Morgunblaðið - 03.04.1969, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 03.04.1969, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 1969 19 Óðinn og Veiðibjalian við Grænland. VBiðlBJALLAN BILAR. Islenzku flugmennirnir komast ekki leiðar sinn- ar — Óðinn dokar við eftir Ahren- berg. — Ahrenberg leggur upp en fær þokufregnir frá „óðni" og snýr aftur. „í gærmorgun barst sú fregn hingað til bæjarims frá Óðni, að Veiðibjallan hefði hafið sig til flugs vestur í ísnum kl. 4. en eftir örfárra mínútna flug varð vart við hreyfilbilun svo alvarlega, að flugan sneri aftur til Óðins. Var frá því sagt jafnframt, að bilun þessi væri svo mikil, að eigi myndi ráð- legt að freista fliugs inn yfir ísinn, og Óðinn myndi því snúa frá, við svo bú- ið. Þessi fregn kom yfir menn eins og þruma úr heiðskíru 'lofti. Menn höfðu vænzt þess, að leiðangur þessi, sem frá öndverðu vakti mikla athygli, gæti orð- ið þeim leiðangursmönnum til frægðar og frama. En allar vonir í því efni urðu að engu í einu vetfangi. Og þá fór sem oft. vill verða, að menn spyrja: „Hverjum ver'ður umþetta kennt?“ Blaðið ræðir síðan um flugufregnina varðandi ósamkomulag leiðangurs- manna, og segir í því sambandi: „En þegar fregnin kom í gærmorgun um það, að Veiðibjallan væri ekki ferðafær, þá var þessum tveimur óskyldu málum sleg ið saman á strætum og gatnamótum og í A'lþýðublaðinu, og því haldið fram, að ekkert hefði orðið úr fluginu vegna ósamkocmulags leiðangursmanna. Ef nokkuð þvílíkt hefði átt sér stað, ef mernn, sem leggja út í leiðangur, til að bjarga mannslifum, létu persónuleg á- greiningsefni aftra sér frá aðgerð- um, þá hefðu þeir gert sig seka í þeirri höfuðsmán, sem orð fá varla lýst. Að órannsökuðu máli dettur Morg- unblaðinu ekki í hug að bera slíkar getsakir á nokkurn þeirra leiðangurs- manna. En það skal tekið fram í upp- hafi, að menn þeir, sem bornir hafa verið í ræðu og riti svo þungum sökum, eiga heimtingu á að fá þetta mál sitt rannsakað svo gaumgæfilega fyrir al- menningsdómi sem kostur er á.“ Og nú tóku að berast nánari skýr- ingar frá leiðangursmönnum. Eftirfar- andi skeyti sendi Sigurður Jóns- son þá Pálma Loftssyni: Sem svar við fyrirspurn yðar tek ég þeitta fram: Höf um ekki hætt við leiðangurinn vegna sundnungar. Mótorinn er ekki í lagi. Viðgerð ekki möguleg. Þá barst einnig yflrlýsing frá Schwei kowsky véiameistara, þar sem hann skýrir frá því, að eftir tæpl. 5 mín- útna flug hafi þeir þurft að lenda vegna þess að hreyfillinn gaf eftir, nálægt 100 snúninga og vegna lækkandi olíu- þrýstings. Kvað hann ástæðuna fyrir þvi, að hreyfillinn lét eftir, vera vont benzín, og engimn búnaður væri þarna á ísnum tíl að lagfæra þennan galla. Morgunblaðið birti einnig skýringu dr. Alexanders um ósamkomulagið, en þar segir hann, að tíðindamaður Al- þýðublaðsins hafi af tilviljun orðið hitustandi á einkasamtal milli hans og manna sirma um það, hvort réttara væri að taka loftskeytatækin úr flug- vélinni vegna þunga þeirra, eða láta þau vera og hann sjálfur yrði eftir um borð í Óðni meðan flogið væri að Lemon-base-camp, eins og þeir lögðu til. Alexander taldi sig hins vegar þurfa nauðsynlega að ná taili af vísindamömn- unum ensku í Lemon base, og því yrðu loftskeytaitækin að verða eftir. „ ... en orðasenna þessi jafnaðist eftir nokkr- ar mínútur eftir að ég hafði ákveðið að taka tækin úr og fara til Lemon base. Samkomulag milli min og flug- mannaima hefur ætíð verið og er hið á- kjósanlegasta“, sagði Alexander í skeyti sínu. — Ástæðan að hætta varð við ferð- ina á jökulinn, segir Sigurður, var fyrst og fresnst benzínhlandan, eins og kemur fram í Morguntxlaðinu á þessum tíma. Sjálfsagt hefði verið hættuilegt að fljúga vélinni, eins og á stóð. Og Sigurður heldur áfram: — Ann- ars finnst mér núna, þegar ég lít til baka, að leiðangurinn hafi í rauninni verið fljótræði. Þó er það vart við okk- ur að sakast, heildur hygg ég að ótti og vanhugsaðar aðgerðir aðstandenda Courtaulds hafi dregið okkur út í þetta. Þegar fyrst var rætt um, að leiðang- ur færi héðan til hjálpar mönnunum, átti Alexander tal við milljónerafrú í Englandi af íslenzkum æittum, sem tengd var þessu Courtauld-fólki. Sagði hún Alexander, að hann þyrfti ekki að horfa í kostnaðinn til að koma Courtauld til hjálpar, það yrði allt skilvíslega greitt. Þess vegna var lagt út í þetta fyrir- tæki, og kom það okkur því heldur á óvart, að það andaði köldu til okkar frá vísindamönnum Watkins í Grsén- landi þegar samband náðist við þá. Það var eins og þeim væri ekkert urn ferð okkar gefið, enda komumst við að því seinna, að aðstandendur Courtaulds sendu leiðangur þennan án þess að hafa samtáð við Watkins. ÞARF Á ENGRI HJALP A» HALDA Um þetta mátti lesa í skýrslu, sem Valtýr Stefámsson, ritstjóri Morgun- blaðsins tók saman og birti í Morgun- blaðinu hinn 6. og 7. maí undir fyrir- sögninni: Óðinsleiðangurinn: Hvers vegna mistókst hann? Þar segir, að dr. A.J. hafi ekki vitað betur, en hann væri í fýllstu samvinnu við Englendingana í Grænlandi — við aðstandendur þeirra í Englandi og að hann og þeir félagar hans hefðu verið fengnir til að fara þessa för til þess að bjarga mönnum úr lífsháska. En hinn 1. maí fær dr. Alexander svo- hljóðandi skeyti frá stöð Englending- anna í Lemon á Grærtlandi: „Watkins leiðangurinn, sem sendxrr var héðan til þess að leita að Court- auld, þarf á engri hjádp að halda sem stendur því að hann hefir birgðir til sex vikna en hefur aðeins verið í burtu í 11 daga. Það væri á hinn bóginn gott fyrir humdana hans að fá viðbótarforða, og yrði það til þess að Watkins gæti verið lengur í ferðalagi sínu. Ég lit svo á að mjög litlar líkur séu á að koma auga á stöð Courtaulds uppi á jökiinum. Ef þér óskið eftir því að fljúga inn yfir jökulinn, þá er bezt að þér komið við hérna og takið hér hundafóður, og leiðsögumann, sem getur vísað yður leið ina inn yfir jökulinn. Þér verðið að hafa það hugfast, að ef þér fljúgið þá gerið þér það á eigin ábyrgð algjörlega og alls ekki eftir til- mælum frá mér ... — Lemon.“ Óðinsmemn létu þetta þó ekki aftra sér og héldu ferðinni áfram, enda þótt tilefnið væri nú orðið nokkuð annað en upphaflega var ætlað. En þá var það sem Veiðibjallan bilaði, og þar með voru frekari ferðaáætlanir upp á jök- ulinn úr sögunni. Þá höfðu ísjakarnir einnig færzt svo saman, þar sem Óð- inn lá, að skipherrann taldi skipið í hættu, og krafðist þess að sigla út úr ísnum. AHRENBERG FINNUR MENNINA En víkjum þá sögunni aftur tíl Ahr- enbergs. Þegar við skildum síðast við hann, hafði hann verið kominn af stað en snúið við, þegar þokufregnir bárust frá Óðni. Um sama leyti bárust fréttir, að enskur leiðangur undir stjórn Cott- ons, þess sem beindi fyrst tilmælunum tfl Alexanders að senda leiðangur til Grænlands, væri að imdirbúa þriðja leiðangurinn frá Englandi. En hinn næsta dag flaug Ahrenberg til Græn- lands, og gerði brátt tilraun til þess að fljúga inn yfir jökulinn. Neyddist hann til að snnla við I fyrstu tilraun eftir að hafa flogið um 70 mílur inn jökulinn, þar sem þoka hindraði út- sýni. En laugardaginn 9. maí barst loks sú frétt, að Ahrenberg hefði fundið Court- auld, þar sem hann var á leið niður af jöklinum í för með Watkins og félögum hans. Honum hafði tekist að finna kofa Courtaulds, og lenda þar nálægt, en kom að tómum kofanum. Á leiðinni aftur til Angmagsalik kom Ahrenberg auga á Watkinsleiðangurinn, og var Court- auld þar með þeim. — Já, flugið í heild var mikið afrek hjá Aihrenberg, segir Sig- urður, — ef við miðum við þeirra tíma aðstæður. Og þó hann hefði aldrei beint samband við mennina eða kæmi þeim beinlínis til hjálpar, gat hann samt upp- lýst umheiminn um, að Courtauld væri á leið til byggða heilu og höldnu, og róað þannig aðstandendur. Við minnumst fréttar Morgunblaðsins um að Courtauld og félagar hafi verið að vinna þarna að veðurathugunum með tilliti til flugferða milli Bandaríkjanna og Englands. Við spyrjum því Sigurð, hvort hann hafi nokkuð fregnað um árangur af því starfi: — Nei, og ég held satt að segja að þetta hafi alls ekki verið verkefni þeirra. Mér hefur skilizt, að þessir brezku leiðangurs- menn hafi að miklu leyti verið heldri manna synir í Bretlandi, sem stunduðu nám í Oxford eða við aðra betri há- skóla Breta, og þeir hafi lagt þetta á sig til að verða sér úti um einhverja visindagráður, eins og þá var í tízku. Courtauld var til að mynda milljóna- mæringssoniur í London, og faðir hans átti stórar verksmiðjur í því landi, seg- ir Sigurður. Skemmst er frá því að segja, að Ahr- enberg hlaut mikið lof fyrir flug sitt til Grænlands. Honum var fagnað með húrrahrópum, þegar hann lenti hér í Reykjavík á heimleið, og eins fagnaði honum mikill fjöldi bæði í Kaupmanna- höfn og í Stokkhólmi. Hér í Reykjavík var haldin veizla honum til heiðurs, og þar flutbu dr. Alexander stutt ávarp og óskaði honum til hamingju með' ferða- legið, eins og hann greinir frá í bók sinni ,,í lofti“. — Við vissum að það fékk mikið á Alexander að leiðangurinn skyldi mis- heppnast og þó kannski enn frekar all- ar kviksögurnar, sem spunnust út af þessu, enda þótt hann léti ekki mikið á því bera, segir Sigurður. — Hann vissi ekki betur en mannslíf væri í veði, þeg- ar hann lagði af stað, en um leið hugð- ist hann með þessum leiðangri reyna að rétta fjáhhags Flugfélagiins eitthvað við, eins og hann skýrir frá í bókinni ,,í lofti“. því að eriend stórblöð hefðu án efa keypt frásagnir af leiðangrinum dýru verði. (The Times í London hafði einka- leyfi á fréttum af Watkins-íeiðangrin- um og ferð Ahrenbergs). En þetta tókst ekki, og upp úr þessu var eins og Al- exander heitinn færi að missa hinn mikla þrótt sinn til flugsins, enda átti það nú orðið mjög erfitt uppdráttax. En þannig lyktaði sem sagt þessum leiðangri, sem heita mátti að væri að- alfréttaefni blaðanna hér og ekki síð- ur í nágrannalöndum okkar mestan hluta maí-mánaðar fyrir 3® áruim.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.