Morgunblaðið - 23.02.1969, Síða 14

Morgunblaðið - 23.02.1969, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. FEBRÚAR 1960. Ceir Hallgrímsson, borgarstjóri: Bæjarútgerðin á að hafa sjálfstæðan fjárhag Kanna ber allar leiðir til að koma á öfl- ugum fiskvinnslufyrirtœkjum í Rvík Á FUNDI borgarstjórnar sl. fimmtudag flutti Geir Hall- grímsson, borgarstjóri ræðu um hag Bæjarútgerðarinnar og skipulagsbreytingar, sem fyrirhugaðar eru á rekstri hennar. Fer hér á eftir meginefni ræðu borgarstjóra: Virðulegi forseti. Ég held, að við getum verið sammála um það að við viljum öll reyna að tryggja atvinnu- öryggi borgarbúa eins og frek- ast verður á kosið. Spurningin er þá með hvaða hætti það geti bezt orðið. Persónulega er ég þeirrar skoðunar, að hlutverk sveitar- félags að þessu leyti hljóti fyrst og fremst að vera almenns eðlis að með aðstöðu, lóðum, mann- virkjum, höfn, samgönguleið- um og skattfyrirkomulagi, af- gjöldum og þjónustustarfsemi sé svo vel að atvinnurekstrin- um búið, að þessi afskipti séu út af fyrir sig nægileg. Ef þau eru hins vegar ekki nægileg, hygg ég, að sveitarfélögum beri skylda til á hverjum tíma að taka málið til meðferðar og binda sig þá ekki við eina eða neina fræðikenningu, heldur gera það, sem heppilegast og hagkvæmast er fyrir allan al- menning í borginni. Með það í huga hygg ég, að Bæjarútgerð Reykjavíkur hafi verið stofnsett á árunum eftir stríðið ve|na þess, eins og sagt var, að einstaklingar eða fyrir- tæki þeirra lögðu ekki út í að festa kaup á öllum þeim togur- um, sem ríkisstjórnin hafði ákveðið að kaupa. Ef við vilj- um setja okkur í spor þes'sara einstaklinga, skulum við íh-uga, að á árunum fyrir stríð varð að binda suma togara þeirra við bryggju einstaka tíma ársins vegna þess, að það var ekki rekstrargrundvöllur fyrir togar ana. Ríkisvaldið horfðist þá ekki í auga við erfiðleikana. — í>essi reynsla var mönnum í fersku minni og hefur áreiðan- lega að miklu leyti orðið þess valdandi, að þeir festu ekki kaup á þeim togurum, sem þá voru til sölu. >á hygg ég, að það hafi verið rétt afstaða hjá bæjarstjórn Reykjavíkur að tryggja, að þess'ir togarar yrðu gerðir út frá Reykjavík. En auðvitað hafði þetta framtak bæjarstjórn ar ekki aðra þýðingu en þá að tryggja Reykvíkingum atvinnu. Það er Ijóst mál, að tilvera Bæjarútgerðar Reykjavíkur sem atvinnuaukandi fyrirtækis hefur ekki meiri þýðingu en þá að skapa þeim borgurum at- vinnu, sem við það fyrirtæki starfa, og auk þess þá veltu, sem fyrirtækið með viðskiptum sínum skapar í borginni. Þessi þýðing er út af fyrir sig ekki meiri heldur en þýðing eða mikilvægi sams konar fyrirtæk is eða jafnmargra togara í einkaeign. Sumir segja að vísu, að bæjarútgerðin hafi landað oftar og meiru magni héf en einkaútgerð og selt minna er- lendis. Frá þjóðhagslegu sjón- armiði má deila um það, hvaða viðmiðun er æskileg í þessu sambandi, og upplýsingar vant- ar raunar um það, að hve miklu leyti Bæjarútgerðin hefur sinnt þessu hlutverki sín-u meira held ur en aðrir togaraeigendur, þeg ar yfir lengra tímabil er litið. En ég hef þennan fyrirvara á. f>. e- a. s., það skiptir mestu máli í mínum huga, að atvinnu fyrirtæki stór og sterk sréu rekin hér í Reykjavíkurborg en ekki hver rekur þau. Og bæjar rekstur fyrirtækis eins og tog- araútgerðar hefur naumast meiri þýðingu en sams konar útgerð annarra togaraeigenda. I»á er spurningin, sem ég vildi aðeins, að við veltum fyr- ir okkur. Er hugsanlegt, að í staðinn fyrir það, að Bæjarút- gerðin hafi örvað menn al- mennt tii togaraútgerðar í Reykjavík — og reyndar annars staðar á landinu, hafi tilvist Bæjarútgerðarinnar óbeint orð ið til þess, að aðstaða togara- útgerðarinnar af hendi stjórn- valda hefur verið gerð verri, vegna þess að stjórnarvöldin hafa ósjálfrátt hugsað s«m svo að stærsta togaraútgerðin í landinu sé rekin á vegum riks sveitarfélags, sem getur, ef í harðbakka slær, alltaf skotið inn fjármunum í reksturinn. Þess vegna lokað augunum fyr- ir vandamálum togaraútgerðar- innar, þegar önnur vandamál var við að glíma í atvinnulífi landsmanna og fremur reynt að leysa vandamál annars atvinnu reksturs.. Við höfum dæmi þes's, að báta gjaldeyrir var settur á, þannig, að bátafiskur var greiddur hærra verði heldur en togara- fiskur. Við vitum, að við út- færslu landhelginnar 1952 og 1958 var ekki sinnt mótbárum togaraeigenda um, að mikilvæg veiðisvæði væru frá þeim tek- in, veiðisvæði, sem bátarnir fengu einir að hagnýta. Ég varpa því fram mönnum til um hugsunar, hvort hér gætu ekki hafa verið á ferðinni mið-ur æskileg áhrif tilvistar Bæjar- útgerðar Reykjavikur, þ. e. a. s. að stjórnvöld landsins, sem á hverjum tíma eiga við nægi- lega erfiðleika að glíma, liti á þau vandamál, sem enginn leys ir nema þau, en láti aftur vandamál togaraútgerðarinnar fremur liggja í láginni í trausti þess, að ríkasta sveitarfélag landsins geti séð -um stærsta fyrirtækið í þeirri grein. Auðvitað er þetta eitt ekki fullnægjandi skýring, og e- t. v. að vissu marki of einföld til að skýra Þá staðreynd, að tog- araútgerð frá Reykja'úk og á íslandi hefur farið hnignandi frá því, að nýsköpunartogar- arnir voru keyptir hingað til landsins. En ég tel, að hér sé um veigamikla skýringu að ræða, sem ástæða sé til fyrir okkur öll að vel-ta fyrir okkur, og ef við komumst að þeirri niðurstöðu, að hér geti, þó að ekki væri nema að ein- hverju leyti verið fundin skýr- ing á hnignun togaraútgerðar á Íslandi, þá hygg ég, að það sé lóð á þá vogarskál, að það beri að gera Bæjarútgerðina í það minnsta að raunverulega fjárhagsl-egri, sjálfstæðri heild, burtséð alveg frá eignaaðild- inni. Sannleikurinn er sá, að á und anförnum árum hefur Bæjarút- gerðin ekki haft aðskilinn fjár- hag frá borgarsjóði og öðrum borgarstofnunum eins og vera ber samk. 8. gr. samþykktar Bæjarútgei ðarinnar. Bæjarút- gerðin hefur án þess að borg arstjórn hafi samþykkt sérstak- lega, ávísað á borgarsjóð og safnað skuldum við hafnar- sjóð og Rafmangsveitu, svo að dæmi séu nefnd um tvö bæjar- fyrirtæki. Og þótt ekki væri nema til þess að koma á réttum starfsaðferðum, á að skera þarna á milli borgarsjóðs og sjóðs Bæjarútgerðar Reykjavík ur. Bæjarútgerð Reykjavíkur á að gera grein fyrir því ef hún þarf á peningum að halda og hún á að gera áætlun um starf semi sína og leggja fyrir borg- arstjórn. Ef fjár er vant, verð- ur borgarstjórn að gera það Geir Hallgrímsson upp við sig, hvort hún vili veit.a þessa peninga til Bæjarútgerð- arinnar og halda uppi s'tarfsemi hennar, í vissum tilvikum efla starfsemina, eða hvort hún vill það ekki. Þetta hygg ég, að sé hreinskilnislega sagt, ein- ungis skynsamleg vinnubrögð, sem eru ein sæmandi ábyrgum aðila, eins og borgarstjórn Reykjavíkur á að vera. Og ég nefni sem dæmi, að Síldarverk smiðjur ríkisins munu hafa í lögum sínum, að þær beri ekki ábyrgð á skuldbindingum sín- um með öðru heldur en eign- um sínum. Ríkissjóður er sam- kvæmt lögum Síldarverk- smiðja ríkisins, ekki ábyrg- ur fyrir skuldbindingum Síld- arverksmiðjanna umfram það, sem eignir þeirra standa fyr- ir. Ég bendi sömuleiðis á það, að það þóttu bætt vinnubrögð, er ríkisábyrgðasjóður breytti reglum sínum á þann veg að veita engum sjálfsskulda- ábyrgð, þ.e.a.s. að þótt ríkis- ábyrgð væri veitt, þurfti til þess að hún yrði virk fyrst að ganga að fyrirtækinu sjálfu. Hvort tveggja þessi dæmi nefni ég hér sem vitnisburð um, að það væri í öllu falli eingöngu í samræmi við skynsemi og ábyrgðartilfinningu, sem nauð- synleg er í öllum rekstri, að Nýjar fallegar gerðir og fallegir litir - FJÖLBREYTT ÚRVAL - Seldir fyrir kr. 478,oo — 49/,oo — 536,oo — 620,oo 633,oo — 646,oo Mjög hentugir sem fermingarskór Skóval, Austurstræti 18 Eymundssonarkjallara gera Bæjarútgerðina að srj álif- stæðu fyrirtæki með takmark- aðri ábyrgð í hlutafélags- formi, og ef borgarsjóður er einn eigandi, er nauðeynlegt að fá lagabreytingu þar að lút- andi. Ég skal ekki fjölyrða um að stöðumun Bæjarútgerðar og einkaútgerðar. Ég held, að það sé alveg rétt, að einkaútgerð- in safnaði miklum sjóðum í stríðinu, og átti þá fjárfúlgur, sem voru óvenju háar á þeirra tíma mælikvarða. Og þess vegna stóðu þeir aðilar, sem höfðu stundað útgerð á stríðs- árunum og hafa síðan haldið áfram, mjög vel að vígi. Ég held líka, að það sé rétt, að togaraútgerðir einstaklinga hafi fengið meira lánsfé — eða ég get ekki trúað öðru en að togaraútgerðir einstaklinganna og félagssamtaka þeirra hafi fengið meira lánsfé úr bönkun- um heldur en Bæjarútgerðin. Ég hef engar tölulegar upplýs- ingar, þar að lútandi, en ég álykta það vegna þess, að ég veit að ví'su hvað Bæjarútgerð- in hefur í fyrirgreiðslur og lán- um frá bankastofnunum og það er hér um bil ekbert í rekstrar lánum umfram það, sem reglan segir til um, þ.e.a.s. 7 % af afla verðmæti, ef ég man rétt. Um- fram það hefur Bæjarútgerðin ekkert rekstrarlán, og ástæð- an til þess að Bæjarútgerðin hefur skrimt á slæmum árum með þessum hætti er sú, að úr borgarsjóði hefur Bæjarútgerð- in fengið, ef við miðum við síð ustu áramót, um 160 millj. kr. frá upphafi. Af þessum 160 millj. kr. hefur borgarsjóður og borgarstjórn eingöngu sam- þykkt 62 millj. kr. Þar kemur fram mismunur, sem er vitnis- burður um það, að bæjar- og borgarsjórn hafa ekki fylgzt nógu vel með rekstri Bæjarút- gerðarinnar. Það má kenna meiri hl. um það, það má kenna einnig minni hl. um það, vegna þess, að allir eru stjórn armenn ábyrgir, hvaða skoðan- ir sem þeir hafa. En þetta er vitnisburður um það, að al- mannavald, að pólitískt kjörin stjórn eins og borgarstjórn, sem hefur margs konar verkefni á sínum herðum, er miður fær að stjórna atvinnufyrirtæki, togaraútgerð, eins og Bæjarút- gerðinni, en einstaklingar. Og ég legg áherzlu á það, að það er borgarstjórnin, það eru borgarftr. og það eru þeir, sem boagarftr. með pólitísk sjónar- mið í huga kjósa í útgerðar- ráð, sem eru mistækir. Hins- vegar hygg ég, að forstjórarn- ir hafi aftur á hverjum tíma staðið sig mjög vel og að for- stjórarnir hefðu sýnt betri ár- angur ef yfirstjórnin væri ekki pólitísk. Það er ekki hægt að ætlast til þess, að pólitískt kjörið stjórnvald eins og borgarstjórn, sé þeisis um komin að hafa yfirsýn yfir þau daglegu, margvíslegu vanda- mál, sem eiga sér stað í fyrir- tæki eins oig togaraútgerð. Aft- ur á móti eru forstjórar slíks fyrirtækis ósjálfrát't með bundnar hendur, vitandi af þess ari samkomu, e.t.v. út af ein- hverju smámáli takandi upp gagnrýni, án þess að vita í heild um vandamál fyrirtækisins. Nú hef ég farið e.t.v. lengra en góðu hófi gegnir út í einstök atriði og mína persónulegu sboðun og afstöðu til atvinnu- reksturs í höndum bæjarfélaga, sveitarfélaga eða ríkis. En ég legg áherzlu á það, að Bæjar- útgerðin sem fyrirtæki eigi að halda áfram, en það eigi að gerast á skynsamlegan og ábyrg an hátt, og þótt Reykjavíkur- borg eigi öll hlutabréfin og Framhald á bls. 19

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.