Morgunblaðið - 03.04.1969, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 03.04.1969, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÍ), UAOI . . . APRIL 1969 21 Tveir biskupar heimsækja staðinn Pálslund nálægt höfninni i Portsmouth, þar sem álitið er að Páll hafi stigið á land við komuna til Bretlands. Sé sögn um komu hans sönn, geta þeir með vissum rétti talið sig eftirmenn hans. inglega heim á annan end- ann. Þau snerust aðallega um þá undursamlegu kenningu að „Kristur“ eða „Messías“ yrði sendur af Guði til að vera leiðtogi mannkynsins. Sumir sáu hann fyrir sér sem hernað- arleiðtoga fyrst og fremst, sem í Iíkingu við herforingja ísra- els nútímans ynni sigur yfir fjandmannaherjum og aflaði Gyðingum pólitísks sjálfstæðis Uppreisnir Gyðinga árin 66 og 132 e. Kr., báðar undir stjórn mannia, er hylltir voru sem Kristur, voru öflugustu óeirðir sem Rómverjar áttu við að stríða. Aðrir Gyðingar sáu Krist í andlegra Ijósi; hann myndi verða undursamlegt afl sem umturnaði með öllu núverandi heimsskipulagi. Hinir róttæk- ustu í þessum flokki voru Ess- enarnir.sem drógu sig í hlé til klausturs síns í Kumran við Dauðahafið til einlífis, bæna- halds og lærdómsiðkana, sem byggi þá undir alheimsbyltino una. Líkur eru fyrir því að kristindómurinn hafi fyrst séð dagsins ljós sem einhverskon- ar hliðargrein Essenismans. Fundur „Dauðahafs-handrit anna“ bókasafns Essenanna, hefur á síðustu 20 árum valdið byltingu í sagnfræðilegum at- hugunum bæði á kristnum mönnum og Gyðiragum. Gyðingauppreisnimar tvær, sem mistókust drógu á eftir sér eyðingu Rómverja á form- legum stofnunum Gyðingdóms- ins, að musterinu meðtöldu, en sltkur var máttur gyðinglegrar hugsunar, að hún hélt áfram að endurkastast í andlegu formi heimshomanna milli. Hún átti stærstan þátt í mótun evrópskr ar siðmenningar og er enn Öfl- ug undir hinu þríeina merki Kristindóms, Múhameðstrúar og nútíma Gyðingdóms, sem öll hyggjast á tilbeiðslu hins sama ósýnilega Guðs og hlíta að mestu sömu siðgæðislögmálum og Páli voru innrætt á náms- árum hans i Jerúsalem a fyrstu öld. Samkvæmt viðtekinni tíma- talsfræði, kenndi Galileu-spá- maðurinn Jesús irá Nazaret í Jerúsalem um skamma hríð kringum 30 e. Ki. Hann var varla byrjaður þar þegar róm- versk yfirvöld tóku hann af lífi með krossfestingu. Páll hafði hvorki séð hann né hlustað á hann prédika. í fyrstu kann þetta að virðast einkennilegt. Hvemig gat Páll, hinn áhugasumi guðfræði- nemi, látið slíkan kennimann fram hjá sér fara9 Sumir hafa reynt að ráða gátima á þá leið, að Páll hafi dvalizt með Ess- enum í klaustri þeirra að Kum- ran, á meðan á hinum stutta prédikunarferli Jesú stóð. En fyrir þessu eru engar sannan- ir og bezta skýringin hlýtur að vera sú, að Jesús hafi ekki ver- ið áberandi á meðan hann lifði; það er ekki fyrr en eftir and- lát sitt sem hann öðlas-. hina stórbrotnu merkingu. Eftir dauða Jesú virðast fylgi endur hans hafa ^háldið áfram að vera til sem skipulögð heild. Þeir héldu því fram að Jesús hefði risið upp frá dauðum og falið þeim mikilvægar kenning- ar. í náinni framtíð átti Jesús að koma aftur sem Kristur' með gnótt af himneskum krafti og vígja nýja alheimsreglu. Nafnið á hópnum liggur alls ekki ljóst fyrir -■ ef til vill hefur hann blátt áfram verið kallaður „Lærisveinar Jesú“. Eða þeir hafa ef til vlll verið kallaðir „Nazarearnir“ en um þetta nafn er allt á huldu. Orð- takið „kristnir mann" var fvrst tekið í notkun í Antíokkíu um 43 e.Kr. en ekki í Jerúsalem. Upplýsingar um þá eru af skornum skammti, en foringi þeirra virðist hafa verið Jakob bróðir Jesú, strangtrúaður hreinlífismaður, ,.em lá svo oft á bæn, að sagt er að kné hans hafi verið sigggróir. eins og á úlfalda. „Hinir tóif“ voru ann- ar áhrifamikill hópur, sem taldi sig hafa sérstakt umboð frá Jesú; um gerðir flestra „hinna tóir' er litið vitað, en að minnsta kosti einn þeirra, Pét- ur, virðist hafa verið mikill prédikari. Þeim var gefið heitið „postutar“, það er „sendiboð- ar“ eða boðberar á máli Gyð- inga. Sjö „djáknar“ gengdu minnibáttar hlutverkum. Á einni samkomu var tala „safn- aðar“-meðlima 120. Allar þessar tölur 7, 12, 120 voru algengar i dulspeki Gyðinga Meðlimirnir voru guðhrædd- ir, samheldnir og fullir eld- móðs. Þeir biðu með ákefð end- urkomu hins fallna leiðtoga og hugsanlr þeirra snerust um kraftaverk og spádóma. Eins og Essenamxr í Kumran deildu þeir með sér eignum sínum, veittu nýjum félögum inntöku með skírn og höfðu sameigin- lega mádtíð, með brauði og víni, sem aðal helgisið En þeir vonx frábrugðnir Kumran-flokknum að því leyti, að þeir héldu á- fram að lifa venjulegu fjöl- skyldulífi og stunduðu bæna- hald í Musterinu. „Lærisvein- ar Jesú“ voru einn af senni- lega alimörgum dultrúarflokk- um Gyðinga, sem hvex hafði sínar sérstöku kenningar um Krists; þeir hegðuðu sér vissu- lega sem Gyðingar og litu á sjálfa sig sem Gyðinga. Páll komst í kynni við „Læri- sveina Jesú“ árið 36 e.Kr. eða um það bil sex arum efth' að krossfestingin er talin hafa átt sér stað. Hann vai þá hálf-þrí tugur og hlýtur að hafa verið kominn Iangt í guðfræðinámi sínu og hefur að öHum lík- indum vakið athygli fyrir dugnað sinn og atorku. f fyrstu var afstaða hans ti'. Jesú flokksins hrein ábeit og að eigin sögn átti hann veru- legan hlut að ofsÓKnum á hend ur þeim. Hann vai þátttakandi i því er hinn mælski djákni Stefán var grýttux í hel. Ástæðan fyrir ofsa Páls er ó- Ijós. Ekki hefur hann haft hann eftir lær:föður sínum. Gamalíel, sem sagt er að hafi lýst yfir þessu um „Lærisveina Jesú“: „Látið þessa menn eiga sig og sleppið þeim, þvi að ef þetta ráð eða verk þetta er af mönnum, verður það að engu; en ef það er af Guði, þá megn- ið þér ekki að yfirbuga þá. Eigi má yður það henda að þér jafn- vel berjist gegn Guði.“ Af sam- stöðu Páls með ofstækisfullum ofsóknaröflum má ef til vill ráða hina eðlislægu atorku hans. Því hefur jafnvel verið haldið fram, að hann hafi haft grun um að hann sjálfur væri kallaður til að vera Kristur, og hafi því verið sérstaklega í nöp við áhangendur Jesú. Sennileg ast er, að flokkurinn hafi vak- ið djúpar tilfinningar hjá hon- um, án þess að honum væri Ijóst í fyrstu hvað vai að gerast Eins og stundum á sér stað milli manns og konu, getur óbeit ver ið undanfari samdráttar og Páll misskildi tilfinningar sínar. Skömmu eftir líflát Stefáns lagði Páll af stað til Damaskus með einhverskonar umboð til að uppræta þar Messíasar-trú- flokk Gyðinga, sem annaðhvort var grein af „Lærisveinum Je- sú“ eða náskyldur þeim. Þetta var um veturinn 36—37 e.Kr Einhversstaðar á leiðinni — ekki er vitað nákvæmlega hvar — sá hann Jesúin í sýn, sem varð upphafið að lífsstarfi hans Til eru þrjár frásagnir af op inberunni, mismunandi í smáatr iðum en samhljóða í öllum meg- inatriðum. Um miðjan dág fannst Páli, sem hann væri um- kringdur leiftrandi ljósi, sem blindaði hann. Rödd sagði: „Sál, Sál, hví ofsækir þú mig?“ Hann svaraði: ,Hver ert þú, herra?“ Röddin sagði: „Ég er Jesús, sem þú ofsækir.“ Frá þeirri stundu var Páll sannfærður um að Jesús væri Kristur, og prédikaði það það sem eftir var ævinnar. Hann leit svo á, að hann væri kallað- ur af Jesú sjálfum og jafnaði opinberun sinni við þá atburði er Jesús hafði að sögn birtzt mönnum dagana eftir krossfest inguna. í Postulasögunni er látið að því liggja að Páll hafi haldið áifram til Damaskus og tekið skírn hjá trúbræðrum þar, en síðan hélt hann til Jerúsalem, þar sem hann hitti Jakob 0“ „hina tólf“. Frásögn hans sjálfs í bréfinu til Gálatamanna um 20 árum síðar, er ákveðnari: „En þegar Guði, sem hafði út- valið mig frá móðurlífi og af náð sinni kailað, þóknaðist að opinbera son sinn í mér, til þess að ég boðaði hann meðal heiðingjanna, þá ráðfærði ég mig eigi jafnskjótt við hold og blóð; ekki fór ég heldur upp til Jerúsalem til þeirra sem voru postular á undan mér, heldur fór ég burt til Arabíu og sneri svo aftur til Damaskus. Síðan fór ég eftir þrjú ár upp til Jerúsalem til að kynnast Kefasi (Pétri) og dvaldist hjá honum fímmtán daga, en sá engan af hinum postulunum heldur að eins Jakob, bróður Drottins. Það sem ég skrifa yður, sjá, Guð veit að ég lýg því ekki.“ Með „Arabíu" hlýtur uð vera átt við eyðimerkurland þad, sem nu er hluti af konung- dæmi Jórdaníu. Þar gat mað- urinn verið einsamall. Við- brögð Páls við opinberun sinni voru því ekki þau að ræða hana við aðra áhangendur Je- sú, heldur leita einveru og dveija við hugleiðingar í allt að þremur árum. Þetta er ekki venjuleg hegðun manns, sem tekið hefur nýja trú og bend- ir til þess að Páil hafi verið einstæður persónuleiki. í síðari skrifum sínum sýndi hann ekki minnst i áhuga á ferli Jesú sem jarðnesks kenni- manns. Hann vitnar ekki í neina af dæmisögum þeim og spakmælum, sem urðu uppistað an í guðspjöllunum f jórum, sem, þótt enn væru pau óskrifuð, hljóta að hafa verið til sem munnmæli. Þegar Páll vitnar í ritninguna, er það ávallt Gamla testamentið, sem hann hefur auðsjáanlega þekkt til hlítar en aldrei orð Jesú. Jafnvel þeg ar hann setur reglurnar um hina heilögu máltíð, vitnar hann ekki í neinar mannlegar siða- reglur heldur segir hreint og beint: „Þetta hef ég fengið frá Drottni“. Áhugi Páls beindist einvörðungu að hinum dul- ræna, upprisna Jesú og vænt- anlegri afturkomu hans til jarð arinnar í dýrð Krists. „Tími okkar þverr óðum“ skrifaði hann, „heimurinn eins og við þekkjum hann er á hverfanda hveli.“ Páll varð brátt tilþrifamest- ur hinna kristnu prédikara, en samskipti hans við hina eldri heild voru oft erfið og stund- um stappaði nærri algerum slit- um. Páll viðurkenndi engan sér æðri og staðhæfði alltaf: „Ég er postuli og ég hef séð Jesúm, Drottin vom.“ Jafnframt lét hann í Ijós lítilsvirðingu á sýn um annarra þegar þær stöng- uðust á við hans eigin vitran- ir. Hann réðst á spámenn, sem í Kólossu í suður Tyrklandi voru að rugla trúskiptinga hans í ríminu með nýjum kenn- ingum: „Enginn nafi aí yður hnossið, sá er hefur mætur á auðmýkt og engladýrkun, stát- ar af sýnum sínum, upphrok- ast ástæðulaust af hyggju holdsins og heldur sér ekki við höfuðið.“ Það ber mögnuðum persónuleika hans ljósan vott, að hann skyldi komast upp með annað eins og þetta Páll fór þrjár aðal trúboðs- ferðir, um Tyrkland og til Mið- jarðarhafslanda Evrópti. Þær voru svo þýðingamúklar að sú bók Nýja testamentisins, sem nefnist Postulasagan, fjallar að mestu leyti um gerðir Páls Ferðalög voru engum sérstök- um erfiðleikum háð. Samgöng- ur á sjó og landi voru vel á veg komnar og maður gat lagt af stað í ferðalag aokkum- veginn viss um hve langan tíma það myndi taka og hvað það myndi kosta, það -tið hálf önn- ur öld áður en levðaaðstæður urðu aftur jaingóðar. Páll virðist sjálfur hafa stað- ið straum af kostnaðinum. Ef tíl vill hefur hann átt einhver ja sjóði, en hann vann einnig að iðngrein sinni sem tjaldsaumari. „Bæði kann ég að búa við lít- inn kost og ég kann einnig að hafa allsnægtir“ skrifaði hann. Það samræmdist fylli- lega Gyðinglegri hefð að kenn- ari sæi fyrir sér sjálfur; sér- hverjum rabhína v-ar ætlað að stunda einhverja atvinnugi-ein en hafa ekki trúna sér til fram- færzlu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.