Morgunblaðið - 03.04.1969, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 03.04.1969, Blaðsíða 5
MORGUNBL.AÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 1S69 5 og seinast réttsælis og stökkti þá enn vígðu vatni á hana að utan. Þá var gengið inn í kirkj una og fór þar fram helgiat- höfn og mun mörgum aðskota- dýrum hafa þótt það einna und arlegast er ösku var stráð á gólf íð í kross og kardináli reit þar í með staf sínum. Aska þessi var af vígðum pálmum og reit kardinálinn á annan legg kross ins stafrófið á grísku, en á hinn legginn hið latneska staf- róf og er þetta einn af helgi- siðum kaþó'lsku kirkjunnar. sem eru svo margbrotnir að sérstakan siðameistara þarf við hverja meirháttar athöfn. Klukkan 10 f. hád. í dag á að vígja kirkjuna að innan með .mikilli viðhöfn og á fimmtu- dagsmorgun kl. 9 á að vígja prefekt Meulenberg til bisk- ups.“ Miðvikudaginn 24. júlí birtist svo stór mynd af skrúðfylkingu úr hinni nýju Landakotskirkju undir fyrirsögninni ,,Vígsla Landakotskirkju“. Þar undir birtist svo eftirfarandi frásögn: „Klukkan 8 1/2 í gærmorgun hófst helgisi'öaathöfn í Landa- koti. — Gekk þá kardináli til hinnar gömlu kirkju kaþólskra manna og var þar haldið stutt „pontifical“-messa. Að því búnu voru helgiir dómar kirkj- unnar (sacramenta) borin út úr gömlu kirkjunni og til hinn- ar nýju kirkju. Bair þá Meulen- berg prefekt og var gengið með þá einn hring í kringum nýju kirkjuna í skrúðfylkingu. Síðan var gengið inn í kirkjuna og hófst nú sérstök viðlhöfn: vígsla altarisins. Fór hún fram með mikilli viðhöfn, reykelsis- brennslu og ýmsum helgisiðum. Er hin gamla kirkja þar með lögð niður, sem guðshús og helgi hennar flutt til nýju ki.rkj unnar. Fyrir háaltarinu í nýju kirkjunni er sérstök þró fyrir helgidómana. Voru þeir nú lagöir þar niður eftir sið og reglum kaþólskra og altarið síðan vígt með reykelsis- brennslu og messusöng og gekk kardináli oft umhverfis altarið og stráði á það eim af vígðu reykelsi á allar hliðair. VÍGSLA KIRKJUNNAR Um kl. 10 í gærmorgun söfn- uðust boðsgestir Meulenbergs biskupsefni upp í Landakots- kirkju. Þar voru ráðherrarnir allir, sendimenn erlendra ríkja og velflestir æðstu embættis- menn bæjarins o. m. fl., sem of langt væri upp að telja. Eru engin tök á því hér að lýsa hinni löngu og afar marg- þættu vígsluathöfn, sem kardi- nálinn v. Rossum framkvæmdi ásamt prestum kirkjunnar og fylgdarliði sínu. — Gekk kardin áli síðan me'ð fylgd sinni og vígði veggsúlurnar 12, sem á voru dregin krossmörk. Var hin sama athöfn við súlu hverja. En að því loknu var hinni eiginlegu kirkjuvígslu lokið Þá byrjaði hin eiginlega messa. Söng Richard kórbróðir messu með aðstoð sér Jóhannesar Gunnarssonar og dr. Húpperts. Meðan á messunni stóð sat karináli í hásæti, sem sett hefir verið í kirkjuna fyrir þetta tæki færi. Séra Dreesen flutti ræðu. Var fyrri hluti hennar á, hol- lensku, þar sem hann snéri máli sínu t'il kardinála, en síð- ari hlutinn á íslenzku. Lýsti hann í fáum dráttum sögu kirkjubyggingarinnar og þakk- aði þeim, se-m stutt heí’ðu hana, fyrst og fremst kardinála, fyrir frumkvæði byggingarinnar, og Meulenberg fyrir starf hans síðar. Lofaði hann guð fyrir hve allt hefði vei farið með byggingu þessa og lýsti að lok- um vígslunni, áhrifum hennar og þýðingu. Þá var sungið méssu-credo. Eíðan söng Sig. Skagfield Ave María. Eftir bænahald og organsilátt söng hann enn BenedictuiS o. fl. Messuigerðin endaði með því að kaTdináli söng Te deum úr hásæti sínu en söfnúður og að- komufólk stóð upp. Gengu klerkar síðan með kór drengjum fyrir í skrúðgöngu úr kirkjunni. Var öll athöfn þessi hin há- tíðlegasta. BISKUPSVÍGSLA. GJAFIR HANDA MEULENBERG BISKUPSEFNI Á morgun ætlar Rossum kardináli sjálfux að vígja Meulenberg prefekt til bisikups. — í tilefni af vígslunni hefir páfi sent Meulenberg að gjöf biskupskmss, gimsteinum sett- an. Kardinálinn hefir gefið hon um biskuþshring, v. Richard yfirmaður Maríureglunnar, hef- ir gefið honum bagal (biskups- staf) og dr. Kjelstrup, hinn norski, er kom með „Mercur" í gær, færði honum að gjöf frá skáldkonunni Sigrid Undset málverk af Guðmundi biskupi Arasyni hinum góða.“ Loks, föstudaginn 26. júlí, segir í stuttri frétt frá því að vígsla Meulenbergs biskups hafi fari'ð firam. Þannig hljóða frásagnir Morg unfolaðsins af þessum mikla at- burði. En nú skuilum við bregða okkur til Hafnarfjarðar og heimsækja séra Boots, hinn atldna prest, sem þegar hafði verið átta ár hér þjónandi prestur, er Landakotskirkja var vígð. Klukkurnar fluttar í hina nýju Landakotskirkju. Landakotssetrið séð úr lofti vígísludaginn 1929. Litla húsið, við kálgarðinn, t.h. á miðri mynd við Túngötu er hin gamla kapella séra Baidvins, en það var rifið er gamla kirkjan var flutt, en hún er nú f.R. húsið. Séra Boots við skrifborð sitt á Jófríðarstöðum. Landakotskirkja í hyggingu. Séra Boots er Hollendingur, eins og svo margir þjónandi kaþólskir prestar hafa verið hér á landi. Hann er nú 81 árs að aldri og hefir þjónað hér að Landakoti, í Stykktshólmi og loks í Hafnarfirði. Hann bíður okkur til lítillar, látlausrar stofu á prestssetrinu að Jófríðar stöðum. Þar er ekki prjálið eða iburðurinn. Fyrir utan skrif- borð og tvo stóla fyrir gesti er þar nokkuð nýtízkulegur hæg- indastóll, en hann er fenginn að láni. Úti í horni stendur ofur lítið orgel, eáns og lítil bóka- hylla að stærð og fyrirtferð. Á einum veggnum hangir mynd af heigum manni og á borðinu stendur Maríulíknesiki. Séra Boots er maður lágvax- inni, smáleitur í andliti, sköll- óttur með gleraugu. Hann er fríður ma'ður og einkar hlýr og elskulegur í viðmóti. Hann er þekktur málamaður og mikill kennari á því sviði, en þó er tal málið hans á Menzku ofuriítið blendið, skemmtilega útlend- ingslegt og klæðir vel þennan æruverða preláta í skósiðum kufli, með kross í snúru um mittið og talnaband. Séra Boots kom hingað til lands í ágúst 1921. Hann er prestur af svonefndri Montfort- reglu, eins og allir þeir er- lendu prestar, sem hér dvelj- ast. Regla þessi var stofnsett árið 1712. Fyrst rekur séra Boots fyrir okkur í stuttu máli upphaf ka- þólskunnar hér á landi, eftir að sá si'ður barst fyrst hingað aftur með Baldvin presti laust eftir miðja síðustu öld. Séra Baldvin var franskur prestur og kom hingað 1858 ásamt séra Bernard. Hann dvaldist nokkra mánuði fyrst hjá Einari alþing- ismanni Asmundssyni í Nesi við Eyjafjörð og var Einar kærður af amtmanni fyrir að halda kaþólskan prest, því þá var hér ekki trúfrelsi. Síðan fær Baldvim prestur Randrup lyfsala hér í Reykjavík til að kaupa fyrir sig Landakot og hlutuist af því málaferli, sem þó enduðu svo, að kaþóllskir héldu eigninni. Reisti Baldvin prestur þar kapellu í óleyfi og varð að Skírdag kl. 9—23,30. Föstudaginn langa kl. 9—22.00. Laugardag kl. 9—23,30. Páskadag kl. 9—22.00. II. í páskum kl. 9—23,30. Gleðilega páska.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.