Morgunblaðið - 15.04.1969, Síða 32

Morgunblaðið - 15.04.1969, Síða 32
AU6LYSIN6AR SÍMI SS*4*8Q RITSTJORN • PRENTSMIÐJA AFGREIÐSLA*SKRIFSTOFA SÍMI lO-IOD ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 1969 Frumvarp á Alþingi: Kísilgúrverksmiðj an við Mývatn verði stækkuð á árinu — afkasfagefa hennar verði tvöfölduð — stœkkunin felsf einkum í aukningu á votvinnslukerfinu — framleiðsla verksmiðjunnar hefur selzt jafnóðum, og horfur á nœgilegum markaði fyrir kísilgúr Ríkisstjórnin hefur lagrt fram á Alþingi frumvarp til laga um viðauka við fyrri lög um kísilgúrverksmiðju við Mývatn. Gerir frumvarpið ráð fyrir að rikisstjórninni verði heimiiað að leggja fram allt að 150 millj. kr. af fé ríkissjóðs sem hluta- fé í Kísiliðjunni hf. við Mý- vatn til viðbótar því framlagi, sem heimilað var með lögum frá 1966. Er ríkisstjórninni jafn framt heimilað að taka Ián í þessu skyni. Fjármagn þetta mun síðar verða notað til þess að stækka verksmiðjuna og kemur fram í greinargerð frumvarpsins að hag kvæmt muni að auka afkasta- getu hennar í einu lagi, sem svarar 12 þús. lestum á ári, þann ig að heildarafköstin verði rúm- lega tvöföld á við það sem nú er. Telur stjóm verksmiðjunn- ar æskilegt að þetta verði gert svo fljótt sem unnt er. Ríkis- stjórnin hefur fallizt á þessa til- lögu fyrir sitt leyti og lagt drög að því ásamt Johns-Maniville Corporation í New York, öðrum aðalhluthafa félagsins að stækk unin verði framkvæmd á þessu og næsta ári. Er frumvarpinu ætlað að afla nauðsynlegra h-eim ilda til þeirrar fjáröflunar, sem við þarf vegna stækkunarinnar og annarra aðstæðna félagsins. í greinargerð frumvarpsins er .stofniun og starfsræksla veork- smiðjunnar ítariega rakin. Kem- ur þar fram að stofnfé félags- ins var 78 millj. Hluti ríkissjóðs var 51 prs., Sveitar félaga á Norðuriandi 1,3 prs. og Johns-Mansville Corporation 47,7 prs. f aðalstjórn félagsins hafa átt sæti frá upphafi Magn- ús Jónsson fjármálaráðherra, for maður, Karl Kristjánsson fyrrv. alþingismaður, Pétur Pétursson forstjóri og Roger Hackney og W. E. Lehman af hálfu banda- ríska fyrirtækisiins. Framhald á hls. 12 Skreiö ómeiddur — undan 20 tonna ýtu Egílsstöðum 14. apríl. LITLU munaði að stórslys yrði er 20 tonna jarðýta valt í Jökuldal. Var hún á ferð á milli Hákonarstaða og Grund ar, á hallandi mýrlendi og rann þá til hliðar og á hvolf. Var húsið líkast eldspýtu- stokk, sem búið ér að tro'ða á, en ýtustjórann sakaði ekki og skreið hann ómeiddur undan brakinu. Er algengt að ýtur (renni út á hlið undan halla ' og þarf þá ekki mikið að verða fyrir til að þeim hvolfi, séu þær ekki með öryggisbún að — en allt of lítið er um að ýtur séu þannig útbúnar. S. E. Frá fundinum um sjávarútvegsmál í gærkvöldi. Ceir Hallgrímsson, borgarstjóri á fundi um sjávarútvegsmál * gœr: Reykjavíkurborg vill skapa útgerðinni sem bezt skilyrði „Reykjavíkurborg hlýtur að setja metnað sinn í að skapa út- gerðinni sem bezt skilyrði, án þess þó að fara út í óeðlilega sam keppni við önnur sveitarfélög, eða leggja útgerðinni til upp- bætur, því að Reykjavík ætlar sér í engu meiri hlut en hag- kvæmt er frá sjónarmiði þjóðar- heildarinnar. En það er Reykja- vík mikils virði til að geta gegnt hlutverki sinu að vera um margra ára skeið með örfáum undantekningum stærsta verstöð landsins", sagði Geir Hailgríms- son borgarstjóri á fundi Félags Fulltrúar verkalýðs- ins gengu af fundi — er verkbannsboðun iðnrekenda var afhent fulltrúum Iðju S.L. SUNNUDAGSKVÖLD gengu samningamenn verka- lýðssamtakanna af sátta- fundi, sem þá stóð yfir er fulltrúum Iðju, félags verk- smiðjufólks í Reykjavík hafði verið afhent verkbannsboðun Félags ísl. iðnrekenda. Svo sem kunnúgt eT af frétt- um, hafa iðnrekendur boðað verkbann frá 21. april n.k. vegna verkfalls Iðju á þrjú iðnfyrirtæki í hötfuðborginni, Kassagerð Reykjavíkur hf., ísaga og Um- búðamiðstöðina. Torfi Hjartarson, sáttasemjari ríkisins, sagði í viðtali við Mbl. í gær að nýr sáttafundur hefði ekki verið boðaður og kvaðst hann ekki geta sagt um hvenær það yrði. áhugamanna um sjávarútvegs- mál sem haldinn var í Sigtúni í gærkvöldi, en það fiutti haann framsöguerindi. Borgarstjóri skýrði frá skýrslu hafnarstjóra um framtíðarfyrir- komulag Reykjavíkurhafnar og skiptingu milli fiskihafnar og kaupskipahafnar, þótt endanlega hafi ekki verið frá þeim málum gengið. í þessari skýrslu er gert ráð fyrir sameiningu allrar lönd Framhald á bls. 31. Nýtt loðdýraræktar- frumvarp lagt fram — megum ekki láta fordóma ráða af- stöðu okkar til málsins, sagði Sveinn Cuðmundsson er hann mœlti fyrir frumvarpinu — Norðurlöndin framleiða árlega minka- skinn fyrir tug milljarða MEIRIHLTJTI allsherjamefndar efri-deildar Alþingis, Jón Þor- steinsson, Auður Auðuns, Sveinn Guðmundsson, Karl Guðjónsson og Axel Jónsson hafa lagt fram frumvarp um loðdýrarækt. Er í frumvarpinu lagt til, að minka- eldi verði ieyft að nýju á Islandi, en jafnframt gert ráð fyrir því að mjög strangar reglur verði sett- ar um útbúnað búra og leyfi til þess að stofnsetja og starfrækja minkabú. Þurfa þeir sem óska eftir að koma upp minkabúi að senda landbúnaðarráðuneytinu umsókn og skulu fylgja henni ítarlegar áætlanir um byggingu loðdýra- búsins, um gerð þess, tæknileg- an rekstur og fjármál, svo og um þau dýr, sem fyrirhugað er að rækta á búinu. Ennfremur skal Vaxandi starfsemi Verzlunarbankans — Frá aðalfundi bankans á laugardag AÐALFUNDUR Verzlunarbank- ans var haldinn í veitingahúsinu Sigtúni sl. laugardag og hófst hann kl. 14.30. Fundarstjóri var kjörinn Geir Hallgrímsson, borg- arstjóri, en fundarritarar þeir Gunnlaugur J. Briem, verzlunar- maður, og Sigurður Magnússon, framkvstj. Þorvaldur Guðmundsson, for- stjóri, formaður bankaráðs, flutti skýrslu um starfsemi bankans á siðastaliðnu ári, en Höskuldur Ólafsson, bankastjóri, lagði fram endurskoðaða reikninga bank- ans. Verða hér á eftir rakin helztu atriði úr skýrslum þeirra: Hagur bankans. — Innborgað hlutafé bankans naim í árslok Framhald á bls. 31. umsókninni fylgja umsögn við- komandi sveitar- eða bæjarstjóm ar. Að fengnu áliti veiðistjóra um þessi gögn tekur landbúnaðar- ráðuneytið ákvörðun um viður- kenningu loðdýrabúsins, með skil yrði um, að loðdýrarækt hefjist þar ekki, fyrr en gerð þess er öll í samræmi við fyrrgreindar áætlanir, og tryggt sé, að loð- dýrabúinu veiti forstöðu kunn- áttumaður með a.m.k. eins árs reynslu í hirðingu, fóðrum og meðferð dýranna, og úttekt hef- ur farið fram af veiðistjóra eða umboðsmanni hans. Framhald á hls. 12 Nouðgunor- tilruun FIMMTÁN ára gaimall pidtur reyndi í gær að nauðga 14 ára stúlku og voru tveir félagar hans honum til aðstoðar. Tilraun in tókst ekki og varð stúlkan ekki fyrir neinum mieiðingum. Stúlkan var að koma úr búð, er piltuir sem hún kannaðist við slóst í för með henni ásamt tveimur öðrum. Héldu þau öll til heimilig eins piltsins. Þegar þangað lcom greíp sá fimmtán ára stúlkuna, lagði hana á gólí og reyndi að svipta hana klæð- um með aðstoð félaganna. Stúlk an kveðst hafa barizt um á hæli og hnakka, og þar sem húsráð- anda bar að í þessu, kom piltur- inn ekki fram áformi sínu. Lögireglan hafði hendur í hári piltanna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.