Morgunblaðið - 31.10.1970, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 31.10.1970, Blaðsíða 3
MORGUNlBLAÐIÐ, LAUGARBAGUR 31. OKTÓRER 1970 3 1 ’1 AÐ VENJU eru mi'klir vöru- flutningar til landsins á þess- um árstíma, þegar vörur, sem eiga að fara á jólamarkaðinn, bætast við venjulegan vöru- innflutning. Ennfremur eykst innflutningur á útgerðarvör- um um þetta leyti. Ferðir Eim skipafélagsskipanna eru og mjög tíðar frá helztu við- skiptahöfnum erlendis og i nóvember eru auglýstar sex skipaferðir frá höfn, fjórar frá Gautaborg, Pelixstowe, Rotterdam, Ham- borg og Kristiansand, þrjár frá Weston Foint og frá öðr- um viðkomuhöfnum eru og tíð ar skipaferðir. Nýi Dettifoss verður eitt af jólaskipunum Eins og áður hefur verið getið um i fréttum, bætist nýr „foss“ í flota Eimskipafélags- ins á næstunni, m.s. „Detti- foss“, sem er í smíðum í skipa smíðastöðinni Aalborg Værft A/S., og fer þaðan í sína fyrstu ferð hinn 21. nóvember. Fermir skipið vörur í Rotter- dam, Felixstowe og Hamborg, og er væntaniegt til Reykjavik ur 5. eða 6. desember. Þetta nýja skip verður eitt af þeim, sem koma með jólavörurnar í ár. M.s. „Dettifoss" er að ytra útliti mjög líkur m.s. „Goða- fossi“, sem kom til landsins í sinni fyrstu ferð i júli s.l., en að því leyti frábrugðinn, að hann er ekki frystiskip. 1 Dettifossi" eru hiinis vegar tvö milliþilför með hliðsjón af nýjustu tækni og hagræðingu í vöruflutningum, notkun vörupalla og „Containers". Verða gaffallyftarar notaðir í lestunum við fenmingu og af- fermingu. M.s. „Dettifoss" er 4.160 D. W. tonn og lestarrými 178 þús und rúmfet. Munar þvi nokkuð um þessa aukningu á skipa- stól Eimskipafélagsins á mesta annatímanum í vöruflutning- um. Verðgæzlufrv. ekki fyrir þing nú - nema þingmeirihluti sé tryggður sagði viðskiptamálaráðherra síðasta þingi og sagði, að við nú í svari við fyrirspurn að lok- inni ræðu sinni á aðalfundi Verzl unarráðs Islands i gær, ræddi Gylfi Þ. Gíslason, viðskiptamála- ráðherra, um verðgæzlufrv. rík- isstjórnarinnar, sem fVfe var á verandi aðstæður hefðu umbæt- ur á þessu sviði ekki verulega þýðingu, þar sem höfuðvandinn nú væri að koma á verðstöðvun. Viðskiptamálaráðherra gerði mái þetta að umtalsefni vegna fyrirspurnar frá Björgvin Schram og sagði, að hann teldi að á þinginu í fyrra hefði verið þingmeirihluti fyrir frv. og svo væri einnig nú. Ástæðan fyrir falli frv. s.lT vetur væri eitt af því, sem gæti gerzt í stjómmál- um, að taflið væri ekki teflt I samræmi við málavexti heldur sem liður i stjórnmálabaráttu. Hér hefði verið tilraun af hálfu stjórnarandstæðinga til að koma höggi á ríkisstjórnina. Slíkt væri mannlegt, en sjálfur kvaðst hann aldrei mundu beita slíkum aðferðum. Ráðherrann sagði, að málsmeð ferðin hefði verið gagnrýnd og því hefði verið haldið fram, að semja hefði átt við Framsóknar- flokkinn um málið. Það væri þá í fyrsta skipti, sem samið hefði verið við stjórnarandstöðu um framgang stjórnarfrv. og það hefði þýtt miklu víðtækari við- ræður. Gylfi Þ. Gíslason kvaðst hafa verið í góðri trú um, að þetta væri óþarfi. Það, sem olli þvl að frv. hefði failið, hefði gerzit tvo síðustu dagana fyrir atkvæða- greiðsluna. Það er ekki mitt að Framhald á bls. 21 STAKSTEINAR Þröskuldurinn Að mestu hafa nú verið ákveð- ín framboð Framsöknarflokks- ins við næstu alþingiskosningar, en í ljós hefur komið, að litlar sem engar breytingar verða á þingliði Framsóknarflokksins næsta kjörtímabil. Nokkrir for- ystumenn imgra framsóknar- manna hafa að undanförnu háð harðvítuga baráttu í þeim til- gangi að komast í örugg sæti á framboðslistum flokksins. Úr- slitin liafa hins vegar farið á einn veg, og ungu mennirnir orð ið að láta i minni pokann fyrir gömlu mönnunum. Ungu menn- irnir hafa ekki heldur getað haft áhrif á afturhaldssteínu gömlu mannanna, sem leitt hefur Fram sóknarflokkinn í stjórnmálalega einangrim. Eftir að gömlu mennirnir í flokknum höfðu þannig borið ungu mennina ofurliði á öllum sviðum, greip um sig mikil reiði í röðum ungu mannanna, sem braust út á sambandsþingi þeirra í haust með hótimum og skefjalausum ásökimum á for- ystumenn flokksins. Fyrir nokkru sagði svo ritari í stjórn Sambands ungra framsóknar- manna sig úr flokknum vegna manna sig úr flokknum. Fremur hefur verið hljótt um imga framsóknarmenn síðan öld urnar eftir sambandsþingið lægði, en nú virðast þeir hafa hafið taugastrið gegn gömlu mönnunum á nýjan leik. Þannlg skýra ungir framsóknarmenn hróðugir frá ræðu prófessors Ólafs Jóhannessonar á flokksráð stefnu ungra framsóknarmanna fyrir skömmu, en þar sagði pró- fessor Ólafur m.a.: „Égferekld dult með það, að ég álít að það verði okkar allra erfiðasti þrösk uidur í næstu kosningum, hvað við getum sýnt fá ný andlit." Vafalaust eiga ungir framsóknar menn eftir að herma þessi um- mæli upp á prófessor Ólaf við hentug tækifæri. En svo virðist sem prófessor Ólafur sé nú far- inn að efast um gildi þeirrar aðferðar, sem gömlu afturhalds- forystumennirnir hafa heitt tii þess að brjóta hreyfingu ungu mannanna á bak aftur. Auðvit- að er það rétt mat hjá prófess- or Ólafi, að einmitt afturhalds- stefnan hefur kornið Framsókn- arflokknum í þá stjórnmálalegu einangrim, sem hann nú er í. Nútímaleg viðhorf ráða ekld í Framsóknarflokknum, sá þrösk uldur verður lionum að fótakefli. Flokksagi 1 stjórnarskránni er þingmönn um tryggður sá réttur að starfa samvizku sinni samkvæmt og 6- háðir afstöðu kjósenda sinna. Kommúnistar eru andvigir skoð anafrelsi af þessu tagi. Sú af- staða kemur glöggt fram í sam- þykkt, sem kjördæmisráð Al- þýðubandalagsins í Suðurlands- kjördæmi og Lúðvík Jósepsson, formaður þingflokks Alþýðu- bandalagsins, gerðu sl. fimmtu- dag. I þessari samþykkt er því lýst yfir, „að Karl Guðjónsson hafi fyrirgert siðferðilegum rétti sinum til þingsetu, þar sem hann sé kjörinn til þeirra starfa á veg um Alþýðubandalagsins." Á þess ari forsendu hefur Lúðvik Jós- epsson og kjördæmisráðið í Suð- urlandskjördæmi skorað á Karl Guðjónsson að láta af þing- mennsku. Úrsögn Karls Guðjónssonar úr þingflokki Alþýðubandalags- ins er í fullu samræmi við stjóm arskrárbundinn og siðferðilegan rétt þingmanna til að starfa á þingi samvizku sinni samkvæmt, I yfirlýsingu Lúðviks Jósepsson- ar og flokksfélaga hans í Suð- urlandskjördæmi felst því ótví- ræð andstaða við skoðanafrelsi einstaklinga. Það er flokksag- inn, sem hver og einn á að beygja sig fyrir hér eins og í Sovétríkjunum. <•

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.