Morgunblaðið - 15.04.1969, Page 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 1968
Lítið vetzlunarhúsnæði
á Hverfisgötu 41 til leigu strax.
Upplýsingar í síma 82357.
Sveinbekhir í úrvoli
... beztu verðin
... beztu bekkirnir
★ Endurnýjum gömlu svefnbekkina og
svefnstólana o. fl. bólstruð húsgögn.
Góð þjónusta.
r
SVEFN BEKKJA
1
Laufásvegi 4.
Sími 13492.
Eisenhower og Montgomery, eða „Ike“ og „Monty" eins og
þeir voru kallaðir.
Hiiðskjálf
Sýningarsalur
Laugavegi 31
óskar eftir að halda sýningu á listaverkum úr einkaeign, helzt
verkum hinna eldri meistara. Komið getur til greina að selja
myndirnar, ef eigendur óska þess.
Lysthafendur snúi sér til Kristjáns B. Sigurðssonar í Hlíð-
skjálf sími 17779.
- IKE
Framhald af bls. 10
hva'ð átt hefði að ske, og
voru afar hreinskilnir.
Eisenhower var meðal
þeirra fyrstu, er herþjónustu
höfðu gegnt, til að kunngjöra
álit sitt, en bók hans kom út
1948. Bradley herfofingi kom
næsitur, bók hans var gefin
út 1951. Enda þótt mér haíi
verið legið töluvert á hálsi í
báðum bókum þessum, þar
sem vissir hlutir voru sagðir,
óverðskuldaðir, þagði ég.
Árið 1958, hafði ég dregið
mig í hlé frá herþjónustu í
brezka hernum, ákvað ég að
segja mína sögu af hernaðar-
c/ImLxuujLá (7ineif cJo&uxv
Llfeyrissjóður verzlunarmanna
LÁN VEITING AR
Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna mun í næsta mánuði taka til
meðferðar umsóknir sjóðsfélaga um íbúðalán. Eyðublöð fyrir um-
sóknir verða afhent á skrifstofu sjóðsins og skal skila þeim til skrif-
stofunnar, Bankastræti 5, Reykjavík fyrir 1. maí n.k.
Umsóknir, er síðar berast, koma ekki til greina.
Umsókn skal fylgja.
1. Nýtt veðbókarvottorð, þar sem tilgreindur er
eignarhluti (hundraðshluti) í fasteign.
2. Brunahótavottorð eða
3. Teikning, ef hús er í smíðum.
4. Veðleyfi, sé þeirra þörf.
5. Yfirýsing um byggingarstig, ef hús er í smíðum
(Sjóðurinn lánar ekki út á hús fyr en þau eru
fokheld).
6. Vottorð um samþykki maka.
Eldri umsóknir eru úr gildi fallnar.
Nauðsynlegt er, að umsóknir séu skilmerkilega útfylltar, og að til-
skilin gögn fylgi, ella má búast við, að þær fái ekki afgreiðslu.
Stjórn Lífcyrissjóðs verzlunarmanna.
aðgerðúm þeim, sem ég hafði
tekið þátt í. Ég sagði hana í
endurminningum mínum. Eg
særði Eisenhower með því.
Mér þótti það mjög leitt. Eg
hafði svo sannarlega áfellzt
herstjórn han^ í aðgerðunum
í Norðvestur Evrópu, eftir það
að herirnir tóku land svo .
giftusamlega í Normandy
1944. En ég hafði veitt hon-
um mesta hrós, sem manni,
elskulegum persónuleika, og
mennskri manneskju — og
þetta kom beint frá hjartanu.
Þegar hann kom til London
1959, hélt hann kvöldverðar-
boð, 1. september fyrir brezka
samtíðarmenn sína í hernum.
Hann var mjög þægilegur og
góður. Vi'ð töluðum mikið sam
an, og hann virtist hafa ákveð
ið að gleyma fyrri gremju
sinni vegna ádeilu minnar á
haefni hans sem stjórnanda á
vígvellinum.
Flestum þeim, er viðstaddir
voru, virtist Eisenhower vera
heill heilsu, en ekki var svo
um mig, sem var honum vel
kunnugur. Mér var ljóst, að
Ike var ekki lengur sá maður,
sem ég hafði þekkt. Hann var
þrekaður, var uppnæmur
fyrir ýmsu, og sleppti sér á
stundum. Ike sagði mér, að
það sem reyndi mest á hann,
væri að þurfa að svara sí og
æ fagnaðarlátum fólksins,
hvar sem hann fór. Þetta
stöðuga „útstreymi", væri
gifurleg áreynsla á taugakerf-
ið, og hann væri uppgefinn
af því.
8. .maí 1965 hrinti BBC í
framkvæmd sjónvarpsdag-
skrá, sem nefndist „Sigur í
Evrópu — tuttugu árum
seinna“, og var sent gegnum
fjarskiptahnöttinn Early Bird.
Aðalefnið átti að vera um-
ræður um orustuna um Norð-
vestur Evrópu, milli okkar
Eisenhowers. Ég var staðráð-
inn í því að endurreisa okkar
fyrri vináttu, svo að ég skrif-
aði Ike, og sagði honum að
við værum báðir að eldast,
og að vi'ð skyldum gleyma
því, sem undan væri gengið,
og verða góðir vinir aftur.
Hann brá skjótt við, eins og
hans var von og vísa. Ég er
svo feginn, að þetta skyldi
allt ske, áður en hann féll frá.
Sjálfur harma ég látinn vin.
Hann sýndi mér trúnað, mik-
inn heiður, að mínum dófni.
En fyrir Mamie, er fráfall
hans hörmulegt áfall, og öll
samúð okkar fylgir henni.
ATVINNA
Dugleg og reglusöm skrifstofustúlka vön allri algengri skrif-
stofuvinnu, svo sem vélritun og færslu undirbóka með inn-
grip I enskar bréfaskriftir óskast nú þegar eða á næstunni.
Tilboð sendist Mbl. fyrir föstudagskvöld merkt: „2992".
Útgerðarmenn
Amerískt fyrirtæki óskar að leigja fiskiskip 100—200 tonn
í 3—6 mánuði. Skipið þarf að vera búið fullkomnum tækjum
til siglinga og veiða á humar, rækjum, og öðrum fiski við
vesturströnd Afríku. Skipinu þarf að fylgja veiðarfæri og áhðfn
minnsta kosti skipstjóri, vélstjóri og einn fiskimaður, sem
gæti kennt innfæddum.
Útgerðarmenn, ef þér hafið áhuga fyrir þessu, þá hafið sam-
band við okkur sem allra fyrst, því við þurfum að senda
svar í þessari viku. Gerið svo vel og hafið samband við okkur.
' L. M. JOHANNSSON 8t CO.
skipamiðlarar
Hamarshúsinu 5. hæð.