Morgunblaðið - 03.04.1969, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.04.1969, Blaðsíða 4
4 MORG-UNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. APRÍL l»6fl Ég veit ekki, hvort menn gera sér almennt grein fyrir því, hve gýfurlegt fjármagn og starf hinir litlu kaþólsku söfnuðir hafa lagt okkur ís- lendingum frá því sá siður barst hingað á ný fyrir rúm- um eitt hundrað árum. Ka- þólskir menn hafa aldrei verið margir hér á þessu tímabili, voru fyrir fjörutíu árum tæplega 200 og eru nú, með öllum útlendingum, að- eins um 1000. Þeim mun merkara er allt þeirra mikla starf hér á landi, hinar glæsi legu bygginar, sem reistar eru fyrir erlent gjafafé, og hér eru notaðar til líknar- starfa. Að sjálfsögðu ber þar hæst hin glæsilegu sjúkra- hús. Liggur nú við að hin mikla bygging Landakots- spítala taki að skyggja á sjálfan helgidóminn, Landa- kotskirkju. Það ber tvennt til, að mér finnst tilvalið að velja mér vígslu Landakotskirkju, sem páskaefni, þar seirn leita skal upprilfjunar eldri atburða. Það á í fyrsta lagi vel við að minm- ast þessarar helgiathafnar á páskurn og í öðru lagi eru á komandi sumri liðin rétt fjöru- tíu ár frá því þetta glæsilegasta guðshús landsins var vígt. Það eykur enn á ánægjuna, að þessi mikli kirkjulegi við- burðar er enn í minni fjölda fól'ks, að sönnu í barnsminni margra. Þrátt fyrir þetta hef ég ekki valið þá leið að tala við neinn þeirra gesta, er þarna voru viðstaddir, heldur hitti ég að máli eina starfsmann kaþólsku safnaðanina, sem enn starfar hér, oig jafnframt þjón- aði við þessa athöfn, en það er séra Boots, sem nú er prestur í Hafnarfirði, 81 árs að aldri og hefir dvalizt hér í 48 ár. En nú skuluim við rilfja upp fréttir Morgumblaðsins af þess- um atburði frá því Herrans ári 1929. Þá hefir bygging Landa- kotskirkju staðið í 2 ár og er hún nú fullbúin til vígslu. Fyrst lítum við í Morgunblaðið laugardaginn 20. júlí 1929. Þar segir undir fyrirsögninni: „Ross um kardináli á leið til Islands. — Á miðvikudaginn lagði van Rossum kardináli á stað frá Kaupmannahöfn á leið til Is- lands. Hafði hann dvalið einn sólarhring í Kaupmannahöfn, en ekkert látið á sér bera þar. Hann er væntanlegur hingað á sunnuidaginn og á þri'ðjudag verður kirkjan í Landakoti vígð. Mikill viðbúnaður er í Landakoti undir þá athöfn. Girðingar meðfram Túngötu hafa verið teknar burtu og verð ur fólki heimilt að vera inni á túninu umhverfis kirkjuna á meðan á vígsluathöfninni stend ur. Hringinn kringum túnjð hafa verið settar niður hvítar fánastengur, með sítuttu milli- bili, en á brautinni gegnt dyr- um kirkjunnar, er reist hefðurs hlið, á því eru skjaldamerki páfa og kardinálans, en á turni kirkjunnar eru ' fánastangir margar." Svo hljóðar fréttin um vænt- anlega komu kirkjuhöfðingj- ans. Næsta dag, hinn 21. júlí birtist stór og glæsileg mynd af kirkjuhöfðiingjanum með svo- felldri undirskrift: „Van Rossum kardináli kem- ur hingað kl. 7 í kvöld með Dr. Alexandrine. í fylgd með honuim verða þeir Norðurlanda- biskpuarnir dr. Miiller frá Sví- þjóð og Brems frá Danmörku. Auk þess fylgja honum fjórir embættismenn páfaríkisins á- samt mörgum kaþólskum presit Kardináli, biskpuar og prestar, sem voru við vígslu Landakotskirkju. f miðju í fremri röð, eru þeir van Rossum kardinált og Menlenberg biskup og báðum megin við þá danski og sænski biskupinn. 1 aftari röð fjórði frá vinstri séra Jóhannes Gunnars- son, síðar biskup, og 3. frá hægri séra Boots og honum á vinstri hönd (með skegg) Ferdinandmunkur. , uim af Norðurlöndum. — Þegar skipið leggur að bakkanum, mun Lúðrasveit Reykjavíkur leika, en Meulenberg prefekt mun fara um borð og bjðða kardinálann velkominn aftur til íslands. Þá mun kardinálan- um og föruneyti hans verða ekið upp að Landakoti, en þar fex hin opinbera móttaka fram. Þegar kardinálinn hefir stigið út úr bifreiðinni mun hann ganga til kirkju, en yfir honum verður haldið himni svo sem tign hans hæfir. I kirkjunni mun verða sungin liturgía og flytur profektinn síðan stutta ræðu. Þá verða sungin fagnað- arljóð eftir Stefán frá Hvítadal (sem birtast í Lesbók Morgun- blaðsinis í dag). Þau syngur Sigur'ður Skagfield með aðstoð Páls ísólfssonar og safnaðar- ins. — — Öllum er velkomið að vera við þessa athöfn.“ Þriðjudaginn 23. júlí er svo mikil frásögn í Morgunblaðinu undir fyrirsögninni: Rossum kardináli kemur til Reykjavík- ur. — Frá múttökunum hér. — Klukkan 5 á sunnudaginn kom „Dronning Alexandrine“ hing- að og með henni kom van Ross- um kardináli ásamt skriiara sín um dr. Vater Drihmann, Mijn- heer Drihmann gentilhomme (bróður hins fyrrnefnda), hollenska umsjónarmanni regl- unnar, dr. M. Húppers, mon- signeur Brems, biskupi í Dan- mörku og dr. M. Muller, bisk- upi í Svíþjóð. Áður kom með Botníu V. Richard, yfirmaður Maríureglunnar, sem starfar hér á laindi. í dag kemur dr. Kjelstrup með „Merour". Er hann staðgönguma’ður norska „provicarinis", sem ekki treysti sér að takast þessa ferð á hend ur sökum elli. Niðri á bryggju hafði safnast saman mesti manngrúi en Meul enberg prefekt var þangað kom inn í fullum skrúða til þess að taka á móti gestunum. Féll hann kardinálanum tvívegis til fóta og kyssti á hring hans, en lúðrasveitin lék á bryggjunni. — Síðan fóru gesitimir í bilum upp að Landakoti og þangað streymdi manngrúinn lika. Austan við spítalann var stigið af bíluniuim. Þar biðu 12 kór- drengir í skrú'ffa og með dýr- grip og helgifána kirkjunnar í höndunum og ennfremur 14 hvítklæddar smámeyjar með blómsveiga um höfuð. Ein þeirra, dóttir Vendelis tirésmiðs, gekk á móti kardinála, mælti nokkur orð á þýzku og rétti honum blómvönd. Síðan hélt skrúðfylkingin áfram til hinn- ar nýju kirkju og var borinn tjaldhiminn yfir kardinálanum og biskupureum. Margir voru þeir, sem vildu fá að komast inn í kirkjuna og varð allmikil þröng úti fyrir dyrunum og stóð nokkuð á því að menn kæmust inn. Þegar kirkjan var orðin full af fólki fór fram venjuleg móttökuat- höfn eftir kaþólskum sið. Sfff- an settist kardinálinn í heiðurs- sæti það, er honum var ætlað, en prefekt Meúlenberg bauð hann velkominn með ræðu og mælti á frönsku. Því næst voru sungin 10 fyrstu erindin úr fagnaðarljóðum Stefáns frá Hvítadal, þeim er birtust í Les- bókinni á sunnudaginn og sungu erindin til skiptis Sig- urður Skagfield óperusöngvari og sönigflokkur niunna. Að því loknu flutti kardinálinn bæn og blessun. Var svo gengið út í hátíðlegri skrúðfylkingu og kardinálinn leiddur til bústaðar síns og á me’ðan létk lúðrasveit- in sálmalag. Klukkan 10 í gærmorgun heimsótti kardinálinn forsætis- ráðherra íslands, er sæmdi hann stórkrossi Fálkaorðunnar með stjömu. Klukkan fimm í gærkvöldi hófst vígsla kirkjunnar í Landa koti — var hún þá 'vígð að utan með mörgum og mikium „serimonium", sem of langt yrði að lýsa. Kardinálinn gekk tvíveigis rangsælis um kukjuna og stökkti á hana vígðu vatni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.