Morgunblaðið - 03.04.1969, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 03.04.1969, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ. FIMMTIJDAGUR 3. APRIL 1969 15 bankastjórastarfi með þeim endemum, sem aldrei hafa heyrst önnur eins á íslandi hvorki fyrr né síðar“ (feitletr- að), segir að hann sé marg sigraður og kallar hann að lokum „gamlan mann.“ Enn- fremur að „þessi ótrúlega seigla hans við slæman mál- stað, bendi í þá áttina, að þetta sé beinn sjúkdómur í fari hans. B. Kr. segist vorkenna Tryggva og kveðst ekki hafa heyrt að hann sé ótugt að eðl- isfari. Hann harmar að það skuli hafa orðið hlutskipti hans „að lenda í félagsskap við sér verri menn, og að hafa notið menntunar sinn.ar síðari árin á Samvinnuskólanum hjá Jónasi. Það er því ekki furða, þó hon- um verði á, eins og læriföð- urnum, að skrökva í viðlögum. Hann virðist því, ef dæma á eftir grein hans í aukablað- inu, hafa misst al'la trú á, að ráðvendni í rithætti og sann- sögli sé haldbezt.“ í þessari grein rekur B.Kr. nokkuð afskipti sín af kaup- félögum og samvinnuverzlun hér á landi og þeim átökum, sem hann hefur lent í við for- ustumenn þessara samtaka, en neitar því harðlega að hann hafi tekið sig út úr „síðustu ár aldarinnar sem leið, einn úr hóp með „herferð gegn 'Sam- vinnufélögunum“. Síðan bend- ir hann á, að sér hafi m.a. gramizt að sjá Kaupfélag Þing- eyinga lenda í krumlunum á erlendum umboðsmanni „sem gat einokað á kaupfélögunum, af því að þau höfðu ekkert veltufé. Þau urðu því að sit-ja og standa eins og einokunar- kaupmaðurinn vildi, alveg eins og þau nú, vegna veltufjár- leysisins verða að sitja og standa eins og nýja einokun- arverz'lunin, Sambandið, vill. Mér gramdist að sjá þessa með- ferð umboðsmannsins á bænd- um, og að selstöðuverzlunin, sem þá var mestu ráðandi, borgaði innlendu vörurnar hærra vérði en þær voru verð- ar og útilokaði því peninga frá viðskiptunum, og byrjaði á því að panta vörur fyrir fáein kaupfélög. Þessu reiddist ein- valdshafinn og gerði mér eins örðugt fyrir eins og hann gat. Ég lenti „því í blaðadeil- um við hann. En í staðinn fyr- ir að kaupfélögin styddu mig í viðureigninni við þennan ein- veldishafa, þá réðust þau á mig til að hjálpa honum, verja hann. Svo mjög voru þau fjár- hagslega háð þessum manni. Og auðvitað varð ég að svara fyrir mig. Frá minni hálfu var því vörn gegn árásum þessara kaupfélaga, en ekki árás að fyrra bragði . . .“ Þá neitar B.Kr. því, að hann hafi skrifað ritling sinn fyrir kaupmenn og segir, að sér sé „vitan'lega alveg sama, hvort kaupmenn eða kaupfélög fara með verzlunina, ef þekkingar- og fjárhagsskilyrði eru jöfn“. Loks bendir hann á að rit- stjórinn eggi kaupfélagsmenn lögeggjan að slá „fastan hring“ um foringjann og Sambandið — og er satt að segja ekki ginkeyptur fyrir slíkri áskor- un. Að lokum bendir B.Kr. á, að eðlilegt sé að ritstjórinn vilji halda utan um þetta nýja ,,brauð“ sitt, TknanrT. XXX Þessar greinar Björns Krist- jánssonar urðu til þess að hella olíu á eldinn. Einhver hafði heyrt um „þjófnaðarmá'l- ið“, kannski lesið um það í Þjóðólfi — nú dregur hann það upp úr skúffunni. Það var hvorki í fyrsta né síðasta skipt- ið sem Jónas og fylgismenn hans komu við veikasta blett- inn á andstæðingi sínum. Það var ekki eðli Jónasar sam- kvæmt að hlífa honurn vi‘ð á- rásum og þá ekki spurt um sannleikann. „Það gæti verið satt“, v»r einhvern tíman haft eftir honum — og hér hafa þau orð átt við. Þegar B.Kr. heldur að hann hafi nú loks gert hreint fyrir sínum dyrum, goldið líku líkt, er erfiðasta þrautin eftir: fálk- inn birtist allt í einu á stjórn- málahimninum, steypir sér á bráðina og slær. B.Kr. hangir í fyrstu eins og lömuð rjúpa í læstum klóm ránfuglsins. En svo losnar hann, kemst undan, sár og illa farinn eftir viður- eignina. „Gamla manninum" skyldi ekki haldast uppi að vera málefnalegur. Og nú kveinkar hann sér í fyrsta skipti. En hver er svo sá, sem losar hann úr klónum? Thorgrímsen, verzlunarstjóri Lefolii-verzlun ar, átti dóttur, Ástu að nafni, og var hún yngst daetra hans, gift Tómasi Hal'lgrímssyni, lækni, en ekkja eftir hann, þegar hún birtist nú allt í einu á pólitískum vígvelli blaðanna. Eftir greinar Björns Krist- jánssonar í Morgunblaðinu birtir Tíminn hverja árásar- greinina á fætur annarri á B. Kr. og er engu líkara en til þess hafi verið ætlazt að hug- sjón Catos gamla: Auk þess legg ég til að Karþagó verði lögð í eyði — sannaðist á hon- um. En þótt B.Kr. sé á einum stað 'líkt við rústir, átti hann lítið sameiginlegt með Karþa- gó. En berserksgangur þessi rann ekki af Jónasi og félög- um, fyrr en þeir þóttust þess fullvissir að ,,karlanginn“ væri gjörsigraður og hefði kastað árunum. Jónas tekur ritling hans fyrir í hverri greininni af annarri og fer hamförum, en ekki er vitað að B.Kr. hafi bognað, hvað þá brotnað — og hugsjón hans um „frjálsa sam- keppni í verzlun“ er enn ofar- lega í hugum margra, þótt ekki hafi hún ennþá fengið að sýna yfirburði sína vegna opinberra afskipta, gagnstætt því sem tíðk ast í öllum nágrannalöndum okkar, jafnvel Tékkóslóvakíu! Má vera að skort hafi á að ein- sta'ka kaupmenn haifi ekki sýnt þá ábyrgðartilfinningu, sem nauðsynleg hefur verið, til að sannfæra neytendur hér á landi um ágæti „frjálisrar samikeppn- isverzlunar.“ En það er önnur saga. í þessum Tímagreinum er oft tálað um braskaralýðinn í Reykjavík og ótrúlega oft tönnlaz-t á að kauipmsnn séu yfirleitt verr gerðir en annað fólk, jafnvel spurt: hvers vegna þeir séu yfirleitt gáfna- tregastir — „til kaupmennsku veljast venjulega grófir og sér- staklega lítið greindir menn“ eins og það sé eitthvert lög- mál að þeir sem, að dómi blaðs- ins, kunna að koma ár sinni fyrir borð, þurfi endilega að vera vitlausari en aðrir! Þá er ful'lyrt að B.Kr. verði frægastur fyrir ritling sinn og svo það — að þau ráð hafi verið runnin undan hans rifjum áð reka Tryggva Gunnarsson úr Landsbankanum 1909, svo að Björn gæti sjálfur setzt í hans sæti. Og vandlega er þess gætt að nefna ekki Björn Jóns- son í því sambandi. Þá er hann kallaður skóari, kramari og leð- ursali — og Morgunblaðinu ráð lagt að útvega honum „ákveð- inn“ lækni. En sá „ákveðmi“ iæknir átti eftir að fjalla um sálarlíf Jónasar Jónssonar með eftirminnilegum hætti, eins og kunnugt er. Ummæ'lunum um Tryggva Gunnarsson svarar B.Kr. í Mbl. 19. nóv. og segir m.a., að hann hafi ekki verið „sérstak- lega hvetjandi þess“ að Tryggvi yrði settur af, og hann (B.Kr.) hafi tekið að sér bankastjórastarfið vegna þess að hann hafi verið stuðnings- maður þáverandi stjórnar, eins og hann kemst að orði. Ráð- leggur hann Tímanum að finna upp einhver önnur ósann indi sem ekki er hægt að reka ofan í hann „með opinberum skjölum." B. Kr. segir í sjálfsævisög- unni að ein fullyrðing Tímans eigi bersýnilega „að gerá mig tortryggilegan, með því að benda á, að ég hafi fyrir um 50 árum staðið fyrir rannsókn- arrétti á Eyrarbakka og hafi sagt þessi landfrægu orð: „Ég var 14 ára á góunni." Og hann bætir því við, að ritari Tímagreinarinnar hafi sýnilega séð réttarbækur Ár- nessýslu „en ekki hirt um að hafa hin bókuðu orð rétt eftir, eða gert það af slægð að hafa þau ekki alveg rétt eftir, því í réttarbókinni stendur: „Kveðst hann vera á 14da ári sfðan á Góu í vetur.“ Greinin er merkt með tveimur stjörn- um, en aðrar árásargreinar frá 14. okt. til ársloka þ.á., eða lengur, eru merktar með J.J. — þ.e. Jónas Jónsson álþing- ismaður frá Hriflu. Eru grein- ar hans skrifaðar út af af- skiptum mínum af verzlunar- málunum, og hinni fáránlegu alsherjar samábyrgð bænda í kaupfélögunum, sem Framsókn- arflokkurinn sá sér ekki annað fært en að fá numið úr lögum á Alþingi 1937, þó aðrar blekkingarástæður fyrir því væru fram bornar. Þessi orð Tímans er sem sé ekki hægt að skilja öðruvísi en svo, að ég hafi staðið fyrir rétti fyrir um 50 árum á Eyrarbakka, þegar ég var 14 ára, og Verið sak- felldur. Og þannig skildi frú Ásta Hallgrímsson . .. grein- ina.“ Þegar litið er á greinarkorn- ið, sem B.Kr. vitnar ti'l og kom- ið hefur hvað mest við kaun- in á honum, lúkast upp fyrir manni sannindi hins forn- kveðna — að oft veltir lítil þúfa þungu hlassi. Greinin er svohljóðandi: „Eftir að sam- vinnumenn voru búnir að kveða B.Kr. svo í kútinn, að ekki var heil brú eftir í öllum blekkingavef hans, þorir karl ekki að láta nafns síns getið. Nú er hann farinn að fyrir- verða sig fyrir sitt eigið nafn, eins og hann fyrirvarð sig í upphafi fyrir laumupésann. Nú koma í Mbl. hver greinin eftir aðra, úr sömu verksmiðjunni, sumpart væmið lof um B.Kr., sumpart endurtekningar á þeim ósannindum, sem búið er að keyra margföld ofan í karl. Allt er undir dularnafni. f einni greininni er verið að sýna fram á, að B.Kr. sé gæfu- maður, af því hann hafi safn- að miklum auði, þótt hann að hinu leytinu sé öreigi. í ann- arri grein heitir höfundurinn „Ingimundur gamli“. í hinni þriðju „Skagfirzkur kaupfélags maður“. Er sú persóna ákaf- lega hrifin af B.Kr. En allir eru þessir menn sama persón- an, sem fyrir eitthvað 50 árum stóð fyrir rétti á Eyrarbakka og sagði þar þessi landfrægu orð: „Ég var 14 ára á Góunni“. Snemma byrja manna mein“. (Tíminn, 25. nóv.) „Stóð fyrir rétti á Eyrar- bakka“ . . . Hvað kom það mál- inu við? Ætli þetta heiti ekki að kunna sitt fag? Frú Ásta Hallgrímsson gaf út yfirlýsingu um málið, vegna Tímagreinarinnar, og birtist hún í Morgunblaðinu 28. nóy- ember 1922. Segir hún m.a. að sér sé „mál þetta kunnugt og ég veit, að hann (þ.e. Björn Kristjánsson) var þá hafður fyrir rangri sök“. Segist hún vilja bera vitni um það, rekur höfuðatriði má'lsins og koma þau að flestu leyti heim og Sam- an við það, sem B.Kr. segir sjálfur í fyrrnefndri ævisögu sinni. í lok yfirlýsingarinnar greinir frú Ásta frá því, að Thorgrímsen, verzlunarstjóri, hafi gert sér mikið far um „að koma hinu sanna fram í mál- inu og losa drenginn við þann grun, sem á hann hafði fallið. Festi hann upp auglýsingu í búð sinni um fund úrsins, er það kom fram, og ég man ekki betur en að hann kæmi einnig sögunni í „Þjóðólf“.“ B.Kr. segir í sjálfsævisög- unni að höfundur Tímagrein- arinnar hafi með engu móti get að sætt sig við „að dylgjur hans og aðdróttanir bæru ekki tilætlaðan árangur“ og bætir við, að hann hafi í stað þess að bera sannleikanum vitni skrifað „nýja grein með tveim- ur stjörnum undir, þar sem hann birtir reiði sína við frú Ástu Hallgrímsson fyrir að hafa sagt sannleikann, og stáð- festir nú óvart, að hann vís- vitandi var að bera mig upp lognum sökum, og þorði þar af leiðandi ekki annað en að fela sig aftur undir tveimur stjörn- um.“ í fyrirspurn Tímans til Ástu Hallgrímsson 2. des. 1922 er full yrt að blaðið hafi ekki sagt eitt orð um þjófnað „í sam- bandi við áðurnefndan kaup- mann, og sé því „óihjákvæmi- 'legt að konan geri nánari grein fyrir máli sínu, hvort hún talar í vöku eða draumi“. Frúin er titluð „matsölukona". Blaðið varpar fram þeirri spurningu hvort hún álíti „það greiða við B.Kr. að segja öllum lesendum Mbl. frá því að úri hafi verið stolið á Eyrarbakka í æsku hennar og að B.Kr. hafi verið einn af þeim, sem prófskjölin segja mikfð frá?“. Þá óskar Tíminn eftir því að „matsölukonan gefi glögga skýrslu um það, hver stal úr- inu og hvaða hegningu sá maður hafi fengið (feitletrað). Ennfremur: „Hvar var úrið og í hverra manna vörzlum frá því að það hvarf úr vasa eigand- ans og þangað til hann fékk það aftur“. Loks er þess krafizt að frúin geri grein fyrir „frumhlaupi sínu“. B.Kr. segir í sjálfsævisög- unni „að allar fyrirspurnirnar beri svo ótvírætt merki þess, að pólitískt hrakmenni af lægsta tagi hafi skrifað þær“. Og „reiði til frú Ástu Hall- grímsson lýsir sér í hverri setn ingu yfir því, að hún skyldi blátt áfram segja sannleikann í þessu máli, og þannig ómerkja óheyrilega og lymskulega að- dróttun“. Bendir Björn loks á að greinarhöfundur Tímans sé „svo lymskur og framsýnn að hann nefnir frú Hallgrímsson hvergi frú, heldur matsölukonu í von um að bændurnir í sveit- unum, sem’ ekki þekkja hana, leggi sem minnst upp úr yfir- lýsingu hennar“. Björn Kristjánsson yar eng- inn pólitískur engill, en hann átti rétt á því að túlka hug- sjónir sínar án þess að eiga yf- ir höfði sér á gamals áldri svo harðar árásir á líf sitt og per- sónu. XXX Ástæðan til þess, að ég hef rakið gang þessa máls, er m.a. sú, að verzlunarmál hafa sjaldan verið eins ofarlega á baugi hér á landi og nú og gömul saga að út af þeim hafi orðið úlfaþyt ur. Átökin um „frjálsa sam- keppnisverzlun" enu engan veg inn úr sögunni. En að lokum er ekki út í hött að varpa fram þeirri spurn- ingu — hvort við séum vax- in upp úr þeirri pólitísku lág- kúru, sem málavafstur þetta lýsir. Eða erum við enn hald- in þeim óþroska sem er arfur frá þeim erlendu áhrifum, sem B. Kr. nefnir? Ef þetta greinar- korn gæti orðið okkur aðhald og nokkur ávinningur er til- ganginum ná'ð. Þau eru ófá „þjófnaðar- málin“ í pólitískri sögu ís- lands á þessari öld. Mannorði margra hefur verið stoli’ð. Og hversu oft skyldi fólk ekki hafa sagt um þá, sem trúað er fyrir því að semja þessa sögu, en misnota þann trúnað í hita baráttunnar: Fjári skrifar hann vel! Afskaplega er hann sleipur penni! En mundi það vera guði þóknanlegt að nota dýrmæta hæfileika til þess eins að ræna pólitiskan andstæðing því sem mest er um vert: Orðstír og mannorði? Matthías Johannessen.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.