Morgunblaðið - 03.04.1969, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.04.1969, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 19G9 veit jeg þess engin dæmi að íslendingur hafi innan tvítugs skrifað jafngóða sögu „Kálfa- kotungaþætti“ (sem prentaður er í bók hans „Nokkrar sögur“). Blaðagreinar skrifar hann fjörlega og skemmtilega — en allajafnan töluvert sjálf- byrgingslega, að því er mörg- um finnst. Hvort sem hann skrifar um Hamsun eða lýsir messu í Westminster Cathedr- al í London — altaf finnst manni hann fyrst og fremst, vera að skrifa um sjálfan sig, um Halldór Kiljan Laxness. Og stundum er engu líkara en að hann tylli sjer á tá í annarri hvorri setningu — sko mig, tak ið eftir mjer, jeg hefi farið um heiminn, jeg er katólskur, sko mig, mig, mig! Það var einhverntíma í vor, að jeg heilsa honum á götu með þeim orðum, að það gleddi mig að þrýsta þá hönd, sem stýrði montnasta penna á ís- landi. Það datt yfir skáldið unga — jeg montinn, sagði hann. Við ræddum um þetta lengi og jeg fór að halda að Halldór hefði aldrei rennt grun í það, að hann skrifaði sjálf- byrgingslega, að montblærinn á greinum hans hlyti að stafa af einhverjum klaufaskap. En nú hefir hann nýlega' skrifað grein í „Bókavininn" (og látið „Morgunblaðið" taka hana upp) um bók sína „Undir Helga- hnúk.“ ‘Hann segir svo í greininni: „Síðasta bók min „Undir Helga hnjúk“ er prentuð í þeirri trú, að sú lesþjóð er ein skilur það mál, er jeg skrifa, mundi ekki verða fátækari, þótt búningur söguefnis væri saminn með nokkrum öðrum hætti en tíðk- ast hefir á þeim fáu og fá- breytilegu skáldsögum, sem hjer hafa verið ritaðar. Við rit- un þessarar bókar, sem jeg mig ekki að þeim sið, að byrja á upphafinu og enda á endinum og prjóna síðan sem samvisku- samlegast allt þar á milli, held- ur vakir það fyrir mjer, fram- ar öðru, að láta fólk njóta af því, sem mjer er til lista lagt, kynna mönnum mína eigin list og persónuleika hennar.“ Enn fremur: „Vitrum mönnum og menntuðum, en allra síst stjett- arbræðrum mínum hér á landi, er trúandi til að fjalla um hvers virði sje list mín eða rit- skaparhæfileiki." Þessi grein H.K.L. vakti mik ið umtal meðal lesandi manna hér í bæ. Skarpir ritskýrend- ur skvrðu hana eitthvað á þessa leið: „Jeg, Halldór Kiljan Lax- ness skrifa mál, sem ekki skil- ur nema ein lítil „lesþjóð" norð ur í höfum. Af því að hún á lítinn kost á því, að lesa góð- ar skáldsögur, þá hefi ég skrif að þessa bók mína. En menn mega ekki misskilja hvers vegna jeg gerði það — það var ein- ungis til þess að „láta fólk njóta af þvi, sem mjer er til lista lagt, kynna mönnum mína eigin list og persónuleika henn ar“. Og þó að jeg hafi skrifað þessa bók á íslenzku, þá mega Islendingar ekki þar fyrir of- metnast og halda að þeir geti dærnt mann eins og mig. Ytra eru til vitrir menn og mentaðir sem geta það — en íslenzkum rithöfundum (Einari Benedikts syni, Einari H. Kvaran o.s.frv.) er allra síst til þess trúandi". Jeg vil ekki trúa því, að þess HUSGOGN Varia húsgögn hafa unnið sér sess á íslenzk- um húsgagnamarkaði. Þau skera sig úr vegna fjölbreytilegra möguleika. Hægt er að velja um 14 mismunandi einingar, sem falla inn í rúmgóð sem þröng húsokynni, jafnt í stofum sem einstaklingsherbergjum. Hægt er að velja um margskonar gerðir af hillum, bókaskópum, fataskópum og borð- stofuskópum. Nútímafólk velur Varia hús- gögn. „7000.“ Þetta er tegundaheiti raðstóla og borða sem hægt er að raða upp á marga vegu. Stólarnir eru með hóu og lógu baki, með örmum og ón arma. Hóbakstóll af þessari tegund er fyrirtaks sjónvarpsstóll. Borðin er hægt að nota sem blómaborð, blaðaborð, sófaborð eða símaborð með sæti. Kynnið yður „7000.“ „Sófasettið 611.“ Vér getum einnig boðið yður sérstaklega fallegar og vandaðar gerðir af sófasettum með mjúkum dioline sessum og bakpúðum. Þér getið valið um 2ja, 3ja eða 4ra sæta sófa og' stóla í sama stíl með lógu baki. Fyrir húsbóndann höfum við sértaka gerð með hóu baki og fótaskemli. Úrval óklæða, Vinsamlega sendið mér„Varia myndalista með Verðskró. Kaupendur til sveita. XXI Nafn i Heimili i kauptunum, ■ viö s avarsiöuna Fjölbre/tt úrval af öðrum tegundum húsgagna. Staðgreiðslu-og magnafsláttur. Af borgunarf yrirg reiðsla. Nú er sama hvar á landinu þér búið. Við afgreiðum húsgögnin til yðar innpökkuð og á næstu afgreiðslu vörufluningamiðstöðvar, /ður að kostnaðarlausu. V HÚSGAGNAVERZLUN KRISTJANS SIGGEIRSSONAR HF * laugávegi 13 sími 13879 PO.Box193 Islenzk . fromleiðsla islenzk gœði íslenzk vinna Halldór Laxness. Mynd úr Mbl 1927. ir ritskýrendur hafi skilið vin inn H.K.L. rjett. Auðvitað kennir mikillar sjálfstilfinning- ar í grein hans, en jeg hygg að flaustur og óaðgætni valdi mestu um, að orð hans falla svo að maður skyldi halda að þau væru skrifuð af takmarkalaus- um hroka. Nú hefi jeg gefið lastmæl- endum skáldsins orðið í þessari grein minni, til þess að honum sjálfum veitist færi á að skýra þessa undarlegu grein sína — og helst að taka eitthvað aftur af orðum hennar. — Kr. Alb. PRÓVINSMANNESKJUR í BÓKMENNTUM Og það stóð ekki á svari. Svar til hr. Kristjáns Albertssonar og ritskýrenda hans birtist 14. nóvember, þar sem Halldór út- skýrir hvað hann hafi átt við, skilur ekkert hvernig í dauð- ans ósköpunum nokkur mann- eskja hefir getað fundið upp á því að álíta þetta mælt í of- metnaði? Og lýkur grein sinni: „Fjarri fer því að jeg telji mig hafinn yfir nokkurn ís- lenzkan rithöfund og vona jeg að mig hendi aldrei sú firra að líta svo á, jeg vildi óska að hamingjan gæfi að þeir væru allir þúsundfallt snjallari en jeg, eða meir. Hitt get jeg hreinskilningslega látið í ljósi hvað mjer persónulega finst um þá alla og sjálfan mig ekki síst: Við erum allir próvins- manneskjur í bókmenntunum, og eigum hvarvetna í erlend- um ritheimi jafnoka og hlið- stæður í tugatali og hundraða, og þó ekki meðal annara höf- unda en þeirra, sem fæstir vita deili á, nema þeirra eigin klík- ur, — allir að undanteknum Einari Benediktssyni." Og Kristján bætir við neð- anmáls sinni athugasemd: „Þetta svar H.K.L. er á þá leið, sem jeg hafði búist við. Sá grunur minn reyndist rjettur, að montblærinn á grein hans í „Bókavininum" væri klaufa- skap að kenna en ekki hroka. Skáldið unga dvelur nú á ættaróðali sínu, Laxnesi í Mos- fellssveit. Hann leyfir mjer áð hafa það eftir sjer í Verði, úr bréfi sem fylgdi þessari svar- grein hans, að hann sje nú að vinna af kappi að stóru skáldverki, sem hann ætlar að nefna „Heiman ek fór“. Megi andinn koma yfir hann meðan hann skrifar þessa bók, eins og svo oftlega áður! — K.A. Svona löngu seinna koma þessi skrif svolítfð broslega fyr- ir, en það fer ekki á milli mála, að Kristján hefur trú á sínu unga skáldi, þó að nokkur yf- irlætisbragur sé á orðum þess. Þegar þessi hroki er aftur á dagskrá ári síðar, í þetta sinn vegna ritdeilna um hárgreiðslu íslenzkra kvenna, þá bregður Kristján skjótt við til varnar og skrifar grein undir fyrir- sögninni „Halldóri Kiljan Lax- ness sýndur hroki“, og kemur þar greinilega fram álit hans á þessum unga höfundi: — UNGUSKÁLDI SÝNDUR HROKI „Þó að maður skyldi hafa svarið fyrir áð slíkt geti hent, þá hefir þó sú ósvinna komið fyrir, að rithöfundinum Hall- dóri Kiljan Laxness, sem sjálf-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.