Morgunblaðið - 03.04.1969, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 03.04.1969, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 1969 ur er manna lítillíftastur í rit- hæíti, hefir verið sýndur hroki í einu af blöðum vorum, og það af konu, sem ekki hefir sjeð nándar nærri eins mikið af heiminum og hið víðförla skáld. H.K.L. reit í sumar grein í Morgunblaðið, um „Drengja- kollinn og íslenzku konuna“. Frú Guðrún Lárusdóttir svar- aði þessari grein allhvasst. Meðal annars vildi frúin gera lítið úr reynzlu og þroska H. K.L. og alls ekki viðurkenna að 'hann stæði jafnfætis tveim lútherskum prestum og rithöf- undum, sem hann hafði hnýtt í, þeim Olfert Richard, forvigis- manni K.F.U.M. hreyfingarinn- ar í Kaupmannahöfn, og C. Wagner, höfundi „Einfalds lífs“ og ,,Manndáðar“. Það mátti búast við því, að hinn ungi tízkuhöfundur tæki frúnni þessar fjarstæður óstint upp, enda er það nú komið á daginn. Það er hart fyrir mann, sem kominn er þó nokkuð á þrítugs aldur, sem ekki hefir annað gert en að þroskast og reyna síðan hann fæddist og sem nú er suður á Sikiley, að verða fyrir ámæli um þroska- leysi frá húsmóður hjer í Reykjavík. Það mátti búast við því, að H.K.L. ræki í rogastans frammi fyrir slíkum hroka og leyfði sjer að benda á alla þá mörgu bókaskápa í landinu þar sem hans „Samlede Verker“ standa við hliðina á Heims- kringlu Snorra Sturlusonar. Og þeir sem þekkja H.K.L. vita, að rithöfundarheiður hans er honum svo viðkvæm og heilög tilfinning, að það hlaut að særa hann djúpt að vera borinn sam- an við lúfherska prjedikara eins og Richard og Wagner — og ljettvægur fundinn. Svar H.K.L. til frúarinnar birtist í Morgun-blaðinu á laug- ardaginn. Fyrst svarar hann þeim ámælum frúarinnar, að hann hafi misþyrmt tungu vorri, á þá leið, að Snorri Sturluson „sletti tiltölulega miklu meira“ en hann. Þá snýr hann sjer að öðrum ákúrum hennar: „Þar sem frúin gerist svo djörf að frýja mjer þroska og lífsreynslu, læt jeg mjer nægja að skírskpta til ritverka minna, sem allur almenningur á íslandi mætti vera að nokkru kunnur, þau votta skýrar en nokkuð annað, þótt lítilfjörleg sjeu, hvers virði sje þroski minn. Annars varð mjer á að hvá, þegar jeg las þessi frýju- yrði konunnar, svo furðanlega lætur það í eyrum manns, sem hefir ekki haft annað fyrir stafni frá barnæsku, en af'la sjer lífsreynslu og þroska, í sem margháttuðustum umhverfum menningarheimsins, að heyra heimaalinn kvenmann, enda þótt hún kunni að vera sæmi- leg húsmóðir, velja sjer hæði- yrði sakir þroskaleysis. Það er eins og maður viti naumast hvaðan á sig stendur veðrið frammi fyrir slíkum hroka.“ Og enn segir H.K.L.: „Höfundarmetnaður minn er altof heilög tilfinning til þess að jeg hafi löngun til að fara í samjöfnuð við andlega dúll- ara á borð við C. Wagner og Olfert Richard, hversu lokk- andi sem frægð þeirra kann að vera i augum frú Guðrúnar Lárusdóttur." Þessar ívitnanir nægja til þess að sýna, að H.K.L. hefir svarað nokkuð svipað því sem við mátrti búast af honum. Þó að maður geti ekki gert að því að brosa dálítið út í annað munnvikið að hinu hátíðlega og innilega monti í grein hans.þá hlýtur hitt þó að gleðja mann, með hve miklum hressandi röskleik hann veitist að þeim æfagamla misskilningi, að hægt sje fyrir hvern þann, sem nokkuð er kominn til ára sinna, að knjesetja fluggáfaðan rit- höfund með því að sletta því framan í hann að hann sje — ungur. Þegar frú G.L. kallar H.K.L. óþroskaðan, þá á hún auðvitað við það, að hanrn sje ungur. Því síst hefði H.K.L. til að bera minni þroska tiil rit- starfa, en þorri hinna rosknari manna, sem í blöð skrifa, og engum lifandi manni myndi detta í hug að bregða um ó- þroska. Yfirlætið í greinum hans, munu menn segja, er það ekki unggæðingslegt? Mig grunar að yfirlæti hans eigi sjer djúpar rætur í skapgerð hans og að það muni fremur fara vaxandi en minkandi, eft- ir því sem ha-nn verður fræg- ari,víðförli og umsvifameiri. Þá er ekki síður gaman að H.K.L. þegar hann lætur brún- irnar síga og mælir frá hvirfli til ilja þá oddborgaralegu bá- bilju, að ungur rithöfundur megi ekki tala óvirðulega um sjer eldri og frægari höfunda, sem hann hefir ógeð á. Heyr á endemi! segir Kiljan, ef það á að halda fyrir munninn á mjer með „frægð“ þeirra Riehard og Wagners, þá ríf jeg mig lausan og hrópa „andlegir dúllarar" á eftir þeim. (Þetta orðatiltæki er það besta sem H.K.L. hefur dottið í hug, og mun verða langlíft í tungunni). Halldór Kiljan Laxness hefir upp á síðkastið skrifað margt, sem hneykslað hefir (og mun ef til vill verða vikið að því siðar hjer í blaðinu) — en um hitt blandast engum hugur, að máttur máls og stíis hefir hon- um mjög aukist á síðasta ári. (Þó slettir hann enn óþarflega mikið. „Evropeis'kur“ er ill danska, en íslenzka orðið hlýt- ur að vera evrópiskur eða ev- rópskur.) Tungu vorri játar H.K.L. ást sína með þessum orð um í svari til frú G.L.: „íslenskt nútíðarmál leikur á breiðum tónstiga, alt milli hrópandi ruddaskapar og ljóð- rænnar fegurðar, og er auð- ugra af gný ósnortinnar nátt- úru, jötunættaðri kyngi, töfr- andi litbrigðum og eg.ghvössum biturleik, en nokkurt mál ann- að í víðri veröld, jeg ann hin- um dælska og ámáttuga krafti íslenzks nútíðarmáls." SJALFSTÆÐUR OG MAGN- AÐUR PERSÓNULEIKI Víkjum nú aftur að ritdóm- inum fræga um Vefarann, sem vakti miklar deilur. „Flestum kom saman um að þetta væri ein sú ómerkilegasta bók sem sést hefði á íslandi. Margir rit- dómarar töldu það höfuð- skömm að slík bók væri gefin út á vora tungu. Sjaldan hefur nokkurt skáldmenni verið skammað jafn rækilega fyrir bók“, skrifar Halldór sjálfur í Skáldatíma. Og hann bætir við: „En góðkunningi minn Kristján Albertsson sem feingið hafði alt húshæft og kirkjugræft í Aust- urstræti á víxilinn til að kosta bókina, hann var nú samt á öðru máli, og skrifaði um hana ritdóm sem enn er frægur með íslendingum af upphafsorðum sínum: „Loksins — loksins“. Ritdómur Kristjáns er lang- ur og verður ekki rakinn hér nánar. Hann gerir grein fyrir efni sögunnar, sálarlýsingum persóna og stíl. Og segir: „í heild ber verk hans (Halldórs Laxness) vott um sjálfstæðan og magnaðan persónuleik, fjöl- skrúðugan eigin hugsanagróð- ur, mikla sjálfsrækt gáfaðs full huga.“ Hann getur þess í grein í Verði að H.K.L. hafi farið í maímánuði til Ameríku eftir ársdvöl hér heima. Dvelji hann í Winnipeg og muni bráðlega ferðast um íslendingabyggðir. Þetta er orðið langt mál. Greinarnar sjálfar eru skemmti legar, þegar litið er til baka, og segja sína sögu, og þar litlu við að bæta. — E.Pá. SG-t~.ljC>mplötur SG-Kiljámplötur SG-hij6mplOtur_________________SG - hljómplötur______SG - hljömplötur_____SG - öljómplötur______SG - hljömplötur SG-HLJÓMPLÖTUR BJÓÐA AÐEINS ÞAÐ BEZTA g^M_át?P|8lul' SG - hljómplötur SG - hljórnplötur SG-hljómplötur SG-hljómplötur SG-hljómplölur SG-hljómplötur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.