Morgunblaðið - 23.02.1969, Side 7

Morgunblaðið - 23.02.1969, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. FEBRÚAR 1969. 7 ÞAR ANGAR BLÓMABREIDÁ" Ferðir mínar úti á víðavangi hafa fremur beinzt að fjörum og fjörulifi hingað til, en ekki er ég þó sáttur við þá tilhugs- un, að mér þyki ekki blóm fall ég, þótt ég verði að viðurkenna, að þau hafa svona helzt orðið útundan hjá mér, frá því ég, ungur strákur, var að reyna að útfæra upp á íslenzku svokall- aða Raunkjærsaðferð við plöntu tkoðun Maður myndaði hring, mig minnir með 10 cm. radius, og taldi svo plönturnar inni í hringnum. Þótti það góð fræðsla um gróð urfarið. Einnig minnir mig, að þessi vitneskju hafi ég haft úr Náttúrufræðingnum, sem svo sem var ekki að undra, því að það tímarit hefur um langt árabil verið mitt andlega fóður. En vegna þess, að einn minna beztu vina er gróðrinum hlynnt ur, hann Jón Arnfinnsson garð- yrkjumaður, og ég veit, að hon- um myndi þykja það leiðinlegt, að ég minntist aldrei á hann — við, sem gengum saman í mörg ár á fundi Náttúrufræðifélagsins, bæði upp í Menntaskóla og Há- skóla. Þeir fundir voru svo skemmtilegur, að á eftir héld- um við þá helzt niður í kjall- aradeildina , Finnur og við hin ir, drukkum kaffisopa, og rædd um stíft um umræðuefnið, sem við nýverið höfðum verið að hlusta á. Við vorum að vísu færri þá. Ég sakna raunar þessara stunda enn á fræðslufundum Nátt úrufræðifélagsins, sem ég held, að sé eitthvert bezta félaig hér- lendis, að öðrum ólöstuðum. ★ Og nú ætla ég í þetta sinn að bjóða ykkur með, lesendur mín ir út þar sem angar blóma- breiða, aðallega út af honum Jóni, með því, að við gengum eitt sinn þvert yfir Búðahraun og týndum burkna. Ekki ætla ég í þetta sinn, að tala um aðrar plöntur en fífla. Hugsið ykkur fegurðina að ganga tún og engi, logagyllt af sóleyjum og fíflum? Halldór Laxness, okkar fremsta skáld, kemst svo að orði um líka tilfinningu: „Bráðum kemur betri tíð með blóm í haga sæta langa sumardaga. Þá er gaman að trítla um tún og tölta á eingi, einkum fyrir unga dreingi. Folöldin þá fara á sprett og fulginn syngur, og kýrnar leika við kvum sinn fingur." Fíflar eru af körfublómaætt, náskyldir Baldursbránni, sem svo sannarlega er talinn eitt falleg asta blóm hérlendis, þótt stund- um sé hún talin illgresi. Fátt var taldið ljótt á Baldri enda hef- ur þetta gullfallega blóm verið skírt í höfuð hans. Svo var hann þá að lokum drepinn með Mistilteini. ★ Margt hefur verið ort um blóm, og á Jónas Hallgrímsson ekki sízt þar hlut að máli. Ferða lok kvæði hans, er áreiðanlega eitt fegursta kvæð.i sem ort hef ur verið á íslenzka turagu. Þar í stendur þetta: „Tíndum við á f jalli tvö vorum saman, blóm í hárri hlíð. Knýtti ég kerfi og í kjöltu þér lagði ljúfar gjafir." Jónas hefur sjáfsagt þekkt fífla frá barnæsku í öxnadal. Hraun og Steinsstaðir bafa ver- ið honum áfangastaðir og vega- mót, því að til þess bendir kvæð ið Ferðalok, þar sem skildu leið ir þeirra Þóru Gunnarsdóttur við Galtará. Vafalaust hefur á þeim slóðum, allt logað í fíflum og sóleyjum. Maður greiðir sjálf- sagt ekki lokka við Galtará, án þess að öll veröldin sé roðagullin og slegin. Hver skyldi ekki muna eftir því að hafa búið til fí jfofesti? Stungið holum leggjum inn I hvern ann an, lagt svo festina um hálsinn á ástmey sinni ungri? Síðan komu til bifukolla, ekkert ann- að en fræ til að viðhalda nýju lífi. Svo blés maður og blés, og fræin flugu til allra átta. Og gæti maður blásið öll bif- hárin í einu mátti rnaður óska sér einnar óskar. Þannig var þjóðtrúin. Vona ég svo, lesendur mínir. I*ar angar blómabreiða, þar er mitt draumaland. Vona ég svo, lesendur mínir, að hjá ykkur ævinlega, angi blómabreiða. Náttúran er svo sem söm við sig alltaf, það er bara að kunna að njóta hennar. þá angar blómabreiðan, og þar er mitt draumaland. — Fr.S VIÐAVANGI Skrifstofumaður óskar eftir starfi hálfan eða allan daginn. Fjölþætt reynsla. Tek bókhald fyrir minnj fyrirtæki. Tilb. m. „Góður bókari 2927“ til Mbl. Ungur maður óskar eftir vinnu við heild- sölu eða verzlunarst. Kunn átta í öllum Norðurlandam. og ensku. Margt kemur til gr. Tilb. m. „3000“ til Mbl. f. 1. marz. BEZT að auglýsa í Morgunblaðinu íbúð til sölu Til sölu er um 130 ferm. fokh. rish., væri hentuð fyr ir smið eða laghen. mann mann. Gott verð. Mjög góð kj‘r. Uppl. í súma 83441. Árshátíð Hárgreiðslu- og hárskerameistara verður haldin að Hótel Sögu, sunnudaginn 2. marz. Hefst með cocktail kl. 6 síðdegis. Miðar verða seldir í Greiðunni, Háaleit- isbraut 58—60, Hárgreiðslustofu Austurbæjar, Lauga- vegi 13, Tinnu, Grensásvegi 50, Einari Eyjólfssyni, Álf heimum 31, Eddu, Só heimum 1 og Rakarastofu Gunn- ars Guðjónssonar, Kliapparstíg. Stjórnirnar. Tökum fram á morgun glœsilegt úrval at enskum og dönskum dömu- og fermingarkjólum Hagstætt verð og greiðsluskilmálar. Kjólabúðin MÆR Lækjargötu 2. Og við gengum þvert yfir Bú ðhraun og týndum burkna Diskótektæki Veitingahús í Reykjavík óskar eftir tilboðum í diskótektæki. Tilboð er greini frá gerð, verði með uppsetningu og öðru er nauðsynlegt þykir sendist afgr. Mbl. merkt: „DISKÓTEK — 6272“ fyrir 2. marz n.k. Leiksmiðjan Leiksmiðjan sýnir Galdra Loft í síðasta sinn í kvöld í Lindarbæ. Er þetta aukasýning. Aðsókn hef- ur verið góð að sýning- unum. FRÉTTIR í Reykjaneskjördæmi. Aðalfundur Kjördæmisráðs verður kl. 2 e.h. laugard. 22. febr í Grindavík Kvennadeild Slysavarnafélags- ins Minnir á merkjasölu félagsins á Góudag, sunnudaginn 23.2. Merkin verða afherat í öllum barnaskóiun- um, og eru foreldrar vinsamleg- ast beðnir að lofa börnum sínum að selja þau. Allur ágóði merkja- sölunnar rennur til Slysavarnafé- lagsins. Bræðrafélag Bústaðasóknar Munið Góufagnaðinn. Konukvöld félagsins sunnudaginn 23.2 kl. 20.30 í Réttarholtsskóla. Góð skemmti- atriði Félagar fjölmennið Takið með ykkur gesti. Tekið á móti kök um í skólanum eftir kl. 16. Kristniboðs- og æskulýðsvika í Hafnarfirði í húsi KFUM og K 16,—23. febrúar 1969. Sunnudagur 23. febrúar Konráð Þorsteinsson, pípulagninga maður, talar. Raddir æskunnar: El- ín Elíasdóttir, fóstrunemi, og Gunn ar J. Gunnarsson, kennaranemi. Æskulýðskóriran syngur. ARABIA-hreinlætistæki Stórkostleg. nýjung Hljóðlaus W.C. — kassi. Nýkomið: W.C. Bidet Ilandlaugar Baðker Fætur f. do. W.C. skálar & setur. Fullkomin varahlutaþjónusta. Glœsileg vara. Verð hvergi lœgra Einkaumboð fyrir ísland: HANNES ÞORSTEINSSON lieildv., Hallveigarstíg 10, sími 2-44-55.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.