Morgunblaðið - 03.04.1969, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 03.04.1969, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. APRÉL 1960 11 Salt.“ „Ef til vill hefur hon- um verið kalt“, svaraði ég. „Já, e'f til V'ill“, svaraði hann, „Áttu tuttugu og fimimkall?" Hann þakkaði fyrir og kvaddi. Hann hvarf inn í um- ferðina, inn í allian fjöldann. Ein einn á báti, brotnum báti. Ég sá að áttavitanálin hans var tuttugu og fimmkallinn og mið- ið var næsta apótek. Hann hafði sagt mér um nótt- ina forðum að hann væri orð- inn þreyttur á að synda svona í gegnum þetta án þess að vera raunverulega til. En hann gerði það samt áfram. Það er víst ekki hægt að kalla á mann dóminn eins og leigubíl eða dýfa honum í sjálfvirka þvotita- vél og né honum hreinum upp. „Að ganga með víninu í gegn um lífið“, hafði hann sagt, „Er eíns og að aetla sér að dansa ballett í kviksyndi. Maður get- ur ekkert nema sokkið.“ . Mér kom þá í hug maður sem ég hafði nokkru áður fundið drukknaðann í Vatnsmýrinni. Hanjn lá frosinn á kafi í hálfs meteTs djúpum skurði, en á bakkanum stóð hálf brennivíns flaska. Sá maður sökk ekki djúpt, en það var nóg. o o o Sum skip sökkva í bafsdjúp- in og hvíla þar í dimmum þang- skógum. Önnur skip eru rifin niður og enn önnur dorma snjáð og rifin við bryggjur eða ból án þess að gera gagn. Þeim er ekki haidið við og þau verða hræ. Þegar ég var að leita að efni í páskagrein með því að fletta Morgunblaðinu, datt ég niður á fyrrgreinda setningu: „í honum eru vistarverur með ágætum, bjartar og rúmgóðar“. Vitandi um hlutverk skipsins í dag réðst ég í smíðina. Vistar- verurnar í Síríusi eru jafn rúmgóðar og þær voru fyrir 10 árum þegar skipið kom til landsins, en þær eru ekki jafn bjartar og ágætar vegna þess að hreinlæti er ekki kjörorð þeirra, sem þar hafa hvílt slitinn líkama í kulda og trekki að undanfömu. Það er ömiurlegt usn að litast í þessu óheppna Skipi. Á þilfari eru Slitin sfög, ryðgaðar blaklkir og þil og það eitt sem prýðir þil- farið eru nokkur puntstrá, sem vaxa við eina lestarlúguna. í vistarverum er allt á rúi og stúi og óhemja af matarleifuim, drasli og tómum vínflöskum á- samt sæg af sprittglösum, köku dropaglösum og hárvatnsglös- um. Tómar flöskur gera ekki mönnum mein, en ef til vill væri hægt að fyrirbyggja eins margar í framtíðinni. Það er vönduð eik í þiljum mannaíbúð anna í Síríusi, en það skiptir líklega ekki svo miklu máli í lífsbaráttu útigangsmannanna. Þeim nægir skjólið sem skipið veitir og vissulega er hlutverk skipsins í dag verðugt og mann- eskjulegt. En það er ekki un> að ræða ljós og hita í skip inu. Birtan í skipinu fer eftir því hvernig dagsbirtan læðist inn um kýraugu og dyragætt- ir og hitínn í því fer eftir skapi veðurguðanna. Birta Og hiti? Hvort tveggja er fengið upp runa orðsinisSíríus. Síruis stjarn an Síríus er ein af björtustu stjörnum himinsins, öðru nafni er hún kölluð Oríonshundurinn og er sú stjarnan í goðafræð- inni sem færir mönnum mestan hita og Ijós. Egyptar töld'u snemma í sögunni að Síríus réði gangi flóða í Níl og mörkuðu þeir margt í því efni eftir upp- komu stjörnunnar. Heillavæn- legast þótti ef Síríus kom reglulega í ljós nokkru fyrir dögun. Eitt fyrsta skipið sem sigldi yfir Atlantshafið fyrir gufuafli einu saman með farþega hét Siríus, en það skip var upp- úpphaflega byggt til farþega- flutninga við írland. Gufuskip ið Síríus sigldi árið 1938 með 40 farþega frá Englandi til Ameríku. Það skip var 703 tonn að stærð, en það er annað mál. Frá degi til dags eru breyt- ingar um borð í Hótel Síríusi við Grandann, smávægi- legar. — Hurð sem var opin deginum áður er ef til vill lokuð í dag, ný flaska hefur bætzt í flöskusafnið á gólfinu eða borðinu, ihálmurinn eða dýnurnar 'liggja svolítið á ann an hátt en áður, fatadruslur hafa færzt úr stað eða skreið- in hefur verið rifin svolítið meira. Og kertið í flöskunni hefur ef til vill minnkað nokk uð. Önnur breyting er ekki sjá- anleg eftir gesti næturinnar sem stundum eru glaðir og reifir, en oftar niðurbrotnir, kaldir og svangir. Eina nótt fyrir nokkru þeg- ar ég leit þar úm borð skömmu eftir miðnætti svaf einn maður frammi undir hvalbak í einni af kojunum sem þar eru. Hann hafði breytt hálm yfir sig og svæfil’linn hans var klofhátt stígvél. Hann svaf í hnipri, en fast þó. Aftur í skipdnu í borðsaln- um sátu þrír mepn og spjölluðu saman. Þeir voru allir slomp- aðir, en málhressir. Einn þeirra sat við logandi kerta- ljós og nagaði gamla skreið. Mér sýndist það vera langa. Kertaljósið var eina logandi ljósið um borð, en í neðri vist- arverum sváfu tveir félagar þeirra, ,,dauðasveffiii“, sögðu 'þeir sem „lífið“ var með. Þremenningarnir voru að rifja upp atvik frá liðnúm dög- um og glöddust yfir skemmti- legum endurminningum. Þeir áttu uggiaust énga nýja daga. Þeir tóku mér fálega í fyrstu en smátt og smátt hvarf ég inn í spjallið. Nokkur nýtæmd kökudropaglös voru á borðinu. Eitt af því sem þeir ræddu um var jarðlífið og dauðinn. „Trú- ið þið á Guð?“ spurði ég. „Enginn sem hugsar eitt- hvað“, kemst hjá því að trúa á Guð“, svaraði sá um hæl sem nagaði harðfiskinn. „Guð?, er hann-, já, ég var búinn að gleyma honum“, sagði sá yngsti. „Fyrirgefið þið strák ar, ég kunni einu sinni Faðir vorið, en ég held að ég sé búinn að gleyma því. Ertu búinn úr flöskunni, skr,eiðarbítur?“ Sá sem nagaði skreiðina rétti þeim yngsta flöskuna. Hann teygaði og kjassaði. Sá þriðji, með snjáða derhúfu, sagði ekkert. Hjólið hélt áfram og innan tíð- ar gekk sá með derhúfuna út í horn og hreiðraði um sig á bekk þar. Ef til vill hafa draum- heimar reynzt honum betur en mannheimar. Það heyrðist þrusk og um- gangur frammi á ganginum og eimn vel slompaður kom um borð. Hann sagðist ekki hafa nennt á kvennafar, enda væri víst ekki um n,eina ærlega kven menn að ræða, eins og hann orð aði það. Hann fór strax að leita í opnum skúffum og skápum í barðsalnum, en fann ekkert sem hann hafði áhuga á. Allar skúffur og allir skápar í mannaíbúðunum á Síríusi eru opnir. Útigangsmennirnir eru alltaf að leita í þeim að ein- hverju,, sem er svo aldrei ineitt, því allt er tómt. — Sá slompaði leitaði tautandi fyrir munni sér. „Helvítis stelp- an“, sagði hann, „Hún stal flöskunni og stakk af.“ Sá með derhúfuna reis nú upp að hálfu og lagði orð í belg. „Hvað ætli þú eigir að vera að hugsa um kvennafar", sagði hanm, „Þú ert orðinn náttúru- laus af kökudropum. Það er Framhald á bls. 16

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.