Morgunblaðið - 23.02.1969, Side 5

Morgunblaðið - 23.02.1969, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. FEBRÚAR 1969. 5 lögu. Virtust þeir telja sjómenn hlunnfarna með samningunum, og ber slíkur málflutningur ekki vitni um að þeir hafi mikið álit á stéttinni. Hið langa verkfall og þróun þess gefur vissulega tilefni til íhugunar um f>að, hvort ekki sé þörf á að gera breytingu á vinnulöggjöfinni Það virðist ó- eðlilegt að jafn fámennur hóp- ur og um var að ræða í þessu tilfelli geti stöðvað alla útflutn- ingsframleiðslu landsmanna. Breytingar á vinnulöggjöfinni eru áreiðanlega mjög viðkvæmt mál, sem varla verður til lykta leitt nema um það náist sam- staða fyrrfram. Því er ekki lík- legt að athyglisverðar tillögur er einn alþingismaður, Jón Þor- steinsson, hefur borið fram, nái samþykki á þinginu. Gerir Jón það að tillögum sínum að boða verði verkföll með lengri fyrir- vara en nú er, og að sáttasemj- ari geti frestað verkföllum í ákveðinn tíma, telji hann líkur á samkomulagi. Mjög margt, ekki sízt reynslan, mælir með sam- þykkt tillagnanna. Það er ómót- mælanlegt að allir samningar Á mánudaginn lagði ríkisstjórn , 8an£a mun verr, eftir að til verk- in fyrir Alþingi frumvarp til laga um lausn sjómannaverkfall anna, sem höfðu þá staðið í rétt an mánuð. Var frumvarpið tek- ið þegar til umræðu og afgreitt sem lög um nóttina. Afstaða stjórnarandstöðunnar til þessa frumvarps var sú, að Framsóknar menn og Hannibal Valdimarsson sótu hjá við atkvæðagreiðluna, en þingmenn Alþýðubandalags- ins greiddu atkvæði gegn því. Lýsti Hannibal sig reyndar and vígan frumvaarpinu, en sagði, að „úr því sem komið væri, mundi hann ekki standa gegn sam- þykkt þess.“ Afstaða Alþýðubandalags- manna í máli þessu var mjög athyglisverð. Á undanförnum mánuðum hafa þeir, og málgagn þeirra, deilt mjög á ríkisstjórn- ina fyrir aðgerðarleysi í atvinnu leysismálunum, en síðan standa þeir gegn því frumvarpi, sem bindur enda á verkföilin, sem vitanlega hafa verið lang stærsti orsakavalidur atvinnuleysisins undanfarinn mánuð. Eftir þetta verður varla hægt að túlka af- stöðu þeirra á annan veg, en að þeim hafi ekki verið atvinnuleys ið jafn leitt og þeir létu, — hafa ef til vill talið sig eygja möguleika á ráðherrastól ef það héldi áfram að aukast. Vitanlega eru allir andvígir því, að kjaradeilur séu leystar með löggjöf, en þegar þjóðar- hagur er í veði er það skylda ríkisstjórnarinnar að grípa í taumana áður en í óefni er kom- ið. í þesuu tilfelli var hver dagur ur, sem verkfallið dróst á lang- inn, óútreiknanlega dýr fyrir þjóðfélagið, sem hefur þó þegar orðið fyrir nægilegum utanað- komandi skakkaföllum að undan förnu. Það voru líka þung rök með því að setja á löggjöf, að mikill meiri hluti þeirra aðila, sem áttu í vinnudeilunum, voru þegar búnir að samþykkja miðl- unartillögu sáttasemjara. Einkum voru það tveir þing menn Alþýðubandalagsins, sem voru þungir á brún yfir þess- um málalokum, formaður þing- flokksins Lúðvik Jósefsson og ritstjóri málgagnsins Magnús Kjartansson. Voru þeir í ræð- um sínum jafnvel farnir að gagn rýna sjómenn fyrir að sam- þykkja nefnda málamiðhmarti'l- falls er komið og því nauðsyn- legt að gera allt sem hægt er til þess að leysa deilumálin áður, og til þess þarf tíma svo sem sjá mátti í þessari vinnudeilu. Mörgum mun í fersku minni fjaðrafokið, sem varð í herbúð- um stjórnarandstæðinga, er póst og símamálastjórnin keypti Sjálf stæðishúsið í Reykjavík fyrir 16.2 millj. kr. Málgögnin spör- uðu ekki fyrirsagnaletrið næstu dagana, og kröfðust þess m.a. ef ég man rétt, að póst- og síma- málaráðherra segði af sér. Og svo sem vænta mátti, var flutt tillaga á Alþingi þess efnis að skipuð yrði rannsóknarnefnd til þess að kanna þessi mál. Þá v.ar hins vegar farið að dofna yfir Framsóknarmönnum, enda þeir sennilega búnir að kynna sér málavöxtu. A fimmtudaginn kom umrædd tillaga svo til 2. umræðu á Alþingi, og kom þá í ljós að Magnús Kjartansson hafði tekið öll stóru orðin sín aftur. Hafði hann gjörbreytt til- lögu sinni í nefndinni og var nú Sjálfstæðishúsið hvergi nefnt á nafn í henni, heldur fjallaði til- lagan um almenna rannsókn á fasteignasölu og kaupum í mið- borginni. í umræðu um málið á fimmtudaginn lagði Ingólfur Jóns son enn einu sinni fram töluleg- ar staðfestingar á því, að kaup þessi hefðu verið mjög hagkvæm fyrir póst og síma og lóðin til- tölulega ódýrari en lóðir þær sem Alþingi keypti af Sambandi ísl. samvinnuiélaga í Kirkju stræti. Þau lóðakaup voru bor- in undir alla bingflokka og sam þykkt af þeim, og mun a.m.k. ekki hafa staðið á samþykki Framsóknarflokksins til þeirra viðskipta. Landbúnaðardeild neðri-deild- ar hefur nú til meðferðar enn eitt minkafrumvarpið. Að þessu sinni eru þeir Guðlaugur Gísla- son og Pétur Sigurðsson flytj- endur, og gerir frumvarpið ráð fyrir að aðeins eitt tilraunabú verði leyft í Vestmannaeyjum. Olíklegt er annað en að mál þetta nái fram að ganga, enda liggur þegar fyrir samþykki bæjaryfir valda Vestmannaeyja. Vafalaust verður þó andstaða gegn frum- varpinu, eins og vant er hjá þeim þingmönnum, er halda í þá Framhald á bls. 2l. ILIMIimil* KARLMANNASKOR NYJAR CERÐIR Austurstræti 6. ^SCOB^ 'eí ,sáS 1 escöb^ "'JJe/I xai ó/Áeí (rryCtjlúIÍaJ) j^ecjwJ yhrj vörur vöktu geysilega athygli á Corsett- sýningunni í Þýzkalandi, þar sem vortízkan 1069 kom fram Vér höfum nú fengið fyrstu sendinguna af þessum glæsilegu vörum. er brjóstahaldari ungu stúlkunnar. Laugavegi 26.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.