Morgunblaðið - 06.03.1969, Page 28
ttjttmlKlfifctfe
FIMMTUDAGUR 6. MARZ 1969
AU6LYSINGAR
SÍMI 22*4.80
Áin yfir beitilönd
á 2-3 km. svæði
Þykkvabæ 5. marz.
HÓLSÁ í Rangárvallasýslu
braut sig í gegnum Fjarka-
stokk í dag og fellur hún nú
yfir beitilöndin á 2—3 km
breiðu svæði. Er vegurinn
ofan byggðarinnar undir
vatni á 2 km löngum kafla
og er vatnið um 70 sm djúpt
og umferð því mjög varasöm.
Vegurinn stendur enn, því að
frost er mikið í honum. Flóð
ið er enn í vexti og er vatnið
nú komið heim að bæjum.
Ástæðan fyrir þessu er ís-
stífla sem er í ánni og fyrir
ofan hana er áin nú um 800
metra breið. Fellur hún þaðan
þversum yfir landið og út í
Þjórsá.
— M. S.
Verzlunarmáloróðstefna
Sjálfstæðismanna
í rokinu í gær var verið að brjóta niður þetta hús, sem stóð sunnan Bústaðavegar, en það er eitt
af mörgum gömlum húsum, sem verða að víkja svo hægt sé að byrja á endanlegri lagningu Bú-
staðavegar. Samkvæmt gatnage rðaráætlun á þarna að koma ný akrein Bústaðavegar og er áætl-
að að malbikunarframkvæmdir hefjist í sumar. (Ljósm. Mbl. Sv. Þ.)
DAGANA 11.—13. marz efn-
ir Fulltrúaráð Sjálfstæðis-
félaganna í Reykjavík til ráð-
stefnu um verzlunarmál og
verður þar fjallað um ýmis
helztu hagsmunamál verzlun
arinnar.
Á ráðstefnunni verða flutt er-
indi um ýmsa helztu þætti verzl-
unarinnar og jafnframt verður
þátttakendum skipt niður í um-
ræðuhópa en í lok ráðstefnunnar
Mlkil ófærð
norðonlnnds
LÍTIÐ var í gær vitað um færð
á vegum á Vestfjörðum og Norð-
urlandi, en að því er Vegamála-
skrifstofan tjáði Mbl. var gert
ráð fyrir að flestir vegir á þeim
slóðum væru ófærir, en mikinn
snjó setti niður í fyrrinótt. Ef
veður leyfir verður leiðin Reykja
vík—Akureyri rudd ámorgun.
Þá var búizt við að færð færi
að spillast á Austurlandi, en þar
hefur verið fært frá Egilsstöð-
um niður á firði og út um hérað
ið. Lónsheiði er mjög varasöm,
en þar er mikil hálka og ekki
fært öðrum bílum en með drif
á öllum hjólum.
Vegaskemmdir hafa orðið
nokkrar á Rangárvöilum vegna
vatns og var unnið að viðgerð
á þeim í gær. Auðholtsvegur er
þó enn undir vatni og ófær.
Færð á SV-landi og um Borgar
fjörð hefur verið góð en í gær
var ófærð mikil í Dölum, enda
veður vont þar.
verður afgreidd ályktun um
verzlunarmál.
Ráðstefna þessi verður með
svipuðu sniði og iðnaðarmála-
ráðstefna Sjálfstæðismanna, sem
haldin var á sL ári og tókst með
afbrigðum vel.
Verzlunarmenn og áhugamenn
um verzlunarmál eru eindregið
hvattir til að taka þátt í störfum
ráðstefnunnar og tilkynna þátt-
töku sína í síma 17100 eigi síðar
en föstudaginn 7. marz n.k.
Vísitölukerfið var upprætt í
Finnlandi þegar genginu var
breytt 1967
Skemmdarverk
BROTIZT var inn i geymslu hjá
Síldar- og fiskimjölsverksmiðj-
unni h.f. í fyrrinótt. Fimm stór-.
ar rúður voru brotnar og öllu
rótað til inni. Skemmdarverk
voru unnin á þremur björgunar-
bátum, m.a. einn ristur sundur
með hnífum. Grunur leikur á, að
þarna hafi unglingar verið að
verki.
Á 14. SÍÐU blaðsins í dag er
birt athyglisverð grein um
þær ráðstafanir, sem Finnar
gerðu í kjölfar gengisbreyting
arinnar 1967, en þá var með
samkomulagi helztu þjóð-
félagsafla upprætt vísitölu-
kerfi, sem lengi hafði verið
við lýði. Voru menn sam-
mála um það að þær ráðstaf-
anir væru grundvallarskil-
yrði þess að gengisbreytingin
bæri tilætlaðan árangur. Að
þessum aðgerðum stóðu m.a.
vinstri flokkarnir í Finnlandi.
Stéttarfélögin afsöluðu sér
fyrir sitt leyti ákvæðinu um
vísitölubindingu, sem hefði
valdið 5-6% hækkun á laun-
um í desember 1968. Jafn-
framt var ákveðið, að allir
launþegar skyldu frá ársbyrj-
un 1969 fá sem svaraði 314%
launahækkun. Bændur afsöl-
uðu sér fyrir sitt leyti vísi-
tölubindingu af tekjum sín-
um og létu aér nægja verð-
hækkun, sem nam 2% í júní
Snarpur stormsveipur olli
víða tjóni í gær
VEESTA veður gekk yfir Vest-
ur- og Norðurland í gær og mun
veðurhæðin hafa orðið hvað mest
á Akureyri (sjá frétt á forsíðu).
Olli þessu snarpur stormsveipur
sem fór allhratt yfir og urðu
veðrabrigði ákaflega snögg. Þar
sem stormsveipurinn fór yfir
mátti segja að blési af öllum
áttum, fyrst úr suðri, siðan SV,
þá NV og snerist siðan í norðan-
átt. Kólnaði mjög í veðri, t.d. var
7 stiga hiti á Sauðárkróki kl. 6
í gærmorgun, en 16 stiga frost
var komið kl. 18 í gær. í Reykja
vík komst veðurhæðin í 9 vind-
stig í gærdag og var kennsla felld
niður í yngstu bekkjum sumra
barnaskólanna síðdegis í gær. Lá
allt innanlandsflug niðri í gær. Fá
Loftleiðir yfirtaka Air Bahamas
— Stofnun nýs hlutafélags ráðgerð,
með Loftleiðir sem aðalhluthafa
— Starfsmenn Loftleiða komnir til
Nassau á Bahamaeyjum
LOFTLEIÐIR tóku í gær
við rekstri bandaríska flug-
félagsins International Air
Bahamas, sem heldur uppi
flugferðum milli Luxemborg-
ar og Nassau á Bahamaeyj-
um og hefur verið Loftleið-
um skæður keppinantnr. Var
fyrsta ferðin á vegum Loft-
leiða farin frá Nassau til
Luxembourgar í gær og eru
tveir Loftleiðastarfsmenn
farnir til starfa í Nassau,
annar frá íslandi, hinn frá
New York. Er hugsanlegt að
stofnað verði nýtt hlutafélag
til að taka við flugrekstri
þeim sem Int. Air Bahamas
hefur i dag og verður Loft-
leiðir þá aðalhluthafinn í fé-
laginu.
Eins og fram kom í Mbl.
í gær, hafa farið fram við-
ræður milli Loftleiða og Int-
ernational Air Bahamas um
samvinnu og í gær barst Mbl.
svohljóðandi fréttatilkynning
frá Loftleiðum:
„Samkomulag hefur orðið
um gagnkvæm söluumboðs-
störf Loftleiða og flugfélags
ins International Air Baham-
as. Munu farseðlar með
áætlunarflugferðum félag-
anna fyrst um sinn ’seldir í
núverandi skrifstofum þeirra.
Er nú kannað hversu unnt
verður að auka hagkvæmni í
sölustarfinu og standa yfir
samningar um það og annað,
er varðar rekstur Internati-
onal Air Bahamas í framtíð-
inni.“
Mbl. sneri sér til Sigurðar
Magnússonar blaðafulltrúa
Loftleiða og spurði hann nán
ar um það sem fram kemur í
fréttatilkynningunni.
Sagði Sigurður að Loftleið
ir hefðu frá og með deginum
í gær tekið við ölluim flug-
Framhald á hls. 11
1968 og jafnmikið í janúar
1969.
Síðan efnahagsáætlunin
kom til framkvæmda hvílir
allt efnahagslífið á miklu
traustari grunni en áður.
Horfumar á auknum hag-
vexti eru góðar, þar sem
verzlunar- og viðskiptajöfn-
uðurinn verður hagstæður í
fyrsta sinn síðan 1960. Þá hef-
ur gjaldeyrissjóðurinn tvö-
faldast síðan um áramótin
1967-68, og áætlað er að aukn-
ing efnahagsins verði allt að
5-6% á árinu 1969, en meðal-
talið á síðustu þrem árum hef-
ur aldrei farið upp fyrir 2%.
ir bátar voru á sjó og var í gær-
kvöld ekki vitað til að nokkuð
hefði orðið að þeim. Voru flest-
ir sem á sjó voru fyrir Suður-
landi, 3 voru í vari við Snæfells-
nes og einn í vari við Rauðu-
núpa. í höfnunum Sandgerði og
á Bíldudal sukku bátar í óveðr-
inu.
Fara hér á eftir fréttir af ó-
veðrinu frá fréttariturum Mbl.
12 TONNA BÁTUR SÖKK
Bíldudal, 5. marz.
Talsverður skaði varð á smá-
bátaflotanum hér í morgun. Milli
kl. 6 og 7 byrjaði að hvessa og
gerði afspyrnuveður á vestan eða
suðvestan og stóð beint inn í höfn
ina. Spáð hafði verið norð-aust-
an átt og voru bátar því í vari
fyrir þeirri átt, en er vestan
hvassviðrið kom urðu afleiðing
arnar þær að Höfrungur BA 60,
sem er 12 tonn sökk og þrír aðr-
ir bátar skemmdust töluvert.
Sökk báturinn um klukkan hálf
níu, en þá var veðrið verst.
Báturinn sökk á háflóði ofar-
lega í höfninni og liggur hann
þar á bröttum kanti, þannig að
á fjöru síðdegis í dag stóð stefn
ið upp úr. Eftir því sem séð verð
ur hafa töluvert miklar skemmd
ir orðið á bátnum. Átti að reyna
að fá hann til að fljóta upp nú
í kvöld.
Skemmdir urðu engar í landi.
Vegurinn milli Tálknafjarðar og
Bíldudals lokaðist og héraðslækn
irinn sem situr á Patreksfirði og
átti að koma hingað í dag komst
Framhald á bls. 27