Morgunblaðið - 03.04.1969, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 03.04.1969, Blaðsíða 8
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 1909 ÞEIRRA ER NEPJA NÆTURINNAR Þankar um sorglegt skip, „Hótel Sírius" og glefsur úr lifi útigangsmanna i Reykjavik bundirm við bólfestar inni á Sundum, en tvisvar sinnum sleit hann sig lausan og rak stjórnlaus í bæði skiptin upp í fjöru. Að lofcum var skipið dregið að nyrztu bryggjunni á Grandanum. Þar liggur það nú og veitir skjól útigangsmönn- um um nætur. Er það eigend- um Skipsins til hróss að þeir amast ekki við því. o o o „f festarnar toga hin frið- lausu skip“, segir Tómas Guð- mundsson í einu kvæða sinna úr Fögru veröld og einnig: „Því skip er gestur á hverri höfn, þess heimkynni djúpin breið“. Og hvað verður eins vonlítið og skip án skipshafn- ar, skip sem liggur bundið við bryggiu og hefur einskis að bíða með brotna vél. Um leið og mennimir hverfa frá borði sofnar skipið og það vaknar ekki fyrr en mennirnir koma um borð aftur. Jafnvel akip geta sofið Þyrnirósaravefni, því að það sem skapar líf skipsins er hönd sjómannsins. Hönd sjómannsins sem heldur um stýrisvölinn, hönd sjómanns ins, sem vinnur þau ótal verk sem þarf að vinna um borð í hverju skipi. Hvert handtak sjó- mannsins er æðaslag skipsins og ekkert tæki er eins mann- eskjulegt og skipið undir stjórn mannsins, þegar það æð- ir gegn öldum úthafsins eða þegar það líður mjúklega um lognstirndan sæ sólglitrandi álfareiða. Og aldrei er eins mikið líf um borð í skipi og þegar vel hefur aflazt og skip- ið siglir til hafnar hlaðið gulli sj'ávarin.s, fiskinum. Þá eru mennirnir hressir að koma í höfn eftir fengsæla ferð og gjálfrið við bryggjuþil og kinn unga hljómar saman þrátt fyrir þá órafj arlægð sem er á milli þessara tveggja smíðisgripa. Höfnin og bryggjurnar þjóna hlutverki staðar á uppskeruhá- tíð, þar heilsast menn og skip og fánar þjóða, en úthafið seið- ir bæði skipið og sjómanninn til sín aftur. Hver fær ekki út- þrá til hafsins eða sín sjálfs, þegar hann horfir á skipin toga í festar og kengina skjálfa við rykkina. Hreyfingin, það er líf- ið sem togar í og seiður hafs- ins er gleðin yfir samvinnunni við fákana sem kljúfa sæina og sigra úthafsins rót. En einnig óttinn við djúpið og hættur hafsins gerir sjómennskuna að- laðandi, því að þessi ótti skap ar virðingu fyrir ógnvekjandi krafti hafsins. í frétt í Morgunblaðinu í nóv ember 1959 segir svo meðal ann ars í tilefni komu togarans Keilis, sem nú heitir Síríus, til landsins: „í honum eru vistar- verur með ágæt.um, rúmgóðar og bjartar." Svo mörg voru þau orð, en þau ssgja sízt of mikið, því að vistarverurnar í togaranum voru mjög vandaðar, onda hafði farið fram gagnger breyting og endurbót á skipinu áður en það var afhent íslenzku eigendun- um. Axel Kristjánsson og fleiri keyptu togarann til landsins frá Bremerhaven í Þýzkalandi haustið 1959 en skipið var byggt 1950 og hafði verið gert út frá Þýzkalandi frá upphafi. Hafði skipið verið notað til þorsk- veiða á íslandsmiðum og Fær- eyjamiðum og við síldveiðar á Norðursjó. Einmig hafði skipið verið notað til saltfiskveiða við Grænland. Togarinn kom hing- að til lands 18. nóvember og sigldi Þorsteinn Auðunsson skipstjóri togaranum heim. — Svo miklar endurbætur höfðu þá farið fram á skipinu að tog- aramenn í Bremerhaven köll- uðu Keili „model 1957“. Skipið er 640 brúttólestir að stærð. Saga akipsins í íslenzku athafna lífi er fremur stutt, enda kom öjótt fram að sá hængur er á var, en það var sjálf vélin. Vél in í Keili var afllítil og mikið slitin, þegar til kom. Fyrsta ár- ið var Keilir gerður út frá Hafnarfirði, á troll og einnig sigldi skipið með síld til Þýzka lands. Árið 1961 kom3t Keilir í annarra eigu og var þá skírður Síríus. Síríus stundaði netaveið ar í nokkra mánuði, en þá brotn aði véiin í skipinu þar sem það var við veiðar vestur undir Jökli. Síríus var þá dreginn til hafnar og síðan hefur hann aldrei siglt út Sundin á Faxa- flóa. Það sannaðist á Síríusi, sem einn útgerðarmaður sagði einu sinni um sjávarútveg á íslandi: „Það er eins og þetta skrölti allt, ef það kemst einu sinni af stað og ekkert alvarlegt kem- ur fyrir: „En það aivarlega kom fyrir og vélin í hinum glæsilega og vistlega Síríusi gaf upp öndina vestur undir Jökli. En hvernig svo sem það hljómar hefur íslenzk útgerð sjaldnast verið aflögufær til nokkurra stórræða og það sem hendir suma í mannlífinu henti Síríus sem skip, það króaðist af og hefur verið bundið við land festar í um það bil 8 ár. Ugg- laust eru atvikin, sem hafa or- sakað þessa kyrrstöðu mörg og slungin. Fyrstu árin var Síríus

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.