili
þúfna á grænum velli, með goluþyt í
stráum við eyra, og horfðir í þennan
bláma, augun köfuðu dýpra og dýpra
í þennan lygna hyl og þú uppgötvaðir
og undraðist, að hvergi varð vart við
botn. Og þó að veröld þín væri ekki
stærri en svo, að hún endaði við Fljót-
ið eða einhverja aðra dularfulla tor-
færu, sem ful'lorðnir nefndu með svo
sérkennilegum hreimi, þá fékkstu hug-
boð þarna milli þúfnanna um óendan-
leikann, eilífðina. Einhvers staðar út í
þessu hyldýpi er Guð. Nei, hann er
yfir og allt um kring með eilífri bless-
un sinni, yfir bláa fjarskanum, allt
um kring í angan grænkunnar á vell-
inum og þyt gólunnar við eyra þér. í
kvöld kveikir hann á Ijósunum sínum,
tunglinu og stjörnunum, eins og amma
kveikir á lampanum, þegar dimman er
komin. Og það er aldrei slökkt á ljós-
unum hans Guðs, það eru alltaf jól á
himnum og ljósin loga alla nóttina. Yf
ir og allt um kring. Allar nætur. Og
líka þegar maður deyr og leggur af stað
út í blámann.
um kring
„Allt þetta var nálægt þá,
og er nálægt enn
eins og ferð mannsins inn i aðra
nótt.
Út úr jarðneskri nótt?
Heim til barnsins í jötunni!
Barnið kemst að raun um það, að
fyrir handan Fljótið eða önnur ver-
aldarmörk barnshugans er önnur sveit
og svo taka við aðrir mannheimar. Það
er hægt að skoða þá alla, kannski eign-
ast þá alla.
Þannig hefur maðurinn vappað sín
fet frá þúfunni, sem hann vaknaði á,
ti'l hinnar, sem hann hvarf undir síðast
til að sofa. En loks kom sú kynslóð, sem
hóf sig á loft og náði því í fáeinum,
lygilega skjótum áföngum að gera
drauma djörfustu ævintýra að veru-
leik. Og þó er þessi kynslóð umlukt
sömu þögninni í bak og fyrir og allar
aðrar, hún er á sömu stuttu dagleið út
úr nótt að baki og inn í aðra nótt.
Geimöldin er samt runnin upp. Það
eru allar líkur á því, að innan tíðar
verði farnar rannsóknarferðir út um
all-t sólkerfið. Tunglferð Appollons 8
er aðeins byrjun.
En geimurinn er ennþá stór, þrátt
fyrir stökkin yfir þau mörk, sem voru
til skamms tíma óyfirstíganleg. Djúpið
dýpkar því lengur sem í er rýnt.
Frá sólkerfi voru er fjarlægðin til
annarra hnatta í vetrarbrautinni svo
gifurleg, að alltjent nú virðist óhugs-
andi að komast þangað. Næsti granni
utan sólkerfisins er í það miklum
fjarska, að geimskip með 30 km. hraða
á sekúndu er eins og snígill á' þeim
óravegi og þyrfti heila eilífð til þess
að komast hann á enda
Endar geimurinn einhvers staðar?
Eða er hann endalaus? Annað hvort
hlýtur að vera, eða hvað? Og hvort
um sig er í rauninni óhugsandi. Kannski
er hvorugt rétt? Eða hvort tveggja?
Ef til vill er ekki unmt að gera sér
neina grein fyrir svona frumlægum
hlutum eða svara slíkum spurningum
um skynheiminn nema með því að við-
urkenna blótt áfram, að skynsemin,
vitið, getur ekki ráðið við þetta eða bú-
ið til hugtök yfir það án þess' að tala
í mótsögnum.
Það gæti forðað mönnum frá ýmsum
glæringjaskap, þegar þeir tala um eða
leggja dóm á kristin trúarhugtök, ef
þeir hugsuðu út í, að jafnvel á sviði
raunþekkingar og í meðferð þessa heims
fyrirbæra komast menn stundum ekki
hjá því að túlka veruleikann með orða-
lagi gátunnar.
Þó að ég viti það, að biáminn er
ekk-i annað en mannleg ímyndun, lang-
ar mig ekki til þess að verða svo full-
orðinn, að ég geti undrunarlaus horft
út í víðáttuna. Ég vil ekki láta mér
gleymast, að svörin og lausnirnar, sem
vísindin láta í té, vekja nýjar spurn-
ingar. Og stærstu og nákomnustu spurn
ingarnar eru þær sömu á dögum Bor-
manns og þær voru, þegar Phaeton
flaug.
Sá geimur, sem blasir við fyrir utan
og opnast meir og meir, er líkari gömlu
ljóði en „vísindum nútímans", segir
skáldið.
Það var einmitt stef úr gömlu ljóði,
sem barst til jarðar frá Appollon 8,
þegar hann hafði lokið hringferðinni
umhverfis tunglið og stefndi aftur til
mannheima:
f upphafi skapaði Guð himinn og jörð.
En jörðin var þá auð og tóm,
og myrkur grúfði yfir djúpinu,
og Guðs andi sveif yfir vötnunum.
Þá sagði Guð: Verði ijós.
Og það varð ljós.
Og Guð sá, að ljósið var gott.
Og Guð greindi ljósið frá myrkrinu.
Gamla Biblían var með í förinni og
fyrstu orð hennar bárust yfir djúpið,
sem engin mannleg rödd hafði óður brú-
að. Þeir, sem stýrðu geimfarinu, vildu
benda á, að innsæi eða opinberun þess-
ara stefja er gildur sannleikur og í
vaxandi mæli áríðandi sannleikur eftir j
því sem jarðneska barnið stækkar. Bibl
ían og hennar boðskapur þarf að vera
með í för.
Sjálfsagt rifjast það upp fyrir mörg-
um, þegar tunglfararnir bandarísku sendu
þessa kveðju til jarðar, að Gagarin, sem
fyrstur sveif í geimfari kringum jörð-
ina, tilkynnti, að hann hefði ekki rek-
ist á néinn Guð í geimnum. Svo var
að skilja sem sú uppgötvun væri hluti
af sigrinum, sem unninn var með þessu
mikla afreki. Annað mál er, hverjum
hefur verið ætlað að uppbyggjast og
sannfærast af svo barnalegri einfeldni.
Gildi þessarar yfirlýsingar var það eitt
að afhjúpa á hvaða vitsmunastigi sá
andtrúaráróður er, sem mikill hluti
mannkyns er undir seldur.
Kristinn maður veit, að Guð er yfir
og allt um kring með eilífri blessun ^
sinni, hvort sem maður horfir út í blám
ann úr þúfnamó eða svífur kringum
tunglið í geimskipi. 3á Guð, sem í önd-
verðu og að eilífu segir: Verði ljós,
hann býr í því ljósi, sem enginn fær
til komizt, sem enginn leit né litið get-
ur (1. Tím. 6.16). En hann er ekki
fjarri neinum af oss. í honum lifum,
hrærumst og erum vér (Post. 17,27—
28).
Sigurbjörn Einarsson.
Knattspyrnufélagið Þróttur
Knattspyrnudeild
Almennur félagsfundur verð
ur haldinn að KAFFI HÖLL
sunnudaginn 23. febrúar og
hefst kl. 16.30. Félagsmenn
kvattir til að mæta stund-
víslega.
Stjórnin.
SAMKOMUR
Sunnudagaskóli
kl. 10,30. Vakningarsamkom
ur í kvöld og öll kvöld þessa
viku kl. 20,30. Verið velkom-
in. — Heimatrúboðið.
Samkomuvika
Hjálpræðishersins
Sunnud. kl. 11 og 8.30 al-
mennar samkomur. Mánudag
kl. 8.30 vakningasamkoma.
Ofursti Arne Ödegaard talar.
Allir foringjar á íslandi taka
þátt.
Velkomin.
íerðaskrifstofa bankastræti 7 símar 16400 12070
travel
Enn sem fyrr ódýrustu og beztu utanlandsferðirnar
PÁSKAFERÐIR 1969
Mallorrka og London. — Verð frá kr. 14.800,00.
Brottför miðvikudag fyrir skírdag, 2. aprid. Flogið beint til Palma. Þér veljið um dvöl á sömu ágætu
hótelunum, sem þúsundir íslendinga þekkja af eigin raun úr SUNNUFERÐUM. Páskaferðin er í ár
fyrsta ferðin af hálfsmánaðar og síðan vikulegu reglubundnu leiguflugi SUNNU beint til Spánar,
eins og undamfarin ár. Okkur hefir tekizt að halda verðunum niðri, svo þessar vinsælu utamlands-
ferðir geti ennþá orðið almenninigseign. Dvalið í 2 vikur á Mallorcka og 2 daga í London á heimdeið.
íslenzk skrifstofa SUNNU í Palma með eigin síma er farþegum mikilsverð og einstök þjónusta.
í þessurn mánuði, janúar felluir ný appelsinuupp skera af trjánum á Maílorka. í aprílbyrjun má
reikna með um 28 stiga hita og sól frá morgni til kvölds. Malloirika er fjöisóttasti og vinsælasti ferða
mannastaður í Evrópu.
Ódýrar utanlandsferðir með leiguflugi.
Mundð hinar ódýru utamlandsferðir SUNNU með leigufluigi. Þær 'hafa gert þúsumdum íslemdinga
möguilegt að njóta utanlandsiferða, sem amrnars hefðu ekki átt þess kost.
Tvær vikur á Malorca fyrir kr. 12.600,00.
Notuan eimgömgu hótel og íbúðir fyrsta f'lokks með baði og svölum. í suma.r einmig mjög ódýrar
hóp- og leiguifluigsferðir til Norðurlamda með nýju sniði. Vikuferð ti'l Kaupmamnaihafnair, flug-
ferðir og hótel fyrir kr. 11.800,— Þér getið valið um ódýrax ferðir til allra staða á Spáni, Ítalíu,
Mið-Evrópu, Egyptalandi og Norðunlöndum. Sum a-ráætluin komin.
\mm\
ferðirnar sem folkið velur
Góð
þjónusta
sækjum gamla svefnbekk-
inu að morgni — skilum
sem nýjum að kvöldi.
Klæðum einnig ön.nur
bólstruð húsgögn.
•
Komum með áklæðissýnis-
horn og gerum verðtilboð.
SVEFN BEKKJfl
Laufásveg 4. Sími 13492
SÆKID SUMARIÐ HEIM UM HÁVETUR
PÁSKAFERÐIR ÚTSÝNAR 1969
TORREMOLINOS — LONDON Brottför 28. marz.
Á SÓLARSTRÖND SPÁNAR —
COSTA DEL SOL — er allt í feg-
ursta skrúða um páskana. Bezta
loftslag og sólríkasti staður Evrópu
með meira en 320 sólsltinsdaga á ári.
Úrvalshótel og fjöldi skemmti-
staða. Fyrir þá, sem kæra sig ekki
um að.liggja alla daga í sólbaði er
fjölbreytt úrval kynnisferða um
Sólarströndina til Granada, Sevilla
eða yfir sundið til Afríku. Eftir-
sóttasti ferðamannastaður Spánar
árið um kring.
f sumar mun ÚTSÝN halda uppi
hálfsmánaðarferðum með þotuflugi
beint á COSTA DEL SOL, vinsæl-
asta ferðamannastað álfunnar.
Með fyrsta flokks gistingu er
verðið frá kr. 15.000.—
KANARIEYJAR — LONDON
Á KANARIEYJUM er sumarpara-
dís meðan vetrarríkið herjar á
norðurhjara heims, enda eru þær
eftirsóttasti dvalarstaður Evrópu-
búa á veturna og allt upppantað
marga mánuði fram í tímann. Vegna
sérstaklega hagstæðra samninga
getur ÚTSÝN boðið nokkur sæti
á mjög lágu verði til Kanarieyja
um páskana.
Verð frá kr. 24.800.—
ÚTSÝN ARFERÐ — ÓDÝR
EN FYRSTA FLOKKS.
Ferðaskrifstofan
ÚTSÝN
Austurstræti 17.
Símar 20100 og 23510.