Morgunblaðið - 03.04.1969, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 03.04.1969, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 1969 17 Veiðibjallan í isnum. Ekki eru ollor ferðir til fjúr Óðinsleiðangurinn til Grænlands 1931, hvernig hann mistókst og eftirmálin sem urðu útat honum EKKI eru allar ferðir til fjár, segir gamall málsiháttur, og víst fengu sögu- hetjur þessa greinarkorns — leiðangurs menn í Grænlandsleiðangrinum á Óðni — að reyna hann að sönnu fyrir 38 árum. Og ekki nóg með það, að þeir hefðu ekki árangur sem erfiði, heldur tók að skapast ofurlítlll þjóðernisrembingur hér heima fyrir þegar ferðin hófst, og þegar ljóst var að leiðangurinn næði ekki settu marki, tóku kviksögurnar að blómstra, og var þá vegið heldur ó- maklega að mannorði sumra leiðangurs- mianna. En hver var ástæðan? Jú, fregnir höfðu borizt að maður væri í nauðum staddur á Grænlandsjökli og leiðangur var gerður út frá Reykjavík með það göfuga markmið að bjarga lífi hans. En þegar kom að ströndum þess- arar fornu íslendingabyggðar komust þeir að raun um, að forsendur farar- innar voru brostnar, nema hvað þeir máttu fiytja hundamat inn á jökulinn — á eigin ábyrgð. Og þá bilaði flugvélin, sem með var í förum, og var algjör grundvöillur þess að leiðangurinn næði settu marki. Var þá ekki af sökum að spyrja — einkenndlegar flugufregnir tóku að berast ti'l Reykjavíkur. MATARLAUSIR A GRÆNLANDSJÖKLI Forsögu þessa leiðangurs er að finna í Morgunblaðinu hinn 26. apríl 1931. Þar segir í lítilli frétt: „í sumar sem leið fóru 20 Englendingar með rannsóknar- skipinu Quest til Angmagsalik. Erindi þeirra þangað var að rannsaka lend- ingarskilyrði fyrir flugvélar og veðurfai með tilliti til flugferða milli Canada og Bretlands mn ísland og Færeyjar. Leið- angur þessi er farinn undir forystu Watkins. Þeir félagar ætluðu að hafa aðalbæki stöð uppi á jöklinum. Ætluðu þeir að flytja vistir á jökulinn með litlum flug- vélum er þeir höfðu meðferðis. En nú hafa flugvélarnar bilað og eru ekki ferðafærar. Leiðangursmenn nokkrir eru langt inni á jökli og er búizt við að vistir þeirra séu að þrotum komnar. Athugað hefur verið undanfarna daga, hvað hægt væri að gera til að koma þeim til bjargar. Um þetta fékk FB (fréttastoía Blaðamannafélagsins) svohljóðandi skeyti í gær: Ottawa, 25. apríl United Press. FB Stjórnarvöld hér hafa tilkynnt, að ó- gerlegt sé að senda hjálp frá Canada til Augustine Cortauld, sem er þátttakandi í lteiðangri Watkins. Seinast þegar menn vissu var Cortauld 140 mílur frá Ang- magsalik. —O— Komið hefur ti'l orða, að menn yrðu fengnir héðan til þess að fana vestur og flytja vistir upp á jökulinn, en það var allt óráðið er blaðið fór í prentun.“ TVEIR LEIÐANGRAR UNDIRBÚNIR Þannig hljóðaði fyrsta frétt Morgun- blaðsine, og nú átti heldur betur eftir að færast líf í tuskurnar. Dægur leið, og að morgni þriðjudagsins 28. apríl lásu menn í Morgunblaðinu: ÆTLAR AHRENBERG að leita mannanna frá Quest, sem eru uppi í Grænlandsjökl- um?“ Sænski flugmaðurinn Ahrenberg og Raynor flugkapteinn (unnuisti systur Courtaulds, sem fyrr er getið) búast við að leggja af stað frá Málmey tii Græn- lands á þriðjudag til að leita Courtaulds. Þeir fljúga á Junker-flugvél með 320 hestafla mótor, fyrst til Bergen, þaðan til Reykjavíkur og þaðan beint til.Ang- magsalik.“ Næsta dag gefur að líta í blaðinu fyr- irsögnina: ÍSLENZKUR FLUGLEIÐ- ANGUR TIL GRÆNLANDS — undir stjórn A'lexanders Jóhannessonar. Á að flytja matvæli o. fl. handa ensku vís- indamönnunum, sem eru í nauðum stadd ir á Grænlandsjökli. Fréttin er svohljóðandi: „Fyrir helg- ina fékk formaður Flugfélagsins, dr. Alexander Jóhannesson, fyrirspurn um það, hvort hægt væri að fá menn til að fljúga héðan vestur til Angmagsalik, og þaðan upp á Grænlandsjökul með vistaforða handa enskum vísindamönn- um, sem þar væru nauðuglega staddir. Samtímis kom skeyti um það, að hér væri mikið í húfi, og ekkert myndi til sparað til þess að hægt yrði að bregða skjótt við. Sá, sem fyrst leitaði til dr. Alexand- ers um þetta efni, var mr. Cotton, sá sem hingað kom fljúgandi með ensku flugvélunum í sumar. Fyrirliði þeirra manna sem vestur á jöklinum eru, heitir Augustine Court- auld, 27 ára gamall. Hann hefur síð- ustu 10 árin fengizt við veðurathuganir." Síðan segir, að allmörg skeyti hafi farið á mil'li dr. Alexanders og nán- ustu aðstandenda Courtaulds, og gerð hafi verið áætlun hvernig haga skuli ferðinni. Flugvél Flugfélagsins, Veiðibjallan, var fengin og sett undir hana skíði. Þar sem hún hafði ekki nægilegt flug- þol til Grænlands var ákveðið, að varð- skipið Óðinn færi með vélina vestur að hafísröndinni. Þar átti flugvélin að hef ja sig ti'l flugs á ísnum. Síðan segir í blaðinu: „Með Óðni fara þeir dr. Alexander Jóhannesson, sem verður foringi þessa hjálparleiðangurs, flugmaðurinn Sigurður Jónsson, Schwei kowsky vélamaður frá Flugfélaginu, tveir vélamenn, Gunnar Jónasson og Bjöm Ólsen og Gunnar Bachmann sím- ritari. Til Angmagsalik ætla þeir svo að fljúga Sigurður Jónsson, Schwei- kowsky, dr. Alexander og Bachmann. En þar vestra munu þeir sennilega af- henda flugvélina til afnota fyrir þá ensku flugmenn, sem áður hafa flogið upp á jökulinn, og rata til þeirra fé- laga sinna, sem þar eru. Ekki er búizt við, að hægt verði að setjast í flugvél- inni á jökulinn, en flutningum til þeirra félaga verður varpað niður á jökulinn". Þá segir blaðið, að til þess að geta flutt Veiðibjöl'luna í Óðni vestur að ís þurfi að taka vængina af, en engin vandkvæði séu talin á því að setja væmgina aftur á vélina þar vestur við ísinn. Loks er þess getið, að svo virðist sem Englendingum þeim, sem geri út leiðanguir þennan, hafi ekki þótt nægi- lega tryggt að senda aðeins eina vél áleiðis, þar sem þeir hafi farið þess á leit við sænska flugfélagið Aerotrans- port, að það sendi flugu hingað til lands og héðan til Grænlands. „Er búist við að góðkunningi Reykjavíkur, Ahrenberg veljist ti'l þeirrar farar, og hann leggi af stað hingað í dag eða á morgun." Af þessu má sjá, að nú var farin að myndast keppni um það, hvor leiðang- urinn yrði á undan — hinn íslenzki eða Ahrenberg. Við fengum Sigurð Jóns- Alexander (í miðið í efri röð) ásamt Sig urði, Gunnari Bachmann og vélamönn- unum, Birni Ólsen, Gunnari Jóns syni og Schweikowsky.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.