Morgunblaðið - 03.04.1969, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 03.04.1969, Blaðsíða 13
MORGUINrBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 1969 13 eleki hafa vitað, IhvaSa hlutur þetta var, en stakk því strax í vasa sinn, án þess að segja neinum frá því, eða lýsa því fyrir neinum, og fór með það heim til sín. Þegar heim kom, sagði hann heldur elkki frá því, en móðir hans fann það í vasa hans og þekkti hún strax, hvað það var, og sagði hann þá for- eldrum sínum, hvernig hann væri að því kominn ... “ Björn Kristjánsson segir að úrið hafi verið vel þekkjanlegt, af því að eftirlíking af járn- brautarlest hafi gengið hring- inn í kringum skífuna, og hafi enginn átt slíkt úr nema Bjarni; enda helgaði hann sér úrið, og var það afhent honum. En hvorki sýslumaður Ár- nesinga né Bjarni Siggeirsson höfðu fyrir því, þegar sakleysi Björns Kristjánssonar lá fyrir, að biðja hann afsökunar á því hugarangri sem þeir höfðu vald ið honum svo ungum og óhörðn uðum, og segist hann þó hafa hitt þá báða skömmu síðar, hvorn í sínu lagi. En tíðarand- inn var þá annar en nú. Er sýslumanni Árnesinga vart lá- andi, þótt hann væri barn síns tíma, og harkaleg framkoma hans við uppburðarlítinn drenginn, Björn Kristjánsson, er áreiðanlega ekki eina dæm- ið um refsivönd óbilgjarnra laga hér á landi, né þau ör sem sá vöndur skildi eftir sig í eig- inlegri og óeiginlegri merk- ingu. XXX Nú erum við aftur stödd þar sem greinarkorn þetta hófst. Pólitískur andstæðingur at- kvæðamikils stjórnmálamanns, Björns Kristjánssonar sem kom ínn er af léttasta skeiði og nýt- ur trausts og virðingar hefur komizt í feitt: gaimalt þjófnað- armál á Eyrarbakka, sem hann er bendlaður við, hvorki meira né .inna! Oft hafði verið þörf að knésetja hættulegan and- stæðing og skoðanabræður hans, en nú var nauðsyn. Björn Kristjánsson hafði kallað yfir sig refsivöld heilagrar vand- lætingar á íslandi. Honum hafði orðið á engu minni skyssa en þegar hann „stal“ úri Bjarna Siggeirssonar. Hann hafði hvorki meira né minría en framið þann glæp að skrifa rit- ling um verzlunarmál („Verzl- unarólagið") og tvær greinar í Morgunblaðið, sem hann kallaði „Slettirekurnar" (hin fyrri birtist 19. sept. 1922) og „Hin slettirekan“ (sem birt- ist í blaðinu daginn eftir). Fyrri greinin hefur að eink- unnarorðum tilvitnun í Þórhall Bjarnason: „Ég sé eftir pappírn um“ — en hin síðari fjallaði einkum , um Tryggva son hans, sen, þá var ritstjóri Tímans. Þó að fyrstu kynni B.Kr. af kaupmannaverzlun austur á Eyrarbakka hafi ekki orðið til að auba honum gleði, lét hann það ekki á sig fá, er hann var kominn til vits og þroska og mikilla áhrifa í þjóðfélaginu. Hann hafði tröllatrú á mann- kostum og einkaframtaki, og var óragur að skáka „Sam- bandwaldinu", ef honum bauð svo við að horfa. Björn segir í upphafi fyrri greinarinnar að sér hafi dottið einkunnarorðin í hug, þegar hann sá „svonefnt aukablað“ Tímans, 13. september, sem hann kvað hafa verið laumað út með póstinum, bændum landsins til skemmtunar, eins og hann komst að orði. Aukablaðið hefst á ritsmíð „eftir hinn sjálfkjörna foringja Framsóknarflokksins, Hr. Jón- as Jónsson". í aukablaðsgrein sinni, sem J.J. nefnir „Laumu- spil“, kemst hann m.a. svo að orði: „Frétt úr Borgarfirði hermir, að þar sé verið að dreifa út meðal bænda níðriti um sam- vinnufélögin eftir Björn Krist- jánsson, kaupmann. Pésinn kvað vera um 70 bls. að stærð ... “ Björn Kristjánsson segir að Jónas þykist 'hafa Skrif að árásina á ritlin^inn, á’ður en hann sá hann, enda skipti það hann engu máli, því að hann geti hvort eð er „ekki sagt satt.“ J.J. virðist óttast mjög, að með ritlingi sínum geti B.Kr. haft áhrif á „lítilsiglda félags- menn“ samvinnufélaganna með þeim voðalegu afleiðingum að þeir gætu svikið sjálfa sig og sitt eigið félag. „Laumuspili" sínu lýkur J.J. á þeirri full- yrðingu, að B.Kr. hafi „fengið yfir 8000 kr. á ári í öreiga- framfærslu (feitletrað), af því að hann hafi fyrir nokkrum ár- um komið „til þingsins, sagð- ist vera öreigi, og bað um elli- styrk. Menn trúðu honum þá.“ Og J. J. klykkir út með þess- ari lævíslegu spurningu: „Mun Björn Kristjánsson sannsögulli um verzlunarmálin í laumupésa sínum nú, en á Alþingi forð- um, er hann gaf sjálfum sér öreigavottorðið, innan um þing- heim allan, sem vissi fullvel hvað klukkan sló?“ Og það væri synd að segja að J.J. hatfi vandað kaupmönn- um kveðjurnar í grein sinni, enda hefur honum vafalaust þótt sem bændur ættu eftir að launa þeim lambið gráa. Aiuk þess er óviturlegt að bera brigð ur á trú þeirra félaga, Jón- asar Jónssonar og Tryggva Þórhallssonar, á samvinnu- stefnuna. Þeir notuðu hana ekki einungis sér og flokki sín- um til framdráttar í pólitískri baráttu, heldur var hún sá eld- ur sem brann í brjósti þeirra, og a.m.k. Tryggvi að flestra dómi gæflyndur húmanisti og dagfarsprúður að eðlisfari, svo að eitthvað hefur nú ritlingur B. Kr. komið við samvinnu- kaunin fyrst jafnvel hann kemst úr jafnvægi. f fyrri Morgunblaðsgrein- inni segir Björn Kristjánsson, að Jónas Jónsson hafi látið sem hann hafi ekki séð ritling sinn einungis vegna þess að hann hafi ekki treyst sér til að hagga honum áð neinu ráði, því hafi honum þótt heppilegra að skrifa almennar skamm- ir en málefnalegar. Sýnir það með öðru hin hörðu átak, sem hér voru að hefjast í stjórnmálum um þetta leyti, að B.Kr. segist hafa sent kaupfélagsstjóranum í Borgar- nesi ritlinginn, en hann gert sér ferð á hendur á fund Jón- asar til að sýna honum guðlast- ið. Þá virðast „forystumenn bænda“ ekki hafa talið eftir sér nokkur spor, etf foringinn var annars vegar. Þau er- lendu áhrif sem B. Kr. talar um í sjálfsævisögu sinni eru ekki hégóminn einber. En þó áttu þau, löngu seinna, eftir að láta enn meira að sér kveða í íslenzkum stjórnmálum. Og enn erum við, því miður, síður en svo laus við þau. í fyrri svargrein sinni segir B.Kr. ennfremur að það sé skreytni hjá Jónasi, að hann sé kaupmaður. „Ég á ekki einu sinni hlut í borgarabréfi og hefi ekki átt síðan 1. janúar 1910.“ Síðan bendir Björn á að hann sé þingmaður, „eins og stend- ur, eins og allur landslýður veit. Þar á'ður var ég banka- stjóri frá 1. jan. 1910, eins og landslýður veit líka. En vesl- ings foringinn verður alltaf að skrökva, ef hann heldur að það dugi til að blekkja bændur út um land.“ Þá neitar B.Kr. því harðlega, að hann hafi sent ritlinginn út „rétt fyrir kauptíðina til að spilla fyrir viðskiptum kaupfé- laganna“:, og segist ekki hafa haft neinn slíkan tilgang í huga. Hann segist hafa verið búinn að semja ritið þá um vorið „en vildi þá ekki gefa það út vegna þess, að kosningarnar stóðu fyrir dyrum. Ég vissi að ef ég þá hefði gefið það út, þá mundi foringinn ’hatfa skrökv- að því upp, að ritið væri gefið út til að hnekkja kosningu hans. En því vildi ég með engu móti vera valdur að. Ég vildi láta bændur vera einráða um að kjósa hann, eins og þeir líka gerðu. Ég vona að ég fari hér með rétt mál, að bændurn- ir hafi kosið hann fríviljug- lega, fremur en að skuldahelsi kaupfélaganna við Sambandið hafi komið honum á þing, af ótta fyrir að kaupfélögin fengju annars ekkert lán fram- vegis, eins og sumir ætla. Ég er nú ekki á því, þó bréf Sam- bandsins 29. sept. 1921, sem það skrifaði öllum kaupfélögunum, gefi tilefni til að ætla, að Sam- bandinu hafi ekki verið fjarri skapi að koma þeim ótta inn hjá kaupfélögunum að láns- traustið gæti brostið. Á Austur landi hefir bréfi þessu verið haldið undir skírn og það hlot- ið nafnið „Harmagrátur.“ Ég vildi einmitt ekki spilla fyrir kosningu foringjans! Ég kaus miklu fremur að hafa hánn beint fyrir framan mig, því eins og menn vita er alltaf hægara að beita „naglbítnum" á hlut, sem er fyrir framan mann, ef á þarf að halda, en þegar hann læsir sig í bakið á mönnum." Þá neitar Björn Kristjáns son þeirri staðhæfingu Jónas- ar, að hann hafi gert árás á kaupfélögin, segir að ritlingur- inn sé „beint varnarrit fyrir kaupfélögin, gegn Sambandsvit leysunni. Gamalt máltæki seg- ir, „Sá kann ekki að stela, sem ekki kann að fela.“ Mér finnst líkt ástatt með foringjann, að hann kunni ekki að fela skreytni sína, hún er öllum svo auðsæ.“ B. Kr. bendir á, að Jónas fiull- yrði að hann sé „með ríkusbu mönnum landsins", en reyni svc að lauma því inn hjá fólki a" hann sé með „öreiga franf.- færslu.“ Vegna þessara fullyrð inga þarf Björn að helga eftir- launum sínum og opinberum tekjum nokkurt rúm í grein- inni, en satt bezt að segja hafa höfundar Tímagreinarinnar sýnt þegar í árásum sínum á B.Kr. hverjir voru ’höfuðkost- ir stjórnmálahöfundar, að þeirra dómi: allt virðist tínt til, bæði satt og logið, hvorki per- sónu né einkalítfi þyrmt, allt dregið fram í dagsljósið, og þar sem staðreyndir þrýtur, dylgjur. Þeir hafa því kallað yfir sig harða grein af hendi „gamla mannsins", enda má segja að „Slettirekurnar“ aéu óvenju harkalegar greinar og í ritdeilu þessari hafi skrattinn hitt ömmu sína. í grein sinni heldur B.Kr. á- fram að tíunda ósannindin í Timanum, bendir m.a. á að Jón- as hafi íullyrt að bæklingur hans sé níðrit, og neitar hann því fast og ákveðið, en bend- ir á þá staðreynd, að hana dómi, að þarna hafi skreytnin snúizt gegn skapara sínum, því að ,,-hver læs maður í landinu les það (níðritið), þó ekki sé

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.