Morgunblaðið - 23.02.1969, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. FEBRÚAR 1969.
21
— Bréf um Alþingi
Framhald af bls. 5
kenningu sína, að dýrið muni
fara sem logi yfir akur verði
eldi þess Jfryft að nýju. Á með-
dei'lt um mál þetta og rætt fram
og aftur ár eftir ár, hafa ná-
grannar okkar á Norðurlöndum
árlega framleitt minbaskinn fyfir
tugi milljóna á ári, og fara þar
ekki miklar sögur af því að dýr
Sleppi úr búrum.
Að lokum skal getið um frum
varp um leiklistarskóla ríkisins
sem Einar Ágústsson flytur og
hefur mælt fyrir í efri deild.
Hér er um merkt mál að ræða
sem stefnir að því að bæta úr
því bága ástandi sem er í mennt-
un leikara hérlendis. Að vísu
mun nefnd nú starfandi að könn
un þessa máls, og verður von-
andi hægt að sameina niðurstöð-
ur hennar og frumvarpið á
þann hátt að málið nái fram að
ganga.
Steinar J. Lúðvíksson
Frá cg með
deginum í daig hefur Heildverzlun John Lindsay h.f.,
Aðalistræti 8, sö uumboð fyrir framleiðslu Reykhallar-
innar, Akranesi.
Biíreiðaklúbbur Rsykjavíkur
Framhaldsaðalfundur B. K. R. verður haldinn í Golf-
skálanum í Öskjuhlíð mánudaginn 24. febr. ’69, kl. 8,30
stundvíslega.
Fundarefni: LAGABREYTINGAR.
Stjórnin.
Til leign
verzlunarhúsnæði á bezta stað í bænum. Björt og góð
sölubúð. Einnig gott pláss fyrir léttan iðnað, heild-
verz'un, ferðaskrifstofur og fl.
Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér þetta sendi nafn,
og símanúmer á afgr. Mbl. fyrir mánaðamót merkt:
„Iðnaður og verzlun — 2892“.
Salarkynni
fyrir félagsstarfsemi
Óskað er eftir upplýsingum um húsnæði er hentugt
gæti orðið fyrir félagsstarfsemi. Húsnæðið þarf að
vera 500 til 1000 ferm. á einni hæð, lofthæð 3,2 til 4,0
m, minnsta breidd 10 m. Umhverfi kyrrlátt. Húsnæðið
má vera óinnréttað með öllu. Eigendur slíks húsnæðis
er áhuga hafa á sölu, leggi nöfn sín ásarnit upplýsing-
um um húsnæðið á afgreiðslu blaðsins merkt: „Salar-
kynni — 2924“ fyrir 1. marz 1969.
É|||iii|g
Bjóðið gestnm ykkar upp á ostapinna með öli eða sem eftirrétt. Auðvelt
°S fljótlegt er að útbúa þá og þér getið verið viss um, að þeir bragðast
vel. Notið það sem til er á heimilinu og gefið hugmyndafluginu lausan
tauminn. Möguleikarnir eru ótakmarkaðir. Hér fylgja nokkrar hugmyndir,
Leggið heilan valhnetukjarna ofan á
teninga af goudaosti.
Helmingið döðlu, takið steininn úr og
fyllið með gráðostlengju.
Setjið ananasbita og rautt kokkteilber
ofan á geira af camembert osti.
Veíjið skinkulengju utan um staf af
tilsitterosti, setjið sultulauka efst á
pinnan og skreytið með steinselju.
Skerið tilsitterost í teninga, setjið
lifrakæfubita ofan á ostinn og
skreytið með agúrkusneið og stein-
selju.
Setjið mandarínurif eða appelsínu-
bita ofan á fremur stóran tening af
ambassadorosti.
Skerið gráðost í teninga, ananas í
litla geira, reisið ananasinn upp á
rönd ofan á ostinum og festið saman
með pinna.
Festið fylita olífu ofan á tening af
ambassador osti. Skrcytið með stein-
sclju.
Mótið stafi úr goudaosti, veltið þeim
upp úr þurrkaðri papríku og skreytið
með sultulaukum.
ö\ta -c*/ 4aycl4a/an fy
Nýkomið mikið úrval af gluggatjaldaefnum og áklœðum
Þar á meðal terylene- og ullarplussi, stóresefnum,
fíberglass- og dralonefnum
Lítíð inn og geriö góð kaup
ÁKLÆÐI OC CLUCCATJÖLD
Skipholti 17, sími 17563