Morgunblaðið - 03.04.1969, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 03.04.1969, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 1969 23 að flestum hinna kristnu myndi ófeleift að fylgja dæmi sínu. Venjulegum safnaðarmeðlimum ráðlagði hann staðfast hjóna- bandslíf: „Betra er að ganga í hjónaband en að brenna af girnd.“ Um biskupana, sem voru umsjónarmenn hinna kristnu samfélaga, sagði hann: „Biskup skal vera einnar konu maður.“ (Hann átti við „eina konu“ sem hámark) Páll leyfði jafnvel hjóna- skilnaði í einstökum tilfellum þar sem trúaðir voru giftir van trúuðum. Þessi „undantekn- ing Páls“ er enn við líði í kirkjurétti rómversk-kaþólsku kirkjunnar, samkvæmt henni gat rithöfundurinn Evelyn Waugh, svo eitt dæmi sé tekið af mörgum, fengið kirkjulega ógiidingu á fyrra hjónabandi sínu. Páll vék hvergi að getn- aðarvörnum, sem þó þekktust og voru notaðar. Það sem vakti SKRIFSTOFUMENN KYRRSETUMENN Þessi undraverði árangur er eftir fyrstu 2 mánuði BULLWORKER þjálfunar (aðeins 5 mínútur á dag) Þessar 2 ljósmyndir af skrif- stofumanni, voru teknar með 2ja mánaða miliibili. Sú neðri áður en hann byrjaði að nota BULLWORKER 2, sú efri eftir 2ja mánaða notkun (aðeins 5 mín. á dag). Á þessum stutta tíma jókst axlamál hans t.d. um 7 sm. og brjóstmál um 8*4 sm. Ef þér aðgætið myndirnar, sjáið þér hvernig BULLWORK- ER 2 þjálfunin hefur stælt líkamann og gætt vöðva hans lífi. Líkamsþjálfunartækið BULL WORKER 2 hefur náð vinsæld um almennings í ölium aldurs- flokkum. i>að telst til aðalkosta tækis- ins, að það hentar fóiki, sem hefur litinn tima til í- þrótta- og leikfimisiðkana vegna annríkis, og það hefur jafnframt vakið verð skuldaða hrifningu þeirra, sem höfðu gefizt upp á öllu öðru en að láta reka á reiðanum og héldu sig alls óhæfa til að ná nokkrum árangri í líkamsrækt. Æf- ingarnar eru ekki einung- is ótímafrekar — tækið vekur líka furðu manna vegna þess hve lítillar á- reynsiu æfingaiðkanir með því krefjast, og hve árang ur af þeim er samt skjótur og óvéfengjanlegur. Rann- sóknir hafa sannað að með 60% orkubeitingu næst 4% vöðvastæling á viku hverri þar til hámarkslíkamsorku er náð og á þetta jafnt við um vöðvastælta sem vöðva rýra líkami. Við sendum ókeypis nán ari iipplýsingar um Bull- worker, þér þurfið aðeins að fylla út miðann hér að neðan og senda okkur. Klippið hér og sendið í dag BULLWORKER UMBOÐIÐ PósthóJf 69 - Kópavogl. Vinsamlegast sendið. mér litmyndabaekling yðar um BULLWORKER 2 mér að kostnaðarlausu og án skuld- bindinga frá minnl hátfu. Nafn Heimilisfang Skrifið með prentstöfum. ffiim UPPGERÐ4R IMSMH DRÁTTARVÉLAR Vegna þeirra bænda, sem kunna að þarfnast viðbótar dráttar- vélar, vegna aukaálags yfir heyskapartímann. en hafa fyrir eina nýlega dráttarvél eða fleiri, bjóðum við nú Massey-Fergu- son „35" dieseldráttarvélar árgerðir '57—'59, endurtoættar og vandlega uppgerðar. • Útbúnaður: ÍC 38 ha. 4 strokka dieselvél með glóðarkertum inn á hvern strokk til gangsetningar í kuldum. ★ hjólbörðum 6.00x16 og 11x28. ic vökvakerfi með sjálfvirkum átaksstilli (draft control). ★ 6 ganghraðastig áfram. ÍC De Luxe svampfóðrað sæti. ic Ijósasett. Verð með sölusk. um kr. 135—140.000,00. Frágangur: Vélarnar verða vandlega uppqerðar. í aflvél verða end- urnýjaðar strokkfóðrinoar, stimolar oq ventiar oq vélin öll vfirfarin svo oq eldsnevítisdæla oq sérstök áherzla löqð á endurnviun vökvekerfis, vökvadælu oq kúplinqar. Hiólalegur allar athuqaðar oq endurnýiaðar ef þarf og hneykslun hans og ávttunar- raust var þegar hann frétti að einn af trúskiptingum hans byggi með stjúpmóður sinni. Hverjair voru uppspretturnar að boðskap Páls? Augljóst er að hann var knúður áfram af sýnum sínum og meintu saunlbandi sínu við guðdóminn. En áþreifanlegar heimi'ldir eru einnig fyrir hendi. Andi Páls drakk í sig mergð hugmynda, sem uppi voru, vann úr þeim og mótaði hið nýja kristilega hugmyndakerfi. Áður var talið að hann hefði flurtt inn með sér mikið af grískri speki, en bókfellsrúll- urnar frá Dauðahafinu og ný- legar rannsóknir í sambandi við þær, hafa leitt í ljós að hann var í rauninni rammgyð- inglegur. Þannig var kenningin um fórnarlamb fyrir syndir mann- anna endalaust umhugsunar- efni hjá rabbínum þeirra tíma. Frummyndin var saga Gamla testamentisins af Abraham, sem fúslega vildi fórna fsak syni sínum að skipan Guðs: á dög- um Páls voru hinir skriftlærðu meðal Gyðinga hugfangnir af þessu og rituðu óspart um það. Samkvæmt sögunni átti Guð að hafa bjargað ísaki á síðustu stundu með því að láta fórna lambi í stað hans. Auðvelt er að sjá, hvernig stefið um fað- irinn, soninn og fómarlambið hefur orðið til að skýra sög- una um Jesú. Fram á þennan dag er Jesús hylltur sem „Guðs lamb“ í messum rómversk-ka- þólskra. Þá var það fordæmi Essena- flokksins í Kumran, sem af kenningarlegum ástæðum neit- aði að sækja Jerúsalemsmust- erið. Essenarnir sömdu full- komið líkingakerfi að muster- is guðsþjónustu, þar sem hin heilaga máltíð kom í stað hlóð- fórnarinnar við musterisaltarið. Að miklu leyti fyrir tilverkn- Nú er komið tvöfalt hemlakerfi í allar fólksbifreiðir árgerð 1969. Einnig á Amazoninn. Hvort kerfi fyrir sig er tengt í bæði framhjólin og í annað afturhjólið. Jafnvel þó annað hemlakerfið bili; þá hafið þér hitt kerfið til góða og nærri því alla hemlagetuna eftir, þ.e.a.s. um 80%. Diskahemlar á öllum hjólum á P140, að framan á Amazon, sem er með vel kælda tromluhemla að aftan. Margar fleiri nýjungar. Lítið inn til okkar og fáið upplýsingar. Þft- eru velkominn. Reynzlubifreiðir á staðnum. VANDÍÐ VALID gengið úr skugga um að allir hlutar dráttarvélarinnar vinni eðlilega. — Á hverri dráttarvél verða nýir hjól- barðar, nýr rafgeymir (90 amph.) og nýir púðar í sæti, og vélarnar verða endurmálaðar. — Athugið sérstaklega að á vélunum verða siðari endurbætur, s. s. glóðarkerti í hvem strokk, vökvarennslisskiptir milli lyftu og á- moksturstækja, hliðarsláttarstífur og öryggisgrind. Abyrgð: Til að trygaja hag kaupenda hvað snertir viðgerðavinnu og hugsanlega galla, höfum vér ákveðið að veita 6 mán- aða ábyrgð gagnvart eðlilegri vinnslu allra hluta dráttar- vélanna. — Ábyrgðin tekur til beins kostnaðar við vinnu og varahluti komi gallar í Ijós. Eftirsöluþ jónusta: okkar gildir um allar uppgerðar dráttarvélar eins og nýiar vélar. b. e að í kauoverfli hefur katinandi greitt fvrir heimsókn viflnerflarmanns skoflun og endurstiil- inau dráttan/4i»r SQrn farj fram innan fp mánaða frá af- hendinqu. Nfl PR MC'RI A Qt ACO« FM NOKKRU SINNI, AÐ ÞAUL- HU«*5A H'I^RIA F lARFFSTINGU. Leitifl náned unnlvsinga hiá oss og kaupfélögunum. jOAoiéa/U^éía/tt A../ Suðurlandsbraut 6 — Reykjavík — Sími 38540. 33 að Páls var þetta tekið upp 1 kristna siði. En kristindómurinn var að- eins hálfkaraður af hendi Páls. Guðspjöllin fjögur voru ekki skrifuð fyrr en að honum látn- um og hann virðist ekkert hafa vitað um þau. Til dæmis er hvergi í skrifum nans minnzt á meyjarfæðinguna, en hún stendur víðsfjarri öllum kenn- ingum Gyðinga. Lýsing hans á upprisu Jesú er mjög frábrugð- in frásögnum guðspjallanna. Hann hafði í mesta lagi aðeins óljóst hugboð um þá kristnu kenningu síðari tíma, að Jesús hafi í rauninni verið af Guði. Páll nefndi Jesúm Son Guðs“, en sú nafngift átti við hann sem mjög heilagan mann og henni lét hann fýlgja þá at- hugasemd, að Jesús væri að- eins elzti sonurinn, en þeir sem tryðu á hann væru yngri bræð ur hans. Það var hin kristna trú á guðdóm Jesú sem orsak- aði endanleg slit við Gyðing- dóminn. Enginn Gyðingur gat nokkru sinni trúað því að mað- ur gæti verið Guð. Páll lifði og dó sem Gyðingur áður en þessi algera trúarsundrung átti sér stað. Eftir þriðju trúboðsferð sína um 50 e.Kr. var Páll tekinn fastur og farið með hann í bönd um til Rómar, þar sem hann hafði krafizt réttar síns sem róm verskur borgarL Hvað gerðist eftir það er ekki ljóst. Ein sögnin hermir að hann hafi ver- ið látinn laus og lagt upp í fjórðu trúboðsferðina vestur á bóginn til Spánar og jafnvel Englands og á nann að hafa tekið land í „Pálslundi“ við höfnina í Port-mouth; samgöng ur milli Rómar og Bretlands voru auðveldar og reglulegar svo þangað gæti hann hafa kom- ið, en engar órækar sannanir eru til fyrir því. Hvernig hann lifði síðustu æviár sín og hvernig hann dó er ekki vitað með vissu, en samhljóða sögusagnir herma, að hann hafi aftur verið tekinn höndum og hálshöggvinn í Róm árið 67 e.Kr., þá kominn nálægt sextugu. Páll virðist hafa rækt bréfa- skriftir sínar allt til hins síð- asta. Bréf hans eru elzti hluíi Nýja testamentisins og gefa skýra mynd af ferðálögum hans og samskiptum hans við vini sína. Til þess að fylgjast með hugmyndaþróun hans er nauð- synlegt að lesa bréfin í þeirri röð, sem hann skrifaði þau; hin hefðbundna niðurröðun Nýja testamentisins á þeim eftir lengd, er gagnslaus. Hin rétta röð er þessi: Fyrsta og annað bréf til Þessalonikumanna: fyrsta og annað bréf til Kór- intumanna: Galatabréfið: Róm- verjabréfið: Filippíbréfið: Efes usbréfið: Kólossubréfið: bréfið til Fílemons: fyrra bréfið til Tímóteusar: bréfið til Títusar- annað bréfið til Tímoteusar. Þótt Hebreabréfið sé að öllum líkindum byggt á hugsunum Páls, er það ekki skrifað af honum — stíllinn er allur ann- ar. Páll las skrifara sínum bréf- in en endaði flest þeirra á stuttri kveðju með eigin hendi. Bréfin eru gott lesefni og lif- andi lýsing á manninum. Eina stundina er hann stórbrotinn í ræðu sinni: „Því að einn er Guð: einn er og meðalgangar- inn milli Guðs og manna, mað- urin-n Kristur Jesús“. En örfá- um línum aftar í sama bréfinu gefur hann vini sínum hlýleg heilræði: „Vert þú ekki lengur að drekka vatn, heldur skalt þú neyta lítils eins ai víni, vegna magans og veikinda þinna, sem eru svo tíð“. Grafskrift sína rit aði Páll í lok síðasta bréfsins: ,,Því að það er nú svo kom- ið, að mér er fórnfært og tím- itfci er kominn, að ég taki mig upp Ég hef barizt góðu barátt- unni, hefi fullnað skeiðið, hefi varðveitt trúna. Og nú er mér geymdur sveigur réttlætisins, sem Drottinn mun gefa mér á þeim degi, hann hinn réttláti dómari; en ekki einungis mér, heldur og öllum, sem elskað hafa opinberun hans.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.