Morgunblaðið - 15.04.1969, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 15.04.1969, Qupperneq 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 196® r m Asgeir L. Jónsson: „Eitthvað fyrir alla“ ÞAð' ERU líklega milli 20 og •30 ár síðan þáverandi formað- nr útvarpsráðs lét þess getið í útvarpsræðu: ‘,,að útvarpið eigi ®ð flytja eitthvað fyrir alia. „Mér fundust þessi ummæli við- sýni og iofa góðú. Datt mér þá «kki d hug, að þau yrðú útfærð, eins -og raun hefúr á orðið. Aíit á sama stai BIFREIÐASALA EGILS N'otaðar bifreiðir til sölu Jéepster Commandö '68, skipti æskileg á ódýrari bU. Willys Jeep '55, '63. '64. '65, '66. '67, Willys Tuxedo '68. Willýs Jeep '67, 6 cyl. og ower-drive: Töyota Crown '66, vel með far- ínn leigubíll. Tóyota Crown '67, einkabill. HHIman Imp. '65 og '67. Opel Caravan station '64. Votkswagen rúgbrauð "63. Votkswagen '66, Vbtvo 544 '63. Bénz 190 '63, sértega- fallegur. Trabant '66; Moskwitch '65 og; '67. Saab '67 4ra cyl. Hillman Super Mínx station '67. Táanus 17 M/station '65; Rambler Classic '63 og '64. Skodð 1000 M.'Bl' '66, Fiat 1100 66 Fiat 1100? station '66. Chevrolet '62 station. Córtina. '64, Ford Mustang '68: Ég er meðal þeirra, sem álíta að útvarpið eigi fyrst og fremst að vera menningar og mennta- stofnun allt frá barnaskóla og upp í háskóla. Svo hefur og ver- ið í höfuðdráttum. En til sárra vonbrigða, virðist útvarpið menga um of þetta hlirtverk með ýmsu því, er helzt ætti ekki að heyrast í útvarpi. Hvemig mundi fara, ef skól- arnir tækju þá stefnu að haga kennslunni eftir óskum barna og unglinga? Ég geri ráð fyrir, að ýmsir þeir, sem til þess hafa aidur, munu minnast erindis, er eitt sinn var flutt í útvarpið og sum- ir nefndu skósvertuerindið. Það mun vissulega hafa verið flutt I góðum tilgangi sem árás á drykkjuskap og heimabrugg, en flytjandinn var sagður svo sein- heppinn í frásögn sinni, að hann veitti óbeint upplýsingar um ým- islegt, er drykkjumönnum og bruggurum mátti að „gagni“ koma. Ég hlustaði ekki á þetta erindi og man ekki með vissu, hver flutti það, enda skiptir það ekki máli, en erindið var mikð rætt, að ég heyrði þess sums staðar getið á ferðum mínum um landið, að eftir það hefði heima- brugg náð meiri útbreiðslu. — Útvarpið var stefnuskránni trútt: „Eitthvað fyrir alla.“ Auk menningar- og mennta- þjónustu flytur útvarpið að sjálf sögðu hin margvíslegustu skemmtiatriði. Hafa þau að von- um sætt mestri gagnrýni, því að sitt sýnist hverjum. Ósanngjarnt væri að krefjast þess, að allt væri jafnsnjallt. Hins vegar get ur verið álitamál, hvort rétt sé að flytja „eitthvað fyrir alla“ í merkingunni að verða við allra óskum. Athygli hefur vakið, hversu rækilega útvarpið gætir hins svokallaða hlutleysis. Finnst sum um jafnvel nóg um. Fátt mun það hafa flutt, sem getur talizt ósæmilegt, en hvort það gætir þess sem skyldi, hvaða áhrif sumt útvarpsefni hefur eða kann að hafa á hlustendur, get- ur verið umræðu vert. Þeir hlust endur, sem í þessu sambandi koma fyrst og fremst til greina, eru börn og unglingar. Tilgangs- laust er að ætla foreldrum að velja og hafna fyrir börnin. Við slíkt verður ekki ráðið. Börnin eru efniviður í gæfu- eða ógæfumenn af öllum gerðum eftir eiginleikum og uppeldi. Til skamms tíma voru heimilin að mestu leyti ein um uppeldi og mótun barna og unglnga, en nú er svo komið, að þau lúta í lægra haldi um áhrifin. Grautarpottur þjóðfélagsins hefur orðið undir- tökin, nema ef vera kann í af- skekktum sveitum. Ætli það taki ekki yfirfeitt um 20 ár að skrýða mannkindina viðunandi siðferðishjúp? Stund- um skemmri tíma. Stundum tekst það ekki. Menningarskurnið krefst lengri tíma, en hvort tveggja verður ekki nema til- tölulega örþunn himna utan um villimennskuna, sem innifyrir býr. — Til mun vera franskur málsháttur, sem hljóðar á þessa leið: „Klóraðu Rússanum, þá finn urðu „Tartarann". Skyldi ekki þessi málsháttur eiga nokkuð jafnt við allar þjóðir heims? Hvaða umsögn hafa styrjaldar- árin, fyrri og síðari, gefið okk- ur um það og siðan samskipti hinna ýmsu þjóða? Líklega verður þó að álíta, að mannskepnan hafi eitthvað skánað frá því að sögur hófust. Hins vegar hafa framfarimar verið það hægfara, að manni verður á að spyrja, hvort mann- kyninu muni eldast aldur til að nálgast fullkomið bræðralag. En hvað um það, Hfið krefst’ fram- vindu, þróunar og öllum er skylt að taka þátt í þeirri sókn á sem jákvæðastan hátt Þess vegna er athugunarvert, hvort gefa skuli al'ls konar ævintýralýð, sem gengur upp i þvl að trylla æsk- una með fáránlegri vilU- mennsku, byr undir vængi með aðstoð opinberra fyrirtækja, s.s. Ríkisútvarpsins og gjaldeyris- þjónustunnar, er sóar gjaldeyri i erlenda skemmtikrafta að því er virðist án nokkurrar gagn- rýni. Ekki kann ég tölu á þeim er- lendu fregnum, er birzt hafa í íslenzkum blöðum um múg- æði sem altekið hefur unglinga á skemmtistöðum og utan þeirra í sambandi við bítla, svo að lög- regla hefur orðið að skerast í leikinn. I sumum tilfellum urðu slys. Sumum fregnum hafa fylgt myndir, er ætla mætti, að tekn- ar væru af bandóðu fólki á geð- veikrahæli. Verður ekki séð, að slíkt og þvílíkt skapi holl upp- eldisáhrif eða sé menningar- auki. Negrahví (Jazz) lætur minna yfir sér og er ekki eins æsandi, en hvaða áhrif hefur það á hljómlistarþroska fólks? Önn- ur spurning er þá ekki síður knýjandi: Hefur bítlagarg og negrahvi æskileg áhrif á heyrn og taugakerfi manna? Heyrnarþoli mannsins eru takmörk sett. Styrkur (hæð) tóna er mældur í stigum (Deci- bel) eftir ákveðnu kerfi. Ef ég man rétt, þá á heyrn mannsins að þola um 85 stig án þess að bíða tjón. Hins vegar kvað bítla garg komast yfir 130 stig. Ef hér er rétt með farið, sætir furðu, að heilbrigðisyfirvöldin skuli ekki skerast í leikinn. Verður ekki fyrst og fremst að gera þá kröfu til hljómverka, málverka, höggmynda, leiksýn- inga, kvikmynda, skáldverka og annara bókmennta, að þetta hvert um sig hafi jákvæð á- hrif til andlegs þroska og upp- byggilegrar fræðslu, hafi göfg- andi áhrif, sé til hagnýtrar menntu-nar eða veiti óskaðlega skemmtun? í þessari upptalningu er ekki list nefnd á nafn, því að nú er svo komið, að ekki verður vitað, Tökum notaðar bKreiðar 1 um- boðssölu. Úti- og innisýningar- svæði. Laugav. 116. Sími 22240. Skinnkápur — pils JAKKAR — SKOKKAR. HAGSTÆTT VERÐ. GREIÐSLUSKILMÁLAR. <5 s.a •gH HRESSINGARVIST Allar almennar læknismeðferðir. megrunar- kúrar. gufuböð og þjálfun. — Nýtizku herbergi með baði og snyrtingu (lyfta). Dagsverð frá 60—110 d. kr. Aðgangur að golfi og reiðhestum — Leitið upplýsinga. TH. (06) 821155 — Póstbox 105 — Aðalhressingarhæli • ■ i-Í. •1] i!m 8 j ni ci - i 1 • - iu . ir 'f k • ^ _ i -Jfe: 1*****mi£s|| ISJ ****bm»»M víit i3f ÍUVI UACiyUUIIA SILKEBORG-DANMARK HÆTTA Á NÆSTA LEITI —+— eftir John Saunders og Alden McWilliams impossiblk! T'M GOINS DOWN THERE/ WELC0WE BACK TO ALM05T DPV LAND.TRoy/ GRAB THIS BATHTLIB TOy AND LET'S SEE HOW BRAVE 'CAPTAIN , KIDD' ATHOS REALLV |S/ S TW ENSIHE ROOM 1S ON THE PIPE KOW, SIR... THEY SAY , THEV'RE flooding' Vélarrúmið var að kalla upp herra. Þeir segja að þar sé alit að fyllast af sjó. Það er ómögHlegt. Ég fer niður að gá. 2. mynd) Veikominn aftur á hérumbil þurrt land Troy. Nú skulum við athuga hversu hug- rakkur kafteinn Kidd er í raun og veru. 3. mvnd) (Á meðan, i hundruð milna fjar lægð er að skapast nýtt vandamál sem þeir félagar fiækjast í). Allt í lagi, allt ■ lagi. Einn góðan veðurdag finnur einhver sniðugur náungi upp síroa sem getur ekki hringt meðan maður er í baði. Og verður milljónamæringur. hvað það orð táknar hverju sinni. Sjónvarpið virðist vera um margt vökul stofnun, sýnir sitt- hvað ágætt, en því miður Hka eitt og annað, sem ekki ætti að sjást. Hér verður aðeins vikið að einu atriði. Sýndar hafa ver- ið myndir af leikfimi, bæði inn- lendar og erlendar, sem hafa ver ið með ágætum, fyrirmyndir að hollri skemmtun og fræðslu, en þess á milli, og þó oftar, hafa verið sýndar líkamsskælingar, bæði villimannslegar og viðbjóðs legar frá' toppi til táar frá mín- um bæjardyrum séð. Hér á ég að sjálfsögðu við afskræmis- hreyfingar bítlanna. Dettur nokkrum heilvita manni í hug, að sTíkt veiti börnum og ungling um- nokkra hollustu? Eða er æskilegt að ala upp lýð, sem á- netjast þvílíkri ómenningu? Þegar næst síðasti útvarps- stjóri kynnti vetrardagskrána síðasta haustið, sem hann var við stjórn, kunngerði hann, að útvarp frá jarðarförum yrði að mestu leyti fellt niður. Gat hann þess jafnframt, að forsendan fyr ir því útvarpi væri niður fallin. Þessum ummælum fylgdi engin skýring. Ekki skildi ég hvað hann átti við, og enginn, sem ég spurði. En fyrir skömmu kom skýringin frá formanni útvarps- ráðs á þá leið, að nú væru sam- göngur orðniar svo góðar, að auð vélt væri fyrir þá er vildu að vera viðstaddir jarðarfarir. Þessi tylliástæða er harla hald- HtiL Um hásumar eru að vísu flestir vegir færir, en aðra tima árs fer það eftir tiðarfari, og ekki eiga allir greiðan gang að flugferðum. Þá getur og fleira komið til, sérstaklega ef langt þarf að sækja. Síðustu árin, sem útvarpað var frá jarðarförum, mun árleg tala þeirra hafa verið hátt á öðru hundraði. Þetta var því eftirsótt þjónusta til útvarpsins vegna ná kominna ættingja og vina hinna látnu. Vitnað hefur verið til þess að þessi þjónusta þekkist ekki í öðrum löndum. Þessu má svara með tveimur spurningum: Mega íslendingar ekki hafa sín ar eigin lífsreglur, og hvaða lönd hafa slíka samgönguörðug- leika sem ísland? — Svo er til ön-nur hlið á þessu máli: Það er sem sé hlustað meira á jarðarfar- arútvarp en margur hyggur. Siðan fyrir upphaf Ríkisút- varpsins, hef ég ferðazt um meg inhluta landsins, árlega um 5 mánuði. Ég hefi því ekki kom- ízt hjá því að kynnast nokkuð, hvaða útvarpsefni er vinsælast hjá hinum ýmsu aldurs- og mann gerðarflokkum. Hefur það vak- ið athygli mína, hversu miikð hefur verið hlustað á útvarp frá jarðarförum. Mörg heimili sögð- ust ekki sleppa nokkurri útför. Það er fyrst og fremst gamla fólkið, sem hlustar. Það er sumt ættfrótt og kannast því við marga, sem verið er að kveðja, og það safnar nýjum fróðieik. Hjá gamla fólkinu eru dagam- ir oft langir. Afþreying þess í aambandi við útvarpið hefur að- a'lega verið guðsþjónustur, jarð arfarir, veðurfregnir, fréttir, sögur og leikrit. Það hlustar einnig á söng og þjóðlög. Þessi hlustendahópur er ekki lítill, hann saknar útvarps frá jarð- arförum og hann á ekki að vera réttlægri en aðrir hlustendur. Vera má, að tekjur útvarps- ins af jarðarfararútvarpd standi ekki undir tilkostnaði, þó verð- ur það fjárhagslega hagstæðar en útvarp fyrir enga greiðslu. Ef ég man rétt, þá átti að mota jarðarfaratíma útvarpsins fyrir „tónlist“. Hlustendur hafa síðan heyrt, hvemig þessi Hst ber nafn með rentu. En hversu margir munu hlusta á slíkt efni á þessum tíma dags? Jú, það ger ir sennilega einhver strjálning- ur. „Hlustað" mun t.d. í ein- staka verksmiðju, en ef til vill einkum á verkstæðum við undir leik af vélaskrölti og hamars- höggum. Annars hélt ég að full vinnandi fólk ætti að hafa af- þreyingu af öðru en útvarpi í vinnutímanum. Ásgeir L. Jónsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.