Morgunblaðið - 23.02.1969, Side 28

Morgunblaðið - 23.02.1969, Side 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. FEBRÚAR 1969. rakst hún næstum beint á Pet er Fraser. — Viltu koma og sjá þessa Bardot-mynd? sagði hún. — Ég býð! Peter leit út eins og maður, sem er nýbúinn að vinna í happ- drættinu. — Já, það vil ég svei mér! sagði hann og tók hana undir arminn og dró hana í skyndingi út um dyrnar. — Ég hélt, að þú ætlaðir út með Joy og Kananum, sagði hún er þau gengu út um dyrnar. — Ég hætti við það — og nú er ég því feginn, sagði hann. Þau fóru fram hjá kaffisölu- stað, þar sem maður var að ljúka við að malla „Hot Dogs“. — Þetta nægir okkur, sagði Lísa. Við höfum einmitt tíma til að fá okkur bita í einum hvelli. Hún var eitthvað afskaplega óþreyjufull og svöng. Peter leit á hana og botnaði ekki neitt í neinu. — Þú ert eitthvað svo skrít- in í kvöld, sagði hann. — Rétt r ÁLFTAMÝKI 7 LÓMAHÚSIÐ simi 83070 Munið blómin á konudaginn 23. febrúar. eins og kátari og ekki eins ein- þykk. Ég er fegin, að þér er skánaður höfuðverkurinn. — Höfuðverkur? Var ég með höfuðverk? spurði Lísa og beit í brauðsnúðinn. Þau hlógu bæði og mauluðu þegjandi og flýttu sér að ljúka úr kaffibollunum. Lisa greiddi reikninginn meðan Peter náði í bíl. Þau komu í kvikmyndahúsið, þegar myndin var rétt að byrja. Þetta var saga tveggja ungra elskenda, sem strjúka og eru elt gegnum hrjóstrugt og fá- tækt hérað á Spáni. Litirnir voru stórkostlegir og ástaratrið- in ástríðufull og hrífandi. Lísa var því fegnust að sjá ekki framan í Peter. Þetta var áhrifamikil mynd og um of fyr- ir hann. Hún tók að sjá eftir að hafa boðið honum uppá ein- mitt þessa sérstöku mynd. Undir lok myndarinnar, þeg- ar stúlkan var að dauða komin af skotsári, fann hún að hönd Peters greip hönd hennar. Hún veitti þessu vingjarnlega hand- taki enga mótstöðu, og var ekki trútt um, að hún kynni vel við það. Þannig sátu þau þangað til myndinni var lokið, og ljósin kviknuðu. Þá drógu þau sig sundur brostu, dálítið vand- ræðalega hvort framan í annað, og komu sér þegjandi saman um, að þau kærðu sig ekki um að horfa á það, sem eftir var sýningarinnar. Meðan þau voru að bora sér gegn um mannþröngina í forsaln um kom hann henni á óvart með því að segja, hvað hann hefði verið hrifinn af myndinni, og sér fyndist Frakkar og Italir vera einu þjóðirnar, sem kynnu að fara með ástarsenur. Mynda- textarnir höfðu í fyrstunni gert honum dálítið erfitt fyrir, en eft ir nokkra stund fann hann, að hann skildi talsvert af talinu. Þegar þau komu aftur í gisti- húsið, stakk hann upp á því, að þau færu inn á barinn og fengu sér eitt glas undir svefn- inn, en hún afþakkaði það, vegna þess, að hún kærði sig ekkert um að rekast á Joy og hópinn hennar. Hún bauð honum því góða nótt í snatri. — Þetta var skemmtilegt, Lísa sagði hann — Þú ert virkilega yndisleg stúlka. Ég vona að þú komir út með mér aftur bráð- lega. — Æ, alveg gleymdi ég að 39 segja þér það, sagði hún yfir öxl sér. — Krakkinn okkar dafn ar vel. Karlinn fór að vitja hans á spítalanum. Góða nótt Peter! Hann er nú einhver almenni- legasti maður, sem ég hef fyrir hitt, hugsaði hún með sjálfri sér meðan hún var að hátta. Ég vildi gjarnan, að vinátta okkar gæti haldið áfram svona sem lengst. Hann hafði góð áhrif á hana og kenndi henni raunsæja hugsun. En gallinn var bara sá, að helzt ekkert gat staðið í stað, reytingarlaust. Svona tvær mann verur annaðhvort dragast meir hvor að annarri, eða þá þreyt- ast hvor á annarri. En í þetta sinn skyldi hún reyna að sjá um, að hvorugt gerðist. Um leið og hún steig upp í rúmið, tók hún litla björninn í hönd sér, sem sat við hliðina á vekjaraklukk- unni, og kyssti hann á loðna trýnið. Hún las tvo kafla úr bókinni sinni og slökkti síðan ijósið. Nokkru seinna varð hún þess óljóst vör, að Joy kom inn og afklæddi sig í baðherberginu. Meðan hún bylti sér í rúminu, dreymdi hana aftur fárvirði og heiðaland og dökkan óhamingju FISKIKASSAR Með minnkandi aflamagni verður íslendingum nauðsyn á að auka verðmæti þess afla er á land kemur. Það fæst með bættri meðferð hráefnis. Bæði reynsla og rannsóknir hafa sýnt að notkun fiskikassa í bátum og vinnslustöðvum. eykur — verðgildi aflans, eykur — nýtingu, sparar — vinnslukostnað. Bjóðum.: Fiskikassa, margar gerðir, fiskibakka — rækjukassa. Einnig mjög góðar umbúðir fyrir síld og síldarflök, sem hafa gefið betra verð og aukna sölu. í samráði við marga af reyndustu mönnum okkar á sviði vinnslu sjávarafla höfum við leitazt við að hafa á boðstólum það bezta. Leitið B. SIGURÐSSON SF. upplýsinga Bárugötu 15, sími 22716.. saman mann. Henni leið illa þeg- ar hún vaknaði og sá myndina af Blake greinilega fyrir sér, og hún lá kyrr stundarkorn og rannsakaði hvern andlitsdrátt hans, og gerði ítrekaðar tilraun ir til að lýsa augum hans með orðum. En gat ekki fundið neitt orð. sem henni líkaði. En þessar hugsanir hennar voru brátt truflaðar af stunum úr hinu rúminu. Lísa skilaði til Joy skilaboðunum um brottför- ina. Joy opnaði annað augað og rýndi á klukkuna, lokaði því aftur og sofnaði. Þegar hún komst á fætur, var Lísa þegar klædd og hafði látið niður dót sitt, og var byrjuð á dóti lags- konu sinnar. Joy stundi upp einhverjum ein atkvæðisþökkum, en tók svo að gefa fjörlega lýsingu á sam- kvæminu, kvöldinu áður. Hún syndi Lísu eftirtekjuna af búða rápi sínu. Þarna voru svört kniplinganærföt og digurt arm- band, sem gat litið út eins og úr gulli, en stórir klumpar úr gleri héngu við það. Tíminn var tekinn að verða naumur, svo að Lísa flýtti sér að dást að þess um dýrgripum, en hugsaði með sjálfri sér, að ef tillit væri tek- ið til tímans, sem fór í búða- rápið, þá væri útkoman furðu fátækleg. Joy játaði, að hún hefði týnt varalitnum, sem hún fékk að láni, en í stað hans hafði hún keypt hræðilegan eldrauðan lit. Lísa gat ekki annað en hlegið að henni, þegar hún var að klæða sig. Hún lagaði vandlega á sér andlitið, setti húfuna í rétt ar stellingar og fullyrti við Lísu, að hún væri nú tilbúin að fara til morgunverðar. Lísa benti henni á, að það væri ekki úr vegi að fara í pilsið. — Nei, það er líka satt! Lík- lega veit ég alls ekki, hvort ég er að koma eða fara. Það er alilt þessum Hamish að kenna. Hann er nú sætur! Og hvað heldurðu? Hann er búinn að biðja mín! Já, allir þessir peningar, sem hann á, og svo elskar hann mig í alvöru, held ég. Þá gætum við hætt þessum þeytingi og orðið gömúl og feit saman, sagði Joy og lagaði á sér magabeltið. — Það finnst mér nú rétt svonia og svona framtíðaráætlun, sagði Lísa og hjálpaði hinni með rennilásinn, og kom í veg fyrir að hún rifi af sér húfuna aftur í leiðsliu. — Aðaliatriðið er, hvort þú elskar hann. — Já, það held ég bara, að ég geri. Annars veit ég það nú ekki fyrir víst, sagði Joy, um leið og hún settist niður og los- aði af sér skóna. — Ég var einusinni afskaplega skotin í leikara, og var þá alveg frá mér, en nú er ég svo lukkuleg. Kannski er betra að vera ekki alveg svona bálskotin. Hvað finnst þér? 23 FEBRÚAR Hrúturinn 21. marz — 19. apríl Þér hættir til að ofgera fjárráðum þínum. Reyndu alvarlegar hugsanir er á líður Nautið 20. april — 20. maí Þú verður að skipuleggja af snilld ef þú villt eitthvað annað en mótbyr í dag Tvíburarnir 21. maí — 20. júní Láttu ekki tilfinningarnar hlaupa með þig í gönur I dag. Haltu rólega áfram með skyldustörf þín, og vertu skynsamur Einveran í kvöld verður þér til góðs. Krabbinn 21. júní — 22. júlí Farðu til kirkju og reyndu síðan að fá að vera einn eftir há- degið Ljónið 23. júlí — 22. ágúst Félagsmálin eru mikilvæg, en mega ekki skyggja á eigin- hagsmuni. Gefðu þér tíma til að vera heima, og sjá, hverju fram vindur. Meyjan 23. ágúst — 22 september Trúarþankar eru hagkvæmir Þú færð litlar undirtektir hjá fólki almennt. Vogin 23. september — 22. október Haltu áfram upptekinni varfærni í fjármálum Varaðu þig á röngum upplýsingum? Sporðdrekinn 23. október — 21. nóvember Gerðu þér far um að vera samvinnuþýður, er þú skilur ekki aðstæður til hlítar, og þér verður ýmislegt ljóst. Bogmaðuinn 22. nóvember — 21. desember Það hefnir sín fijótlega, ef þú gefur þig að gróusögum. Steingeitin 22. desember — 19. janúar Þér hættir til að skemmta þér um of Ef þú gætir tungu þinnar, verður þér mikið ágengt. Hugsaðu einnig um hag unga fólksins og smekk þess. Vatnsberinn 20. janúar — 18 febrúar Farðu í kirkju, sinntu andans málefnum, en forðaztu við- skipti Farðu meðalveginn ef hægt er. Fiskarnir 19. febrúar — 20. marz Þér lendir saman við einhvern. Forðastu íkveikjur og slys í heimahúsum --

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.