Morgunblaðið - 06.03.1969, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 06.03.1969, Qupperneq 10
10 MOROUNBLAÐIÐ, FIMlMTUDAGUR 6. MARZ 1969. _ Schwickart fer á milli ferju og stjómfars „utan dyra'' Stjónfarið tengt við ferjuna. Eftir hina frækilegu ferð Apollo 8 umhverfis tunglið, kann mönn- um að þykja lítið koma til geim- ferða umhverfis okkar gömlu góðu jörð. Það er að vísu rétt að jarðbrautarferðir eru orðnar svo öruggar núna að þær teljast máske ekki til stórtíðinda í sjálfu sér. Hinsvegar ber þess að gæta að í hverri ferð er verið að reyna eitthvað nýtt, og t.d. er ferð Apollo 9, sem nú stendur yfir, um margt jafnvel erfiðari og hættulegri en tunglferðin. Það er fyrst og fremst tungl- ferjan sem heldur uppi spenningn- um í þessari ferð. Þetta er í fyrsta skipti sem hún er reynd mönnuð utan gufuhvolfsins og flug henn- ar og tenging við stjórnfarið aftur, krefst óskaplegrar nákvæmni, ekkert má útaf bera. Yfirmenn NASA telja ferðina vera svo flókna og erfiða að þeir segjast ekkert verða hissa þótt ekki gangi allt samkvæmt áætlun. „Við erum ekki beinlinis hrædd ir um að eitthvað stórvægilegt komi fyrir en þetta er það marg- brotin ferð að búast má við að eitthvað fari öðruvísi en upphaf- lega var gert ráð fyrir", sagði einn þeirra. Eitt hinna hættulegu augnablika var um þrem klukkustundum eftir að farið var komið á braut. Tungl- ferjan var geymd í sérstöku hylki aftan við stjórnfarið og til að tengja þau saman urðu þei' að snúa stjómfarinu við, svo að trjón an vissi að ferjunni. Þetta tókst þó að óskum. Vonandi tekst allt jafn vel á morgun, en þá er ætlunin að losa tunglferjuna frá stjórnfarinu. McDivitt, stjórnandi Apollo 9, og Schweickart, skríða þá gegn- um litla lúgu inn í ferjuna og þrautprófa öll tæki hennar. Svo er hún losuð frá og þeir ræsa vél- arnar og fljúga burt. Scott bíður þeirra í stjórnfarínu. Flug ferjunn- ar mun taka um sex klukkustund- ir og þeir McDivitt og Schweic- kart fara með hana um 175 kíló- metra frá stjórnfarinu, en eru að sjálfsögðu í stöðugu sambandi við Kennedyhöfða, og Scott. Þeir munu stýra ferjunni fram og aftur, hækka flugið og lækka, og reyna á allan hátt að líkja sem mest eftir væntanlegri tungllend- Stjórnendur NASA hafa hugleitt þann möguleika að sleppa alger- lega Apollo 10, ef ferð Apollo 9 tekst vel. Það eru þó taldar litlar líkur til að svo verði, áhættan er of mikil. Að vísu myndi það spara hundruð milljónir dollara, en það yrði dýrkeyptur sparnaður ef það yrði til þess að sjálf tunglferðin rr istækist. Hinsvegar gæti svo farið að tunglferðinni yrði flýtt, og hún farin um miðjan júní í sumar í staðinn fyrir seinnipart júlímánað- ar. Werner Von Braun, einn helzti eldflaugasérfræðingur NASA er mjög ánægður með árangurinn af flugi Apollo 9, hingað til. Hann sagði í viðtali við fréttamenn að það væri nú enginn vafi á að þeir yrðu á undan Rússum að senda menn til tunglsins. „Ég veit að Rússar leggja nú mikla áherzlu á að byggja geimstöðvar á braut um hverfis jörðu, en ég trúi ekki að þeir séu hættir við að reyna tungl- ferð". Bandaríkjamenn þurfa ekki að hafa neinar áhyggjur af Rússnesku geimstöðvunum, frá tæknilegu sjónarmiði, þeir geta auðveldlega byggt sínar eigin stöðvar og ætla líka að gera það þegar Apollo áætluninni er lokið. Eins og menn muna vakti það mikla hrifningu þegar Rússneskir geimfarar fóru á milli geimskipa, skömmu eftir tunglferð Apollo 8. Margir vinir Rússa héldu því jafnvel fram að með þv! væru þeir komnir mörg ár framúr Bandaiikjamönnum, í geimvísindum. Það sést bezt núna við hver rök sú fullyrðing hefur að styðjast, í þessari ferð Apollo 9, er það næstum aukaatriði að einn geimfarinn flytur sig á milli tveggja sjálfstæðra flugfara „utan dyra". Meðan þessi tvö stórveldi heyja geimferðakeppni verða sjálfsagt skiptar skoðanir á því hverra af- rek séu stórkostlegri. Vonandi kemur þó að því áður en alltof langt um liður að báðir aðilar geti orðið sammála um eitt stórkost- legasta afrekið — og ekki bara i geimvísindum — þegar Rússnesk- ur og Bandarískur geimfari hittast í fyrsta skipti „utan dyra" og flytja sig á milli stjórnfara. — Óli Tynes. Tunglferjuflugmennirnir hafa engin sæti, og verða að stjóma farkostinum standandi. ingu. Eftir sex klukkustundir stýra þeir ferjunni aftur upp að stjórn- farinu og þá hefst tengingin. Ef svo skyldi fara, af einhverjum ástæðum, að þeir gætu ekki stýrt ferjunni upp að stjórnfarinu, verð- ur Scott að breyta braut þess og leita þá uppi sjálfur. Hann verður þá einnig að sjá einsamall um tenginguna. Ef eitthvað svo alvar legt hefur komið fyrir að teng- ingin er óframkvæmanleg hafa þeir enn einn varnagla, tunglferju- flugmennirnir tveir geta þá skrið ið út um útgangslúgu farkosts síns og „gengið" yfir að stjórn- farinu. Ef þetta bregst einnig er ekki um annað að ræða fyrir Scott en að snúa einn til jarðar. Tunglferjan sjálf er satt að segja ekki glæsileg ásýndum, líkist helst gríðarstórri málm- könguló enda i daglegu máli köll- uð köngulóin. Veggir hennar eru svo þunnir að geimfararnir verða að gæta þess vel að reka fæt- urna hvergi í, þeir gætu ósköp auðveldlega farið i gegn. Vegg- irnir eru hafðir svona þunnir þvi nauðsynlegt er að hafa ferjuna mjög létta. Þess vegna eru heldur engin sæti í henni, og geimfar- arnir verða að vinna störf sín standandi, McDivitt hefur viður- kennt að honum varð um og ó, fyrst þegar hann sá farartækið: „Það fyrsta sem mér datt í hug var: Heilagur Móses, á þessi ófreskja að geta flogið?" Þegar ferjufluginu er lokið eru enn eftir fjórir dagar og þá nota geimfararnir til að yfirfara ýmis tæki geimfarsins, gera leiðarreikn- inga, taka myndir, og fleira þess- háttar. Á tíunda degi verður búið að losa ferjuna frá, og hún verður skilin eftir í geimnum. Þjónustu- farið verður þá einnig losað frá stjórnfarinu, sem verður stýrt inn í gufuhvolfið, til lendingar um 400 kílómetra ASA af Bermuda. Ef ferjuflugið og geimferðin í heild, tekst vel er enn eitt mikil- vægt skref stigið í átt til mannaðr ar lendingar á tunglinu. Þá er enn eftir ferð Apollo 10, sem verður einskonar generalprufa. Ekki hefur enn verið tekin endanleg ákvörð- un um hvort Apollo 10 fer á braut umhverfis jörðina eða tungl- ið, en einnig i þeirri ferð verður tunglferjan reynd. Talið er líklegra að farið verði að tunglinu og ferj- unni flogið í litilli hæð yfir yfir- borði þess, hinsvegar verður sú ferja ekki þannig úr garði gerð að hægt sé að lenda henni, það verð- ur að bíða Apollo 11.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.