Morgunblaðið - 03.04.1969, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 03.04.1969, Blaðsíða 18
—------------------------------------------------------------------------ lg MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. APRIL 1969 »on þáverandi flugmann Veiðibjöllunn- ar og núverandi framkvæmdastjóra Loft ferðaeftirlitsins, til að rifja upp þenn- an atburð með okkur: — Já, segir Sigurður, — Ahrenberg var í rauninni gamall kunningi. Hann kom hingað tveimur árum áður, og ætl- aði vestur um haf. Hann kom á Junker F—13 vél frá Noregi, og ætlaði að fljúga í einni lotu frá Bergen til Reykjavíkur. En þegar kom að Skaftárósum var hann orðinn benzínlaus og varð að nauðlenda þar á ósnum. Og það var ein- mitt Óðinn gamli, sem þarna var þá ná- lægur, og dró vélina til Vestmannaeyja, þar sem Ahrenberg tók benzín og flaug síðan áfram til Reykjavíkur. Hér dvaldi íiann í nokkrar vikur, en hélt síðan áfram til Grænlands, þar sem enn kom bilun í Ijós. LAGT AF STAð FRÁ REYKJAVÍK f Reykjavík var nú unnið af miklum krafti að því að ferðbúa Veiðibjölluna og Óðin. Vængirnir voru teknir af og komið um borð í varðskipið, og síðan var vélin sjálf dregin að Óðni, þar sem henni var lyft um borð og hún skorð- uð vandlega föst. Á sama tíma hafði Ahrenberg hafið fyrsta áfanga flugs síns. Vegna þess hve vélin var þung með fullum benzín- birgðum hafði hann fyrst orðið að skilja eftir tilvonandi mág Courtaulds, Ray- nor flugkaptein, og síðan allar byssur sínar og skotfæri. „Áður en Ahren- berg lagði af stað drakk hann skiln- aðarskál með vinum sínum, sem gáfu honum myndarlegt spark á vissan stað líkamans til fararheilla að sænskum sið“, er haft eftir United Press í Morg- unblaðinu. Föstudaginn 1. maí eru miklar og ítar- legar lýsingar á því í blaðinu, hvernig Veiðibjöllunni var komið fyrir um borð í óðni, og síðar er birt skeyti frá for- ingja leiðangursins, þar sem hann lýsir fjrrstu stundum ferðarinnar, og að allt gangi að óskum: „Við erum allir félagarnir í bezta skapi og bíðum með óþreyju eftir því að ná settu marki. — Alexander." Leiðangursmenn voru nú komnir í samband við ensku visindamennina á Grænlandi, og ferðaáætlun er samin. Um fjóra staði var að ræða í hinu fyr- irhugaða flugi í A-Grænlandi. Fyrst var Angmagsalik, en varasamt gat þó verið að setjast þar, því að þar var þá stöðugt ísrek. Ef ísinn hindraði flugvél- ina í að setjast þar átti að fljúga til Tassiusak, sem er skammt suður af Ang- magsalik. Þar voru ísar sléttir og hjarn- fannir, sem talið var að hægt væri að lenda á með þeim skíðabúnaði, sem settur var á Veiðibjölluna áður en lagt var upp frá Reykjavík. Þar átti þá að taka benzín og fljúga því næst til „Lem- on base camp“, sem er 20 km fyrir vestan Sermelikfjörðinn en 43 km frá Tassiu- sak. Ekki var lendingarstaðurinn þar talinm góður. Átti þar að taka matvæli og fallhlifar og síðan haldið upp á jök- ul í áttina til Ice-capstaition (stöðvar- innar á jöklinum), en fjarlægðin þang- að var um 140 enskar mílur. Þarna ná- lægt stöðinni átti Courtaulds að vera og félagar hans þrir, Watkins, Raywill og Chapmann. Ráðgert var að henda til þeirra matvælum með fallhlífunum, og einnig skeyti með fyrirspurn til þeirra, hvort hægt mundi að lenda þarna á jöklinum. Ef svo væri ekki átti að snúa affcur til Tassiusak. f niðurlagi fréttar Morgunb'laðsins segir síðan: „Það mun eigi ofmælt að öld íslenzka þjóðin bíði þess með eftir- væntingu hvernig þessum íslenzka leið- angri reiðir af, hvernig það tekst fyrir fullhugum þeim, sem réðust í för þessa, að verða hinum ensku vísindamönnum að liði. En það eru ekki aðeins fslendingar, sem í dag bíða með óþreyju eftir fregn- um af leiðangri þessum. Eftir fyrir- spurnum þeim að dæma, sem hingað bár- ust frá erlendum blöðum og fréttastof- um í gær er það fullvíst að í dag birt- ast fregnir af leiðangri dr. Alexanders í öllum stórblöðum beggja megin Atl- antshafsins.“ VEIÐIBJALLAN FERÐBÚIN Nú tóku að berast nánari fregnir til blaðanna frá leiðangursmönnum af ferð- um Courtaulds. í ljós 'hafði komið að hann hafði verið einn síns liðs uppi á jöklinum frá því fyrir jól, og gerðu fé- lagar hans ráð fyrir, að vistir hans væru alveg á þrotum. Hann var síðast, þegar til hans fréttist í byrgi því, sem vísindamennirnir höfðu reist og nefnt „Icecapestation." Morgunblaðið segir: „Fyrir nokkru var gerður út sleðaleiðangur frá Ang- magsalik til þess að flytja Courtauld vistir. En þeir sem fóru í leiðangur þennan, sneru aftur við svo búið, eftir 5 vikna jökulferðálag. Fundu þeir Co- urtauld aldrei. Þegar þeir voru komnir úr hinum ár- angurslausa 5 vikna leiðangri og leit að Courtauld og bækistöð hans, lögðu þrír félagar hans af stað til þess að hefja leit að nýju, og flytja honum vist- ir. í þeirri för eru þeir Watkins, sem vera mun foringi þessa leiðangurs alls, Raywil‘1 og Chapmann. Liðnir eru 10 dagar síðan þeir lögðu af stað. Nú er áformað að fljúga með vistir og aðrar nauðsynjar til þessara eftir- leitarmanna, sem eru að leita Court- aulds. Er enginn vafi talinn á því, að hann sé kyrr í athugunarbyrgi sínu á jöklinum, og hann saki ekki, ef til háns næst í tíma.“ Síðan er greint frá því, að Óðinn hafi kvöldið áður komizt að ísnum, og eftir stutta siglingu í gegnum hann, hafi leiðangursmenn komið auga á hent- ugan ísjaka til að setja flugvélina á. „Lögðum við nú Óðni að ísjaka þess- um, og bárum vængi flugvélarinnar út á Jakann. Síðan var flugvélinni lyft af þilfari Óðins og hún sett á flot. Að því búnu voru vængirndr settir á vélina, og allur útbúnaður settur í lag til flug- ins . . . Upprunalega var það tilætlunin að fljúga í kvöld (1. maí) inn í Tassiu- sakfjörðinn. En okkur þykir ráðlegra að bíða þangað til birtir af degi, og leggj- um við sennilega upp frá ísjakanum k'l. að ganga fjögur í nótt.“ Þetta sama kvöld lenti Ahrenberg í Sundum í Reykjavík eftir að hafa milli- lent í Færeyjum, þar sem hann tók ben- zín. Hann ætlaði að fljúga strax næsta dag til Grænlands, en var mjög sagna- fár við íslenzka blaðamenn um allar áætlanir sínar. LEIðANGURINN FER ÚT UM ÞÚFUR Laugardagurinn 2. maí ranm upp, og fólk beið með ofvæni frétta af íslenzka leiðangrinum. Á föstudagskvö'ld hafði sú fregn flogið um bæinn, að skeyti hefði borizt til Alþýðublaðsins um að ósamkomulag væri mikið milli leiðang- ursmanna, en þess jafnframt getið, að ritstjórn blaðsins væri í efa, hvort birta ætti þessa frétt. Ýtti þetta enn undir ef tirvæntinguna. Að morgni laugardagsins barst svo sú fregn, að leiðangurinn hefði mis- heppnazt með öllu. í Morgunblaðinu á sunnudag birtist eftirfarandi frétt: lægri skattor Með tryggingu þessart er reynt að sameina sem flestar áhættur í erlt skírteinl. Nokkrar þeirra hefur verið hægt að fá áður, hverja fyrir sig, en með sameiningu þeirra í eitt skírteini er tryggingin EINFÖLD, HAG- KVÆM og SÉRLEGA ÓDÝR. IÐGJALD miðast við brunabótamat alls hússins eða eignarhluta trygg- ingartaka, Samkvæmt ákvörðun Ríkisskattanefndar er heimilt að færa til frádrátt- ar á Skattskýrslu 9/10 hluta iðgjalds Húseigendatryggingar og lækka því skattar þeirra, sem trygginguna taka. Leitið nánari upplýsinga um nýjung Samvinnutryggmga. SAMVIIVNUTRYGGINGAR ARMÚLA 3 SÍMI 38500 ^_! mjólkin bragöast með bezt 'NESQUIK — og þú getur búið þér til bragðgóðan og fljótlegan kakoarykk 1. Hella kaldri mjólk í stórt glas. 2. Setja 2-3 teskeiðar NESQUIK út í. 3. Hræra. Mmmmmmmmm. NESQU/K KAKODRYKKUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.