Morgunblaðið - 23.02.1969, Síða 16

Morgunblaðið - 23.02.1969, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. FEBRÚAR 1969. Últgieliaiidi H.f. Árvafcur, Reyfcjavíik. Framfcvsemdiaistj órz. Haraldur Sveinsaon. iRitisitjórai1 Sigurður Bjarniason frá Yiguir. Matibhías Joíhannesslea. Eyjólfur Konráð Jónsson. RitstjómarfuBfcrúi Þorbjöm Guðmundss on. Fréttaisitjóri Björn Jóhannssonu Auglýsing'astjórá Árni Garðar KristinsBon. Eitstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6. Sími 10-lOOt. Auiglýsingair Aðatstræti 6. Sími 22-4-80. Áafcriiftargjald fcr. 160.00 á mánuði innanlands. í lausasjöitt kr. 10.00 eintakíð. FORSJÁ OG HYGGINDI Ojarni Benediktsson forsæt- " isráðherra flutti ýtarlega ræðu á Alþingi í fyrradag um efnahagsástandið og stöðu atvinnuveganna. Kom þar fram, að þjóðartekjurnar hafa undanfarin tvö ár minnk að um 17% og eru nú svip- aðar að raunverulegum verð mætum og þær voru á árinu 1962—63. Ráðherrann rakti ráðstafanir þær, sem ríkis- stjórnin hefur gert til að bægja frá miklum voða vegna þeirra áfalla, sem yfir okkur hafa dunið, og er þar fyrst og fremst um að ræða margvís- legan stuðning við íslenzka atvinnuvegi. Gengisfellingin, sem gerð var í nóvember, hefur verið miðuð við það að treysta grundvöll atvinnuveganna og skapa skilyrði fyrir þrótt- miklum rekstri þeirra, ekki sízt sjávarútvegsins og iðnað- arins, en samhliða hefur gengisbreytingin stuðlað að því að draga úr innflutningi og mun verða til þess að gjaldeyrisstaðan batnar á ný. -» í lok ræðu sinnar sagði f orsætisráðherra:. „Meðan við búum við þær sveiflur í atvinnulífi, sem við gerum, verðum við að vera reiðubúnir að taka á okkur óþægindin af þeim og fátt er í raun og veru fráleitara heldur en þegar sumir segja: Þetta kemur af því að við treystum of mikið á síldar- ævintýrið og annað slíkt. Eins og þjóðin væri nú bet- ur á vegi stödd, ef hún hefði ekki ausið upp úr þeirri miklu auðsuppsprettu, sem gert var á þessum árum. Nei, einmitt á þessum árum öðl- uðust margir margháttuð tæki og þægindi, sem þeir halda áfram að njóta og eru þess vegna miklu betur und- ir erfiðleikana búnir nú held- ur en áður var. Þetta er aug- ljóst, ef menn fást tíl að skoða þetta eins og það er í raun og veru. Hitt skulum við svo játa, að það er alltaf erfitt að sætta sig við það að fá minna í hlut heldur en áð- ur var. En hvort sem mönn- um þykir það erfitt eða ekki, 4>á er það óhjákvæmileg stað- reynd, að það verða menn að gera og spurningin er nú þe9si: Vilja menn gera það á þann veg að allt lendi í upp- lausn og vandræðum, eða vilja þeir gera það af forsjá og hyggindum, þannig að við getum sem fyrst komist úr þeim erfiðleikum, sem við er- um nú í og sótt fram til betri tíma.“ VANTAR VERKEFNI ? estur á ísafirði er skipa- smíðastöð Marzelíusar Bernharðssonar að ljúka við að byggja 41. skipið, sem stöðin hefur byggt. Er þetta 200 smálesta stálskip og fyrsta stálskipið, sem byggt hefur verið á ísafirði. Morgunblaðið átti þess kost fyrir skömmu að skoða þetta nýja skip með eiganda og framkvæmdastjóra skipa- smíðastöðvarinnar, Marzelí- usi Bernharðssyni, harðdug- legum athafnamanni. Það er byggt inni í nýrri og mynd- arlegri skipasmiðju. Öllu virðist þar vel og traustlega fyrirkomið. Sjálft skipið er eitt glæsilegasta og vandað- asta skip, sem hér hefur ver- ið byggt, búið öllum nýtízku tækjum, eins og að líkum læt ur. Þetta skip er byggt fyrir útgerðarfélag í Súðavík, en það byggðarlag hefur á rúm- lega einu ári misst fjögur skip, þar af tvö með allri áhöfn. Svo stórhöggur er Ægir í garð íslenzkra útgerð- arbyggðarlaga. Marzelíus Bernharðsson hefur unnið við skipasmíði í tæp 50 ár. En aðeins tæp fjög- ur ár eru liðin síðan stál- skipastöð hans var byggð. Getur hún með góðu móti byggt eitt stórt skip á ári. í henni vinna 50—60 manns. En horfurnar eru ekki sér- staklega góðar hjá íslenzkum skipasmíðastöðvum um þess- ar mundir. Örfá skip eru í byggingu hjá þeim fjórum skipasmíðastöðvum sem byggja stálskip. í skipasmíða stöðinni á ísafirði liggur ekki fyrir nein ný pöntun, þegar þessu skipi er lokið, sem nú er að fara af stokkunum. Þá verða 50—60 manns, sem í stöðinni vinna atvinnulaus- ir. Skipasmíðastöðiin annast að vísu viðhald á vestfirzka fiskiskipaflotanum. En því fer víðsfjarri að þau störf tryggi hinum stóra hópi skipa smiða, sem þar vinnur trygga atvinnu. Enda þótt við íslendingar höfum keypt og byggt mikið af glæsilegum fiskiskipum á síðustu árum, er þó nauðsyn- legt að nokkur ný skip bæt- ist við flotann á hverju ári. Er þar fyrst og fremst um að ræða eðlilegt viðhald og end- umýjun. Á hverju ári heltast nokkur skip úr lestinni af ýmsum ástæðum. Heimsókn bandaríska fl ugvélainóðurskipsins „Forestal“ til Istanbul mótmæit. Sjötti floti Bandaríkjanna óvinsæll í Tyrklandi — Kennt um að hætt var við landgöngu á Kýpur árið 1964 HEIMSÓKNIR bandarískra herskipa til Tyrklands hafa tvívegis á nokkrum mánuðum leitt til blóðugra átaka. And- staðan gegn þessum skipakom um á rót sína að rekja til ■ þeirrar almennu skoðunar í Tyrklandi, að 6. bandaríski flotinn hafi komið í veg fyrir tilraun Tyrkja til að setja her á land á Kýpur árið 1964, þegar átök tyrknesku- og grískumælandi eyjarskeggja stóðu sem hæst. Þjóðernis- sinnar í Tyrklandi hafa ár- um saman lagt fast að stjórn- inni að sýna festu í Kýpur- málinu, sem oftar en einu sinni hefur næstum leitt til styrjaldar milli Tyrklands og Grikklands. Aðrar ástæður búa einnig á bak við andstöðuna gegn nærveru Bandaríkjamanna í Tyrklandi og eru þessar he'lztar: Sú mikla reiði, sem greip um sig í Tyrklandi, þegar Johnson, fyrrum Bandaríkja- forseti, sendi Ismet Inönu, fyrrum forsætisráðherra Tyrklands bréf árið 1967 og ráðlagði honum að sýna still- ingu í Kýpurmálinu. Frelsi það, sem vinstri- sirinar hafa fengið síðan her- inn gerði byltingu árið 1960 og steypti stjórn Mendesar og- Lýðræðisflokks hans af stóli. Uppgangur tyrkneska Verkamannaflokksins, sem að hyllist marxisma og heldur uppi hatrammri baráttu gegn Bandaríkjunum og Atlants- hafsbandaiaginu. Sú stefna tyrkneskra rík isstjórna síðan 1960 að bæta sambúðina við Sovétríkin. Áætlað er, að í Tyrklandi séu nú um 30.000 bandarísk- ir hermenn, að skylduliði þeirra meðtöldu. Efnahagsað- stoð Bandaríkjastjórnar við Tyrkland nam í fyrra 59 milljónum dollara miðað við 130 milljón dollara árið 1967. Hernaðaraðstoð Bandaríkj- anna nam 70 milljónum doll- ara árið 1968 miðað við 135 milljónir dollara árið áður. Ýmsir samningar ríkisstjórna Tyrklands og Bandaríkjanna hafa verið í athugun um rúmlega eins árs skeið, en þeir eru flestir tæknilegs eðl- is. Fjalla sumir þeirra um samskipti bandarískra her- manna og tyrkneskra yfir- valda og eru því umdeiíldir. VINSTRI GEGN HÆGRI f óeirðunum á dögunum vildu vinstrisinnar mótmæla þessum bandarísku áhrifum, en hér var eingöngu um að ræða átök milli hægri- og vinstrisinna. Hægrisinnar voru ekki að láta í ljós stuðn ing við Bandaríkjamenn heldur héldu þeir því fram, að þeir væru þjóðernissinn- ar og andstæðingar kommún- isma. Alvarlegustu átökin urðu daginn áður en banda- rísku herskipin sigldu frá Ist anbuil eftir vikulanga heim- sókn. Óeirðaseggir beittu prikum, grjóthnullungum, hnífum og heimagerðum sprengjum og tveir menn biðu bana og rúm/lega 100 Framhald á bls. 31. ii 7 ■1 'AM IÍD UriMI \iiiv U1 1 nll Ull IILIIYII Af því væri mikil atvinnu- bót, ef hægt væri að tryggja skipasmíðastöðvunum hér- lendis sæmileg verkefni. Að því verður að stefna, að við byggjum sjálfir öll okkar fiskiskip. Fyrir höfuðstað Vestfjarða hefur það geysi- mikla þýðingu að skipasmíða stöðin þar sé rekin og hafi nægileg verkefni frá ári til árs. Þessi skipasmíðastöð hef ur á að skipa ágætum skipa- smiðum, harðduglegum og reyndum mönnum. Ýmislegt hefur verið gert af hálfu hins opinbera til þess að efla innlend- an skipasmíðaiðnað. Ýmsar þær ráðstafanir hafa þó geng ið of seint og hefur það vald- ið einstökum skipasmíða- stöðum verulegum erfiðleik- um. Eyþjóð eins og íslendingar, sem allt á undir sjósókn og siglingum verður að geta byggt góð og traust skip. Það getur hún líka, ef rétt er á haldið. AUKIN ÁHRIF ÆSKUNNAR Fins og skýrt hefur verið frá " hér í blaðinu hafa há- skólastúdentar gert þá kröfu, að þeir fái að hafa aukin áhrif á stjórn skóla síns, og m.a. vilja þeir fá að vera fjórðungsaðili að kosningu rektors háskólans. Háskóla- ráð hefur enn ekki svarað þessum óskum háskólastúd- enta. Á því leikur ekki vafi, að það yrði háskólanum til styrktar, að stúdentar fengju meiri áhrif á stjóm málefna hans. Unga kynslóðin á ís- landi er hin glæsilegasta, sem landið hefur átt, og æsku- mennirnir í háskólanum munu skilja skyldur þær, sem á herðar þeirra eru lagð- ar, ef þeim er veitt sú ábyrgð, sem fylgir áhrifum á stjórn æðstu menntastofnunar lands ins. Hinir eldri eru oft bundnir af persónulegum sambönd- um og hleypidómum, sem ekki þjaka æskumennina. Þess vegna mundi eldmóður æskunnar lífga störf háskól- ans og háskólaráð ætti vissu lega að fagna því að njóta meira samstarfs við nemend- ur skólans.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.