Morgunblaðið - 03.04.1969, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 03.04.1969, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 1909 99 ocunnmM Um Björn Kristjáns- son, tyrrum ráðherra og „slettirekurnar" I drögum að óprenbaðri sjálfsævisögu Björns Kristjáns sonar alþm. og ráðherra slítur hann allt í einu samhengið í frásögn af æskuárum sínum með svofelldu innskoti: „Margt hefur breytzt hér á landi þessi 50 ár. Allur al- menningur — hér er náttúru- gáfað fólk, réttsýnt og þekkti hvorki undirferli, né hrekki því að flokkapólitík eða póli- tískir loddarar voru þá ekki til í landinu — í sem styztum orðum má segja að öll þjóðin mátti ekki vamm sitt vita. En því flatari varð hún fyrir eftir að pólitískir flokkar mynduðust og einstakir óþokk- ar, sem með hverri þjóð finn- ast og venjulega í öllum póli- tískum flokkum, fóru að læra óþokkabrögð erlendra æsinga- flokka, og þar með að færa sér í nyt grandvarleik og ótor- tryggni þjóðarinnar. Þjóðin trúði því þá, og er enn of hætt við að trúa því, að allt sem prentað er hljóti að vera sann- leikur. Svo er hrekkleysi henn ar mikið.“ Síðan getur Björn Kristjáns- son þess, að „í skjóli þessara staðreynda birtist í flokksblaði Framsóknarflokksins, Tímanum, 25. nóvember 1922, grein, sem bersýnilega á að gera mig tor- tryggilegan, með því að benda á, að ég hafi fyrir um 50 árum staðið fyrir rannsóknarrétti á Eyrarbakka og hafi_ sagt þessi „landfrægu orð: „Ég var 14 ára á góunni“. Snemma byrja mannamein". En Tímagreinar um B.Kr. þetta haust voru ekki ein, held- ur legíó. B.Kr. er mikið niðri fyrir, þegar hann skrifar þessi orð 1939, gamall maður á níræðis- aldri (f. 1858). Hann hafði margt reynt á löngum ferli, bæði í starfi og stjórnmálum og var ekki alltaf við eina fjöl felldur, en Tímagreinin virðist standa í holdi hans eirrs og fleinn. Hann hafði marga hildi háð, eins og títt er um stjórn- mála- og atkvæðamenn, sem til forystu veljast, samt er honum nóg boðið. B. Kr. hafði gegnt bankastjórastarfi í Landsbank- anum á allróstusömum tímum en varð fjármálaráðherra, þeg- ar Jón Magnússon myndaði samsteypustjórn sína 1917 og ráðherrum var fjölgað úr ein- um í þrjá. Var B.Kr. fulltrúi gamla Sjálfstæðisflokksins, Jón Magnússon tilnefndur af Heima stjórnarflokknum og Sigurður frá Yztafelli, sem var atvinniu- málaráðherra, tilnefndur af Framsóknarflokknum. Björn hætti ráðherradómi að eigin ósk í ágúst þetta_ sama ár. Hann gekk síðar í fhaldsflokk- inn og varð þingmaður hans. En af hverju er þessum reynda og sjóaða stjórnmála- manni svo mikið niðri fyrir, sem raun ber vitni. Hann hafði svo sem orðið fjrrir aðkasti bæði fyrr og síðar. Skýringin kemur í næstu and- rá. Hann segir að höfundur Tímagreiharinnar hafi séð gaml ar réttarbækur úr Árnessýslu frá þeim tíma, er hann ólst upp drengur í, Garðbæ á Eyrar- bakka hjá Birni Vernharðssyni föðurbróður sínum, og Sigríði Bjarnadóttur, ömmu sinni. Garðbær stóð skamrnt frá húsi verzlunarstjórans við Lefolii- verzlun, Guðmundar Thorgrím- sens, sem Björn segir að hafi verið mjög barngóður ,,og al- mannarómur að Thorgrímsen hafi verið mesta göfugmenni". Er hans geti'ð hér vegna þess að dóttir hans kemur síðar við þessa sögu. Við Lefolii-verzlun starfaði búðarþjónn, Bjarni Siggeirsson að nafni, og þótti stundum ill- ur viðurskiptis, rauk á menn og slóst við þá ef honum sýndist svo og honum geðjaðist ekki að þeim, sem komu í verzlun- ina. Hinn 5. apríl 1871, þegar Björn Kristjánsson er 13 ára og hefur ekki enn haft nein veruleg kynni af vélabrögðum veraldarinnar né kynnzt óvild annarra manna, hvað þá að hann hafi kunnað ráð við slíku, er hann allt í einu kallaður á fuind þeirrar örlaganomar sem birtist honum í líki Bjarna iSiggeirssonar og átti eftir að spinna hann inn í sinn misk- •unnarlausa vef, kornungan drenginn, og enn mátti sjá ör-t in eftir, hálfri öld síðar. Málavextir eru þessir: Bjarni Siggeirsson lendir í slagsmál- um við mann, sem hann af ein- hverjum sökum vill reka út úr Lefolii-verzlun, en í átökunum missir hann úrið sitt og úrkeðj una og týnist hvort tveggja. Br. K. segist þá hafa verið heima, en leikbróðir hans og jafnaldri, Jakob Jónsson, kom til að skýra honum frá því að Bjarni hefði tapað úrinu sínu í slagsmálum. Biður hann Björn að koma með sér og leita að því. „I einfeldni minni geri ég þetta, fer ofaní búð, og er þar þá allt um garð gengið, er ég kom þar. En við gerðum þó tilraun til að leita á búðar- borðinu, en árangurslaust. Síð- an fer ég heim.“ Þessi ferð í Lefolii-verzlun átti eftir að verða drengnum örlagarík og draga dilk á eftir sér. Skömmu síðar heimtar Bjarni úrið af honum, segir að Jakob hafi skýrt sér frá, að hann hafi tekið það, en keðjan fundizt. Björn neitar því að sjálfsögðu að hann hafi úrið, en þá tekur Bjarni hann steinbítstaki og kastar honum á dyr og mátti hann ekki svo inn fyrir dyrastaf Lefolii-verzl- unar koma, að hann fengi ekki svipaðar viðtökur. Gerist svo ekkert í málinu, þar til 5. ágúst 1872, að sýslu- maður Árnessýslu, Þorsteinn Jónsson, kanselíráð, er á fe.rð á þessum slóðum, xíður með þjósti miklum inn í bæinn og telur sig ekki mann að minni að hefja réttarhald yfir drengn um, Birni Kristjánssyni. „Þennan dag er ég einn að rölta niður á götu, og veit ekki fyrr en maður kemur til mín og segir mér að ég eigi að koma í svonefnt Assistentshús. Ég fer þangað með manninum, og leið- ir hann mig inn í stofu, þar sem sýslumaður er og tveir réttarvottar. Sýslumaður les nú upp réttarpróf yfir Bjarna og þess- um Jakob, sem lagðist veikur, er sýslumaður kom, og varð hann því að prófa hann í rúm- inu. Þar heldur hann því fram að hann hafi ekki getað betur séð en að ég hafi tekið úrið og gengið samstundis með það út úr búðinni. Sýslumaðurinn krefur mig nú sagna og segi ég alla sög- una, eins og hún var. En þrátt fyrir það, heimtar sýslumaður að ég meðgangi. Og þegar hann fann engan bilbug á mér, tekur hann mig út úr stofunni frá réttarvott- unum, yfir í aðra stofu hinum megin við innganginn, og spyr mig enn, hvort ég vilji ekki meðganga. Og þegar ég enn neita, rekur hann mér rokna kjaftshögg og spyr enn, hvort ég vilji ekki meðganga, og þeg- ar hann fær sama svar, gefur hann mér annan löðrung,svo að ég stend þarna grátandi fyr- ir framan hann. En í því kem- ur amma mín, sem frétt hafði að ég hafði verið tekinn á göt- unni, og heyrir í hvaða her- bergi ég er að gráta, ryðsthún inn og skammar sýslumann fyr- ir ólöglega meðferð á mér. Sýslumanni fallast alveg hend- ur og fer aftur með mig inní stofu, þá fyrri, þar sem réttar- vottarnir voru og lýkur rétt- arhaldinu.“ Lyktir málsins — ég segi lyktir, vegna þess að ekki leit út fyrir annað en málinu væri lokið, því að enginn gat séð fyrir þá riddaramennsku, sem síðar átti eftir að einkenna íslenzk stjórnmál — lyktirnar urðu þaer, að Björn Kristjáns- son var sýknaður af ákæru Bjarna búðarþjóns, því að mál- ið tók skyndilega aðra stefnu en yfirvaldið hafði augsýnilega búizt við. Og verður nú að því vikið. Hinn 30 okt. 1872 sendi sýslu maður Rangæinga, H.E. Johns- son, hæstvirtu kanselíráðinu í Árnessýslu svohljóðandi erindi: „Hér með sendi ég yður, herra kanselíráð, útskrift af prófi, sem eftir beiðni yðar í heiðruðu bréfi dags. 22.f.m. hef ur verið tekið hér um vasaúr Bjarna verzlunarþjóns Siggeirs sonar á Eyrarbakka, sem hon- um hvarf 5. apríl 1871. Eins og prófin með sér bera, er það nú komið upp, að maður héðan úr sýslu, fann úrið sama daginn og eigandinn missti það hjá Eyrarbakkaverzlunaríhús- inu, þá að sögn glaslaust og skemmt. Úrið fylgir hér með í umbúðum og undir innsigli sýsl unnar í því skyni að nefndur Bjarni helgi sér það með eiði, geti hann það, og leyfi ég mér að biðja yður gera svo vel að senda mér afskrift af þeirri eiðsskýrslu hans, þegar hún er gjörð. Til sýslumannsins í Árnessýslu. Rangárþingsskrifstofu 30. október 1872, H. E. Johnsson." í réttarprófunum, sem vísað er til í þessu bréfi, segir m.a. að 19 ára unglingur, Guðmund- ur Runólfsson; konfirmeraður, hafi kannazt við „að hann í fyrravetur, nálægt páskum, — hann man ekki hvaða dag — hafi fundið það (úrið) í sand- inum fyrir norðan krambúðina á Eyrarbakka, og hafi það leg- ið þar á grúfu, glerlaust og vís- iralaust (sic). Hann kveðst

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.