Morgunblaðið - 31.10.1970, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 31.10.1970, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAU'GARDAGUR 31. OKTÓBER 1970 Vilja fá að heyra meira af íslenzkri tónlist — sagt frá tónleikaferð Kvartetts Tónlistarskólans til Norðurlanda — ÞESSI tónleikaferð var ekki farin til fjár, heldnr tii þess að brjóta ísinn og kynna frændþjóðum okkar á Norð- urlöndiim ísienzka tónlist, eldri sem yngri. Eftir þær undirtektir, sem við fengum, erum við ákveðnir í að láta ekki hér staðar numið, lield- ur fara víðar og kynna livað er að gerast og hefur gerzt í íslenzku tónlistarlífi. Þannig mælti Björn Ólafs- son konsertmeistari er frétta- maður Mbl. fór á hans fund til að frétta af tónleikaferð Kvartetts Tónlistarskólans til Norðurlandanna nú fyrir skömmu. 1 blaðadómum, sem borizt hafa, sést, að tónleika- ferðin hefur náð tilgangi sín- um, því gagnrýnendur fagna komu íslenzku hljóðfæraleik- aranna innilega og eru sam- mála um þýðingu slikrar kynningar, þótt ekki séu þeir allir sammála um verk og flutning. 1 bréfi, sem Mbl. barst frá norska píanóleikar- anum Kjell Bækkelund, segir hann: „Það er sjaldgæft að heyra íslenzka tónlist i Nor- egi, því þrátt fyrir öll þau fögru orð, sem sögð eru í nafni norrænnar samvinnu eru framkvæmdirnar allt of litlar. En nú er nýlokið heim- sókn íslenzkra tónlistarmanna sem kynnt hafa útvarpshlust- endum nokkur íslenzk verk.“ Segir Bækkelund síðan frá efn isskránni, sem áheyrendur hafi sýnt mikinn áhuga. Kvartett Tónlistarskólans er skipaður Bimi Ólafssyni konsertmeistara, Jóni Sen fiðluleikara, Ingvari Jónas- syni violuleikara og Einari Vigfússyni sellóleikara. Þeir eru eins og kunnugt er allir í Sinfóníuhljómsveitinni og kenna við Tónlistarskólann. — Það var Ingvar Jónas- son, sem fyrstur kom fram með þá hugmynd í fyrravor að kvartettinn reyndi að gera eitthvað til kynningar á ís- lenzkri tónlist erlendis, sagði Björn. Hann hefur síðan haft veg og vanda að undirbún- ingi þessarar ferðar og á þar heiður skilinn. Þessi ferð var nkki farin til fjár og því sótt- um við um styrk til Menn- ingarsjóðs Norðurlanda og höfum fengið vilyrði fyrir honum, en til bráðabirgða fengum við lán hjá mennta- málaráðherra og Tónskálda- félagi íslands og einnig er vert að taka fram að skóla- stjóri Tónlistarskólans og Sinfóníuhljómsveitin sýndu okkur mikinn velvilja í að gefa okkur leyfi frá störfum þessar rúmu tvær vikur, sem tónleikaferðin stóð. — Fyrstu tónleikar okkar voru í Osló, í tónleikasal rik- isútvarpsins, og stóð útvarpið fyrir þeim i samvinnu við kammermúsikklúbb. Þar sem ekkert hafði verið getið um tónleikana í blöðum söknuð- um við margra Islandsvina, sem ekki höfðu vitað af þessu. Til dæmis hittum við Orgland í leikhúsi daginn eft- ir og var hann alveg eyði- lagður yfir að hafa ekki vit- að af tónleikunum. Ekkert var skrifað um tónleikana í norskum blöðum, en þeim mun verða útvarpað þar. —- Frá Noregi fórum við til Stokkhólms, til Hasselby- hallar, sem er menningarset- ur Norðurlandanna, eins og kunnugt er. Þar bjuggum við og héldum þar einnig tón- leika, sem voru mjög fjöl- sóttir. Hásselby er yndisleg- ur staður og umhverfið fag- urt og vel við okkur gert á allan hátt. Sendiherrahjónin höfðu haldið okkur boð tveim ur dögum fyrir tónleikana í samráði við Birger Olsson, sem ræður ríkjum i Hassel- by, og var þangað boðið helztu tónskáldum og gagn- rýnendum Svía. Einnig hafði verið sagt frá komu okkar í blöðum og átti það sinn þátt í hve fjölmennt var á tón- leikunum. Einnig lékum við í sænska útvarpið. 1 Sviþjóð, sem og í Noregi og Danmörku lék kvartettinn fjóra íslenzka strokkvartetta: „Kvartett 1969“ eftir Leif Þór arinsson, „Kvartett 1968“ eft- ir Þorkel Sigurbjörnsson og er sá kvartett tileinkaður Kvartett Tónlistarskólans í góðra vina hópi á heimili íslenzka sendilierrans i Stokkhólmi. Frá v.: Jón Sen, Simon Edvardsen, ópernsöngvari, sem hingað kom m.a. með sænsku óper- una, sem flutti Figaró í Þjóðieikhúsinii, frú Kröyer, frú Lanz.ky Otto, Einar Vigfússon, l.an- zky-Otto, sem kenndi liér liljóðfæraleik á símim tíma, Ingvar Jónasson og Haraldur Kröyer, sendiherra. Hásselbyhöll, Kvartett opus 21 eftir Jón Leifs og kvartett nr. 2 eftir Helga Pálsson. — Það var sérstaklega gam an að leika þarna kvartett- inn, sem helgaður er Hássel- byhöll, sagði B.jöm. í gagnrýni í Dagens Nyhet- er segir Claes M. Cnattingi- us, að það sé beinlínis hneyksli hve Svíar viti lítið um tónlist þessarar bræðra- þjóðar og því hafi tónleikam- ir í Hásselby verið einkar gott tækifæri til að heyra verk eldri og yngri höfunda ís- lenzkra. Ræðir hann síðan nokkuð um verkin og seg- ir að sér hafi komið mest á óvart kvartett Jóns Leifs, „Dauði og líf“. Lýsir hann hrifningu sinni á verkinu og segir flutning tónlistarmann- anna hafa átt sinn mikla þátt þar. Að lokurn segir gagn- rýnandinn, að í heild hafi ver ið gaman að kynnast þess- um strokkvartett og hefði ver ið vel til fundið ef hann hefði farið í tónleikaferð um land- ið á vegum sænska ríkisins. í Svenska Dagbladet hrós- ar Carl-Gunnar Ahlen öllum verkunum og segir hljóðfæra leikarana heiðarlega og list- ræna í flutningi sínum — í staðinn fyrir að „pólera“ hljóminn leggi þeir aðal- áherzluna á að gefa tónlist- inni karakter. Hrósar hann mjög fyrirliðanum, Birni Ól- afssyni. — Að lokinni heimsókninni í Sviþjóð héldum við til Hels- inki sagði Björn, þar sem við lékum verk Leifs Þórarins- sonar á „Nordiska musikdag- ar“, norrænni tónlistarhátíð, sem þar stóð yfir, en hún er haldin til skiptis á Norður- iöndunum. Á þessari tónlist- arhátíð voru einnig flutt verk eftir Atla Heimi Sveinsson og Þorkel Sigurbjörnssoh, en allt sem þarna var flutt, var í mjög nýtízkulegum anda. Dómar um leik kvartetts- ins í Finnlandi hafa ekki bor- izt, en frá Finnlandi hélt hann til Árósa í Danmörku. — í Árósum héldum við tón leika í sal tónlistarskólans í borginni og lékum við á veg- um AUT, sem er félagsskap- ur ungra tónlistarmanna í Árósum. Tónleikamir voru heldur illa sóttir, enda sagði mér danskt tónskáld, að að- sókn að tónleikum í Dan- mörku væri ekki meiri en svo að stórstjörnur eins og Stem og Glaude Arran léku aðeins fyrir hálfu húsi. Tónlistargagnrýnandi Jyll- lands-Posten harmar hve fáir áheyrendur voru en segir skýringuna e.t.v. liggja i því að sama kvöld hafi verið sið- asta sýning á vinsælli óperu í sama húsi. „Islenzki kvartett- inn reyndist mjög duglegur, leikur hljóðfæraleikaranna fjögurra var hljómmikill og samhljómur nákvæmur." — Gagnrýnandinn segist ekki sérlega hrifinn af eldri verk- unum á efnisskránni en hrós- ar verkum yngri höfundanna og segir Þorkel Sigurbjöms- son miklum hæfileikum bú- inn. — Frá Árósum lá leiðin til Kaupmannahafnar og þar lék- um við fyrst fyrir Islendinga í húsi Jóns Sigurðssonar. Munu þetta vera fyrstu tón- leikamir, sem þar eru haldnir og okkur fannst við vera komnir á íslenzka grund. Því freistuðumst við til að leika með eitt erlent verk, kvartett eftir Mozart. — Þegar ég sá skiltið utan á húsinu, þar sem stóð: „Islandsk kulturcentr- um“ fylltist ég gleði yfir að við, þessi litla þjóð, skyldum eiga menningarmiðstöð á er- lendri grund. Daginn eftir héldum við tónleika í sal Tón listarskólans í Kaupmanna- höfn — og þar með laukhinni eiginlegu tónleikaferð okkar. Gagnrýnandi „Politiken" gladdist í dómi sínum yfir því, hve ánægjulegt hefði verið að hlýða á þennan tónaboðskap frá fjarlægri eyju. Fannst honum verkefnavalið gef» skemmtilegan þverskurð af is lenzkri tónlist, eldri og yngri og hefði tilbreytingin á tón- leikunum því verið mikil. Gagnrýnandi Berlingske Tid ende sagði, að þótt kvartett Tónlistarskólans ætti ekki heima í úrvalsflokki á heims- mælikvarða, hefði hann gef- ið góða mynd af þessum f jór- um tónskáldum og væri virki- lega þess virði að á hann væri hlýtt. Segist hann yfirleitt ánægður með verkin og seg- ist aldrei hafa heyrt fallegra verk eftir Jón Leifs. Gagnrýnandi Berlingske aft enavis harmaði að áheyrendur skyldu ekki hafa verið fleiri og segir að þeim sé alveg ó- hætt að mæta næst, þegar kvartettinn komi — svo mik ið hafi hann fram að færa. Lýsir hann yfir hrifningu sinni á verkum ungu höf- undanna, sérstaklega verki Leif's Þó'rairinssioiruar. — Þessi ferð var í heild mjög ánægjuleg og lærdóms- rík fyrir okkur, sagði Bjöm, og við lærðum heilmikið um það, hvernig hægt er að skipu leggja svona ferðir. Er mikill hugur í okkur að láta ekki Framhald á bls. 21 Ásgrímur Jónsson og frú Bjarnveig Meðal verðmætustu dýrgripa þjóðarinnar, á borð við þá, sem nú eru í eigu Þjóðminjasafnsins og Handritastofnunarinnar, má eflaust telja þann vísi að safni af verkum Kjarvals, Jóns Stefánssonar og Þórarins Þor- lákssonar, sem nú eru í eigu tveggja listasafna borgarinnar. Mikið vantar þó á að þessi söfn geymi heillega mynd af list- sköpun þessara afreksmanna okkar. Um Ásgrím Jómsson, einn höf uðsnillinginn, gildir þó öðru máli, þar sem hann „stakk und- an“ verulegum hluta verka sinna, lét engan sjá þau eða vita um þau, og afhenti ríkissafninu að minnsta kosti helming lífs- stárfs síns. Þetta er liklega stærri gjöf en nokkur þjóð hefur þeg- ið af velgerðarmanni sínum. Ásgrímur Jónsson var um flest fyrirhyggjusamur maður. Þó mun hann tæplega hafa gert sér grein fyrir því, hve illan að- búnað myndir hans áttu við að búa í húsi hans við Bergstaða- stræti, en nokkrum hluta þeirra hafði hann komið fynr í kjallara geymslu, þar sem loft var kalt og rakt. En í þessum raka kjall ara geymdi hanm þau málverk, sem hann ætlaði ekki að „selja“, og sum þeirra ef til vill, mála í síðar, enda ýmist merktar orð- unium „fullgerð" eða „ófullgerð". Þessi geymsla mun þó eiga eftir að reynast frægasti kjallari borg arinnar og geymir nú hundruð verka listamannsins, þar á með al þær myndir, sem hann „faldi“ á sínum tíma og nú hefur verið bjargað frá eyðileggingu, sem yfir þeim vofði. í einu hafði Ásgrímur Jónsson reynzt fyrirhyggjusamur og vit- ur. Er hann fól frænku sinni Bjarnveigu Bjarnadóttur yfirum sjón verkanna eftir sinn dag. Er ekki öðrum en undirrituðum kunnugra um vilja Ásgríms í þeim efnum, enda hafði frú Bjarnveig um langan tírna verið honum dyggur og hollur ráð- gjafi, sí og æ uppörvandi hann og hvetjandi, að leggja ekki ár- ar í bát hin síðustu ár, sem hann bjó að mestu á spítala og þráði að tjá sig en þurfti mjög á aðstoð að halda. Myndir þæir, sem Ásgrímur Jónsson ánafnaði ríkinu, eru ó- mietanllegir þjóðardýrgriplir, og höfum við mörg, sem þó þekkt- um Ásgrím mjög náið, aðeins örlitla hugmynd um hverju hann lumaði á, en mörgum þeirra verka hefur frú Bjarnveig, bein línis bjargað frá eyðileggingu síðustu tíu árin, sem hún hefur staðið fyrir safni hans á Berg- staðastræti. Sýning sú á myndum Ásgríms Jónssonar, sem nú hefur verið opnuð í Bogasalnum, gefur að- eins litla hugmynd um mynda- safn Ásgríms og það mikla og óeigingjarna starf, sem frú Bjamveig hefur unnið fyrir safn ið, með því að leita til hæfuatu manna að gera verkin sem ný og afla með atorku sinni fjár, er skiptir milljónum, til að fá þetta nauðsynjaverk unnið af færuatu mönnum. Við sem um þessar mundir hyllum Ásgrím Jónisson og þökk um honum hans ómetamlegu gjafir, hljótum líka að hylla frú Bjarnveigu. Án hugkvæmni hennar, dugnaðar og ástar á list frænda síns, hefðu eflaust mörg þeirra verka sem nú gefa safn- inu einmia mest gildi, lent í ösku tunnunni. Og hinu má þá heldur ekki gleyma að það var hún, sem bókstaflega studdi lista- manninn síðustu veikindaár hans, fylgdi honum út í néttúr- una og veitti honum hjálp og öryggi, sem honum var svo nauðsynlegt. R. J.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.