Morgunblaðið - 27.04.1969, Síða 1
Fellur
de Gaulle?
Bíður dóms þjóðar-
innar að sveitasetri
sínu
París, 26. apríl. NTB-AP.
CHARLES de Gaulle forseti er
farinn til sveitaseturs síns í
Colombey-les-deux-Eg'lises til
þess að bíða eftir dómi þjóðar-
innar í þjóðaratkvæðagreiðslunni
á morgun um breytingar á skipu
lagi héraðsstjórna. Ef tillög-
um hans verður hafnað bendir
allt til þess að hann fari frá
völdum og þá verður hann um
kyrrt á sveitasetrinu.
í sjónvarpsávarpi sínu til þjóð
arinnar í gærkvöldi sagði forset-
inn: „Svar ykkar mun móta ör-
lög FrakklancCs vegna þess að
verði mér hafnað ... verður
mér ekki kleift að gegna núver-
andi starfi mínu og ég mun þegar
láta af störfum, og skiptir þá
ekki miáli alúð og eldlegur
áhugi þeirra fjölmörgu, sem
styðja mig“.
Úrsliit kosninganna eru tvi-
sýn og geta oltið á nokkrum
tugum þúsunda atkvæða. Sam-
kvæmt skoðanakönnun er blað-
Framhald á hls. 31
LESBÓK Morgunblaðsins er að þessu sinni 24 síður og efni henn-
ar er m.a.:
• Daglegt líf í Rússlandi. Grein úr Sunday Times. Höfundurinn
býr í Rússlandi, en lætur ekki nafns síns getið.
0 Drekinn er meðal okkar. Grein um Ijóðlist Brian Patten, eftir
Matthias Johannessen. Einnig eru birt nokkur ljóð Pattens í
þýðingu Matthíasar.
• Grein um myndlist Eiriks Smiths og samtal við hann um skoð-
anir hans og viðhorf. Eftir Gísla Sigurðsson.
• Boðun Þingvalla og arfur kynslóðanna. Steingrímur Sigurðs-
son ræðir við séra Eirík J. Eiríksson, þjóðgarðsvörð.
• Holdsveikraspítalinn i Laugamesi. Grein eftir M. J. Br.
• A morgun. Smásaga eftir Fríðu Sigurðardóttur.
• Bersalir. Ljóð eftir Stefán Hörð Grimsson.
• Islands riddari. Siðari grein Sveins Ásgeirssonar um Frederich
de la Motte Fouqué.
% Aukizt, margfaldizt og uppfyllið jörðina. Grein eftir G. Skúla
Bragason, stud. med.
• Stúlkan sem sveik Ché Guevara. Grein eftir H. J. Hulton.
Sumarið er komið og þótt
frost herði um sinn grassvörð-
inn er sumarskapið i vitneskj-
unni um gróandi jörð út úr
vetrinum. Eftir veðurblíðu
undangenginna daga var fólk
þó fremur farið að búast við
blómstrandi ilmrósum en frost
rósum á glugga. Litla stúlkan
á myndinni fagnaði sumrinu
í sólinni á sumardaginn fyrsta,
en í gær lék hún sér við frost-
rósir og bræddi þær með
fingrum sínum hraðar en sól-
argeislamir.
Ljósm. MM, Ól. K. M.
Rússar vígbúast af kappi
— Að öllu óbreytfu munu þeir hafa meiri
herafla en Bandaríkin um 1975
Florida, 25. apríl, AP.
• Einhverntíma kringum árið
1975, geta Rússar verið búnir að
koma sér upp mun öflugri herj-
um og varnarvopnum en Banda-
ríkin hafa, ef ekki verður eitt-
hvað gert til að stemma stigu við
því.
• Þeir hafa þegar á að skipa
stærri kafbátaflota, fleiri eld-
flaugum og fleiri skriðdrekum,
og framleiða nú hraðar en
nokkru sinni fyrr.
• Ef valdajafnvægi á að haldast
í heiminum, verða Bandaríkin að
auka mjög hergagnaframleiðslu
sina.
Á fundi imeð fréttamönmiuim á
föstaidag, sagði Mélrvin Laird,
varnarmiálaráðherra Bandaríkj-
antna, að þá þrjá mánuði sem
'hann hefði gegint stöðu sinmd
hetfði það korruið betur og betur
í ljós að Rússar stefndu að því
að hafa algera yfirburði yfir
Banidaríkin, hernaðarlega.
Hamn taldi að einlhvennitíma
kringum árið 1975 myndu þeir
í kúlnaregni yfir
landamærin —
Ungur hermaður flúði frá Tékkóslóvakíu
Vín 26. apríl, AP.
TVÍTUGUR tékkóslóvakískur
hermaður geystist á stórum íher-
bíl yfir laindamærin til Aus/tur-
rjikls í morgun, og slapp ómeidd
ur í gegnum mikla kúlnalhríð.
Hann baðst hælis seim pólitiskur
flóttamaður. Þrátt fyrir aJS þeir
hélldu uppi harðri slkotihríð,
reyndu landamænaverðirnir ekkj
a)ð .fylgja hionium eftir. AlJs hafa
214 Tékkósfóvakar flúið til Aust
urríkis siðastliðna átta daga.
Flóttamaðurinn fór yfir landa
mœtrin 'á móts við Gmuend, sem
er um 160 fkílómetra fyrir norð-
vestan Vín. Hann kom að landa
mærunum á mikilli ferð, og
sinnti ekki stöðvunarmerkjum.
>á þeigar var hafin iskiothrið á
hann úr véllbyssum og rifflum,
en hann ók sem leið lá í
gegnum tvö 'hlið sem aplundir-
uðust í allar áttir. Þegar hann
átti eftir öfarinn rúman metra
Framhald á bls. 31.
hafa miklu meiri herafla og her-
gögcnum á að slkipa. Þeiir myndu
eiiga fleiri kjairnorfkuvopai til
árása, fleiri kjarnonkuvopai til
varna, og muin fleiri vélaiherdeiíld
iir og hermenn, sem nota mætti
ef til einihverskonar etríðs kæmi
án þess að k j a rnorkuvopn um
yrði beitt, t. d. eins og í Vieitnaim,
eða ef syði uppúr í Kóreu.
Ráðherranin sagði að saðastlið-
in ár hefðu Sovétríkim meira en
þrefaldað tölu langdrægra eld-
flauiga, og ættu nú um 900 á
landi. Hann genði ráð fyrir að
Framhald á bls. 31
Sovétþotur
yfir V-Berlín
Berlín, 26. apríl. NTB.
SEXTÁN sovézkar orrustu.
I þotur flugu tvívegis yfir
Vestur-Berlín í dag. Þær
fiugu í 600-800 metra hæð og
I fóru yfir bandaríska hlutann.
Samkvæmt óstaðfe:itum frétt
um flugu þær nálægt farþega-
flugvél frá bandaríska flug-
félaginu Pan American er var
á leið til Vestur-Berlínar.
Sovézkar herflugvélar hafa
rétt til að fljúga yfir Vestur-
Berlín, en gera það sjaldan.
| Áður en þoturnar sneri aftur
til Austur-Þýzkalands í dag
flugu þær rétt yfir Spandau-
fangelsi, þar sem Rudolf Hess
fyrrum -iitaðgengill Hitlers,
situr inni. Hann hélt upp á
75 ára afmæli sitt í dag.