Morgunblaðið - 03.04.1969, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 03.04.1969, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 196» PALL POSTULI Eftir Colin Cross PÁLL frá Tarsus var grískur Gyðingur, sem snerist til kristni eftir opinberun, sem hann fékk á veginum milli Damaskus og Jerúsalem árið 37 e. Kr. í einu vetfangi breyttist hann úr of- sóknara kristinna manna í einn af ötulustu forvígismönnum þeirra. Hann ritaði hálft Nýja testamentið og í kenningum hans á vestræn menning rætur sínar. Hann fór í trúboðsferðir um allan heim, jafnvel alla leið til Englands, að talið er. i Efesus, sem nú er borgarrúst i Vestur-Tyrklandi, varð hann tilefni til uppþota meðal áhangenda frjósemisgyðjunnar Díönu. Síðar skrifaði hann til trúskiptinga sinna þar: „Sólin má ekki setjast yfir reiði yðar, og gefið djöflinum ekkert færi“. EFTIR því sem talið er sam- tímalýsing og ekki virðist ástæða til að véfengja, varPáll frá Tarsus, hinn atkvæðamikli frömuður kristinnar trúar, stutt ur maður og gildvaxinn, ofur- lítið hjólbeinóttur. Hann var skeggjaður, sköllóttur, með mik ið nef og framstæðar brúnir, sambrýndur. Hann þjáðist af einhverjum ólæknandi sjúk- dómi, ef til vill hörundskvilla. I bréfi til trúskiptinga í Gala teu skrifaLr hann þakklátur: „Og það, sem í líkams ásigkomulagi mínu gat orðið yður til ásteyt- ingar, óvirtuð þér ekki né skyrptuð við. . .“ Þetta eitt nægir til að gera hann frábrugðinn öllum öðrum, sem koma við sögu hinna fyrstu ieyndardómsfullu áratuga kristn innar. Hann er eini aðilinn í Nýja testamentinu, sem þekkt ur er að líkamlegu útliti. Mynd ir af upphaflegum höfundi trú arbragðanna, Jesú frá Nazaret, }»fa ávallt byggzt í einu og öllu á hugmyndaflugi lista- mannanna. Auk þess höfum við sönnur fyrir kynngimögnuðum per- sónuleika og róttækum hugsun- arhætti Páls frá fyrstu hendi í skrifum hans sjálfs. Hin um- fangsmiklu bréf hans („pistl- arnir“) fylla nærri hálft Nýja testamentið. Jesú frá Nazaret þekkjum við aðeins af frásögn- um, sem færðar eru í letur kyn Slóð eða meira eftir lát hans. Orð Páls, eins og hann sjálfur las ritara sínum þau, eru að- gengileg hverjum sem er. Mál- snilld hans hljómar enn yfir aldanna haf: „Blessið þá, er ofsækja yður; blessið en bölv- ið ekki. Fagnið með fagnend- um, grátið með grátendum. Ber- ið sama hug hver til annars; stundið eigi á hið háa, en hald- ið yður að hinum lítilmótlegu. Ætlið yður eigi hyggna með sjálfum yður; gjaldið engum illt fyrir illt; stundið það sem fag- urt er fyrir sjónum allra manna; ef mögulegt er, að því er til yðar kemur, þá hafið frið við alLa menn; hefnið yðar ekki sjálfir, þér elskaðir, heldur lofið hinni refsandi reiði að komast að; því að ritað er: Mín er hefndin, ég mun endurgjalda segir Drottinn“. Ef til vill hafa aðrir kenni- menn, bæði sköllóttir og ekki sköllóttir, verið jafn mælskir. En það sem máli skiptir um Pál, var að hann var ekki að- eing prédikari, sem bar fram viðtekinn boðskap, heldur trú- arlegur spámaður, maður sem trúði því að hann flytti boðskap beint frá himnum. Úr gyðing- legum sértrúarflokki skapaði hann sjálfstæð trúarbrögð, þau útbreiddustu í veröldinni. Sá, sem helzt er við hann að jafna hvað snertir trúarlegt mikil- vægi, er spámaðurinn Múhaméð höfundur Múhameðstrúarinnar. Einnig væri hægt að likja hon- um við Bandaríkjamanninn Jos eph Smith, sem bætti sinum eig- in opinberunum við kenningar kristindómsins og stofnaði hina sívaxandi og voldugu Mormóna kirkju. Eins og Múhameð og Smith, . byggði Páll trúarbrögð á eigin L sýnum. Hvað eftir annað end urtekur hann staðhæfingar eins og þessa: „í>ví að ég læt yður vita, bræður, að það fagnaðar erindi, sem boðað var af mér, er ekki mannaverk. Ekki hef ég heldur tekið við því af manni, né látið kenna mér það, heldur fengið það fyrir opin- berun Jesú Krists“. Hann lýsir því, hvernig hinn krossfesti Jesú frá Nazaret birtist hon- um, hvernig honum var lyft „allt upp í þriðja himin“. Þessi einkennilegi maður fæddist í hafnarborginni Tar- sus, þar sem nú er suður Tyrk- land. Hann var kominn af grískumælandi Gyðingum, sem ef til vill þafa í upphafi snú- izt til Gyðingdóms. Á þessum tíma var Gyðingatrúin á mót- unarstigi, og tilbeiðsla hennar á einum, ósýnilegum Guði lað- aði rnarga til trúskipta. Hún hafði þá um þriggja alda skeið Verið að breiðast út við austan- vert Miðjarðarhaf, frá heima- landi sínu Palestínu og must- eri Jerúsalemsborgar. Það hefur verið reiknað út, að Gyðingar hafi verið um sjö prósent af öllum íbúum hins forna Rómaveldis. Sendimenn, sem nefndir voru „postular" fóru út um landsbyggðina frá Jerúsalem til að hafa eftirlit með hinum dreifðu byggðarlög um og innheimta gjöld. Sam- kvæmt rómverska kerfinu voru Gyðingar taldir til „guðleys- ingja“ — það er fólks, sem neitaði að tilbiðja hin heiðnu goð — og voru þeir undan- þegnir ýmsum borgaralegum skyldum, sem snertu skurðgoða dýrkun. Páll var fæddur um það bil 10 e.Kr. og hefur því eftir við- urkenndum tímatalsreikningi verið um 14 árum yngri • en Jesú frá Nasaret, sem hann sá aldrei. Jesús virðist hafa ver- ið af fátæku sveitafólki kom- inn. Páll var sonur efnaðara borgarbúa; ættingjar hans voru rómverskir borgarar og því sennilega taldir til heldri stétt- arinnar. Gera má ráð fyrir að Páll hafi hlotið góða updir- stöðumenntun í grískum fræð- um, enda þótt bréf hans beri hvergi vitni um dálæti hans á þeim, og hann mun hafa ferngið sína fyrstu trúarlegu upp- fræðslu í næsta gríska Gyðinga musteri. Hann tilheyrði þeim flokki Gyðinga, er nefndist Far ísear og var þá þegar mjög áhrifamikill en átti eftir að verða ailsráðandi innan einnar aldar. Farísearnir voru framfara- flokkur, sem jók við Gamla testamentið ýmsum munnlegum hefðum varðandi siðferðilega hegðun, beint samband milli Guðs og hinna einstöku til- biðjenda, og upprisu dauðra. „Ég er Farisei og sonur Fari- sea“ sagði Páll, þegar hann stóð frammi fyrir rétti Gyðinga vegna trúar sinnar á Jesúm. (Gyðingatrú Jesú var einnig Fariseisk.) Páll hefur að öllum líkind- um verið óvenjulega trúaður drengur. Milli tektar og tvítugs fór hann að heiman til fram- haldsnáms í trúarlegum fræð- um í Jerúsalem, sem var mið stöð trúar hans. Þetta var hin venjulega leið til að verða rabb íni það er kennimaður, sem styðst fremur við lærdóm sinn en dul prestskaparins. Næstu aldir, eftir eyðingu musterisins urðu rabbínarnir meginupp- spretta Gyðingadómsins; með Talmud, sem full- gert var á fimmtu öld e. Kr„ komu þeir Gyðingatrúnni í það undirstöðuform, sem hún hefur haft fram á þennan dag. Á þessu tímabili tók Páll sér nafnið „Sál“, sem aðeins er he- bresk útgáfa af Páls-nafninu. Þegar hann kom til Jerúsal- emborgar um 25 e.Kr. ríkti þar mikil ólga og skiptust menn í hópa, sem deildu sín á milli um nákvæma túlkun Móse-bók- anna og dulræna spádóma, sem finna mátti í verkum eins og Danielsbók. Páll hefði átt greið an aðgang að margskonar kenn urum, en að sögn hans sjálfs var helzti lærifaðir hans rabb íninn Gamalíel, rólyndur og góðgerðasamur maður, sem veitti forustu þeim flokki innan Gyð ingdómsins, sem kalla mætti „frjálslyndan". Gamaliel var sonarsonur rabbínans Hillel, sem í byrjun fyrstu aldar e.Kr. mót aði kennisetninguna: „Gerið ekki öðrum það, sem yður sjálf um er ógeðfellt; þetta er allt lögmálið“. Hillel-Gamaliel skól inn, sem lagði áherzlu á and- ann ekki síður en bókstafinn í lögmálum Gyðinga, átti eftir að verða þungamiðjan í Gyðing- dómi framtíðarinnar. Hin andlega gerjun, sem átti sér stað í Jerúsalam, var angi af gífurlegum umbrotum, sem voru að setja allan hinn gyð- ám/öiAa/em fy Bjóðið gestum ykkar upp á ostapinna mcð öli eða sem eftirrétt. Auðvelt og fljótlegt er að útbúa pá og pér getið verið viss um, að peir bragðast vel. Notið pað sem til er á heimilinu og gefið hugmyndafluginu lausan tauminn. Möguleikarnir eru ótakmarkaðir. Hér fylgja nokkrar hugmyndix, Leggið heilan valhnetukjarna ofan á teninga af goudaosti. 2. Vefjið skinkulengju utan um staf af tilsitterosti, setjið sultulauka efst á pinnan og skreytið með steinselju. 3. | Skerið gráðost í teninga, ananas í litia geira, reisið ananasinn upp á rönd ofan á ostinum og festið saman með pinna. 4. Helmingið döðlu, takið steininn úr og fyllið með gráðostlengju. 5. Skerið tilsittcrost í teninga, setjið lifrakæfubita ofan á ostinn og skreytið með agúrkusneið og stein- selju. 6. Mótið stafi úr goudaosti, veltið þeim upp úr þurrkaðri papríku og skreytið með sultulaukum. Setjið ananasbita og rautt kokkteilbei ofan á gcira af camembert osti. 8. Setjið mandarínurif eða appelsínu- bita ofan á fremur stóran tening af ambassadorosti. Festið fyllta olífu ofan á tening af ambassador osti. Skreylið með stein- selju.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.