Morgunblaðið - 03.04.1969, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 03.04.1969, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 1969 Grasþúfa sem vex á þilfari Sírínsar er venjulega það eina sem er lifandi um borS í „Hótel Síríusi" á daginn. - SÆNGIN ÞEIRRA Framhald af bls. 11 enginn drykkur eins náttúru- laus og kökudropar." „Haltu kjafti'“, sag0i sá «lompaði otg héht aftur út í nótt ina. Sá með derhúfuna lagðist aftur til svefns. Sá yngsti var farinn að dotta, en sá sem nagaði skreiðina hélt því áfram orðalaust. Eina Wjóð- ið sem heyrðist var ískrið í vindinum sem næddi um járn- þiiin og öidugjálfrið við skips- hlið. Hann iagði harðfiskinn frá sér. „Snjólfur litli hjálpaði sér sjálfur, þegar SnjóHur stóri var dáinn", sagði hann fjarrænt. „Já“, sagði ég. „Gunnar Gunnarsson er mikill ri_thöfundur“, hélt hann áfram.“ Ég jánkaði. „Ég held að hann sé að hvessa", sagði hann hvassari í rómnum. „Ertu aldrei myrkfældnn hér, þegar ískrar og vælir í skip- inu“, spurði ég. „Nei góði minn“, svaraði hann, „t>essi Mjóð eru okkar sinfonía. Hún er aldrei eins, en hún er oft sorgleg og mér lík- ar það vel. í>að jafnvel venst þegar járn slást til og kaðlar á nóttuniii þegar vind'urinn blæs og sjórinn lemur bylmingsihðgg í skrokk skipsins. Þetta eru okkar vögguvísur." Það var orðið all áliðið og ég kvaddi. Ailir voru sofnaðir nema sá sem Mustaði á sinfón- íuna. Hann bauð góða nótt. Örstutt stund úr nótt úti- gangsman-nanna var að baki og þeir hjúfruðu sig að köldum Síríusi og nóttin vafði þá að sér. Hótel Síríus gaf samt nokk urn hita þó vélvana lægi með ryðgaða kengi. Meiri hita en hvila undir berum himni. Ég gefck frá borði á míðri nóttu. Vindinn hafði hert og það hvein í skipinu. Sjór- inn í Vesturhöfninni hatfði ýfzt upp og lamdi ae fast- ar kinnung Síríusar. f>að heyrð- ust dynkir í rótinu undir bryggjunni eins og trymbill lemdi trommur og snjóflyksur æddu á stangli um myrkrið. Það væidi dxaugalega í skip- inu og vindurinn lék sín vind- hörpuljóð á gan.ga og þil. — Vetrarnóttin var að raula vögguvísu fyrir útigangsmenn- ina, en hvar skýldi þá dreyma næstu nótt? Arni Johnsen. ÞIÓÐARFYRIRTÆKI ÁR íFARARBRODDI Fátt er nauðsynlegra fyrlr þá þjóð, sem byggir eyland og vill vera sjáifstæð, en að eiga skip, til þess að flytja vörur að landinu og afurðir frá þvL Reynslan hefur sýnt, að þegar íslendingar misstu skip sin, misstu þeir einnig sjálfstæði sitt Góðar samgöngur eru lífæð framleiðslu og frjálsrar verzlunar. Eimskipafélagið er þjóðarfyrirtæki, hlutafé þess er um 41.500.000.00 krónur og hluthafar nálega 11.500 t>eir sem æskja þess að kaupa hlutabréf félagsins, góðfúslega snúi sér til aðalskrifstofunnar í Reykjavík eða umboðsmanna félagsins úti á landi. H.F. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS J Vetfvangur unga fólksins - Unga kynslóðin 1969 FE GURÐARSAMKE PPNI - HLJÓMLEIKAR í AUSTURBÆJARBÍÓI ÞRIDJUDAGINN 15. APRÍL KLUKKAN 11,30 E. H. AÐEINS EIN SKEMMTUN. — FORSALA í KARNABÆ HEFST ÞRIDJUDAGINN 8. APRÍL. PANTANIR ÓSKAST SÓTTAR FYRSTA DAGINN ANNARS SELDAR ÖÐRUM. m

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.