Morgunblaðið - 17.06.1969, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 17.06.1969, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLA.ÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚNÍ lð'60 tjlfcglefiandí H.f. Árvafcar, Reyfcjavik. Friamfcv.æmdastj óri Haraldur Sveinsaon. •Ritstjóraí Sigurður Bjartœaston frá Yigur. Matthías Jdhannesslen. Eyj ólfur Konráð Jónsaoon. Bitstj órnarfulltrúi Þorbjöm Guðmundsson. Fréttaistjóri Björn Jó!hannssora. Auglýsingastjóri Árni Garðar KrisitinsKHl. Eitstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6. Sámi 10-109. Auglýsing'ar Aðafctræti 6. Síml 22-4-80. Áskxiiftargj'ald kr. 1®OXO á miánuði innanlands. í lausasiöiu: ikr. 10.00 eintakið. 25 ÁR - TIL GÓÐS I DAG fagnar íslenzka þjóðin unnum sigrum. Hún gleðst yfir því, að langri og strangri sjálfstæðisbaráttu skyldi Ijúka með fullum sigri og hún fagnar því, að á fyrsta aldarfjórðungi lýð- veldisins hefur tekizt að varðveita og treysta sjálfstæðið, sam- hliða miklum efnahagsframförum. Jafnframt minnist þjóðin þeirra, sem í fremstu víglínu stóðu i sjálfstæðisbaráttunni og þakkar störf þeirra. Þótt við islendingar séum þrætugjamir og sitt sýnist hverj- um, verður því ekki á móti mælt, ef málin eru yfirveguð öfga- laust, að vel hefur tekizt til í meginefnum að stjóma mál- efnum þjóðarinnar fyrstu 25 ár lýöveldisins Þótt mikill meiri- hluti mannkyns búi við ófrelsi og óhæft stjórnarfar, göngum við Islendingar út frá þvi sem sjálfsögðum hlut, að hér muni ætíð ríkja lýðfrelsi En þegar hugleitt er, að jafnvel í gamal- grónum lýðræðisríkjum hafa þjóðirnar verið sviftar frelsi sínu, verður Ijóst að ekki er það ómerkur árangur að varðveita og efla lýðræðið. Og vissulega hefur lýðræðið eflzt hér á landi síðasta aldar- fjórðung. Pólitískar deilur eru nú með allt öðrum og heilbrigð- ari hætti en áður var, þegar persónunið og skætingur ein- kenndu baráttuna, og samhliða hefur aðstaða manna til að tjá skoðanir sínar og deila um málefni, sem miklu varða, batnað til mikilla muna. En þjóðir glata ekki einungis sjálfstæði sínu vegna þess að þeim tekst ekki að stjórna málefnum sinum innbyrðis á heil- brigðan hátt, heldur og vegna þess, að kúgunaröfl sækja að utan og svifta þær frelsi. Dæmi þess eru deginum Ijósari frá fyrri timum, og enn í dag eru slíkir atburðir að gerast. Við Islendingar vorum svo gæfusamir á fyrstu árum lýðiveldisins, að framsýnir menn réðu stefnu okkar í utanríkismálum og okkur auðnaðist að tryggja öryggi okkar til jafns við stórveldi með þátttöku í Atlantshafsbandalaginu Og þótt við deilum stundum á stjómarvöld okkur fyrir að taka ákveðna afstöðu á alþjóðavettvangi — eða taka ekki afstöðu — þá er það stað- reynd, að Islendingar njóta í augum umheimsins fyllstu virð- innar, vegna þess að utanrikismálastefna okkar hefur verið ábyrg. I menningarefnum hefur einnig tekizt vel til, og um það verð- ur ekki deilt. að islenzka þjóðin er nú menntaðri og á fleiri lista- og vísindamenn en nokkru sinni fyrr, þótt vissulega þurfi að herða baráttuna. Það hefur ætíð verið stolt okkar, að til Is- lands sé vitnað, þegar rætt er um mennt og menning. Heimkoma handrítanna og handsal fullra sátta við okkar fyrri sambandsþjóð mun vekja mikla athygli á fornum menntum Islandinga, og ný starfsemi á sviði lista og vísinda, mun auka hróður landsins. Islendingar þurfa ekki heldur að bera kinnroða fyrir árangur í atvinnu- og efnahagsmálum Sú kynslóð, sem borið hefur hita og þunga dagsins síðustu 25 árin, hefur vissulega leyst hlut- verk sitt þannig af hendi, að yngri kynslóðin á auðveldari leið að því marki að gera fsland að auðugu landi, þar sem hag- sæld verður meiri en annars staðar þekkist. Síðustu tvö árin hafa að visu verið okkur Islendingum þung i skauti, af ytri ástæðum. En ánægjulegt er einmitt á þessum degi að sjá birta til, ný framfarasókn er hafin, þar sem eldri atvinnuvegir verða efldir og nýir koma til sögunnar. Sagt hefur verið, að sjálfstæðisbaráttan sé ævarandi, og víst er um það, að þjóð, sem heldur ekki vöku sinni, mun ekki varðveita frelsi sitt. I þvi efni er reynslan ólygnust. Einstakl- ingarnir verða að gera sér grein fyrir skyldum sínum við ætt- jörðina, og ungir hæfileikamenn eiga að finna kröftum sinum viðnám á þjóðfélagssviðinu eins og beztu synir fslands hafa ætíð gert. I sjálfstæðisbaráttunni eiga allir að vera þátttakend- ur, hver á sínum stað. Á þessum degí óskar Morgunblaðið þess, að þjóðinni auðn- ist að sækja fram til aukinnar menningar og bættra lífskjara með jafnmiklum þrótti og henni hefur tekizt fyrstu lýðveldisárin. Þá þarf engu að kvíða um sjálfstæði, frelsi og hagsæld óbor- inna íslendinga. / Og hvað skyldi nú taka við í lífi þess unga fólks, sem í dag sikartar hvítum stúdentakollum? Öryggi skólabekksins er á enda hjá sumum — aðrir hyggja á lengra nám í nýjum skóium, en hvert, sem þeir ætla, ungu stú- dentarnir, fyigja þeim hamingju óskir þjóðarinnar allrar. Blaðamenn Morgunhlaðsins hittu nokkra nýstúdenta að máli og spurðu þá, hvað nú tæki við hjá þeim. „Hvað ætlið þið að verða, þegar þið eruð orðin stór“, spurðu blaðamennirnir og nýstúdentarnir brostiu hreitt o|S svöruðu: Ágúst Ragnarsson, (M.R.): - Ég er búinn að sækja um dýralæknisnám í Osló en hef ekki fengið svar ennþá. — I sum- ar ætla ég að vinna við tennis- völl í Bastad í Svíþjóð og fái ég ekki jákvætt svar frá Osló, bið ég bara í eitt ár. Giuðrún S. Vilhjálmsdóttir ☆ Guðrún Sigríður Villhjálms- dóttir, (M.R.): — Ég fer til Bandaríkjanna í haust — er búin að fá styrk til náms við Gustavus Adolphus Oolagie í St. Pater í Mjininesota og reikna með að taka félags- fræði. Styrkinn fékk ég gegn- uan íslenz'k-aimierís'ka féliaigið en hann er kenndur við Folke Berna dotte-sjóð við skólann. Eins og sjá má af nöfnunum munu stofn- endur skólans hafa verið af sænskum ættum. — Ég feir senni leigia útt «m mámaiðaimiátáin áigiúlst- Elsa, Dagný, Elísabet, Hrafnhildur og Alda, frá M.R. (Myndirnart( september, en þangað til ætla ég að vinna á Landssímanum. ☆ Guðrún Magnúsdóttir, (V.f.): — Mig langar til að leggja stund á frönskunám. Þá er Frakkland jú framundan en ég vil helzt læra utan Parísar. Margrét Koika Haraldsdóttir, (V.í.): — Minn draumur er að komast út, helzt til Norðurlanda og nlomla inirnainlhúisisiarlkiitelkltúr. Ef það gienigiutr elkiki, býst ég viið að leggja út í tungumálanám. ☆ Guðný Helgadóttir, (K.í.): — Mér finnst verkefnavalið við Gunnar Gunnarsson (t.v.) og G Kennaras Háskóla íslands ekki nógu fjöl- breytt svo ég hef ekkert ákveð- ið um frekara nám að svo stöddu. Ég hef jú mitt kennara- próf til að nota nú. Margrét Kolka Haraldsdóttir (t.v.) og Guðrún Magnúsdóttir hlutu 2. og 3. hæstu stúdentseinkunn við Verzlunarskólann að þessu sinni. ☆ Viðar Gunngeirsson, (M.L.): — Ég er nú ekki alveg ákveð- inn en það ætti ákaflega vel við mig að vera prestur einhvers staðar í fámennri sókn. ☆ Arni Ragnarsson, (M.R.): — Ég hygg á háskólanám í haust og líklega verður læknis- fræðin fyrir valinu. Uggi Agnarsson, (M.R.): — Ég ætla að hugsa um há-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.