Morgunblaðið - 06.03.1969, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 06.03.1969, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. MARZ 1%9. 15 Finnar hurfu frá vísitðlukerfinu eftir gengisbreytinguna 1967 f GREIN þcirri, sem hér fer á eftir er fjallað um ráðstafanir sem Finnar g-erðu í kjölfar geng isbreytingarinnar þar 19G7. Greinin er eftir Rolf Kullberg bankastjóra Nordiska Forenings banken í Helsingfors. FINNAR riðu á vaðið á hinu umdeilda sviði vísitölubinding- ar. Farið var að beita vísitöl- unni í allríkum mæli á fyrri helming 6. áratugs, og kerfið breiddist stöðugt út er frá leið. Laun og aðrar tekjur, eftir- laun, tryggingar, skuldabréf, innstæður og skuldir sem og ýmis konar viðskiptasamning- ar voru bundin vísitölunni og óbeint tengd innbyrðis eftir mjög flóknum reglum. Aðrar þjóðir, ekki sízt skand inavísku þjóðirnar, hafa fylgzt með tilraunum finnsku bank- anna með vísitölunni af miklum áhuga, án þess að þær hafi þó sjálfar lagt út í svipað ævin- týri. Það er því ofur eðlilegt, að menn velti því nú fyrir sér af nokkurri undrun, hvers vegna Finnar hafa nú allt í einu horf- ið frá vísitölubindingu bæði á peningamarkaði og á öðrum sviðum. FRÁ GENGISFELLINGU TIL JAFNVÆGIS Þegar Finnar felldu gengið um 23,8% þann 11. okt. fyrir rúmu ári, var um að ræða neyð arúrræði til að ráða bót á sjúku og óstöðugu efnahagslífi, sem hafði reynzt ómóttækilegt fyrir allar venjulegar efnahagslegar og stjórnmálalegar aðgerðir. Það er ómótmælanleg stað- reynd, að hver gengisfelling fel ur í sér fræið að þeirri næstu. Sé ekki gripið til gagngerra gagnráðstafana, hefur það í för með sér áframhaldandi verð- bólgu, sem leiðir auðveldlega til þess, að sama jafnvægisleysi hefur aftur skapazt eftir nokk- ur ár. Hættan á þessu var eink- ar mikil í Finnlandi vegna þess hvað sjálfvirk visitölubinding var orðin flókin og yfirgrips- mikil. Frá upphafi var því Ijóst að gengisfellingunni varð að fylgja eftir með viðhlítandi ráðstöfunum til þess að koma í veg fyrir, að áhrif hennar rynnu út í sandinm. Strax haustið 1967 hófu helztu á- hri'faaði'lar þjóðfélagsijns samn- ingaumleitanir, til þess að kom asf að saimikomiulagi uim jafn- vægi í efnaihagslífinu. í lok ma.rzmánaðar árið 1968 var m.álið komið á það stig, að merun gátu farið að hrinda hug myndiunum í framikvæmd. Að umfangsmikluim umræðuim lokn um tóíksf að (koma saiman á- ætlun um verðlaig og tekjur, sem bæði h ag.sm una/hóparnir og rikisrvafldið gátu sætt sig við. Þýðingarmikið atriði í þessum einstæða sanmingi -— sem hllaut lagagi'ldi með sér- stökum efnahagslögum á þingi — var, að lögð skyldi niður vísitölubinding á allt nema eft- irlaun og slkuldabréf, sem voru að renna út. Stéttaifélögin af- söl.uðu sér fyrir sitt leyti á- kvæðiniu um vísitölubindingu, sem fyrir var í gilldandi kjara- samningum og helfði valdið um það bil 5—6% hælklkun á laum- um í desemiber 1968. Jafnframt var álkveðin sú meginregla, að alllir launþegar, án tillits til launatfllioklka, skyldu frá ársbyrj un 1969 hljóta launalhækku'n, sem næmi aðeins 16 penni á tímainn eða að meðaltali um það bil 3’/2%. Bændur afsöl- uðu sér fy.rir sitt leyfi vísitölu binidingar aif tefcjum sinum og létu sér nœgja verðlhækkum, sem nam 2% í júní 1968 og jafn mikið í janúar 1969. Ríkið hætti sölu visitöLutryigigðra skuldabréfa og lofaði að hækka emga skatta, og loks var endalhnúturinn rekimn með verðlags- og húsaleiguibiind- ingu; sem gilda ókyldi til árs- loka 1969. BANKARNIR VÖRPUÐU LÍKA FVRIR RÓÐA VÍSI- TÖLUKERFI SÍNU Algert skilyrði fyrir fram- kvæmd þessarar heildaráætlum ar var afnám vísitölulbindingar á peningamarkaði einnig. — Þetta var meginorsök þess, að bankarnir tóku l'íka þátt í að stöðva hrinigekju vísitölunnar. Satt að segja, mætti þessi á- kvörðun engan veginm mót- spyrnu af hállfu stjórnairmaimna banfcamina, því að ás'tandið var að verða illiþolanilegt. Þegar gengisfellingin átti sér stað. voru 27% af heildarinni- stæðum bankanna á reikning- um, sem voru vísitölubundnir. f viðskiptabönkum var hlutfall ið komið up>p i 31.6%. Þegar gengisfellingin kom til framkvæmda, var öllum ljóst, að umtalsverð verðVgshækkun stæði fyrir dyrum. Áfleiðingin var sú, að menn þyrptust að reikningum með vísitölutrygg- ingu, en í flestum tilfellum var um að ræða flutning innstæðu frá annars konar bankareikn- ingum. Almennt var tallið, að verðlagshækkunin yrði að minnsta kosti 10% á árinu, og fyrir sparifjáreigendur mundi það hafa í för með sér árahagn að, sem næmi um það bil 13% og örugga vörn gegn verðbólg unni. Enda þótt hagnaður þessi væri að miklu leyti blekking, var hann þó meiri en nokkur önnur sparifjárinnstæða gat tryggt þeim. í lok marz 1908, þegar bankarnir hættu að taka við fé á víslutölubundna reikninga, hafði hlutur þeirra af beildarinnstæðu af eðlileg um ástæðum hækkað upp í 37,8% í öllum peningastofnun- um og upp í 42.7% í viðskipta- bönkunum. Hið aukna hlutfall vísitölu- bundna innstæ'ðna ásamt hin- um auknu greiðslum vísitölu- uppbóta, hafði í för með sér erfiS vandamál fyrir skulda- nautana, sem varð að íþyngja með samsvarandi vísitöluálagi samkvæmt gildandi fyrirkomu lagi. Frá upphafi ársins 1968 neyddust við.skiptabankarnir til að hækka hið almeana vísi töluálag úr 1% upp í 2% (sem bættis ofan á grunnvextina, sem voru að meðatali 714 %) og ljóst var, að enn yrði að hækka þetta álag upp í 3—4% sfðar á árinu, ef þróunin héld ist hin sama. í sparisjóðum og innlánsdeildum var vísitölu- álagið hækkað almennt strax í ársbyrjun, og þeir sem þurftu að greiða 50% vísitöluálagið, fengu líka sjálfkrafa að kenna á auknu álagi, þar-sem verð- lag hækkaði stöðugt. Þessi mikla aukning skulda- kostnaðar var að verða alvar- legur verðbólguvaldur ekki síð ur en anna'ð, sem fyrir hendi var. Svo alvarlegt var ástandið orðið, að augljóst var, að bank arnir yrðu að grípa til ein- hverra aðgerða til að hindra þessa þróun. Stjórnarmenn bankanna voru því fúsir til samstarfs, þegar hafizt var handa um að afnema vísitölu- kerfið. Engir nýir reikningar með vísitölutryggingu hafa því verið leyfðir eftir 20. rharz 1908. Þær innstæ’ður, sem fyrir voru, hverfa smám saman. Síð asta vísitölutryggðu innstæð- urnar losna 1. febrúar 1969, og það felur í sér, að nokkrum innstæðureikningum er sagt upp áður en 12 mánuðir eru liðnir. Vísitölubinding var líka felld úr gildi á lánsfé þann 1. apríl sl. Bankarnir eiga þó rétt á því að leggja 1% vaxtaálag aukalega á lánsfé, til þess að geta staðið í skilum með áhvíl andi vísitölugreiðslur til spari- fjáreigenda. Talið er, að þetta taki allt að þrjú ár. Innlánsvextir eru háðir sam- komulagi allra peningastofn- ana, og enn eru menn ekki á sama máli um, hvort lækkun vaxta sé nauðsynleg eða hve mikil hún þyrfti að vera. Það má vissulega einnig mæta aukn um kostnaði með aukinni hag- ræðingu. Hingað til er reynslan al- mennt góð af þessari aætlun til jafnvægis efnahagslífsins og afnámi vísitölukerfisins. Fram færsluvisitalan hefur stigið um 8,6% á því ári sem leið eftir gengisfellinguna, og getur það vart talizt mikið, ef teki'ð er tillit til þess, að verð erlends gjaldeyris hækkaði um 31,25%. Sé þess einnig gætt, að verð- lag erlendis hefur einnig hækk að, hefur enn ekki tapazt nema fjórðungur af ágóða gengisfell ingarinnar. Síðan efnahagsáætl unin kom til framkvæmda í marz, hefur verðlagsaukning ekki verið meiri en tæp 2%, og allt efnahagslífið hvílir því nú á miklu traustari grunni en áður. Horfurnar á auknum hag vexti eru góðar, þar sem verzl unar- og vi'ðskiptajöfnuðurinn virðist einnig ætla að vera hag stæður — í fyrsta skipti síðan 1960 — og gjaldeyrissjöðurinn hefur tvöfaldazt síðan um ára mótin 1967—68. Það er því of mikil bjartsýni að áætla, að aukning efnahagsins verði allt að 5—6% á árinu 1969, en með- altalið á síðustu þrem árum hefur aldrei orði'ð meira en um það bil 2%. KOSTIR OG LESTIR VÍSITÖLUBINDINGAR Enda þótt nú sé verið að af- nema vísitölubindingu á al- mennum peningamarkaði, væri óréttlátt að fordæma þetta kerfi algerlaga. Bankastofnun- um hefur verið mikils virði að geta boðið viðskiptamönnum sínum tryggingu gegn því tapi, sem ver'ðbólgan hefur valdið. Framfærslukostnaður í Finn- landi hefur aukizt á árunum 1957—67 um 4,7% á ári að með altali, og án vísitölutryggingar hefði umsetning bankanna varla verið eins örugg og jöfn og verið hefur að jafnaði. Almennt má segja, að kerfið hafi staðið sig tiltölulega vel meðan verðbólgan jókst ekki nema um 4—5% á ári og vísi- töluuppbót sparifjáreigenda var ekki hærri en um það bil 20%. 1% aukaálag á lánsfé var ekki mjög tilfinnanlegt ofan á 7—8% rentur. Neikvæðra áhrifa varð fyrst vart, er verðbólgan var í þann veginn að aukast um helming. Þá fyrst varð hinn aukni lánskostnaður virkt afl í hinni ógnarlegu vísitöluverk- an. Sem almennri gagnrýni má einnig halda því fram, að vísi- tölubinding sparifjár og láns- fjár, feli í sér viðurkenningu á verðbólguþróun í stað þess að menn einbeiti sér að því að uppræta hana. Sé litið á málið raunhæfum augum, má segja, að verðbólgan sé að meira eða minna leyti óhjákvæmilegt fyr irbrigði í flestum löndum, og þá má líta á vísitölutryggingu sem réttlætanlega frá félagslegu og siðferðilegu sjónarmiði. En hvernig sem á málið er litið, var afnám vísitölubind- ingarinnar rökrétt og réttmæt aðgerð eins og málum var kom ið eftir gengisfellinguna. Það er ekki þar með sagt, að við höfum að eilífu sagt skilið við þetta kerfi. Vísitalan í Finn- landi hefur öðlast svo fastan sess í huga finnsku þjóðarinn- ar, á undanförnum árum, að ekki er útilokað, að hún skjóti upp kollinum á ný í einhverri mynd einn góðan veðurdag. Þinghúsið í Helsingfors. - ÉG HEILSA.. Framhald af bls. 1 þremur samhljóða orðsending um var lögð á það áherzla, að Sovétríkin geti ekki hlaupizt frá ábyrgð sinni í Berlín. Munurinin á framibjóðendun- ■uim tveimur í vestur-þýztou for- setaikosm ingu nium var afar lítill og það jök á sipenniuina, að í fyrstu tveimur atkvæðagreiðsl- unium fékk hvoruguir frambjóð- anna þau 519 atkvæði, sem þá þurfti ilögiuim samtovæmt til þess að hljóta kosiningu. í fyrstu at- kvæðagireiðsluinni hlaut Heine- manm 514 atkvæði og Sehröder 501 atkvæði, em þrír kjörmenn greiddu elkki atbvæði og þrjú voru dæmid ógild. f annarri um- ferð vanm Sdhröder á. Hann hlaut 507 atkvæði en Heine- mann 511. Fimm kjörmenn greiddu þar eikki atkvæði. — í þriðju umiferð þunfti aðeins venjulegam meiri hliuta og sigr- aði Heinemainn þar, sem að framan greinir. Er kjörfundurinn var settur, sagði forseti þingsins, Kai Uwe von Hassól, að það væri ekfci af metnaðarástæðuim, að á- kveðið hefði verið að lláta for- setalkiosniingarnar fara fram í V- Berlín. Vestur-Þýzkaland ódkaði ekki eftir því að ögra neinum og hann vísaði eindregið á bug full yrðimgum austur-þýztora stjórn- valda um að kosningarnar færu fram á erlendu lanidsrvæði. — Berlín væri ekki útl.ent land- svæði í aiuiguim neins Þjóðverja, sagði hann. Heinemann var fagnað með geysilegu lófaklappi, er hann lýsti því yfir, að hann hefði tek- ið við kosningu sem þriðji for- seti Vestur-Þýzkalands, en von Hassel flutti honum árnaðarósk ir þingmanna. Heinemann þakk- aði það traust, sem sér hafði ver- ið sýnt og kvaðst vona, að þeir, sem ekki hefðu greitt sér at- kvæði, myndu starfa saman með honum. — Ég heilsa öllum þegn um Þýkalands, sagði Heinemann einbeittur en án tilfinningasemi. Gerhsu'd^Schröder varð fyrstur til þess að oska Heinemann til hamingju, og sagði síðar á fundi með blaðamönnum, að hann von aði, að úrslit kosninganna yrðu allri þýzku þjóðinni til góðs. Kiesinger kanslari sagði eftir kosningarnar, að hann sæi enga erfiðleika bundna við það, að í Vestur-Þýkalandi væri forseti sem væri jafnaðarmaður en kanslarinn úr röðum kristilegra demókrata. Báðir létu þeir Kies inger og Willý Brandt utanríkis ráðherra í Ijós ánægju yfir því, að svo virtist, sem komizt hefði verið hjá alvarlegri Berlínar- deilu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.