Morgunblaðið - 03.04.1969, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 03.04.1969, Blaðsíða 10
r 10 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. APRIL 1909 l an eins og hann orðaði það. Af hverju spurði ég? „Af hverju, ég veit það ekki vinurinn, ég hef eiginlega ekki viljað hugsa um það“. Hann hafði verið ný- kominn inn í skúrinn, en það var frost úti. Hann hafði ver- ið að ráfa um og reyna að finna einhvern sem átti lögg. „f>að var nú meiri þurrk- urinn“, sagði hann, „Ekki dropa að finna“. Hann var búinn að vefja um sig teppinu og reykti vindlana og við héldum áfram að spjalla saman. Hann kunni mikið af Ijóðum eftir höfuðskáldin og ég sat bara og hlustaði á hann flytja urmul af ljóðum og ræða um þau eins og við sjálfan sig út frá mannlífinu. „Þekkir þú stjörnurnar?" spurði hann. „Nokkrar" svar- aði ég. Hann sat hnípinn við kerta- ljósið sem hann hafði kveikt, teygaði reykinn frá vindlinum og vafði teppinu þéttar að sér „Við skulum koma út fyrir“, sagði hann, „Ég skal segja þér frá stjörnunum. Ég hef gott af að rifja það upp.“ Við gengum út fyrir og komum okkur fyr- ir í skjóli. Hann var fróður um stjörnurnar og hélt fróðleg- an fyrirlestur um þær, en inn á milli brá hann sér alltaf inn í jarðlífið og spjallaði um það. Þrátt fyrir „þurrkinn" var auð heyranlega eitthvað í honum. „Sjáðu þarna", sagði hann og benti í vesturátt, „Þarna er heillastjarnan mín, Síríus." „Af hverju er hún heillastjarnan þín“, spurði ég. „í gamla daga“, sagði hann hugsandi og fjar- rænn á svip, „vorum við eitt sinn í siglingu og vorum stadd- ir í erlendri höfn. Við höfðum verið á kenndiríi og vorum seint um morgun á leið til skips. Eitthvað þótti bílstjóran- um látasamt í bílnum og að endingu rak hann okkur út. Við hneigðum okkur fyrir hel- vítinu eftir að hafa bölvað honum í sand og ösku á okkar ástkæra móðurmáli og héldum síðan gangandi til hafnar. Þeg- ar að höfninni kom sáum við að stefnan hafði ekki verið al- veg rétt, því að við vorum í vitlausum hafnarhluta. Eftir nökkurt þras þarna héldum við af stað gangandi meðfram höfn inni. Fljótlega á þeirri leið sá- um við árabát bundinn við bryggjuhaus og það var ekk- ert verið að mylja moðið. Við stálum bátnum og héldum af stað róandi yfir höfnina. Ferð- in gekk seint. Höfnin var beggja vegna við skaga í firði og þurftum við að sigla fyrir tangann. Á miðri leið skall á okkur svarta þoka, ,svo skyndi- lega að það var eins og hendi væri veifað. Heldur var farið að renna af mannskapnum, því að það þurfti stöðugt að ausa hripleka bátsfjölina. Vonlaust var að sigla í svarta þoku og logni án áttavita og létum við því reka. Um síðir rofaði lítil- lega til og kom þá upp ágrein- ingur um það í hvaða átt skyldi róa. Ég markaði stefn- HEILDSALA: ÞÓRÐUR SVEINSSON & CO. H.F. Þeir eru svo góðir og ódýrir. Þægilegir til notkunar, á heimilum, í skólum og við ýmis störf. BIC fine liggur rétt og þægilega í hendi og gefur jafna og hreina skrift. Þér þurfið að eignast marga BIC. Allir þurfa marga af þessum una af Siríus og var sú stefna tekin. Náðum við síðan landi hraktir og blautir um morg- uninn, en skömmu seinna brast á versta veður og hefði líklega farið lítið fyrir bátskænunni í því veðri og fáir verið til frá- sagnar. Þarna minntist ég í fyrsta skipti orða ömmu minn- ar er hún sagði við mig lítinn dreng: „Ef þú verður sjómað- ur kúturinn minn, skaltu um fram al'lt þekkja stjörnuna Si- ríus. Hún er góður viti.“ Þegar ég var að fara frá Hótel Salt bar að einn sem oft gisti í saltbásnum. Það var mikill asi á honum þegar hann kom í gættina og kallaði: „Er ekki „Blautur" hér?“ ,,Bla>utur hefur ekkert komið í kvöld* svaraði sá í teppinu. „Helvít- is fíflið“, hvað þá við í gætt- inni, „Hann ætlaði að láta mig hafa úr flöskunni." Hurðin skall aftur og rflóðin var á eft- ir „Blaut“. Ég kvaddi. Mánuði seinna hitti ég stjarnfræðinginn um miðjan dag. Hann var enn í því, en bað mig mikillega afsökunar á því að hann gæti ekki skilað mér teppinu, því að einhver þrjótur hefði stolið því frá hontum. „Það skiptir engu fyr- ir mig“, sagði ég, „Ég ætlaði mér það ekki aftur." „Þú held- ur að ég sé að ljúga að þér“, sagði hann, „En ég er það ekki það stail því einhver úr Hótel 4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.