Morgunblaðið - 03.04.1969, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 03.04.1969, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. APRIL 1969 í Efesus, sem nú ei borgarrúst í vestur Tyrklandi, varð Páll postuli tilefni til uppþota meðal tilbiðjenda frjósemisgyðjunn ar Díönu. f samkunduhújum borganna fann Páll ræðupall sinn. Auk gildra meðlima drógu þau að sér „guðhrædda“ af ýmsum stig um, það er fólk, sem sótti guðs- þjónustur án þess að taka að fu'llu upp lífshætti Gyðinga. Það var einkum hin sársauka- fulla umskurn, sem kom í veg fyrir alger siðaskipti karl- manna, er tóku Gyðingatrú. Að sjálfsögðu mikil eftirvænt- ing á samkundunum út af hinu sífellda tali um komu Krists, staðhæfing Páls um að Krist- ur hefði þegar birzt um stund á jörðinni, í Jesú, og væri vænt anlegur aftur innan skamms hlaut að vekja athygli. Þessi kenning um síðari komu Krists sem var þungamiðjan í boð- skap Páls, heldur enn velli í kristninni; til dæmis talaði dr. Billy Graham um hana í ræðu fyrir skömmu og sagði að hún virtist nú í nánd. Páll hefur án efa verið ske- leggur prédikari gæddur mik- illi orðkynngi. Endurómur af málflutningi hans er auðfund- inn í bréfunum: , Vér sem lif- um og erum eftir við komu Drottins, munum alls ekki fyrri verða en hinir sofnuðu," skrif- aði hann, „því að sjálfur Drott inn mun með kalli, með höf- uðengils raust og með básúnu Guðs stíga niður af himni, og þeir sem dánir eru i trú á Krist, munu fyrst upp rísa; síð- an munum vér, sem lifum, sem eftir erum, verða ásamt þeim hrifnir burt í skýjum, til fund- ar við Drottin í loftinu“. I almennara máli lagði Páil fyrir hina trúuðu hvernig þeir skyldu reyna að hafa áhrif á vantrúaða: „Ræða yðar sé æ- tíð ljúfleg og salti krydduð.til þess að þér vitið hvernig þér eigið að svara hverjum einum." Kristnir menn áttu að forðast saurugt tal: „En frillulífi og ó- hreinleiki yfirleitt á ekki einu sinni að nefnast á nafn meðal yðar. Svo hæfir heilögum. Ekki heldur svívirðilegt hjai eða gár ungaháttur, sem ails ekki á við.“ Vitanlega voru kenningar Pá'ls vel til þess fallnar að vekja hin fjandsamlegustu við- brögð. Flestum rétttrúuðum Gyðingum fannst vitrun Páls fjarstæðukennd og stappa nærri guðlasti. f eyrum róm- verskra yfirvalda hljómaði allt tal um undursamlegan Gvðinga leiðtoga, sem koma ætti af himn um, eins og drottinsvik. Hafa verður í huga, að á þessum ár- um dró til vopnaðrar bylting- ar meðal Paiestínugyðinga. Páll var tekinn höndum og hýddur en reyndi að sneiða hjá póli- tískum fiækjum; hann tók það sérstaklega fram, að fyrst um sinn skyldi yfirvöldunum, þótt hei.ðin væru, hlýtt í veraldleg- um efnum. Þrátt fyrir mörg skakkaföll hélt Páll áfram. Nærri hvar sem hann fór stofnáði hann trú arfélög, sem síðan nefndust „kirkjur“, hann hélt sambandi við þau og réði málefnum þeirra eins og yfirboöari — bréf hans eru fyrirmæli til þeirra úr fjarlægð. Hátíðlegur lestur bréfanna varð að föst- um þætti í helgihaldi kristinna manna og er það enn. Páll virðist hafa átt einna bezt gengi meðal hinna „Guð- hræddu" sem ekki voru Gyð- nigar, enda þótt mikilvægt sé að gera ekki of mikið úr því. Eins líklegt er að alla ævi Páls hafi Gyðingdómurinn dreg ið að sér miklu fleiri trúskipt- inga en hliðargrein hans, kristnin. Aðal tromp Páls með- al hinna „guðhræddu" og sem hann virðist hafa fundið upp sjálfur, var að segja þeim að þeir yrðu fullgildir aðilar að samfélagi ísraels með kristinni skírn, án Umskurnar og án þess að taka upp alla lifnaðarhætti Gyðinga. Hann bauð þeim, með öðrum orðum, auðveldari leið að forréttindum Gyðinga sem Guðs útvalda þjóð. Þetta vakti auðvitað úlfúð, bæði meðal rétt trúaðra Gyðingarabbína og hinna afturhaldgsamari krist- inna Gyðinga. Páll sat fast við sinn keip og gaf gagnrýnendum sínum ekkert eftir. „Gefið gætur að hundunum", skrifaði hann um forsvarsmenn umskurnarin-nar, „gefið gætur að hinum vondu verkamönnum, gefið gætur að hinum sundurskornu.“ Og enn segir hann grimmilega: „Ég vi'ldi óska að þeir, sem koma yður í uppnám, færu svo langt að þeir létu limlesta sig.“ Hér er auðvitað vísir að því Gyðingahatri, sem átti eftir að eitra samskipti kristinna manna og Gyðinga um aldaraðir. En það væri fjarstæða að kalla Pál sjálfan Gyðinganatara, hann leit á sjálfan sig sem Gyðing og trúboða fyrir sannan Gyð- ingdóm. Til fulls aðskilnaðar þessara tveggja trúarbragða kom ekki fyrr en í lok fyrstu aldar, eftir dauða Páls. Páfl postuli ke.indi, að líf og dauði Jesú væri páttur í „nýj- um sáttmála" milli Guðs og ísra elsmanna, sem kæmi i stað sátt- málans við Móse. Með þessu brá hann engan veginn út af venjunni í trúargreinum Gyð- ingdómsins, sem sífellt héldu á lofti nýjum sáttmálum í einu og öðru formi. Ti.l sanninda- merkis hafði Páll krossfest- inigu Jesú, sem að hans áliti var engin venjuleg pólitísk slysni heldur þungamiðja hinnar guð- dómlegu fyrirætlunar. Hún var „opinberun leyndardómsins, sem dulin hafði verið frá ör- ófi alda.“ Jesús hafði þjáðst til að gjalda fyrir vonzku mann- anna. „Bæði Gyðingar og heiðn- ir syndguðu og fyrirgerðu dýrð Guðs og báðir eru réttlættir fyrir náðargjöf Hans, endur lausnina í Kristi Jesú, sem var útvalinn af Guði til að gefa líf sitt svo sættir mættu tak- ast.“ Þannig innleiddi Páll meg inkenningu kristninnar um frið þægingu; hann gerði þáð á grundvelli eigin hugsýnar og dómgreindar, en ekki á því sem „Lærisveinar Jesú“ höfðu áður kennt í Jerúsalem. Páll hélt einkum fram mikil- vægi trúarinnar. Allt var kom- ið undir því hverju maðurinn trúði. „Því að ef þú játar með munni þínum Drottin Jesúm, og trúir með hjarta þínu, að Guð hafi uppvakið hann frá dauðum, muntu hólpinn verða“, skrifaði hann. Þeir sem neituðu að trúa eða gátu það ekki, mundu þjást „Drottinn Jesús opinberast af himni með englum máttar síns, í logandi éldi, og lætur hegn- ing koma yfir þá sem ekki þekkja Guð og yfir* þá, sem ekki hlýða fagnaðarerind- inu um Drottin vorn Jesúm, því að þeir munu sæta hegningu éilífri glötun." Þótt Páll viðhefði þrumandi ógnanir og gæfi hin lystileg- ustu fvrirheit, forðaðist hann allar nákvæmar lýsingar á himnaríki, helvíti og framtíð- arlifinu. „En nú kynni einhver að segja: Hvernig rísa dauðir upp? Og með hvaða líkama koma þeir?“ skrifaði hann. „Þú óvitri maður! Það sem þú sáir verður ekki lífgað nema það deyi. Og er þú sáir, þá er það ekki líkaminn, sem verða á, sem þú sáir . . . Sjá, ég segi yður leyndardóm: Vér munum ekki allir sofna, en allir munum vér umbreytast, í einni svipan, á einu augabragði, við hinn síð- asta lúður . .. “ Nýir félagar tóku trúna í æs- ingi og uppnámi samkundn- anna. 1 hinar nýju kirkjur þyrptust innblásnir „spámenn", sem létu dæluna ganga, oft á óskiljaniegu hrognamáli. Þeir voru sagðir tala „óþekktar tungur.“ Nútímamenn hljóta að freistast til að líta á þetta sem fjarstæðu. Páll sjálfur, með sýnir sínar og opinberanir, trú sína á engla og djöfla, kann að vissu leyti að koma fyrir sjónir sem afdankaður sérvitringur. Heim ur hans var ofursmár, með himnaríki fyrir ofan og hel- víti fyrir neðan. Hann hafði aldrei séð ljósmynd af jarðar- kringlunni fljótandi í geimnum. Hann vissi ekkert um þróun teg undanna og gat aðeins litið á manninn sem fullgerða sköpun Guðs. Honum var meira að segja með öllu ókunnugt um trúarbrögð í öðrum heimshlut- um; Búddha o^g Confúcíus voru honum jafn framandi og Mars- búar. En að afgreiða Pál sem afdankaðan, þröngsýnan mann er afneitun á þróttmiklum, skapandi anda hans. I skrifum sínum getur hann viikiðfrá al- inu um púka og djöfla til að bera fram magnþrungnar, sí- gildar staðhæfingar. „ ... Þótt ég talaði tungum manna og engla en hefði ekki kærleika, yrði ég sem hljóm- andi málmur eða hvellandi bjalla. Og þótt ég hefði spá- dómsgáfu, og vissi a'lla leynd- ardóma og ætti alla þekkingu, og þótt ég hefði svo takmarka lausa trú, að færa mætti fjöll úr stað, en hefði ekki kærleika væri ég ekki neitt. Og þótt ég deildi út öllum eigum mínum og þótt ég framseldi líkama minn til þess að ég yrði brenndur, en hefði ekki kærleika, væri ég engu bættari ... En nú varir trú, von og kærleikur, þetta þrennt, en þeirra er kærleikurinn mest- ur ... “ Um samskipti kynjanna fjall- aði Páll einnig af meiri vizku en margur hyggur nú. f kristni hans áttu konur sinn fuila sess og jafnrétti á við karla til upp risunnar. Þetta hélt áfram að vera einkenni kristninnar og ein af ástæðunum fyrir við- gangi hennar síðar. Ein meðal helztu trúarbragða heimsins hef ur kristnin ávallt haft meira aðdráttarafl fyrir konur en karla — þetta kom einkum fram á annarri og þriðju öld e Kr. Þegar kristnin átti í vök að verjast fyrir hinni karllegu Míthra-trú, sem í heila öld var skæðasti keppinautur hennar. Að sjálfsögðu boðaði Páll að konur skyldu í hinu daglega lífi vera karlmönnum undir- gefnar, en það gerði lákr. nærri hver maður þar til í lok nítj- ándu aldar. En Páll gætti þess að leita jafnvægis. Hann á- minnti konur um að vera hlýðn ar eiginmönnum sínum, en bætti svo við: „Eiginmenn skulu elska konur sínar eins og Krist- ur elskaði kirkjuna". Hann leit á konur sem fólk en ekki fé. Eins og margir trúarfrömuð- ir leit Páll með varúð á hold- legar ástir mil'li kynjanna. Á hans dögum hafði jafnvel hin fjölskyldusinnaða Gyðingatrú sína einlífismenn þar sem Ess- enarnir voru. Páll lagði mikið uppúr einlífi, en gerði það ekki eins og Búddha ál dæmis, að skilyrði fyrir fullkomnu trúar- lífi. Sjálfur hafði Páll yfirstigið hold'legar þrár sínar — það er erfitt að ímynda sér við lest- ur pistlanna, að hinn guðræki legi höfundur hafi nokkurn- tima staðið í innilegu sambandi við konu, eða nokkra mann- veru yfirleitt — en hann taldi FYRSTA ELEKTRONISKA REIKNIVÉLIN Á ÍSLANDI ★ Er sem hugur manns. ★ Alveg hljóðlaus. ★ Svarar á sekúndubroti. ★ Hefur minni. ★ Endurreiknar til samanburðar. ÞÉR ÞURFIÐ AÐ SJÁ SHARP TIL AÐ TRÚA Komið og sjáið þessa stórkostlegu reiknivél. ÁVALLT Á Ut’DAN SKRIFSTOFUVELAR H.F, ^ + 0 HVERFISGÖTU 33 SÍMI 20560 - PÓSTHÓLF 377

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.