Morgunblaðið - 03.04.1969, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 03.04.1969, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 1909 9 MISJÖFN eru mannanna kjör segir gamalt orðtak. En það eru ekki aðeins kjör mannanna sem vagga til og frá eftir aðstæðum heldur einnig margt annað í náttúru lifenda og dauðra. Ýmsir hlutir og tæki varða kjör og gang mannlífsins og það sem mannshöndin og hugurinn fer um í daglegri notkun verður áríð- andi og mikilvægt í hversdagsbaráttunni. I eftirfarandi frásögn verður fléttað saman nokkrum þráðum úr sögu manna, sem hafa einhvera hluta vegna beðið skipbrot í lífinu og farið holloka í hringrásinni á hversdagstorginu. Inn í frásögnina fléttast einnig gamall togari, sem ásamt fleiri skip- um liggur lemstraður og með brotna vél í Reykjavíkurhöfn. Hvert þessara skipa á sér sína sögu, en það sem veldur þvi að ritað er um eitt skip fremur öðrum eru útigangsmennirnir í Reykjavík, sem sofa í þessu skipi. Flest skip sem hefur verið lagt, eru kyrfilega læst, en þetta skip er haft opið til þess að útigangsmennirnir geti frekar hallað sér innan veggja, en utan. Þráðprinn byrjar og endar í um tuttugu ára gömlum togara, sem kom glæsilegt skip með glæstar vonir til landsins fyrir 10 árum, en er nú samastaður þeirra manna, sem eiga hvergi höfði sínu að halla, en hvílast þegar svefn sækir á ýmist í kolaskriflum, undir bátum í nausti eða um borð í skipum sem ekki þykja lengur fær til þess að ösla um úthafið ! leik og baráttu sjó- mennskunnar. Eitt þessara skipa er togarinn Síríus, sem nú liggur bundinn í vesturhöfninni á Grandanum. Bundinn fylgir hann flóði og fjöru og togar með trega i landfestarnar. „Hótel Sírus" er togarinn kallaður hjá þeim sem þar gista nótt og nótt, en það eru þeir menn sem eiga hvergi heima og þeirra sæng er nep)a næturinn<tr og höfðalagið er ýmist bátsfjöl á víðavangi, hálmbingur eða bara það sem verkast vill. Skip sem átti stutta æfi athafna og menn sem hafa verið óheppnir í lífinu hvíla á stundum saman við Grandann. Báðir aðilar njóta góðs af, þv! mennirnir fá skjól fyrir veðrum og vindi og skipið eignast spor mann og handtök. þó ekki séu þau með þeim hætti sem helzt bæri. Hvað er skip án manna og hvað er sjómennska án skips. Það er þó ekki um að ræða sjó- mennsku um borð í „Hótel Siriusi", það er um að ræða spuna- þráð ! misheppnuðu lífi þeirra manneskja, sem stundum eru kallaðir „hafnarrónarnir" Það er einfaldast að setja óorðið á þessa menn, en þeir eiga s!n vandamál og sína dagdrauma, en þeir hafa bara misst af vagninum. Þessir menn eiga sinn tilveru- rétt og ef til vill eigum við hér vandamál sem aðeins hefur verið horft á með öðru auganu. En þrátt fyrir allt eru flestir þessara manna ánægðir með sitt og æðrast ekki, þótt atvikin hafi kippt óþyrmilega í taumana hafa þeir líka getað ráðið þar um sjálfir. „Ráðið sjálfir" segi ég. „Hverju geta menn réðið sjálfir." Það er hægara sagt en gert og þó að þessir útigangsmenn, reyni að láta fara sem minnst fyrir sér er brýn spurning hvort þjóð- félagið getur verið þekkt fyrir það. Það er auðvitað ekki hægt að heinrvta endalaust af rikinu. það hefur ærið á sinni könnu, en hvað um einstaklingshjálpina. Við höfum sent milljónir króna til Biafra til þess að bjarga mannslífum og enginn sér eftir því, en stendur það ekki nær okkur að hjálpa eins og hægt er hrjáðum manneskium okkar lands? Höfum við efni á að bjarga annarra þjóða fólki á undan okkar eigin? Ekkert skip sem hefur haft menn um borð fer einförum, því hver hlutur sem hefur notið styrkrar sjómannshandar í hversdagsbaráttunni á sér sína ævisögu, sína reynd og sinn styrk. Og það sem gerir skipið að lifandi tæki, jafnvel mann- eskjulegu tæki, er samhengið á miili hinna ýmsu þátta sem spinna lífsþráð hvers skips. Skip er margvafinn þráður eða keðja einfaíldra þátta, sem eng- an má þó vanta. Beinagrind skipsins er skrokkurinn, en æða kerfið er allt það smáa, stýris- hjólið, blakkirnar, ankerið, kaðlarnir, lanternurnar og allt það sem mannshöndin og hugurinn hef'ur leikið um í bar áttu sinni og tm á daglegt striit. Um leið og mannshöndin hættir störfum byrjar hún að hrörna og eins er það með skip sem liggur ónotað bundið í höfn. I því skipi sem engir vírar strekkjast eða kaðlar eða enginn vöðvi mannshandarinn- ar, þar ihefst ásókn ýmissa kvilla kyrrstöðuhirörnunarinn- ar, er smátt og smátt heltaka járn og tré. Fúi kemst í viðinn og ryð tærir málminn, en avo lengi sem gutlar undir kili og gjálfratr við kinnung anidar skipið og gefur frá sér undar- leg hljóð ískurs og fiðrings þeg ar hlutir núast saman. o o o Vikjum nú aftur að þeim mönnuim í Reykjavík, seim segja má að séu útigangsmenn. Síðan ég varð fyrst var þessara manna fyrir nokkrum árum komst ég að raun um að þeir sváfu hvar sem eitthvert af- drep var og helzt nálægt höfn- inni. Líf þeirra er ömurlegt séð frá sjónarhorni hins almenna borgara. Það er nefnilega ótrú legt að hugsa sér að til séu menn á íslandi sem sofa úti nætur eftir nætur, mánuði °ft- ir mánuði og leggjast til svefns í skúrum eða bátum, húsasund- um eða drasihaugum. Þar leggj ast þeir í keng, krossleggja arma og reyna að festa svefn á meðan mesta myrkrið er. Þessir menn skipta tugum. Síðustu ár hafa þessir menn Líklega oftasit blundað á næturn ar í „Hótel Salt“ og „Hótel Síríus“, en á daginn ráfa þeir um og reyna að verða sér úti um mat eða peninga fyrir drykknum sem hefur leitt þá út í þetta ógaefu líf, vínið. Algeng ast fyrir þá og ódýrast er þó að kaupa lampaspritt eða hár- vatn og svolgra það. Þessiir menn eru islenzkir þegnar og manneskjur. Er hægt fyrir tvö hundruð þúsund manna þjóð að leiða þessa menn hjá sér, vita ekki af þeim og þegja þunnu hljóði um vandamál þeirra? Ég held ekki, það á að vera til- tölulega einfalt fyrir ekki fjöl- mennara land að fylgjast nógu vel með þessum .einstaklingum og hjá'lpa þeim til eðlilegs og heilbrigðs lífernis. Þó hafa ýms ir aðilar hjálpað þessum mönn- um mjög mikið og má þar t.d. nefna Vernd og lögregluna, en skyidi ekki vera hægt að gera enn meir með samstilltu átaki fólks sem er ekki sama um að samborgarinn þurfi að sofa út undir berum himni í hvernig veðri sem er vegna óheilla sinna! Ég veit að til dæmis Vernd leggur stöðugt fram mikla peninga til matarkaupa handa þessum mönnum til þess vægast sagt að bjarga þeim frá hungurdauða. „Hótel Salt“ var samastaður útigangsmamna þar til því var lokað á síðasta ári. „Hótel Salt“ er gamall salltskúr í Slippnum í Reykjavík og hefur hann verið notaður sem geymsla fyrir trjávið eftir að hætt var að geyma salt í skúrn- um. Nokkuð var ávallt af eik- arplankastöflum í „Hótel Salt“ en einnig var þar sitthvað af drasli sem vi'll hlaðast í slipp- um og þar seim verið er að gera við skip. í mnðju „Hótel Salt“ var svo saltbásinn með hliðum í og var hann líklega tveir og hálfur metri á hvern veg. Skúrinn sjálfur er gerður úr plönkum og klæddur báru- járni. Á nóttum var stundum glaumuir og gleði í „Hótel Salt“ og gestir raupuðu þar saman á hlýjum síðlkvöldum. Á vetrar imóttum er ekki allaf hlýtt úti við, en útigangsmenn- imir hafa vanizt ótrúlega miklu harðæri og virðast þola það hver eftir sinni reynslu. En hvað þola þeir það lengi í misjöfnu ásigkomulagi? Ég leit stundium inn í „Hótel Salt“ og það var rætt þar um heima og geima. Sumir sögðu þó fátt en það var aldrei æsingur í nein- um. Eitt sinn er ég leit inn í „Hótel Salt“ á vetrarnótt sváfu 9 menn í kös í saltbásn- um með eina seglpjötlu yfir sér. Einn þeirra var þó vakandi og hann kvað stöðugt rímur. Ég spurði 'hann hvort honum væri ekki kalt, en hann sagði að það væri heitt undir seglinu og sagði að ég gæti legið þar ef ég vildi 'líka. Það var líklega um 5—7 stiga frosit utan við bárujámþilið og ég brá mér til þess að ná í eitt- hvað matarkyns handa nímenn- ingunum. Um þrjú leytið um nóttina ræsti ég þá og bauð þeim sjóðheitt kaffi og brauð- mat. Þeir voru mjög þakklátir og þegar matur og drykkur var búinn lögðust þeir óðara til svefns aftur í eina kös og skömmu seinna þegar ég hélt til mins hitaveituupphitaða herbergis kvað einn þeirra rím- ur yfir hrotum hinna. Svo ein- falt var að lifa þarna. 1 annað skipti sem ég lcom í „Hótel Salt“ fyrir um það bil * einu ári var aðeins einn gest- ur í skúmum, en ekki sjálfur hótelstjórimi, því það viður- nefni hafði einn úir hópnum. Ég læddist hljóðtega inn í skúrinn og það var kolniða myrkur. Ég ætlaði að fara að kveikja á eldspýtu þegar ég heyrði sagt: „Áttu ekki sígarettu, vinur“. Ég kveikti á eldspýtunni um leið og ég kvað nei við. „Æ, hver skrambinn“, sagði þá ná- unginn, sem var eini gesturinn í „Hótel Salt“ þá nótt, „Mér er svo fjandi kalt“. Eftir að hafa náð í vindla og stórt teppi út í bflinn minn og látið ná- ungann hafa það settist ég andspænis honum og spjallaði við 'hann. Hann hafði dottið í það fyrir 8 mánuðum og ekki náð sér upp úr svínaríinu síð- MYNDATEXTAR: Á myndinni fyrir ofan sést í eina kojuna um borð í Síríusi, en allar mvndiraar í greininni eru teknar þar um borð. Stóra myndin á siðu 8 sýnir einnig eitt svefnplássið þar sem klofhátt stíg- vél var fyrir kodda og tóm lampasprittglös og pípa voru skilin eftir af siðasta næturgesti. Minni myndin á síðu 8 sýnir borð hlaðið „krásum" útigangsmannanna, skreið, tómum vínflöskum og kökudropaglösum. Efri myndin á síðu 10 sýnir umganginn í brúnni á „Hótel Siríusi", og neðri myndin á þeirri síðu sýnir kolryðgaða blökk í gálganum á skipinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.