Morgunblaðið - 06.03.1969, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 06.03.1969, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. MARZ 1969. BÍLALEIO AN FALURH f carrental service © 22-Ö-22- RAUÐARÁRSTÍG 31, ■ ^ SÍM11-44-44 mniFw/R Hverfiscötu 103. Simi eftir lokun 31160. MAGIMÚSAR íkiph3ui21 síma«21]90 eftir lokun slmi 40381 LITLA BÍLALEIGAN Bergstaðastræti 13. Sími 14970 Skuldobréf Höfum kaupendur að nokkru magni fasteignatryggðra skulda- bréfa. Fasteignir & fiskiskip Hafnarstræti 4, sími 18105 BILAKAIJP Sími 15812. Bilar með litlum útborgunum Volkswagen '60 Willys Station Wagoner '60 Willys '46 Pontiac Le Mans '63 Moskwitch '59 Ford '58. Einnig koma til greina fast- eignatryggð veðskuldabr. eða veltryggðir víxlar. — Höfum kaupendur að nýlegum 5 manna bilum. BÍLAKAIJP Skúlagötu 55 við Rauðará. Sími 15812. -junnar ~Sió<jei.róion Suðurlandsbrauf 16. Laugavegi. 33. . Sími 35200 0 Sötnun vegna nauð- staddra í Biafra Velvakandi birti fyrir nokkru allmörg bréf um nauðsyn þess að safna handa sveltandi fólki i Bi- afra Tvær eða þrjár hjáróma raddir voru þó þar innan um, eins og gengur. Enn á ný hefur hlaðizt upp vænn stafli af bréfum, þar sem hvatt er til nýs átaks í söfnun- inni handa hinu nauðstadda fólki og lýsa flestir bréfritarar yfir mikilli samúð með Biafrabúum. Eins og fram hefur korríið í frétt um og meðal annars á átakan- legan hátt í sjónvarpsfréttum, eru hinar miklu hörmungar fólksins suður þar (ekki sízt mæðra og barna) engu iíkar af því, sem við höfum komizt í snertingu við. Q Þjóðkirkjan beitir sér fyrir söfnun á löngu- föstu Eins og alinenningi er kunn- ugt af fréttum, hefur biskup ís- lands beitt sér fyrir því, að þjóð- kirkjan standi fyrir Biafrasöfn- un á föstunni í Samvinnu við Æskulýðssamband íslands, Kven félagasamband íslands og Banda lag íslenzkra skáta. Um þetta hefur biskup skrifað prestum landsins m.a. á þessa leíð: „öllum er kunnugt að skelfi- legar hörmungar hafa gengið yfir það land og því miður sér ekki enn fyrir enda þeirra. Alþjóð- legar líknarstofnanir hafa reynt að hjá’.pa, Rauði Krossinn og hjálparsamtök kirkjunnar, og hafa gengið vel fram, en þó er meira ógert. íslenzka kirkjan hefur lagt ofurlítinn skerf til þeirrar hjálp- arstarfsemi, sem systurkirkjurn- að á Norðurlöndum hafa rekið, auk þess stuðnings, sem kirkjunn ar menn hafa veitt Rauða Krossi íslands ,(sbr. umræður á síðustu preststefnu). Hafa nokkrir prest- ar þegar sent myndarleg framlög til skrifstofu minnar. Ég þakka þeim skjót viðbrögð þeirra og ekki er það ætlun mín að aftur sé knúð á hjá þeim, sem þegar hafa gert sitt. En skipulögð fjár- söfnun vegna Biafra hefur ekki enn farið fram á vegum íslenzku kirkjunnar. Ég hef áður komið því á fram færi, að fastan yrði að þessu sinni notuð til skipulags átaks í þessu Raffœknifrœðing vantar til eftirlitsstarfa við BúrfeTsvirkjun. Upplýsingar hjá Rögnvaldi Þorlákssyni verkfr., skrif- stofu Landsvirkjunar, Suðurlandsbraut 14. ☆ ENSKIR FRAKKAR NÝJAR GERÐIR ☆ hattiomAkó H ERRADEI LP skyni. Nú hef ég leitað eftir samstarfi um þetta við stjórnir Æskulýðssambands íslands, Kven félagasambands íslands ogBanda lags íslenzkra skáta og hafa þess ir aðilar af miklum velvilja og skilningi tekið höndum saman við kirkjuna til þess að vinna að almennri fjársöfnun meðal þjóðarinnar. Rauði Kross íslands mun halda áfram söfnun sinni með sama hætti og áður. Því fé, sem aflað verður, mun var- ið til kaupa á íslenzkum mat- vælum, einkum fiskmeti. Sérs*ök framkvæmdanefnd mun hafa með höndum stjórn og skipu lag söfnunarinnar. Miðstöð henn- ar verður að Hverfisgötu 4, Rvík, sími 22710. Ætlunin er, að söfn- un þessi standi yfir fram að pásk um en að meginátakið verði sunnudaginn í miðföstu, 16. marz, og laugardaginn fyrir“. • Seðjum svanga á föstunni Fastan er fornt orð, sem mjög hefur glatað merkingu sinni í hugum nútímamanna. Vekjum nú nýjan, jákvæðan skilning á trúar- legu gildi þessa orðs. Sú minn- ing, sem föstutíminn er helgaður, krossferill frelsarans, er meira en geymd gamalla viðburða. Kristur lifir á meðal vor. Hann hefur gert alla mannlega nauð að sinni. öll vor synd og allt vort böl hvílir á herðum hans. Því að- eins erum vér hans, að vér eig- um hlut í þraut þeirrar elsku, sem öllu fórnaði fyrir oss. Ekkert ytra atferli getur að vísu gefið oss lífið í honum. En nokkur sjálfsafneitun á þeim tíma, sem sérstaklega minnir á hans helgu kærleiksfórn, ofurlítil takmörkun á eigin neyzlu eða eyðslu í því skyni að verja broti af nægtum sínum til líknar öðrum í sárustu neyð, er holl áminning og eðli- legur þáttur í rækt krists trúar- lífs. Minnum á þetta nú á föstunni um leið og vér fylgjum í anda ferli hins krossfesta Drottins á vegi fórnarinnar í þágu allra jarð arbarna. Sunnudaginn í miðföstu er minnt á það, hvernig hann saddi svanga. Hann kallar enn lærisveina sína til þess að leggja fram af forða sínum og aðstoða sig við að færa hungruðum björg. Þannig meðal annars skal boða það, að hann er brauð lífsins öllum heimi. Og eigi þarf að rifja upp orð hans, þegar hann segir: Hungraður var ég og þér gáfuð mér að eta, — svo fram- arlega sem þér hafið gjört þetta einum þessara minna minnstu bræðra, þá hafið þér gjört mér það, Höfum einnig í huga orð Jesaja: Sú fasta, sem Guð líkar, er að þú miðlir hinum hungruðu af brauði þínu“. 0 Sameinumst! „Kirkja Krists er kölluð til þess að glæða anda mannúðar, hjálpsemi og fórnfýsi. Hún er sterkasti aflvaki þess anda með þjóðinni. Verkefnin eru mörg. Hvert hróp á hjálp hefur sinn rétt. Og hverju sinni, sem sam- vizkan vaknar og bregzt við til góðs, verður það ávinningur allri viðleitni til liðsinnis og líknar, hvar og hver sem þörfin er. Sameinumst um það og vinnum ötullega að því, að hið íslenzka framlag til björgunar sveltandi börríum í Biafra verði sem mest“. — Þannig kemst biskup íslands, herra Sigurbjörn Einarsson, með al annars að orði um þetta mál. Velvakandi hefur tekið sér bessa leyfi til þess að birta þessi um- mæli hans, því að þau eiga erindi til allra. £ Vönduð og athyglis- verð tízkusýning Það er einkenni á dálkum Vel vakanda, að oft er farið úr einu í annað án fyrirvara, enda eru áhugamál margvísleg. Hér kemur bréf frá „Speetator", sem fjallar um mál, all-óskylt því, sem drep ið var á hér að framan. „Fyrsta alíslenzka tízkusýning in var haldin 27. febrúar, og var hún að allra dómi með mikl- um ágætum. Sex konur, allar meistarar í sinni grein, stóðu að sýningurmi, og var mjög til henn ar vandað. Auðséð var, að allar þessar saumakonur höfðu bæði listrænan smekk og skapandi hug arnir sambærilegir við það bezta myndarflug, enda voru kjól- sem hér hefur sézt innflutt á mark aðinum. Gróa Guðnadóttir átti þarna til dæmis hvítan buxna- kjól, með tilheyrandi kápu, og bláleitan siffonkjól, síðan, er báð ir voru mjög nýtízkulegir og minntu á vorið. En þótt þessir séu nefndir, voru hinir einnig hver öðrum fallegri. Það hefur vakið undrun mína, hve lítið hefur verið um þessa sýningu getið í blöðunum. Hún var þó merkilegur áfangi í íslenzk- um kvenfatnaði. Ég hef verið á tízkusýningum í Parfs, og mér fannst þessi íslenzka sýning standast vel samjöfnuð við þær, þótt í smærri stíl væri. En svo glæsilega viðleitni ber að lofa, og er óskandi að áframhald verði á henni. Spectator". Skrifsfofuhúsnœði Til leigu er skrifstofuhúsnæði að Hring- braut 121, 4. hæð. Húsnæði þetta saman- stendur af 10 mismunandi stórum skrifstofu herbergjum og getur komið til greina að leigja í einu lagi eða 1 eða fleiri herbergi sér. Upplýsingar í síma 10600 kl. 9,15—10 f.h. næstu daga. LITAVER Nœlonteppin komin aftur J2Z-24 30280-322 G2 Verð pr. ferm. 270.— og 343.— Vönduð teppi. — Litaúrval.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.