Morgunblaðið - 29.03.1969, Page 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. MARZ 1969
- 30. MU1949
Framhald af bls. 11
og 16. marz birtist svohljóðandi til-
kynning frá ríkisstjórninni:
Þar sem nú er vitað, að íslandi muni
verða gefinn kostur á að gerast aðili
ypntanlegs Norður-Atlantshafsbanda-
lags, telur ríkisstjórnin skyldu sína, að
kynna sér til hlítar efni sáttmálans, og
aðstæður allar, áður en ákvörðun verð-
ur tekin í málinu.
Hefur þess vegna orðið að ráði, að
utanríkisráðherra Bjarni Benediktsson,
fari þessara erinda til Washington á-
samt fulltrúum annarra þeirra flokka,
sem þátt taka í ríkisstjórninni, þeim
Emil Jónssyni og Eysteini Jónssyni.
í för með þeim verður Hans And-
ersen þjóðréttarfræðingur."
Daginn eftir átti svo utanríkisráð-
herra viðtal við hinn bandaríska kollega
sinn Dean Acheson og aðra starfsmenn
Fréttamenn Lundúnaútvarpsins tóku
einnig viðtal við utanrikisráðherra og
hafði eftir honum, að þá hefði íslenzka
ríkisstjórnin ekki tekið neina ákvörð-
un um það, hvort hún mælti með eða
móti þátttöku íslands í bandalaginu.
Hlutverk sendinefndarinnar íslenzku
væri að ganga úr skugga um það, hvort
bandalagið fyrirhugaða yrði með þeim
hætti, að íslendingum væri unnt að ger-
ast aðilar að því, — síðan myndu ráð-
herrarnir birta Alþingi skýrslu um mál-
ið. Það væri Alþingis, en ekki ríkis-
stjórnarinnar að taka lokaákvörðunina.
Þegar hér var komið sögu eru ís-
lenzku dagblöðin farin að skrifa mikið
um málið, og fjalla um það m.a. í for-
ystugreinum sínum. Opinberir fundir
voru einnig haldnir m.a. af æskulýðs-
samtökum og stúdentafélögum. Á Al-
þingi kemur svo málið á dagskrá, er
Einar Olgeirsson kveður sér hljóðs ut-
an dagskrár og gerir fyrirspurn varð-
andi vesturför ráðherranna.
T
ÞINGTÍÐINDI FRA 1941
Stefán Jóhann Stefánsson, forsætis-
ráðherra varð fyrir svörum. Kemur
fram í ræðu ráðherra, að siálfsagt verði
að teljast að . ríkisstjórnin afli sér
fyllstu upplýsinga um hvaða skyldur
muni felast í sáttmálanum, ef sótt verði
u*n þátttöku í bandalaginu. Það hafi
verið af forgöngu íslenzku ríkisstjórn-
arinnar og af hennar frumkvæði, að
ráðherrarnir voru sendir til Washing-
ton. Þá lýsti forsætisráðherra því yfir
að ekkert samráð mundi verða haft við
kommúnitsa í svo stórvægilegu og
vandasömu utanríkismáli.
Hörð orðaskipti urðu á þessum fundi.
Stefán Jóhann rifjaði upp ummæli
Brynjólfs Bjarnasonar frá 1941, að
hér mætti skjóta án miskunnar, ef það
yrði til að létta undir með Rússum á
Austurvígstö'ðvunum. Var þetta til þess
að sumir kommúnistaþingmenn gerðu
hróp að ráðherranum, en hann svaraði
með því að benda þeim á að fletta upp í
þingtíðindum frá 1941, og sjá þar þessi
ummæli svört á hvítu. Við lok umræð-
unnar lagði svo forsætisráðherra þá
spurningu fyrir kommúnistaþingmenn
ÍTvaða þjóð hefði lagt undir sig flest
lönd meðan á stríðinu stóð og eftir
það. Heyrðust þá hróp kommúnista, svo
sem: Það vár Holland, — það var Bret-
land, það voru Belgíumenn.
18. marz lauk viðræðum íslenzku ráð-
herranna við ráðamenn í Washington
og var þá gefin út sameiginleg yfirlýs-
ing utanríkisráðherranna. Af hálfu ís-
lenzka ráðherrans var lögð áherzla á
sérstöðu íslands, þar sem það væri með
öllu vopnlaust og hérlendis enginn her.
Auk þess var lögð áherzla á að hér
yrði ekki her á friðartímum. Bandaríski
utanríkisráðherrann lagði áherzlu á að
tilgangurinn með sáttmálanum sé ein-
göngu sá, að varðveita friðinn í heim
inum, og bendir á, að sáttmálinn sé
gerður í fullu samræmi við stofnskrá
Sámeinuðu þjóðanna. Daginn eftir var
íslandi svo formlega boðin þátttaka í
bandalaginu um leið og sáttmálinn yrði
undirritaður að þeim níu ríkjum sem
endanlega höfðu ákveðið þátttöku sína.
22. marz komu ráðherrarnir þrír úr
vesturför sinni og daginn eftir birti
Morgunblaðið viðtal við Bjarna Bene-
diktsson og kemur fram í því að fullt
tillit hafi verið tekið til séraðstöðu fs-
lands, og í lok viðtalsins segir ráð-
herra: „Aðalþýðing samtakanna, sem og
þátttöku okkar, og annarra einstakra
ríkja, er þessvegna, að það er feng-
in viljayfirlýsing lýðræðisþjóðanna um
það að þær munu standa saman til að
varðveita frelsi sitt og menningu.
Fjrrir íslenzku þjóðina er nú um það
að velja, hvort hún vill telja sig til-
heyra lýðræðisþjóðum eða ekki.“
þingsalykunartillaga
LÖGÐ FRAM
26. marz gefa svo ráðherrarnir út
sameiginlega yfirlýsingu um för
sína. Hefst hún á þessum orðum:
„Þar sem Alþingi mun bráðlega taka
til meðferðar þátttöku íslands í hinu
fyrirhugaða Norður-Atlantshafsbanda-
lagi, þykir okkur hlýða að gefa al-
menningi nú stutta skýrslu um för okk-
ar til Washington og viðræður okkar
við utanríkisráðherra Bandaríkjanna og
aðstoðarmenn hans.“ Síðan er í yfir-
lýsingunni skýrt frá viðræðum ráðherr-
anna og frá viðurkenningu á sérstöðu
íslands í málinu.
Daginn eftir var síðan lögð fram á
Alþingi tillaga til þingsályktunar um
þátttöku fslands í Norður-Atlatnshafs-
samningi, af tilhlutan ríkisstjómarinnar.
Tillagan sjálf var svohljóðandi:
ÚTIFUNDUR
við HiÖbæjarbarnaskól ann
kl. 1 í dag
Fulltrúaráð verklýðsfélaganna í Reykjavíjc
og Verkamannafélaglð Dagsbrún skora á
allan almennlng í bænum að taka sér frí tll að'
mæta á útlfundlnum í Lækjargötu (við Mlð*
bæjarbamaskólann) kl. 1 e.h. í dag.
Fundurinn er boðaður af Fulltrúaráði
verklýðsfélaganna til þess að Reykvíkíngum
gefizt tækífæri til þess að krefjast þjóðar-
atkvæðagreiðslu um inngongu Islands I hern-
aðarbandalag Norður • Atlantshafsríkja enn
einu sinni áður en Alþingi hefir tekið fullnaðar
ákvörðun um málið.
Fulltrúaráð verkalýðsfélaganna í
Reykjavík
Verkamannafélagið Dagsbrún
Fregnmiði er kommúnistar létu dreifa að
morgni 30. marz. Skutu þeir sér bak
við verkalýðshreyfinguna og létu hana
boða til fundarins.
„Alþingi ályktar að fela ríkisstjórn-
inni að gerast stofnaðili fyrir íslands
hönd að Norður-Atlantshafssamningi
þeim sem fulltrúar Bandaríkjanna,
Belgíu, Bretlands, Frakklands, Hol-
lands, Kanada Luxembúrg, og Noregs
hafa orðið ásáttir um og prentaður er
sem fylgiskjal með ályktun þessari." í
greinargerð til'lögunnar eru síðan rak-
in ýtarlega öll efnisatriði málsins og
forsaga þess.
FYRRI UMRÆÐAITM TILLÖGUNA
Kl. 10. árdegis 29. marz 1949 hófst
fyrri umræða um tillöguna. Bjarni Bene
diktsson fylgdi henni úr hlaði, en aðrir
sem þátt tóku í umræðunum voru Einar
Olgeirsson, Gylfi Þ. Gíslason, Katrín
Thoroddsen, Hannibal Valdimarsson,
Sigfús Sigurhjartarson, Asmundur Sig-
urðsson, Áki Jakobsson, Finnur Jóns-
son og Jónas Jónsson. Ræður komm-
únistaþingmannanna voru yfirleitt lang
ar og fóru þeir hamfarir út í samning-
inn. Stóð umræðan allan daginn, en
þegar langt var liðið kvölds flutti Ein-
ar Olgeirsson svohljóðandi tillögu að
rökstuddri dagskrá: Um leið og Al-
þingi felur ríkisstjórninni að snúa sér
til stjórna Bandaríkjanna, Bretlands og
Sovétríkjanna og óska yfirlýsinga
þeirra um, að þessi ríki muni virða að
fullu friðhelgi ÍSlands í stríði sem friði,
svo fremi það ljái engu ríki herstöðv-
ar í landinu, tekur það fyrir næsta mál
á dagskrá.'
Tillaga þessi var síðar felld að við-
höfðu nafnakalli með 38 atkvæðum
gegn 10. Margir þingmenn gerðu grein
fyrir atkvæði sínu. Meðal þeiira var
Jónas Jónsson sem sagði:
„Þar sem það er orðið ljóst, sem flutn
ingsmanni tillögunnar var víst ekki
kunnugt um, að Rússland gerði samn-
inga við fimm þjóðir í vestri, en tók
þær al'lar herskildi, tel ég það bera vott
um vöntun á sögulegum skilningi að
samþykkja þessa dagskrá og segi því
nei.“
Þegar umræðu var lokið var tillög-
unni vísað til utanríkisnefndar, en Jón
Pálmason forseti Sameinaðs-Alþingis
bað menn að bíða í húsinu því ætlun-
in væri að hefja 2. umræðu þá um nótt-
ina ef störf nefndarinnar sæktust vel.
Mótmæltu kommúnistar þessu harðlega
og sagði t.d. Einar Olgeirsson að þetta
væri ofþeldi sem minnti meira á
Trampe greifa, en Jón Pálmason. Úr-
því gat ekki orðið að síðari umræða
færi fram um nóttina, en ákveðið var
að hún hæfist kl. 10 daginn eftir.
ÖLDURNAR ÞYNGJAST
Kl. 10 voru flestir þingmenn mættir
í þinghúsinu og forseti setti fund. Áð-
ur en síðari umræða um tillöguna hófst
kvaddi Lúðvík Jósefsson sér hljóðs ut-
an dagskrár og mælti þá m.a.:
„Þegar ég kom hingað (að Alþingis-
húsinu) kl. 9 í morgun — ég er vanur
að koma hingað um það leyti, — þá
voru aðaldyrnar, móti allri venju, lok-
aðar. Þar var ekki hægt að komast inn.
Ég hvarf þá að því ráði að leita til bak-
dyranna. Ég ætlaði að reyna að komast
inn þeim megin, eins og ég hef stundum
gert áður. Þar var tekið á móti mér
af nokkrum lögregluþjónum, og ég var
fangaður. Mér var meinað um inn-
göngu nema ég gæti sýnt eitthvert
aðgöngukort, og mér var sagt að án
þess færi ég ekki inn í húsið.“
Kærði Lúðvík síðan þennan atburð
fyrir forseta.
Daginn áður hafði orðið samkomu-
lag milli kommúnista og stjórnarflokk-
anna, að gefin yrðu út aégöngukort að
þingpöllum, þar sem búizt var við að
ella mundi verða þar mikill troðning-
ur og þrengsli. Var ákveðið að hver
flokkur fengi þrjú aðgöngukort á
hvern þingmann. Mistökin að Lúðvík
var ekki hleypt inn í húsið, stöfuðu af
því eingöngu, a ð lögreglumenn sem
gættu dyranna, þekktu hann ekki
í sjón, en starfsmaður þingsins kom til
hjálpar og leiðrétti mistökin.
Jón Pálmason forseti harmaði að þessi
mistök hefðu átt sér stað, og sagði þing-
mönnum, að sjálfsögðu væri heimilt að
fara allra sinna ferða, sem fyrr.
Er síðari umræða um tillöguna gat
hafizt, skýrði forseti frá því, að hann
hefði ákveðið að tíminn sem færi til
umræðunnar yrðu þrjár klukkustundir,
svo sem heimild væri til í þingsköpum.
Las síðan forseti upp umrædda grein
þingskapa. Við þessa ákvörðun umturn-
úðust kommúnista þingmennirnir algjör-
lega og gerðu hróp að forseta.
Ekki mun allt bókað í þingtíðindi sem
þar var kallað, en í þeim má samt lesa
eftirfarandi:
Sigfús Sigurhjartarson: Við krefjumst
forsetaúrskurðar. Ég neita þessum að-
gerðum, og krefst úrskurðar forseta.
Einar Olgeirsson: Þetta er enginn
fundur.
Sigfús: Þetta er lögleysa og vitleysa.
Einar: Ég mun greiða atkvæði á móti
þessu.
Sigfús: Þetta er harðstjórn og amer-
ískt ofbeldi, ó'lög og vitleysa.
Einar: Hafa menn þá rétt til að
greiða atkvæði.
Þegar hljóð hafði fengist lét forseti
þingmenn greiða atkvæði um ákvcirðun
sína. Var hún samþykkt með 29 atkvæð-
um gegn 13. Kommúnistar óskuðu eítir
nafnakalli og létu óspart ljós sitt skína
með greinargerðum um atkvæði sitt.
Kastaði fyrst tólfunum þegar Einar Ol-
geirsson tók til máls. Flutti hann langa
tölu, án þess að greiða atkvæði. Forseti
barði í bjölluna og óskaði eftir atkvæð-
inu, en Einar lét ekki segjast. Frammí-
köll fóru að heyrast, og m.a. þeirra er
kölluðu til þingmannsins, sem farinn var
að ólmast, var forsætisráðherra.' Upp
úr því urðu þessi orðaskipti:
Forseti: Atkvæðið.
Einar: Ég bið forseta að vera róleg-
an og láta forsætisráðherra þegja, svo
ég geti lokið minni greinargerð.
Forseti: Þetta er alltof löng grein-
argerð.
Einar: Ég ræð minni greinargerð sjálf
ur. Hér er Alþingi fslendinga, en ekki
stofnun Bandaríkjaleppa.
Forsætisráðherra: Þú ætlra »*kki eð
gera það að sæmdarstofnun.
Einar: Þegi þú, þú hefur akki orðið
hér. Ég er álþingismaður fslendinga,
kosinn af 7000 Reykvíkingum og tala
hér í umboði þeirra, en þú ert upp-
bótaþingmannsræfill sem sveikst þig
inn á þing. (f ákafa sínum glevmdi
þingmaðurinn hve margir þingmenn
kommúnista voru einmitt uppbótarþing-
menn)
Frá þessum orðaskiptum greindi Þjóð-
viljnin svo daginn eftir á sinn venju-
lega „hlutlausa" hátt!: „Mótmæli
Einars gegn ofbeldi stjórnarliðsins hitti
áreiðanlega í mark, því Stefán Jóhann
Stefánsson forsætisráðherra tók að
roðna og þrútna í framan. Missti hann
loks alla stjórn á sér, rak upp reiði-
öskur og hellti sér yfir Einar með svo
götustrákSlegum fúkyrðaaustri, að
einsdæmi mun að íslenzkur forsætisráð-
herra hafi hagað sér svo í þingsölum.
Linnti hann ekki látum fyrr en forseti
hafði marghringt bjöllu sinni til að
minna forsætisráðherra á að gæta
mannasiða og valda ekki þingspjöllum.
En það voru fleiri en þingmenn
kommúnista sem gerðu grein fyrir at-
kvæði sínu, og skulu hér tilfærð um-
mæli Finns Jónssonar:
„Ég mótmæli þeirri svívirðu, sem hér
er höfð í frammi af kommúnistum, og ég
mótmæli einnig, að meiri hluti þings-
ins geti ekki tekið sínar ákvarðanir,
og segi því já.“
Að atkvæðagreiðslunni lokinni gat
síðari umræða um tillöguna hafist.
Framsögumaður meiri hluta utanríkis-
nefndar var Ólafur Thors, Hermann
Jónsson var framsögumaður 1. minni
hluta og Einar Olgeirsson framsögu-
maður 2. minni hluta. Aðrir sem þátt
tóku í umræðunum voru Bjarni Bene-
diktsson, Gylfi Þ. Gíslason, Katrín Thor-
oddsen, Hannibal Valdimarsson, Sigfús
Sigurhjartarson, Ásmundur Sigurðsson,
Áki Jakobsson, Finnur Jónsson, Jón-
as Jónsson, Lúðvík Jósefsson og Sig-
urður Guðnason.
Þegar langt var liðið á fundartím-
ann tók Sigurður Guðnason til máls og
las þá ályktun þá, sem síðar verður
vikið að hvernig til var komin. Var
hún svohljóðandi:
„Almennur útifundur, haldinn í
Reykjavík, miðvikudaginn 30. marz 1949,
að tilhlutan fulltrúaráðs verkalýðsfé-
laganna mótmælir harðlega þátttöku fs-
lands í Atlantshafsbandalaginu og vill
á úrslitastundu málsins, enn einu sinni
undirstrika mótmæli og kröfur 70—80
félagssamtaka þjóðarinnar um, að þessu
örlagaríka stórmáli verði ekki ráðið til
lykta án þess, að leitað sé álits þjóðar-
innar sjálfrar. Fundurinn skorar því al-
varlega á Alþingi að taka ekki loka-
ákvörðun um málið án þess að leitað sé
álits þjóðarinnar, og krefst þess að af-
greiðslu málsins sé skotið undir al-
menna þjóðaratkvæðagreiðslu. Fundur-
inn samþykkir að fela fundarboðend-
um að færa Alþingi og þingflokkunum
þessa kröfu og óskar skýrra svara for-
manna þingflokkanna um afstöðu þeirra
til kröfu fundarins.
Ráðfærði forseti sig við formenn
þingflokkanna, en mælti síðan:
„Út af þeirri fyrirspurn sem fram er
komin frá háttvirtum 8. þingmanni
Reykjavíkur vil ég taka það fram, að
ég hef sýnt öllum formönnum þing-
flokka þeirra, er að ríkisstjórninni
standa, þessa fyrirspurn og segja þeir,
að þeir hafi þegar svarað og svarið sé
neitandi."
Var þá komið að atkvæðagreiðslunni.
Nafnakall var viðhaft og tillagan sam-
þykkt með 37 atkvæðum gegn 13, en 2
þingmenn sátu hjá við atkvæðagreiðsl-
una, en það voru þeir Hermann Jóns-
son og Skúli Guðmundsson.
Kommúnistaþingmennirnir greiddu
auðvitað allir atkvæði gegn tillögunni,
en auk þeirra framsóknarþingmaðurinn
Páll Zophaníasson og alþýðuflokksmað-
urinn Gylfi Þ. Gíslason.
Gerðu þeir grein fyrir atkvæði sínu
á eftirfarandi hátt:
Páll Zóphaníasson: Með því að búið
er að fella tillögu á þingskjali 508 og
þar með neita að lofa þjóðinni að segja
álit sitt á samningi þessum, svo og að
neita að gera við hann viðauka, er
tryggi rétt okkar fslendinga, þá get ég
ekki verið samþykkur þessari tillögu.
Gylfi Þ. Gíslason, sagði m.a. í sinni
greinargerð:
„Þess vegna hefði ég viljað gera
tvennt að skilyrði fyrir fylgi mínu við
aðild íslendinga að Norður-Atlantshafs-
bandalaginu. 1. Að það verði algerlega
ótvírætt, að sú sérstaða íslands sé við-
urkennd, að íslendingar geti aldrei sagt
öðrum þjóðum stríð á hendur og aldrei
háð styrjöld gegn nokkurri þjóð. 2. Að
Keflavíkursamningurinn verði endur-
skoðaður þannig að íslendingar taki
rekstur flugvallarins í Keflavík alger-
lega í eigin hendur, svo að þeir öðlist
óskoruð yfirráð yfir öllu íslenzku landi,
en ella geta íslendingar ekki talizt jafn
réttháir öðrum samningsaðilum.
Þar eð tillögur um þessi atriði hafa
verið felldar segi ég, nei.
Þegar atkvæðagreiðslu var lokið og
búið að afgreiða tillöguna til ríkis-
stjórnarinnar sem ályktun Alþingis bað
forseti Jón Pálmason menn að bíða í
húsinu, og fara þaðan ekki nema með
samþykki lögreglustjóra, vegna þeirra
ókyrðar og ærsla sem úti fyrir væru og
nú verður vikið að.
Framháld á morgun.