Morgunblaðið - 29.03.1969, Page 11

Morgunblaðið - 29.03.1969, Page 11
MORGUNBLAÐIB, UAUGARDAGUR ®. MABZ 196» 11 - þegar kommún- istar gerðu atlögu að íslenzku lýðræði ust öndverðir við og beittu meira að segja vaidi sínu til þess að Tékkar gætu ekki tekið þátt í þessu uppbyggingar- starfi. Eftir að afstaða Rússa var Ijós, snér- ust íslenzkir kommúnistar mjög gegn því að fslendingar tækju þátt í þessu samstarfi og töldu að með þvi mundi þjóðin hlekkja sig eilíflega við Banda- ríkjamenn. Var Marshall aðstoðin gjarn an nefnd mútur af þeirra hálfu. Þetta e ina daemi sýnir augljóslega tjónun íslenzkra kommúnista við Stalín og Rússland. Á þessum tíma var Stalín þeirra guð, Rússland þeirra land. Þeir mærðu í ljóðum og lausu máli og sögðu m.a. um Rússland: „Og 1 andið, þetta undraland, hið endurfædda land, sem byggt var upp á hreinni klöpp, en hvergi treyst á sand ... “ Og skerfur Stalíns var m.a. þessi: „Og þessi maður horfir yfir hrikaleikans svið í þöglum krafti skapandans sem þráir starf og frið ... “ Síðar fé'll svo guðinn Stalín af stalli, eins og falsguðir gera jafnan en hvemig átti íslenzkum kommúnistum á þessum tíma að renna grun í að sá mikli maður vaeri auðvirðilegur morð- ingi og vitfirringur. LOGANDI SLAGSMAL I ÞJNGINU Á ÍTALÍU Fyrsta Norðurlandaþjóðin sem tók afgerandi afstöðu til þátttöku í Atlants hafsbandalaginu var Noregur, en það var 3. marz 1949, sem opinberlega var tilkynnt að norska þingið hefði falið stjórninni að fara fram á þátttöku Norðmanma í undirbúningsviðræðum um stofnun bandalagsins. Tveimur dögum síðar ákváðu svo Danir að senda Rass- mussen utanríkisráðherra sinn til Was- hington til viðraeðna um hugsanlega að- ild Dana. Nokkrum dögum siðar kom svo yfirlýsing utanríkisráðherranis að hann mundi mæia með því við danska þingið, að Danmörk gerðist aðili að Atlantshafsbandalagkiu. Einna mest átök um aðild að banda- laginu urðu í Frakklandi og á Ítalíu. Reyndu kommúnis'tar í báðum löndun- um að stofna til æsinga og óláta og kvöttu menn til að leggja niður vinnu í I þessari jeppabifreið var komið fyrir hátalara og þaðan kallað að þtrtgmenn sósialista- flokksins væri haldið sem föngum í þinghúsinu. Svo virðist sem aðstandendur bifreiðar- innar hafi haft heimanbúnað, þar sem trékefli er stungið milli rimíanna og vatnskassans. mótmælaskyni. Á ítalíu kom til slags- mála £ sjálfu þinghúsinu. Nokkur hóp- ur manna ætlaði þar að gera aðsúg að fuHtrúadeiId þingsins, en lögreglan dreifði múgnum. í>á sló i bardaga millí þingmanna kristilega demókrataflokks- ins og kommúnista. Æptu kommúnistar að demókrötum, að þeir vseru ntorðingj- ar og glæpamenn. Slíkt er ekki þolað á ítaliu, og hendur voru látnar skipta. Þótti það í frásögur færandi, að kven- þingmenn kommúnista gáfu í engu eítir í áflogunum og gengu sérdeilis vel fram í því að hella ákvæðisorðum yfir for- sætisráðherrann de Gasperi. Þeir sem höfðu gaman af útreikning- um og tölum, settu&t hinsvegar niður og fundu út að ítalskjr þingmenn hefðu tæmt úr 3000 kaffibollum á meðan 40 klukkustunda umræSa fór fram í þing- deildinni um málið. Og væntarilega hef- ur kaffið verið vel sterkt, því það drukku menn til að halda sér vakand.i Þegar svo atkvæðagreiðslan fór fram, kom aftur til slagsmála. Niðurstaðan varð sú að 342 þingmenn greiddu at- kvæði með aðild ftalíu að bandalags- stofnun-inni, en 170 voru á móti. ARÓÐURSRÆKLINGUM KASTAÐ í ÞINGMENN Þegar sáttmálinn var til umræðu í danska þinginu, kom þar til óláta. Kommúnistar sem komið höfðu sér fyrir á ' áheyrendapö'llum þingsins höfðu í frammi hróp og gerðu tilraunir til að trufla störf þingsins. með því að kasta auglýsingaspjöldum og áróðursritum í þingmenn. Varð lögreglan að handtaka nokkra menn. sem höfðu sig mest í frammi. VONIR BUNDNAR Víö SAMNINGINN 19. marz var bandalagssáttmálinn birtur opinberlega. Var þá ákveðinn að hann skyldi undirritaður í Washing- tan 4. apríl af utanríkisráðherrum 7 landa, sem stóðu að stofnun þess, en það voru þau lönd sem áður hafa verið upp talin. Þá var ennfremur búið að bjóða fjórum öðrum löndum þátttöku, Danmörku, íálandi, Portúgal og Ítalíu. í sáttmálanum staðfestu löndin að standa saman í baráttu gegn öllum stríðs- og ofbeldistilraunum í Evrópu og Norður-Ameríku. í samningnum féli- ust löndin á að bera tafarlaust saman ráð sín, ef ástæða þætti til að ætta, að ógnað væri sjálfstæði eða öryggi einn- ar bandalagsþjöðar eða fleiri. En höf- uðmarkmið o-g aðalgrundvö'llur banda- lagsstofnunarinnar var að vinna a'ð efl- ingu friðarins, lýðræðisins og öryggis. Greinilega kemur fram að lýðræðis- löndin sem að bandal'aginu stóðu bundu við það mikliar von-ir, svo sem sézt á ummælum forystumanna þjóðanna er samningurinn var birtur opinber- lega. Þá sagði t.d. Bevin utanríkirsáð- herra Breta: „Samningurinn er varnað arráðstöfun, gerð til öryggis þjóðunum sem gerast aðilar að honum.“ Dr. Stikk- er, utanríkisráðherra Hollands sagSi: Hoílendingar munu fagna þvi, ef fleiri þjóðir, sem eflt gætu frið og öryggi i heiminum, gerðust bandalagsmeðlimir.“ Einar Gerhardsen forsætisráðherra Nor egs sagði: „Samningurinn mim reynast haldgóður grundvöllur undir aukna sam- vinnu lýðræðisþjóðanna.“ Þannig mætti áfram telja. Þeir einu sem ekki voru ánægðir með samnángana var tiltölu- lega fámennur hópur kommúnista í hverju landi fyrir sig. 1 AUSTRI REISUM VÉR RADSTJÓRNARVITANN Snemma byrjuðu umræður hérlendis um hugsanlega þátttöku Islands að banda'laginu. Fóru þær umræður fram bæði opinbérlega og bak við tjöldin.. Segja má aS fyrsta ræðan sem haldin er um máliS, sé 1. desember 1948, af Sigurbirni Einarssyni dósent á fullveld- ishátíð stúdenta. Varaði h-ann í ræðu sinni við þvi að íslendingar gengju í „hernaðarbandalag" og taldi bezt að fylgt væri fram „hinni hefðbundnu stefnu hlutleysis í hernaðarátökum, sök um smægðar landsins, vopnleysis og andúðar á styrjöldum.“ Fljótlega skýrðust línurnar um af- stöðu stjórnmálaflokkanna til málsins. Einhugur var innan Sjálfstæðisflokks- ins um aðild að bandalaginu, svo og að mestu innan Alþýðuflokksins. f Tíman- um, málgagni Framsóknarfíokksins má einnig lesa 16. febr. 1949, að stefna sú í öryggismálum, sem Sjálfstæðisflokkur- inn og Alþýðuflokkurinn hafi markað sér, sé í samræmi við sjónarmið Fram- sóknarflokksins. Flokkurinn var þó eng an veginn sjálfum sér samkvæmur í máli þessu, þar sem yngri menn skáru sig úr og voru í andstöðu við flokksfor- ystuna, — margir hverjir að minnsta kosti. Afstaða kommúnista var hinsveg- ar skýrt mörkuð. Þeir fylgdu Rússlandi að málum, og afstöðu þeirra mætti reyndar setja fram með tveimur ljóð- línum úr hinni rauðu söngbók þeirra: „I austri reisum vér ráðstjórnarvitann, hinn rauða, sem vísar oss leið.“ Af mörgu er hægt að marka hversu afstaða íslenzkra kommúnista í utanrík- ismálum var á þessum tíma, háð af- stöðu Rússa, eins og hún hefur reynd- ar löragum verið. Til að mynda sagði málgagn þeirra, Þjóðvi'ljinn í ágúst 1939, að Bretland sé „okkar eðlilegi verndari“ en rúmum tveimur mánuðum síðar er blaðinu snúið við og sagt, ,,að brezka auðvaldið sé sterkasti óvinur- inn.“ Það sem olli þessum hamskiptum var að í fyrra skiptið stóðu yfir samn- ingar milli Vesturveldanna og Rússa en þegar síðar tilnefndu ummælin voru viðhöfð voru Rússar og Þjóðverjar biin ir að gera með sér vináttusamning. Þá er ótalið að stofnaður var „flokk- ur“ þjóðvamarmanna. Var afstaða þeirra til þessa má'ls á yfirborðinu á- þekk stefriu kommúnista, en átti sér nokkuð aðra undirrót. Hjá mörgum þeirra réði tjónkun við Rússa ekki af- stöðunni, heldur bitu þeir sig fasta í laerið á þeirri kenningu sinni, að ís- lenzk menning og jafnvel íslenzk tunga mundi bíða af því óbætan-lega hnekki, ef ísland gerðist aðili að bandalaginu og erlendur her fengi að hafa hér að- setur. Þeir neituðu og að viðurkenna að bandalagið væri vamarbandalag, og nefndu það oftast í þess stað hernað- arbandalag. VESTURFÖR RAÐHERRANNA f byrjun marzmánaðar 'þótti sýnt að“' íslendingum yrði boðin þátttaka í bandalaginu, og áður en þær þjóðir sem stóðu að bandálagsstofnuninni gengu frá samningsuppkastinu fengu þær fréttir nokkra staðfestingu. f um- ræðum á Alþingi upplýstist það, að fs- lendingar höfðu 12. janúar óskað eftir því að kanna málið til hlýtar, en það var ekki fyrr en 9. marz sem Banda- ríkjastjórn sagði að nú væri hún reiðu- búin til umræðna. Þessi yfirlýsing var tekin til greina Framhald á bls. 12 Ef mynd þessi prentast vel má sjá á henni grjóthnullunga er kastað bafði veríð að Alþingishúsinu og fólkimi sem stóð upp við það. Er myndin var tekin var lögreglan að riðja Austurvöll með táragasi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.