Morgunblaðið - 06.03.1969, Page 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. MARZ 1969.
Sigurður Sigmar Jó-
hannesson -Minning
Fæddur 30. septembcr 1932.
Dáinn 17. nóvember 1968.
ÞANN 17. nóv. sl. andaðist í
Sjúkrahúsi Akureyrar Sigurður
Sigmar Jóhannesson frá Hrísey.
Með nokkrum orðum langar
t
Sonur okkar og bróðir
Sigfús Sigurgeirsson
andaðist af siysförum í
Þýzkalandi 4. þ.m.
Hlíf Gestsdóttir
Sigurgeir Sigfússon
og systkin bins látna.
t
Eiginkona mín
Guðrún Magnúsdóttir
lézt á Landspítalanum 5. þ.m.
Álfur Arason,
börn, tengdabörn og
barnaböm.
t
Oddný H. Bjarnadóttir
Njáisgötu 30,
andaðist í Landakotsspítala
-5. þ.m. Jarðarförin auglýst
síðar.
Vandamenn.
t
Maðurinn minn
Kristján Sigurður Jónsson
frá Eiði,
anda'ðist í Landspítalanum
. 1. marz. Jarðarförin ákveðin
'frá Grundarfjarðarkirkju
' laugardaginn 8. marz og hefst
með bæn frá heimili hans
kl. 2.
Guðrún Elísdóttir,
böm og tengdaböm.
t
Útför móður okkar, tengda-
móður, ömmu og langömmu
Helgu Einarsdóttur
Bergstaðastræti 20,
sem andaðist að Elli- og
hjúkrunarheimilinu Grund
þann 26. f.' m., fer fram frá
Dómkirkjunni föstudaginn 7.
marz kl. 1.30.
Vandamenn.
mig til að kveðja ágætan vin,
frænda og fyrrverandi sveit-
unga.
Sigmar var fæddur að Kaðal-
stöðum í ,,Fjörðum“ 30. septem-
ber 1932, sonur hjónanna Sigur-
bjargar Guðlaugsdóttur og Jó-
hannesar heitins Kristinssonar
sem þar bjuggu, en fluttust síð-
ar að Þönglabakka í sömu sveít.
„Fjörður“ áttu sitt blómaskeið
svo sem margar aðrar sveitir á
landi voru sem nú eru aðeins
auðnin ein.
Á Þönglabakka vaT um eitt
skeið prestssetur og kirkja
ásamt grafreit sveitunga. Þar
stendur nú skýli SlysavaTna-
félags fslands til hjálpar þeim
er þar kynnu að hrekjast að
landi í vályndum veðrum, og
einnig sem bautarsteinn yfir
gröfum forfeðra vorra.
í upphafi útgerðar vélbáta
fyrri hluta þessaraT aldar, var
útgerð þar þó nokkur, en nú
sýna rústir einar áð þar hafi slík
starfsemi farið fram.
Svo var komið árið 1944 að
aðeins þrjár jarðir voru í byggð
og var svo ákveðið af búendum
að þeir skyldu allir yfirgefa
sveitina í einu. Tvær fjölskyldur
fluttust um á Svalbarðsströnd,
en leið fjölskyldunnar frá
Þönglabakka lá til Flateyjar á
Skjálfanda.
Fljótlega setti fjölskylda þessi
svip þar á, sakir hinnar sömu
lífsgleði og sérstakrar gestrisni
t
Eiginmaður minn, sonur og
faðir
Bjarnhéðinn Árnason,
bifreiðastjórl,
Seljavegi 6, Selfossi,
verður jarðsunginn frá Sel-
fosskirkju laugardaginn 8.
marz kl. 15.00.
Vilný Bjamadóttir
Guðný Gisladóttir
og börain.
t
Jarðarför föður okkar
Jóhanns Símonarsonar
frá Litlu-Fellsöxl
fer fram frá Akraneskirkju
föstudaginn 7. marz kl. 2 síðd.
Jórunn Jóhannsdóttir
Snæbjörn Jóhannsson.
t
Þökkum hjartanlega auð-
sýnda samúð við andlát og
jarðarför
Einars G. E. Sæmundsen
skógarvarðar.
Sigríður Vilhjálmsdóttir
og böra
Guðrún S. G. Sæmundsen
Guðrún Einarsdóttir.
t
_ Eiginkona mín og móðir
okkar,
Arnfríður Jónsdóttir,
Framnesveg 54,
verður jarðsungin frá Foss-
vogskirkju föstudaginn 7.
marz kl. 1.30. •
Magnús Arngrímsson og böra.
t
Útför konunnar minnar og
móður
Þórdísar Pétursdóttur
Vesturgötu 30,
fer fram frá Fríkirkjunni
föstudaginn 7. marz kl. 3 e.h.
Gísli Guðmundsson
Guðmundur Gíslason.
er hún bjó yfir í svo ríkum mæli.
Sigmar var 12 ára gamall þeg-
ar foreldrar hans fluttu til Flat-
eyjar með sinn stóra barnahóp,
en alls átti Sigmar 11 systkini,
en þá voru nokkur þeirra elztu
gift og farin úr foreldrahúsum.
Mjög náinn vinskapur tókst
með oss frændum Sigmari og
hans bræðrum, þó nánastur með
okkur Sigmari og fylgdumst við
jafnan að, fyrst í leikjum sem
drengir, síðar í starfi ér við átt-
um saman lítinn véltoát svo og
annarri skemmtan ungra manna.
Gjörþekktum við því hvorn
annan, gátum leitað hvor til
annars með vandamál líðandi
stundar, sem þá þegar urðu
kannske engin vandamál þegar
við höfðum rætt saman í fullri
einlægni, þvi sá er aðeins vinur
sem í raun reynist. Er mér því
sérstaklega í minni trygglyndi
hans, gamansemi og björt við-
horf til lífsins.
Ungur að árum fór Sigmar að
stunda sjó á trillubáti með bræðr
um sínum sem eldri voru, svo
sem aðrir drengir er upp óiust
í Flatey eða nánast strax og
þeir vettlingi ollu. Sýndi Sig-
mar þá strax að hann bjó yfir
sérstakri hörku við sjálfan sig
ásamt annálaðri verklagni og hef
ég marga heyrt geta þess sem
með honum unnu til sjós, hversu
bráðsnöggur og skarpur hann
var, en það eru beztu meðmæli
sem hver sjómaður getur fengið.
Árið 1956 giftist Sigmar Gunn-
hildi Hannesdóttur frá Hrísey og
þar stofnuðu þau sitt heimili.
Eignuðust þau þrjú börn, dreng
sero nú er 12 ára og dætur tvær
7 og 2ja ára.
Ári eftir að Sigmar settist að í
Hrísey- stofnaði hann til útgerð-
t
Innilegar þakkir fyrir auð-
sýnda samúð við fráfall og
jarðafför
Skúla Þ. Guðmundssonar
Stóra-Langadal, Tálknafirði.
Guðlaugur G. Guðmundsson
Hákonía Pálsdóttir
og böra.
t
Hjartanlega þökkum við öll-
um þeim, sem auðsýndu okk-
ur og fjölskyldum okkar
samúð og hluttekningu við
andlát og útför
Árna Gunnars Tómassonar
Skólavöllum 11, Selfossi.
Sérstakar þakkir til Foss-
kraft og starfsmannafélagsins
við Búrfell.
Halldóra Gunnarsdóttir
og dætur
Þorbjörg Jóhannsdóttir
Tómas Kristjánsson
og systkin.
ar ásamt Gunnari bróður sínum
sem þá var einnig búsettur í
Hrísey. Létu þeir bræður smíða
sér bát 10 tonna í skipasmíða-
stöð KEA á Akureyri. Bátmn
nefndu þeir Farsæl EA 74 og bar
hann nafnið með rentu. Sigmar
annaðist formennsku sem fórst
honum svo vel úr hendi, að ekki
var öðrum eftir gefið sem svip-
aða báta gerðu út og bezt gekk
hjé.
Eins og eðlilegt má telja þegar
vel gengur, þá fóru þeir bræður
að hugsa um stærra fley og létu
verða af því að láta smíða 19
tonna mjög vel útbúinn bát hjá
skipasmíðastöð KEA á Akureyri
og fengu hann afhentan síðari
hluta aprílmánaðar árið 1964.
Bátinn létu þeir bera sama nafn
og þann fyrri sem þeÍT seldu þó
ekki. Sigmar annaðist for-
mennsku einnig á hinum nýja
Farsæl og voru nú lagðir sam-
an dagar og nætur til að ná sem
beztum árangri.
Ei má við sköpum renna, því
skjótt brá fyrir sólu, því seinni
hluta sumars fór Sigmar að
kenna lasleika í höfði, sem hann
þó áður hafði fundið fyrir.
í september 1964 var Sigmar
sendur til Kaupmannahafnar þá
Fædd 30/7. 1909.
Dáin 28/2. 1969.
í DAG fer fram í ísafjarðar-
kirkju útför frænku minnar
Sigríðar Jónsdóttur.
Þessar fáu línur segja ekki
stóra sögu eins og þurft hefði.
Nokkur ágrip úr lífi sjóroanns-
konu. Hún sjálf hefði ekki vilj-
að það. En samt var saga henn-
ar viðburðarrík; þar skiptust á
skin og skúrir eins og gerist í
sjávarþorpum, þar sem konan
bíður með börnin á meðan mað-
urinn fer í róður. Kannski síð-
asta róðurinn. En enginn skil-
ur það betur en konurnar sem
áttu sjómennina á stríðsiárunum,
þegar sjómennirnir þurftu að
sigla með aflann til annarra
landa.
Sigríður var ein af þeim sem
beið eftir sínum manni.
Sigríður eða Sigga eins og við
systkinabörnin kölluðum hana,
var fædd á ísafirði, dóttir Jóns
Jónssonar og Guðrúnar ívars-
dóttur. Afi Sigríðar var Jón Jóns
son frá Tungugröf og amma
hennar var Elísabet Einarsdóttir
frá Hlíð í Kollafirði og eru merk
ar og fróðar ættir þaðan. Móðir
Sigríðar var Guðrún fvarsdóttir
Gíslasonar og eru þaðan einnig
komnir traustir stofnar og fróð-
leiksfólk, eins og lesa má í ætt-
ritum Strandamanna og víðar.
Þetta fólk hafði ekki verið lang-
skólagengið eins og nú er yfir-
leitt á árum tækni og vísinda.
Sigríður var vel lesin og fróð,
og margar eru þær sögurnar og
fróðleikurinn sem hún sagði okk
ur krökkunum þegar við kom-
um í heimsókn til hennar.
Ég man hvað okkur þótti allt-
af gaman að koma til Siggu, og
ekki voru þeir fáir bitarnir sem
hún gaf okkur. Hún mátti aldrei
neitt aumt sjá, þá var hún alltaf
boðin og búin til að hugga og
gera gott úr því sem aflaga fór,
og aldrei var svo lítið til að
Sigga léti ekki sinn síðasta bita
fara til þeirra sem þurfti þess
með.
Öll minnumst við hvað hún
var alltaf kát og glöð í kunn-
ingjahópi, þar sem hún var. Var
gleðin í hávegum.
SAMKOMUR
K.F.U.M. — A.D.
Aðaldeiidarfundur i húsi fé-
lagsins við Amtmannsstíg í kv.
kl. 8.30. Bjarni Eyjólfsson talar.
Inntaka nýrra meðlima. Allir
karlmenn velkomnir á fundinn.
illa haldinn, í hendur færustu
sérfræðinga, en þeir stóðu ráð-
þrota og gátu ekkert fyrir hann
gert. Var honum tilkynnt, að á
sjó mætti hann ekki koma, en
við það urðu þær vonir sem við
nýja Farsæd voru bundnar að
engu orðnar. Urðu þeir bræður
því að selja, en Sigmar var
heilsulaus þar til yfirlauk.
Höfuðköstin komu með vissu
millibili, og var hann oftsinnis
færður á sjúkrahús meðvitundar
laus. Fáir vissu raunverulega um
líðan hans því hann var jafnan
léttlyndur og kátur svo sem
hann ætíð var þegar höfuðveil-
an þjáði hann ekki um of.
Sigmar sat yfir spilum með
félögum sínum þegar síðasta
kastið kom og var hann þá flutt-
ur í sjúkrahús til Akureyrar svo
sem endranær, en komst ekki til
meðvitundar og dó nokkrum dög
um síðar.
Að lokum sendi ég og mín
fjölskylda innilegustu samúðar-
kveðjur til eiginkonu og litlu
barnanna þriggja, einnig aldr-
aðri móður og systkinum, svo og
öðru venzlafólki.
Blessuð sé minning um Sig-
mar Jóhannesson.
Jón Hólmgeirsson, Grindavík.
Sigríður var gift Kristjáni
Valdimarssyni matsveini frá ísa
firði. Varð þeim fimmtán barna
auðið, en aðeins þrjú eru á lífi.
Þau eru: Ingibjörg María, gift
Halldóri Þorgrímssyni, bifvéla-
virkja, Húsavík, Guðrún Jóna,
gift Jóhannesi Gunnarssyni,
Sauðárkróki, Friðþjófur, giftur
á ísafirði Kristínu Jósepsdóttur.
Sigríður eignaðist sex barnabörn
sem í dag minnast ömmu sinn-
ar.
Sigríður var fædd með þeim
eiginleikum að geta tekið öllu
með ró og þolinmæði sem að
höndum bar, svo að undrun
sætti.
Hún var mjög trúuð og trúði á
fegurra líf í öðrum heimi.
Hún kom hér í Landsspítalann
fyrir tveimur árum og gekk þá
undir mikla aðgerð. Og svo nú í
nóvember þurfti hún að leggjast
á fæðingardeild Landsspítalans
einnig undir mikla aðgerð.
Hún tók veikindi sín með mik-
illi hugarró og stillingu og undr-
uðust lœknar og hjúkrunarkon-
ur sem hana stunduðu, hvað
hún var dugleg og sterk. Hún
kvartaði aldrei, en samt vissi
hún til hins síðasta að hverju
dró. Hún vildi aðeins komast
heim til eiginmanns, sonar og
barnabarna og þar fékk hún
hvíldina sem hún þráði.
Leiðarlokin urðu ekki umflúin
og öll verðum við að lúta í lægra
haldi fyrir dauðanum hvort sem
við erum fátæk eða rík.
Við minnumst frænku okkar
og vinkonu sem hinnar traust-
ustu konu, allt frá því við vor-
um böm.
Eiginmanni hennar, börnum
og barnabörnum sendum við
innilegustu samúðarkveðjur og
biðjum Guð að gefa þeim styrk
í sorg sinni.
Jón Gunnar fvarsson.
Ingibjörg Anna Sigríð-
ur Jónsdóttir - Minning