Morgunblaðið - 06.03.1969, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. MARZ 1»©9.
21
kemur inn afhenda stúlkur hon-
um nokkurs konar blævæng, sem
má nota sem slíkan og eiga til
minja en einnig til að ná á sýn-
inigarmyndunum. Með því að
halda blævængnum undir lóðrétt
an geisla, rofnar geislinn og
mynd birtist á skerminum. En á
meðan geislinn er ekki rofinn,
he'ldur hanm áfram niður í
grind í gólfinu og sést ekki. Um
leið og geislinn rofnar setja fóto
sellur af stað rödd, sem hvíslar
skýringum gegnum grindurnar í
gólfinu. Þannig getur gesturinn
anniað hvort skoðað myndirnar
á skáskermunum í loftinu eða
náð þeim á blævænginn sinn og
haft þær þar svo lengi sem hann
vill, meðan hann hlustar á skýr-
ingar við þær.
— Flestar myndirnar snerta
efnið, sem valið hefur verið, nátt
uruvernd í nútíma tækniþjóðfé-
lagi — í lofti í vatni og á landi.
Salnum er skipt eftir endilöngu
í p'lús og mínus svæði með gló-
andi striki, svo að gestirnir geti
farið fram og aftur og fengið
jákvæðar og neikvæðar myndir,
en þær tákna jákvætt og nei-
kvætt viðhorf til náttúruvernd-
ar í víðtækustu merkingu. Þetta i
fellur ágætlega við einkunnarorð
sýningarinnar í heild, sem eru
„Framfarir og samstilling mann-
kynsins." En sem kunnugt er, eru
heimssýningar af fyrstu gráðu
ekki vörusýningar heldur hug-
mynda- eða hugsjónasýningar. Á
svo hver einstök sýning eða sýn
ingardeild að vera byggð upp
með tilliti til emkunnarorðanna.
En ætlunin er að sýningin í
Norðurlandaskálanum komi til
skiia til gestanna, að Norður-
lönd eru háþróað iðnaðarsvæði,
að hún sýni norræna samvinnu
um mikilsverð vandamál í sam-
félaginu, og að hún fjalli um al-
þjóðlegt vandamál, sem ekki hvað
sízt er mikilvægt í austurlönd-
um og Japan og veki því áhuga
þar.
— Þarna er átt við náttúru-
vernd í víðtækustu merkingu,
en ekki eingöngu eins og við
lítum gjarnan á hana. Við-
fangsefnið nær yfir verndun
upprunalegra verðmæta og ný-
sköpun í nútíma tækniþjóðfé-
lagi, þar sem skapast marvís-
leg vandamál í lofti í vatni og
á landi. Fjallað er um tært og
hreint loft, og Reykjavík er auð
vitað alveg einstakt tákn um borg
með hreint 'loft, þar sem enginn
reykur er og ekkert til að ó-
hreinka andrúmsloftið nema það
sem kemur með útblæstri bíl-
anna. Þá er það vatnið, sem er
að verða svo mengað í iðnaðar-
löndunum, að sums staðar er all-
ur fiskur horfinn, og er því
haldið fram, að ef ekki verði
gert stórt átak fljótlega, bíði
heimurinn stórtjón. Svo eru
vandamólin í sambandi við þétt-
býli kringum iðnaðarsvæði, sem
eru t.d. mjög á dagskrá í Norður
Svíþjóð, en hvergi farið að valda
verulegu tjóni á Norðurlöndum.
En lausn á því máli er mjög að-
kallandi í þéttbýlinu í Japan,
og því ta'linn mikill áhugi þar og
aranars staðar í Asiu á þvíhvern
ig Norðurlönd bera sig til við
þetta.
— Þetta er mjög verðugt verk
efni og mjög alþjóðlegt. íslend-
ingar gera sér vel grein
fyrir þessum vanda, og eru mjög
ákveðnir í að láta úrgangsefni
hvergi spilla gróðri og heilsu
manna. Það sést t.d. á því hve
varlega er farið með staðsetn-
ingu og annað í sambandi við
fyrsta stóriðnað hér, eins og t.d.
álverksmiðju og einnig kísilverk
smiðju. Hið ómengaða loft í borg
eins og Reykjavík er alveg ó-
metanlegt þegar það er borið
saman við borgir annarra landa.
Öll þessi viðhorf, jákvæð og nei
kvæð, verða kynnt með mynd-
um og hljóðáhrifum í sýningar-
sal Norðurlandaskálans í Osaka,
en ekki er eran farið að velja
myndir eða vinna verkefnið í
smáatriðum, sagði Gunnar J.
Friðriksson undir lok samtalsins
— Þá verður í skálanum upp
plötur eins og í Montreal.
Heimssýningin í Osaka hefst í
marz 1970 og stendur í 6 mán-
uði, eins og leyfilegt er um heims
sýningar af fyrstu gráðu. Japan
ir hafa lagt undir sýninguna
stórt svæði, og eru mjög stór-
huga í undirbúningi. Á miðju
svæðinu, sem þeir ætla að nota
undir temabyggingar, þ.e að
fjalla um viðfangsefni í sam-
bandi við einkunnarorð sýning-
ariranar „Framfarir og samstill-
ing mannkynsins", þar er að
rísa 60 metra hár „Turn sólar-
innar“. Aðalbyggingin er í þrem
ur hlutusm: neðanjarðarbygging
er sýnir uppruna heims og ver-
öld hins liðna, á jarðhæð er túlk
aður mútíminn og safstilling
mannkynsins, og „uppi í hæðum“
er fjallað um framtíðina og fram
farir. Þá er verið að undirbúa
listasafn sýningarinnar og hafa
forstöðumenn stærstu safna
heims verið að ráða ráðum sín-
um hvað skuli sýna í sambandi
við einkunnarorð sýningarinnar
og hvað af frægum listaverkum
muni fást að láni og falla að
efninu. Meðál þeirra er forstjóri
Louvre safnsins í París, lista-
ráðunautur hins fræga safns í
Mexicoborg o.fl. Og þegar er
byrjað að selja miða á sýning-
una, en Japanir reikna með fyr-
irframsölu á 15.5 milljón að-
göngumiðum. Það stendur því
mikið til í Osaka vorið 1970
Loftur Georg Jónsson
- Minning
Fæddur 20. september 1902.
Dáinn 20. febrúar 1969.
„Vertu hjá mér, halla tekur
degi.
Herra, myrkrið kemur, dylst mér
eigi.
Þegar enga hjálp er tiér að fá
hjáLparlausra líknin vert mér
hjá“.
Þegar Lofti var kunnugt um
að hverju stefndi þá fór hann
með þetta vers og tók því með
karlmennsku, sem að höndum
bar, því hann vissi að dagur var
að kvöldi kominn.
Ekkert er mér ljúfara en að
rita minningarorð um þig látinn,
kæri vinur.
Fyrstu kynni okkar urðu fyr-
ir 23 árum, þegar ég kynntist
dóttur þinni, sem nú er konan
mín. Allan þennan tíma varst
þú sami góði vinurinn, fyrsti
maðurinn til að rétta hjálpar-
hönd ef með þunfti. Það fann ég
bezt þegar ég þurfti á að halda.
Þegar ég var í Stýrimannaskól-
anum, komst þú með aleigu þína
í reiðufé, sem var mikið fé á
þeirri tíð, og réttir mér. Lýsir
þetta bezt þínu stórbrotna hug-
arfari. — Bftir að ég var orðinn
skipstjóri veittist mér sú ánægja
að geta tekið þig með mér tvær
ferðir, eina til Þýzkalands og
eina til Grænlands á fiskiveiðar
og þaðan til Englands. Hafði ég
mikla ánægju af að sjá hvað þú
nauzt þess að vera á sjónum,
enda varstu sjómaður í eðli þínu
eins og allir sannir Breiðfirðing-
ar. Efalaust hafa margir sem
ekki kynntust þér náið, misskil-
ið þig. En þeir, sem þekktu þig
bezt, virtu þig vegna þinna
miklu mannkosta, sem voru það
yfirgnæfandi, að annað gleymd-
ist, sem ef til vill miður hefði
farið í þínu fari. Ávallt barstu
velferð þinna nánustu fyrir
brjósti. Ég minnist þess þegar
ég kom í síðasta skipti til þín á
Borgarspítalann, hvað þér var
umhugað um velferð mína og
minna og allra þeirra er þér
voru kærir. Það lýsir bezt hvern
mann þú hafðir að geyma, að
þú gleymdir þínum miklu þján-
ingum vegna umhugsunarinnar
um velferð þinna nánustu.
Loftur Georg Jónsson var
fæddur í Arney 20. september
1902, sonur merkishjónanna Loft
hildar Kristínar Pálsdóttur og
Jóns Kristófers Lárussonar, skip
stjóra. Foreldrar Lofts voru
bæði af traustum breiðfirzkum
ættum, þekkt fyrir dugnað, gest-
risni og myndarskap. Enda mun
Loftur hafa erft þessa kosti for-
eldra sinna í ríkum mæli. Mun
hann snemma hafa farið að
vinna eins og þá var siður, fyrst
ÍBÚÐ TIL SÖLU
Ibúð á vegum Byggingarsam-
vinnufélags póstmanna er til
sölu. Er þeim félagsmönnum er
vilja neyta forkaupsréttar bent á
að hafa samband við Guðnýju
Helgadóttur, Grettisgötu 90 fyrir
20. marz nk.
á búi föður síns í Arney og Arn-
arbæli. Skömmu eftir fermingu
byrjaði hann sjósókn á skútum.
Liðlega tvítugur fór hann til
Griradavíkur og stundaði þar sjó-
nennsku, fyrst sem háseti, og
síðar sem formaður á opnum bát
BiLAKAUR^
Vel með farnir bílar til sölu
og sýnis f bílageymslu okkar
að Laugavegi 105. Tækifæri
til að gera góð bílakaup.. -
Hagstæð greiðslukjör. —
Bílaskipti koma til greina.
Árg.
'64 Willys 140 þús.
'55 Willys blæju 95 þús.
'64 Willys 145 þús.
’65 Ford 500 vörub. 110 þús.
'65 Cadett station 95 þús.
'67 Gipsy dísil 200 þús.
'66 Bronco 240 þús.
'66 Moskwitch 90 þús.
'68 Landrover 265 þús.
'64 Renault R 8 85 þús.
'65 Taunus 17 M 180 þús.
'66 Dodge Dart 250 þús.
'63 Fairlane 500, 150 þús.
'65 Taunus 17 M 160 þús.
'67 Fiat 600 T 100 þús.
'65 Renault R4 65 þús.
'64 Opel Capitan 150 þús.
'63 Skoda Octavia 50 þús.
'67 Rambler Classic 360 þús
'66 Trabant 60 þús.
'65 Skoda 1202 85 þús.
'66 Corvair 27 þús.
'63 Volkswagen 1500, 120 b. |
'68 Volkswagen 210 þús.
Ódýrir bílar, góð greiðslukjör
'56 Opel Capitan 45 þús.
'62 Volkswagen rúgbr. 50 þ
'60 Volkswagen rúgbr. 45 þ
Höfum kaupendur að nýleg-
um Volkswagen, Cortina
Saab og jeppabifreiðum. — |
Ennfremur að vel með förnurr
Bronco-bifreiðum, árg. '66 o{, !
'67.
■ Tökum góða bíla í umboðssölul
HHöfum rúmgott sýningarsvæði |
H innanhúss. ]
UMBOÐIÐ
SVEINN EGILSS0N H.F.
LAUGAVEG 105 SÍMI 22466
um. í Grindavík kynntist hann
eftirliifandi eiginkonu sinni Lauf
eyju Einarsdóttur frá Bjargi í
Jrindavik, sem ávalWt hefur
reynst honum hinn trausti og
góði lífsförunautur og stundaði
hann af sérstakri alúð og um-
hyggjusemi í hans erfiðu og
ströngu sjúkdómslegu. — Árið
1936 fluttust þau hjónin til
Reykjavíkur með fjögur börn
þá efnalega allslaus að kalla.
Var þá erfitt fyrir aðkomumenn
að koma til Reykjavíkur í at-
vinnuleit. Lýsir það bezt atorku
og dugnaði Lofts, er hann skap-
aði sér atvinnu á þann hátt að
fá sér handvagp, sem hann
þurfti að draga sjállfur og hefja
fisksölu í úthverfum bæjarins.
Þannig sá hann fjölskyldu sinni
farborða á hinum erfiðu tímum.
Jafnframt vann Laufey, kona
hans, utan heimilis þegar vinnu
var að hafa. Með samheldni og
dugnaði tókst þeim hjónum að
bægja skorti frá dyrum síns
heimilis, og verða heldur veit-
aradi en þiggjaradi. En oft mun
vinnudagurinn hafa verð langur
og strangur hjá þeim hjónum.
Þegar Þjóðleikhúsið tók til
starfa, réðist Loftur þangað sem
brunavörður og starfaði þar um
skeið. Annars fékkst hann við
fisksölu, meðan kraftar entust.
Þau hjónin eignuðust sex börn
og eru fiimm þeirra á Mifi. Einn
son misstu þau er hann var á
öðru ári, Eirík Jón, sem var
þeim einkar hjartfólginn. Tóku
þau hjónin sér mjög nærri missi
hans. Elzta barn Lofts er Skarp-
héðinn, lögregluþjónn, kvæntur
Erlu Egilsson. Átti hann þennan
son áður en hann kvæntist. Elzta
barn þeirra hjóna er Eyrún
Lára, gift Gunnari Gíslasyni,
sem rekur smurstöð hér í borg;
Lofthildur Kristín, gift Ragnari
Franzsyni, skipstjóra; Guð-
munda, gift Eyjólfi Kristjáns-
syni, bifreiðarstjóra; Helga, ógift
í heimahúsum; Hrefna Björk,
giift Eiríki Steinþórssyni, bifvéla
virkja. Einnig hafa þau hjónin
alið upp dótturson sinn, Róbert
Birgi Agnarsson.
Kæri vinur. Ég flyt þér kær-
ar þakkir fyrir allt og al'lt frá
mér og mínum. Ég veit, að ég
má að lokum kveðja þig fyrir
hönd eiginkonu, barna, tengda-
barna, barnábarna og barna-
barnabarna, sem af alhug þakka
þér alla ástúð og umihyggju. Svo
kveð ég þig, kæri vinur, í vissu
um að þér hefur verið fagnað
af ástvinum þínum, sem á undan
eru gengnir.
Guð blessi minningu þína.
Tengdasonur.
Stjörnubíó sýnir um þessar mundir handarísku kvikmyndina
„Falsku rheimilisvinur (Life at the Top). Með aðalhlutverkin
fara Laurence Harvey, Jean Simmons, Michael Craig og Hon-
or Backman.
Skriistofustorf óskast
Er vön öllum algengum skrifstofustörfum, einnig bók-
haldi og iaunaútreikningum.
Upplýsingar í síma 23418.
Óhreinindi og blettir, svo sem fitublettir, eggja-
biettir og blóðblettir, hverfa á augabragði, ef
notað er HENK-O-MAT í þvottinn eða til að
leggja í bleyti. Síðan er þvegið á venjulegan
hátt úr DIXAN.
HENK-O-MAT, ÚRVALS VARA FRÁ