Morgunblaðið - 06.03.1969, Side 24

Morgunblaðið - 06.03.1969, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. MARZ 1969. að mirmsta kosti til þín á morg- un. Ekki? Hversvegna? Nú, þú verður lögð af stað til Sidney — veslingurinn þú! En þú skil- ur að hefðu ekki þessar hræði- legu ferðir komið til sögunnar, hefði ég aldrei játazt honum Hamish. Jæja, ég hringi til þín undir eins og þú ert kominn aft- ur. Nei, þetta er ranglæti. Þú kemur til að sjá hann Hamish eftir fáeina daga. Þú ætlar að hitta hann, er það ekki? Lísa hlýddi og skrifaði hjá sér símanúmerið hans, kvaddi og laeði símann. í döpru skapi fór hún niður, til þess að sannfærast um, að ekkert bréf eða skeyti lægi und ir dyramottunni. Það var ekkert. í stofunni stóðu enn þessi tvö bréf frá Peter, uppreist á árin- hillunni, og annað þeirra óopn- að. Hún tók það og las það hægt ob bítandi. Það var ósköp líkt hinu fyrra. Hann átti að hitta ýmsa sérfræðinga og háttsetta flugmálamenn. Fyrirlesararnir voru ágætir, en verklega hlið- in ekki að sama skapi. Og hon- um líkaði ekki maturinn, sem var likastnr nappa á bragðið. Hann yrði kominn aftur eftir | svona þrjár vikur. Þessi bréf báru með sér vand- virkni og hlýhug til hennar, enda þótt þau væru tilbreyting- arlitil og 'leiðinleg. í hennar aug um voru þau álíka dýrmæt og veggalmanakið frá í fyrra. Tvö orð frá Blake — jafnvel þótt þau hefðu verið illyrmisleg — hefðu heiypt í hana fjöri. Hún hafði alveg gleymt að spyrja Joy nákvæmlega um brúð kaupsdaginn. En það gat nú sjálfsagt beðið. Hún mundi und irbúa veizluna þegar hún kæmi aftur úr ferðinni. Og það gæti orðið gama.n að því. Að minnsta kosti gæti það leitt hugann frá ýmsu öðru. Hún hafði meira gaman en hún hafði búizt við, af því, hve mjög Joy var henni háð, og hún var hreykin af því. Þegar Lísa kom aftur frá Sidney, eftir stranga en viðburðalit'la ferð, komst hún þegar á kaf í undir- búniraginn að veilzunni. í Sidney hafði hún hitt Ham- ish, yfir sig hamingjusaman, er hafði hrúgað á hana bögglum til brúðarinnar. Hún var svo önnum kafin við þetta, að hún hafði alveg gleymt heimkomu Peters, sem nú nálgaðist, og varð því hissa, þegar honum skaut upp næsta dag. Hann sagðist hafa verið orðinn uppgefinn á að hringja aftur og aftur án þess að fá nokkurt svar. Hann fann stúlkurnar á kafi í umbúðapappír að máta fatnað Joy. Hann var auðvitað feginn að sjá Lísu aftur, en virtist samt hafa gaman af að horfa á þær og gefa þeim ráðleggingar. Lísu fannst hann horaðri en áður og ennþá alvarlegri. Þegar hann heyrði, að Joy ætlaði að vera áfram þarna í íbúðinni, gramdist honum það sýnilega, en stillti sig samt og bauð þeim báðum út að borða. Eftir að hafa fylgt þeim heim á eftir, yfirgaf hann þær strax en hringdi samt í Lísu úr al- menningssíma, nokkrum mínút- • MARZHEFTIÐ KOMID • 20 ÚRVALSGREINAR Philip Morris vekur athygli á mest seldu amerísku filtersigarettunni í Evrópu. Reynið pakka af Marlboro og þér sannreynið hvað kallað er raunverulegur tóbakskeimur. Keimur, réttur keimur. Fullþroskað fyrsta flokks tóbak gefur Marlboro þennan góða keim. Er þetta ekki það sem þér leitið að i filtersigarettunni? „FILTER“ • RÉTTUR KEIMUR • „FLIP TOP“ PAKKI. — Fröken, þér lofuðu mér kossi tæki ég eina skeið af meðalinu, — nú hef ég tæmt flöskuna. um seinna. Hálffeiminn að vanda spurði hann hvort hann gæti hitt hana eina annað kvöld. Hún lofaði að fara með honum í leikhús. Hún hafði orðið því fegin, að Joy skyldi vera kyrr og hindra hann þannig í að doka við. Hún sárkveið fyrir ástarjátning- unum, sem hún vissi alveg með sjálfri sér, að væntanlegar voru. 48 Það gat hún séð af því, hvern ig hann leit á hana biðjandi augum, og hefði ekki Joy verið viðstödd, hefði ef til vill orðið erfitt að halda honum frá sér. En svo hætti hún að hugsa um þetta og hiustaði á blaðrið í Joy, sem lék á als oddi af tilhlökkun. — Þarf ég endilega að vera með hatt? Ég hata þessa hatta — en gæti ég ekki haft einn af þessum litlu, sem sitja bara efst á kollinum? — Það geturðu náttúrulega, ef þú villt líta út eins og jóla- tré, en hvíti flókahatturinn er virkilega snotur og á prýði- lega við fötin. Það þýddi ekki annað en vera köld og ákveðin við Joy, og umfram allt ekki gefa henni tækifæri til að sjá sig um hönd. Hún hafði alveg hræðilegan fatasmekk. Lísu fannst það því ganga kraftaverki næst, að hún hafði samþykkt einfalda svarta dragt, sem gerði hana grennri og lítinn, dýran flókahatt með mjóum borða. Með bláum skóm og hvítum skinnhönskum, leit Joy alveg sæmilega út, og snyrti lega. Lísu tókst meira að segja að sannfæra hana um, að fallega demantsnælan, sem Hamish hafði gefið henni, væri allt skraut, sem hún ætti að bera, auk trú- lofunarhringsins. Hún yrði að hindra hana í að hlaða á sig hinu og þessu glingri en auð- vitað yrði hún að fá að hafa stórt brönugras utan á sér. — Ég vil, að þú lofir mér að halda veizluna sem einskon- ar brúðkaupsgjöf til ykkar Ham ish, sagði Lísa. — Ég á við, matinn og drykkinn. Þú leggur til kampavínið og brúðarkökuna svo að þetta ætti engan að drepa — Hvað þú getur verið indæl Liz. Þetta er fallega gert af þér. Ég vona að geta gert þér sömu skil. En vitanlega verð ég þá í Ameríku. En þú verð- ur að koma þangað og vera hjá mér. Og það er nú tími til kom- inn, að þú náir þér í almenni- legan mann. En ég get bara ekki látið mér detta í hug neinn, sem er nógu góður. Þú skilur, að hann Peter litli er nú ekki fbeinlínis neitt glæsimenni, en hann er bara alveg vitlaus í þér. En kannski rætist úr þessu hjá þér eins og með hann Ham- ish hjá mér. — Einhverjir koma eigin- lega í þessa veizlu? sagði Lísa, sem vildi fyrir hvern mún breyta um umtalsefni. — Ja. . það er nú til dæmis karlinn og kerlingin hans. Hún er nú alltaf óþarflega hnarr- 6. MARz 1969 Hrúturinn 21 marz — 19 apríl Loksins verður einhver friður og kyrrð í lífi þínu Nýtt fólk skapa þér möguleika. Nautið 20. apríl — 20. maí Þótt allt gangi betur, skaltu ekki gleyma þeim, sem hjálpað hafa. Tvíburarnir 21. maí — 20. júní Flýttur þér til framkvæmda, og hafðu gjarnan nýtt blóð með. Krabbinn 21. júní — 22. júlí Gakktu vel frá öllu, og búðu þig undir dagamun. I.jónið 23. júlí — 22. ágúst Þetta ætti að verða rólegur dagur. Ljúktu bréfaskriftum. Meyjan 23. ágúst — 22. september Gerðu það sem til fellur og þér verður dagurinn skemmtilegur Vogin 23. september — 22. október Úr því að þetta borgaði sig í gær, skaltu ganga á lagið. Sporðdrekinn 23. október — 21. nóvember Gott er að rýna ofan í kjölinn. Legðu að þér til að fá góð- ar upplýsingar. Bogamaðurinn 22. nóvember — 21. desember Þarftu ef til vill að halda aftur af þér Rómatíkin blómstrar. Steingeitin 22 desember — 19. janúar Stöðug viðleitni verður happadrjúg. Þú skalt leggja hart að þér, meðan vel viðrar. Hvílztu í kvöld, en haltu síðan áíram. Vatnsberinn 20. janúar — 18. febrúar Vertu þar, sem þú getur fengið að vera í friði, og sættu aðra Fiskarnir 19 febrúar — 20. marz Fáðu yngra fólkið til að starfa með þér. Sparaðu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.