Morgunblaðið - 15.04.1969, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 15.04.1969, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. APRfL 196® Ingibjörg Eggertsdótti F. 14. maí 1912. D. 11. marz 1969. MIÐVIKUDAGINN 19. marz sl. var vor í lofti í Siglufirði, sól í heiði, blæjalogn; jörð klædd hvitum möttli frá fjallatoppi að fjöruborði. Vor heilsaði vetri í hreinviðri og fegurð. Þennan fagra dag var frú Ingibjörg Eggertsdóttir borin til grafar í heimabæ sinum í skjóli fjall- anna, sem um aldaraðir hafa staðið vörð um byggðina, er hún unni. Þessi dagur spegla'ði lif og skapgerð konunnar, sem kvödd var, og fylgt var til hinztu hvílu af miklum fjölda samborg- ara hennar, sem votta vildu henni þökk og virðingu. Frú Ingibjörg Eggertsdóttir var fædd 14. maí 1912. For- Faðir okkar tengdafaðir og afi Jakob Björnsson fyrrv. lögregluvarðstjóri, ándaðist að heimili sínu Barónsstíg 51, 13. þ.m. Böm, tengdabörn og baraabörn. Systir mín Stefanía Björnsdóttir Lindargötu 11, Sauðárkróki, andaðist á Héraðssjúkrahús- inu Sauðárkróki laugardags- kvöldið 12. apríl. Þorsteinn Björnsson. Ingibjörg Sigurðardóttir fyrrv. barnakennari andaðist 12. þ.m. Ragnbeiður Sigurðsson og bræðrabörn. Móðir okkar María Guðmundsdóttir frá Skálanesi, Grænaskjóli 23, andáðist sunnudaginn 13. þ.m. Börn og tengdabörn. Eiginmaður minn og faðir okkar Samúel Þórir Ilaraldsson, andaðist í Landspítalanum á páskadag 6. apríl sl. Útförin hefur farið fram. Þökkum veitta hjálp og samúð. Sér- staklega þökkum við þeim, er sýndu honum tryggð og vin- áttu, gegnum löng og erfið sjúkdómsár. Guð blessi ykkur. Kristín Sigríður Guðjónsdóttir og börn. Konan mín Guðrún Andrésdóttir, sem andaðist 10. apríl, verður jarðsungin frá Gaulverjabæj- arkirkju fimmtudaginn 17. apríl kl. 3. • Hannes Jónsson frá Meðalholti. Jarðarför fósturmóður okkar Valgerðar Ingimundardóttur Háaleitisbraut 17, er andaðist 6. april fer fram frá Fossvogskirkju miðviku- daginn 16. apríj kl. 13.30 Inga Jóhannesdóttir, Ingimundur Bjarnason. Móðir mín, fósturmóðir, tengdamóðir og amma Guðrún Heiðberg Kvisthaga 12, verður jarðsungin frá Föss- vogskirkju þriðjudáginn 15. apríl kl. 13.30. Ásdís Arnadóttir, Bjarney Hinriksdóttir, Valgeir Hannesson, og barnabörn. Móðir okkar og stjúpmóðir, Ásdís M. Þorgrímsdóttir, Ásvallagötu 28, sem andaðist 9. apríl 1969, verður jarðsungin fimmtu- daginn 17. april. Athöfnin fer fram í Fossvogskapellu kl. 3 e.h. Jarðrett verður í gamla kirkjugarðinum. Þorgrímur V. Sígurðsson, Anna Sigurðardóttir, Gnðrún Sigurðardóttir, Margrét Sigurðardóttir, Aðaiheiður Sigurðardótttir, Ásberg Sigurðsson, Áslang Sigurðardóttir, Valborg Sigurðardóttir og Kristín L. Sigurðardóttir. ár hennar við hússtjórnar- og hjúkrunarnám. 18 ára að aldri hóf frú Ingi- björg nám við húsmæðraskóla Isafjarðar. Árið eftir hóf hún síð an hjúkrunarnám á Sjúkrahúsi Siglufjarar, sem hugur hennar stóð til, og sfðan þriggja ára framhaldsnám í Kaupmanna- höfn. Fór þar mjög að líkum, að frú Ingibjörg veldi sér slíkan náms- og starfsvettvang. Heim- komin starfaði hún um 5 ára bil sem skólahjúkrunarkona í Siglu firði, en alla æfi vann hún dyggilega að hjúkrunar- og líkn armálum í sinni heimabyggð. Skömmu heimkomin frá námi í Kaupmannahöfn giftist frú Ingibjörg eftirlifandi eiginmanni sínum, Sigurði Gunnlaugssyni, nú bæjarritara í Siglufirði. Var sambúð þeirra alla tíð með þeim ágætum, að fádæmi er enda sam hent og samhuga. Þeim hjónum varð tveggja sona auðíð: Gunn- laugs, skólastjóra Gagnfræða- skólans í Garðahreppi, sem kvæntur er Gunnlaugu Jakobs- dóttur, og Jóns, byggingarmeist- ara, sem er ókvæntur. Frú Ingibjörg Eggertsdóttir var listræn og félagslynd kona, sem tók virkan þátt í margs kon- ar félagsstarfi í Siglufirði. Hún var vinmörg og vej látin og er nú af mörgum treguð, sem harma fráfall hennar á góðum aldri. Sárastur er þó söknuður eiginmanns og sona, sem svo mikils hafa misst. En minning- in um góða konu og góða móð- ur verður ekki frá þeim tekin, hún. mun lifa björt og hrein í hugum þeirra, björt og hrein eins og dagurinn, sem bjó henni hinztu hvílu í hennar heima- byggð, björt og hrein, eins og svo margir dagarnir, sem þau áttu saman í skjóli hinna siglfizku fjalla. Blessuð sé minning frú Ingi- bjargar Eggertsdóttur. Stefán Friðbjarnarson. Ingunn Sigríður Sig- urðardóttir - Minning eldrar hennar voru Eggert Ein- arsson, kaupmaður á Akureyri, og kona hans frú Guðlaug Sig- fúsdóttir. Fárra vikna fór hún til fósturforeldra sinna Jóns Gísla- sonar, þá bónda að Karlsá við Dalvík, og konu hans Snjólaug- ar Þorkelsdóttur. 10 ára að aldri fluttist hún til Siglufjarðar ásamt fósturforeldrum sínum og þar dvaldist hún lengst af ævina alla, ef undan eru skilin náms- Mitt hjarta er fullt af harmi, hljóð ég sit í kvöld. Móðurhjartað milda, mæðir sorgin köld. Ég sé þig! Sárt ég trega þinn svefn og gröfin köld, þann vágest vildum sefa, þau valda harmi hans völd. Ég man mitt blíða barnið, brosið þrungið tryggð. Þann unað, ástúð fagra, þú oft mér léttir hryggð. Þú varst minn vænsti geisli, þú varst mín von og dyggð. Ég yfirgefin hugsa um alla þína tryggð. Ó Guð, þú gefur, tekur, gefðu miskunn, ró. Þú léttir þjáðum þrautir, þín gæði eru nóg. Þú lætur Ijósið skæra leiða hennar sál, og vínáhópinn kæra vera henni hjá. Og börnum' hennar blíðum ég bið þú veitir skjól, þau verndi friðarengill og greiði þeirra slóð. Og manni hennar mæta, mæti gæfa um ár. Og góða föðurhöndin græði öll vor sár. J. K. „Rósin dáin, brostin bráin brugðið yndi sumardrauma Hljóð í bláinn horfir þráin, heim frá mold tfl Ijóssins strauma" „Það syrtir að, er sumir kveðja“, og aldrei fremur en þegar ung móðir verður að Okkar innilegustu þakkir fyr- ir au'ðsýnda samúð við andlát og jarðarför móður okkar Guðrúnar Ámadóttur Ásláksstöðum. Hlaðgerður Snæbjörnsdóttir og systkin. Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför föður okkar, tengdaföður og afa Helga Finnbogasonar Tangagötu 24, Isafirði. Sérstaklega viljum við þakka lækni, hjúkrunarkonum og öðru starfsfólki Sjúkrahúss ísafjarðar fýrir frábæra hjúkr un. Börn, tengdabörn og barnaböm. kveðja börn sín ung, og vonir elskenda, sem virtust eiga fagra framtíð, sýnast allar að engu verða Því verður mörgum í huga líkt og ljóðskáldið lýsir a lík- indamáli, er hcrrft er á föln- andi brá, sem áður brosti svo bjart Og þannig varð mörgum ínnanbrjósts við hinztu kveðju Ingunnar Sigríðar Sigurðardótt- ir, frá Ánanaustum, ungrar og hugþekkrar húsfreyju, sem varð að kveðja í blóma lífsins, eftir erfiðan sjúkdóm, sem æska og þrek varð að lúta Ekki varð þetta léttara, þegar á það er litið, að nú yirtist hamingjan brosa við henni á ný með ágætum eiginmanni á kyrr- 'látu heimili þeirra En þetta eiga aðeins að verða örfá minningar- orð um þessa indælu konu, en ekki æfisaga hennar Hér skla því aðeins örfárra atriða getið Ingunn var fædd að Ánanaust- um í Reykjavík 28 maí 1937 og lézt á Landakotsspítala 19 febr- úar 1969 Hún var dóttir hjónanna Sig- ríðar Friðriksdóttur og Sigurðar Ingvars Hannessonar, sem marg ir þekkja að góðu Og hún ólst upp á sínu ágæta foreldraheim- ili og þroskaðist að djúpri rétt lætiskennd, aterkri ábyrgðartil- finningu og einlægri guðstrúEn þetta állt varð henni heilla- drjúgt vegarnesti í lífsbaráttu, sem oft var henni erfiðari en orð megi greina Millí hennar, foreldranna og bræðranna, var jafnan mjög innilegt samband Ingunn vann um tíma við hæli fyrir umk’omulaus börn, en ein- mitt við það starf nutu eðlis- kostir hennar sín vel Fyrst var hún við barnaheimilið að Elliða- vatni, en fór svo til Danmerkur til að kynna sér rekstur slíkra heimila Eftir heimkomuna réð- ist hún að barnaheimilinu Sól- heimum í Grímsnesi, þar sem hún vann um skeið Ung giftist Ingunn Eiríki Ei- ríkssyni en þau slitu samvistum Tóku þá við erfið ár, en þá sýndi hún einmitt óvenju mik- inn styrk Var hún staðráðin í því að reynast börnum sínum góð móðir Fyrir tæpu ári giftist Ingunn Guðna Jóhanni Þórarinssyni frá Másseli í Jökulsárhlíð. Guðni orðar minningu Ingunnar á þessa leið: „Ingunn bar með sér birtu, frið og gleði Hún færði mér þá gæfu, sem gerði mig að betri manni og gaf lífi mínu takmark og fyllingu Hún var traust kona trygg og virðuleg, glæinleg í sjón og göfugleg í fasi og fram- komu, viljasterk og heiðarleg, sjálfstæð í lund og vildi ekki að neinn ætti hjá sér ógoldinn greiða eða þakkir án þess að veita í staðinn af rausn Hún hafði sérstakt lag á að gera heimili sitt hlýtt og vistlegt. Öllum þótti þar gott að koma og gaman að dvelja og njóta gestrisni hennar, sem hún átti æskuglaðan og skæran hlátur, sem var svo þýður, að allir hlutu að taka þátt í gleði hennar Hún var góðum gáfum gædd, skapstór að eðlisfari, en hafði lært að stjórna tilfinningum sín um og fara vel með skapsmuni sína Ingunn var börnum sínum ást- rík og góð Gaf hún þeim gott fordæmi með reglusemi og festu Áfengi og hættur nútímakynslóð ar vildi hún ekki i nánd við þau eða á sínu heimili Hún kenndi börnum sínum bæn ir og ljóð og fræddi þau um Frelsarann * og gætti þess, að þau sofnuðu með bænarorð á vörum“ Þetta voru orð manns hennax, sem nú hefur orðið fyrir svo heitum harmi að missa hana eft- ir stutta en ástríka sambúð Ingunn átti þrjú börn, Krist- ínu 12 ára, Sigríði 7 ára og ó- skírðan son á fyrsta ári Þau hafa mikið misst, en einnig öðl- ast mikið, að eignast Guðna sem föður og foreldra hans í Másseli sem afa og ömmu: Einn af okkar æðstu hugsuð- um sagði í sárri raun: „Fótsár af æfinnar eyðimörk einn unaðsreit ég fann til þess að deyja‘ Gæti það ekki hafa verið hamingja hinnar ungu dóttur borgarinnar að finna þennan unaðsreit hljóðlátrar hamingju í íslenzkum fjalladal og geta skil- ið þar eftir börnin sín í hönd- um traustra, góðra vina, þegar hún sjálf var kölluð brott Ég, sem þessar línur rita, sá hana fyrst á beimili foreldra hennar Bros hennar opið og ein- lægt, persónan öll svo fresk og eðlileg, verður mér ógleyman- leg. Maður, sem kom til hennar deyjandi, minntist einmitt á þetta bjarta bros, sem umlukti ásjónu hennar Guð blessi anda hennar að eilífu og veiti ástvinum hennar fjær og nær frið og huggun góðleíkans SE Innilega bökkum við öllum þeim sem auðsýndu okkur vináttu og samúð við andlát og útför GUNNLAUGS H. SVEINSSONAR kennara. tngileif Guðmundsdóttir og böm, Sveinn Gunnlaugsson, fyrrv. skólastjórí og aðrir aðstandendur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.