Morgunblaðið - 23.02.1969, Síða 22

Morgunblaðið - 23.02.1969, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. FEBRÚAR 1969. Sigríður E.J. Sigurðs son — Minning Fulltrúar Kanadastjórnar húsfreyja frá Álflárdal Mani- unnu kappsamlega að því að ginna fólk á óngul sinna veiði- brellna, með því að segja ó- kunnu fólki frá óviðjafnanleg- um landkostum og hinum stór- kostlegu lifsbjargarmöguleikum í Bandaríkjunum og Kanada, svo aldrei munu fleiri íslendingar hafa flutt af landi brott en árið 1887. A þvi ári voru miklar frosthörkur og snjóar, sem ollu versnandj afkomumöguleikum og vegna heyleysis urðu margir baendur að skera niður bústofn sinn, m.a. í Dalasýslu. Meðal hinna fjölmörgu fjölskyldna sem úr Dalasýslu fóru til Vestur- heims þetta ár var fjölskyldan sem þá hafði um nokkurt skeið búið á Fremri-Hrafnabjörgum í Hörðudal, þau hjónin Eggert Jónsson frá Leirá í Leirársveit Árnasona stúdents þar og Sig- ríður Jónsdóttir frá Deildartungu Jónssonar, ma.a. systkina henn- ar voru þær húsfreyjurnar á höfðingjasetrunum Defldartungu og Bæ, frú Vigdís og frú Guð- rún, og Jón bóndi að Áskoti og Geldingaá. Fyrst í stað sett- ist fjölskyldan að í Nýja-íslandi síðar í Winnipeg og svo norður við Manitobavatn ‘ Narrow, og þar andaðist húsbóndinn árið 1897, en húsfreyjan 1906. Ár landnemanna íslenzku, hin fyrstu ár í hinum nýju og áður ólíku heimkynnum voru erfið, t Móðursystir okkar Valgerður Diðriksdóttir sem lézt á Hrafnistu þann 20. þ. m. verður jarðsett þriðju- daginn 25. þ. m. frá Fossvogs- kirkju kl. 10.30 f. h. Diðrik Helgason Þorvaldur Helgason. t Jóhannes Wilhelm Christian Mortensen rakarameistari andaðist að Borgarspítalanum 20 þ.m. Útför hans verður gerð frá Fossvogskirkju mið- vikudaginn 26. þ.m. kl. 10.30 f.h. Kransar og blóm afþakk- að. Ef einhver vildi minnast hans, vinsamlega láti Krabba- meinsfélagið njóta þess. Sigríður Bjarnadóttir. t Jarðarför mannsins míns, föð- ur, sonar og bróður okkar, Árna Gunnars Tómassonar sem lézt af slysförum 15. fe- brúar, verður gerð frá Akur- eyrarkirkju miðvikudaginn 26. febrúar kl. 2. Halldóra Gunnarsdóttir og dætur, Þorbjörg Jóhannesdóttir, Tómas Kristjánsson og systkin. oft hefir því hugurinn leitað heim, til frændfólks og vina. Börn hjónanna frá Fremri- Hrafnarbjörgum, voru átta, sem síðar áttu eftir að koma við sögu íslendinga í Vesturheimi, sem dugandi mannkostafólk og nytsamir þegnar hins stóra veld is, en stálminnugir hins íslenzka uppruna síns, í æðum þeirra rann borgfirskt blóð, tryggðar, vin- áttu, kærleika, samvizkusemi og atorku. Þau verða nú talin upp hér í aldursröð, ásamt mökum sín- um. 1. Halla Ingveldur. F. 1864 d. 1920 átti fyrst Guðna Sig- urðsson frá Melkoti í Melasveit hann dó eftir stutta sambúð, syn ir þeirra, Eggert Friðrik, Guðni Halildór, síðari maður: Gísli L. Guðmundsson frá Arnþórsholti í Borgarfirði. Börn þeirra: Vil- hjálmur, Lovísa, Sigríður, Ing- ólfur, Guðmundur, Edvard, Halla bjó i Winnipeg. 2. Jón f. 1865 d. 1932, bóndi í Álftárdal, bjó síðar í Winni- peg, giftur Guðrúnu Þorbergs- dóttur Fjeldsted frá Hreðavatni í Borgarfirði. Börn þeirra: Ingi- ríðu, Helga, Lilja Eggert, Krist- ín, Lára. 3. Helga f. 1870 d. 1965 átti Helga Pálsson frá Fossi á Síðu, V-Skapt. bóndi fyrst í Grunna- vatnsbyggð, Brown í Manitoba, Elfros í Saskatchewan. Börn þeirra: Albert Stanley, Margrét Halldóra í Edmonton, Agnes, hjúkrunarkona í Portlandi, Ore gon, Norma Guðlaug á Skafta Steinsson kaupmann í Clover- dale, B.C. Ólafur Helgi. 4. Árni, fasteignasali, kaup- maður og borgarráðsmaður I Winnipeg, f. 1873, d. 1942. Árni lét mikið að sér kveða í félags- málum, var t.d. aðalmaður í hluta fjársöfnun vegna Eimskipafé- lags íslands og sat í stjórn tií dánardægurs, stofnaði Þjóðrækn isfélag íslendinga í Vesturheimi, verzlunarfulltrúi íslands á árum fyrri heimstyrjaldarinnar í New York, fulltrúi Kanadastjórnar á Alþingishátíðinni 1930 á Þing- völlum. Árni er tvíkvæntur, fyrri kon an hét, Oddný J. Jakobsdóttir frá Rauf á Tjörnesi, d. 1918. Börn þeirra: Sigurbjörg Th., Árni Guðni hæstaréttarmálaflutnings- maður, Eggert Grettir raffræð- t Innilegar þakkir fyrir auð- sýnda samúð við fráfall og jarðarför Jóhönnu Jónsdóttur Hvanneyrarbraut 50, Siglufirði. Fyrir hönd vandamanna. Svavar Kristinsson. t Þökkum af alhug auðsýnda samúð við andlát og jarðar- för mannsins míns, föður okkar og tengdaföður Sigurðar Guðmundssonar Aðalstræti 78, Patreksfirði. Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarliðs Sjúkrahúss Patreksfj arðar fyrir góða um- önnun. Einnig þökkum við Braga Thoroddsen og frú fyr- ir ómetanlega aðstoð. Guðrún Guðmundsdóttir Sigríður Sigurðardóttir Geirþrúður Sigurðardóttir Ingibjörg Sigurðardóttir Örlygur Sigurðsson Eiður B. Thoroddsen. ingu og forstjóri, Egill Ragnar flugforingi, Sigurður Hjalti raf- fræðingu. Síðari kona, og lifir hún mann sinn. Þórey Sigurðar dóttir frá Steinsstöðum í Öxna- dal. Börn: Ásta, Gunnar Örn og Erlingur, hæstaréttarmála- flutningsmenn. 5. Ha'lldór Jón f. 1878, d. 1918. verzlunarmaður í Winnipeg, gift ur Sigríði Árnadóttur frá Tungu hóli í Fáskrúðsfirði. Börn þeirra: Halldór Árni, Guðrún Sigríður, Margrét May, Sigríður Edvina en hún er búsett á 1728 Sorany Avenue, North Vancouver, B.C. 6. Dýrfinna f. 1877, d. 1960 átti Donald Elding, voru þau búsett í Winnipeg. Börn þeirra: Theódór, Ethel Marion, Sigríður Alma. 7. Kristín f. 1880 hún er ein sinna systkina á lífi og býr í Winnipeg, hún vel hress og fylg ist vel með óllu, þó heyrn sé tekin að bila. Maður hennar: Páll Árnason Reykdal frá Úlfs- stöðum í Hálsasveit Borgarfirði, fyrrum kaupmaður og bóndi að Lundar í Manitoba síðar í Winni peg. Börn þeirra: Grace býr í Winnipeg, ekkja eftir Pál Canl Þorsteinssson Þorsteins skálds. Sigríður, Páll Valdimar, Helga Skafti, Hazel og Arthur Meig- hen rithöfundur. 8. Sigríður Eggertína f. 1882 d. 1967 átti Sigurð Jónsson frá Ásólfsstöðum í Gnúpverj ahreppi Ámessýslu, bóndi fyrst í Álft- árdal, síðar Winnipeg og svo aftur í Álftárdal. Börn þeirra: Eggert bóndi í Swan River, Leó raffræðingur og, forstjóri í Vancouver, gíftur Nönnu Al- bertsdóttur prests nú í Blaine í Washington Kristjánssonar, Jón trésmiður í Calgary, Sigríður húsfreyja í Swan River, Árni bóndi í Svan Riwer, Florence húsfreyja í Cloverdale. Fyrir rúmum fjórtán mánuðum síðan andaðist yngsta barn hjón anna frá Fremri-Hrafnabjörg- um sem voru meðal þeirra eins og að framan greinir er fluttu út fyri meir en áttatíu árum, en frú Sigríði kynntist ég fyrir sex árum er ég var staddur á heimili sonar hennar Leós raf- fræðings og forstjóra í Vancou- ver og konu hans frú Nönnu t Þökkum samúð við andlát og útför Jóhannesar Erlendssonar frá Torfastöðum. Vandamenn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðar- för fö'ður okkar, tengdaföður og afa Ólafs Sigurðssonar skipstjóra, Marargötu 7. Börn, tengdabörn og barnaböm. á fögrum vordegi eins og þeir gefca verið fegurstir þar. Frú Sigríður var gestur þar á heim- ilinu og hafði eytt þar nokkr- um vikum í skjóli ástríks sonar og tengdadóttur, eins og hún hafði verið vön, en nú var hún að kveðja, þá er mig bar að garði. Ég hafði komið þá dag- inn áður frá frændfólki mínu í Seattle Jóni Marvin Jónssyni lögfræðing, núverandi ræðis- manni og systrum hans Krist- ínu fiðlusnilling, og Elínu hjúkr unarkonu. Ég var því á heim- leið þegar ég kynntist Sigríði, þennan góðviðrisdag og sem varð upphaf af góðri vináttu okkar þó aldursmunur væri mikill. Tókum við tal saman í stofunni hjá Leó og Nönnu og rifjaði hún upp minningar sínar frá barnæsku sinni þegar foreldrar hennar fluttu út, sagði hún mér frá ýmsum nöfnum á fólki, sem móðir hennar og eldri systkini höfðu reyndar þekkt í Borgar- firði, áður en þau fóru utan. Kom í 'ljós við þetta spjall að föðurfaðir minn Jóhannes Jóns- son, trésmiður í Kvöldúlfi og Sigríður voru hvorki meira né minna en systkinabörn. Þetta varð mér til óblandinnar ánægju og gleði, að hitta þarna svona náskyldan ættingja. Ég, eyddi þarna svo í skjóli góðra vina góðum dögum og skemmtilegum. Það var óhjákvæmilegt annað en veita frú Sigríði athygli, hún var sérstæður persónuleiki, þessi fremur lágvaxna og grannholda kona, með augun leiftrandi og fufl af góðleik. Hún var í eðli sínu góðlátlega glettin og tilsvör ennar gátu ennfremur verið þann ig, en án þess að meiða nokk- urn. Já, hún bar ljós friðar og glaðværðar hvar sem hún kom eða átti á einhvern hátt sam- skipti við fólk. Það vakti strax athygli mína, en við hittumst hvað hún hafði varðveitt vel íslenzkuna sína, og mætti margur ferðalangur- inn vera stoltur af málfari tungu sinnar, eftir styttri fjarvist frá ættlandi sínu, en hún. Svo munu og önnur systkini hafa gert, að varðveita málið sitt, og kynntist ég því líka af eigin raun af kynnum mínum við þær systur Helgu og Kristínu. Sigríður var fróðleiksfús kona og átti töluvert safn góðra ís- lenzkra bóka gamafla, sem hún reyndar þakkaði það að hún héit tungu sinni hreinni, svo og var hún áskrifandi Lögbergs og Heimskringlu. Hún var ein viljugasta mann- eskja sem ég hef kynnzt við bréfaskriftir og á ég mörg bréf frá henni, sem mörg eru skemmti leg fróðleiksnáma um menn og máleíni liðins tíma vestra. Sig- ríður var einlægur sannleiks- 'leitandi og trúuð kona, snemma á árum kynntist hún spíritisma og sálarrannsóknum og setti sig því aldrei úr færi að kynnast fræg- m miðlum, og tilkomumesta miðl inum er hún hafði setið fund hjá taldi hún tvímælalaust vera Hafstein Björnsson. Sigríður hafði yndi af ferða- lögum, og hin siðari ár fór hún á hverju ári í heimsókn til barna sinna sem eiga heima sitt í hverri áttinni. Það varð að ráði og hún hafði líka löngun til þess að koma til íslands og kynnast landi og þjóð, en „heim“ eins og hún sjálf orðaði það, hafði hana allt- af langað í kynnisferð, því þrá falt fylgdist hún vel með því sem „heima“ var að gerast. Sumarið 1964 varð þessi draum ur hennar að veruleika og var hún hér á heimili foreldra minna og mínu um mánaðartíma. Hér átti hún svo kost á að kynnast ýmsu frændfólki sínu svo sem frú Guðrún Hannes- dóttur frá Deildartungu og frk. Þuríði Jakobsdóttur frá Húsa- felli en þessar konur voru syst- kinabörn við Viana. Hún ferðaðist 'lítilsháttar um Borgarfjörð og víðar og var djúpt snortin af gestrisni allri og hlýhug sem alls staðar var henni veitt. Taldi hún íslands- veru sína að þessu sinni, einn af björtustu dögum lífs síns. Eitt er víst að fáa gesti höfum við haft á heimili okkar, jafn skemmtilega sem Sigríði Eggert ínu Sigurðsson, sem ég af til- viljun hitti, og tók svo miklu ástfóstri við mig. Þessi fáu og fátæklegu orð, fá ekki lýst sem skyldi þakklæti mínu og virð- ingu. Þau eru nokkuð síðbúin, en ég sendi börnum hennar og afkomendum mínar hjartanleg- ustu kveðjur. Bið ég henni sjálfri blessunar Guðs, á því tilverustigi sem hún Helgi Vigfússon. STUDIO 44 Sýningarsalur með sætum fyrir 80—100 manns er til leigu kvöld og kvöld eða í lengri tíma. Salurinn er í hjarta borgarinnar og er mjög hentugur fyrir fundi, kvikmynda- og skuggamyndasýningar. Sími 1G000. Hverfisgötu 44 sími 16894. Nýft fyrir húsbyggjendur frú jr-eir sem eru að byggja eða lagfæra eldri hús ættu að kynna sér hina miklu kosti sem Somvyl-vegg- klæðningin hefur. Klæðir vel hrjúfa og holótta veggi. Hentar vel á böð, eldhús, ganga og stigahús. Á lager í mörgum litum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.