Morgunblaðið - 31.10.1970, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 31.10.1970, Blaðsíða 16
16 MORGUNiBLAÐIÐ, L.AUGARDAGUR 31. OKTÓBBR 1970 JltaggtitMfittfr Útgefandi M. Arvakur, Reykjavík. Framkvaemdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjómarfulltrúi Þorbjöm Guðmundsson. Fréttastjórj Bjöm Jóhannsson. Auglýsingastjóri Ami Garðar Kristinsson. Ritstjóm og afgreiðsla Aðalstræti 6. Sími 10-100. Auglýsingar Aðalstræti 6. Sími 22-4-80. Áskriftargjald 165,00 kr. á mánuði hnnaniands. í lausasölu 10,00 kr. eintakið. MORGUNBLAÐIÐ ¥ nokkur misoeri hefur það *■ verið í tízku meðal ákveð- ins hóps manna að gera út- breiðslu Morgunblaðsins að umtalsefni á þann veg, að hún sé hættuleg frjálsri skoð- anamyndun í landinu. Hefur dagblaðið Þjóðviljinn tekið að sér að túlka þessi sjónar- mið og gert það með ýmsum hætti. Morgimblaðið hefur hingað til ekki séð áistæðu til að gera þennan áróður að umtalsefni, en nýlegt tilefni er til að gera þar undantekn- ingu á, þar sem er forystu- grein Þjóðviljans sl. fimmtu- dag. Því hefur verið haldið fram, að útbreiðsla Morgun- blaðsins hafi náðst í krafti fjármagns og að þessi út- breiðsla sé hættuleg almennri skoðanamyndun í landinu. I áratugi hefur ekkert nýtt fjármagn komið inn í rekstur Morgunblaðsins annað en það, sem það sjálft hefur myndað með starfsemi sinni. Það er heldur ekki ýkja larngt síðan, að útbreiðsla Morgun- blaðsins og annars blaðs var mjög svipuð, en á þeim tíma gerði Morgunblaðið sér ljóst, að í harðnandi samkeppni um hylli lesenda var sá kostur vænlegastur að stunda þá blaðamennsku, sem bezt þótti og það kom fljótlega í Ijós, að það féll lesendum vel. Vaxandi fjöldi lesenda gaf blaðinu tækifæri til þess að ná þeim árangri, sem það hef- ur náð. Á Íslandi eiga lesendur völ á 5 dagblöðum. Yfirgnæfandi meirihluti íslenzkra blaðales- enda hefur valið Morgunblað- ið sitt fyrsta dagblað. Margir kaupa einnig annað blað, en það er mismunandi hvaða arnnað blað þeir kaupa. Ekk- ert blað getur keypt sér les- endur í krafti fjármagns. Það er móðgun við almenn- ing í landinu að halda slíku fram. Fólk velur sér blað á grundvelli þeirrar þjónustu, sem það veitir lesendum sín- um. Hvernig er fréttaþjón- usta blaðsins og hvernig er annað lesefni þess? Þetta er sá mælikvarði, sem lesendur hljóta að fara eftir, þegar þeir velja sér blað. Það ligg- ur og í hlutarins eðli, að blað eins og Morgunblaðið, sem höfðar til svo mikils fjölda iesenda, hlýtur að vera frjáls- lyndara, en þau blöð, sem sækja allan styrk sinn til þröngs hóps pólitískra flokks- manna og eiga líf sitt undir því að falla honum í geð. Sú staðreynd, að fleiri lands- menn kaupa Morgunblaðið en önnur íslenzk dagblöð bendir til þess, að þeir telji Morgun- blaðið rækja hlutverk sitt betur en önnur blöð. Þessu er svarað á þann veg af hálfu þeirra, sem halda uppi framangreindum áróðri gegn Morgunblaðinu, að það hafi að vísu betri fréttaþjón- ustu og fjölbreyttara lesefni en önnur bloð, en það sé vegna meira fjármagns. Morg unblaðið hefur lifað erfiða daga eins og önnur blöð og stundum mátti litlu muna, að hægt væri að halda útgáfu þess áfram. En það hefur sigrast á þeim erfiðleikum og haldizt hafa í hendur bætt þjónusta við lesendur, aukin útbreiðsla og þar af leiðandi aukið auglýsingamagn. Morgunblaðið biðst ekki af- sökunar á útbreiðslu sinni, en gerir sér jafnframt grein fyr- ir þeirri miklu ábyrgð, sem henni fylgir. Eins og áður segir telur blaðið hana vís- bendingu um að það ræki þjónustu sína við lesendur á viðunandi veg, þótt alltaf megi betur gera. En það er hæpin fullyrðing, að út- breiðsla Morgunblaðsins sé nánast einsdæmi í veröldinni — miðað við fólksfjölda. Ekki þarf að fara lengra en til Færeyja til þess að komast að raun um það. Að vísu eru tekki gefin út dagblöð í Fær- eyjum, en færeyska blaðið Dimmalætting, sem kemur út vikulega, hefur hlutfallslega svipaða útbreiðslu og Morg- unblaðið. Er útbreiðsla Morgunblaðs- ins hættulteg frjálsri skoð- anamyndun í landinu eins og haldið er fram af ákveðn- um öflum? Ef Morgunblað- ið væri eini fjölmiðill í landinu væri það vissulega rétt að blaðið hefði einokun á frétta- og upplýsingastarf- semi. En það er langt í frá að svo sé. Þar hefur íslenzka ríkið sjálft yfirhöndina, þar sem það rekur þjóðnýtta fréttamiðlun og harða aug- lýsingasamkeppni við dag- blöðin. Á nær hverju einasta heimili í landinu er útvarps- tæki og senn líður að því, að á flestum heimilum landsins verði sjónvarpstæki. Þessir öflugu fjölmiðlar rækja víð- tæka fréttaþjónustu og aðra upplýsingaþjónustu. Að auki eru gefin út fjögur önnur dagblöð, auk nokkurra viku- blaða og fjölmargra héraðs- blaða. Ennfremur tímarit og margar aðrar tegundir fjöl- miðla. Það er því fárániegt að halda því fram, að Morgun- blaðið einoki upplýsingastarf- semi eða skoðanamyndun í landinu. í áðurnefndri forystugrein Þjóðviljans er því haldið Kristján Albertsson: Noregur verst, verjum ísland VIÐ íslendingar erum aftur sjálfstæð þjóð — en hvað sjálfstæð? Ætlum við að áskilja okkur fullveldi til að velja eða hafna því sem umheimurimn réttir að okkur? Ætlum við að hafa þor til að vera sjálfum okkur trúir, þeim hefðum og hugmyndum um heilbrigt líf og manntign sem verið hafa styrkur þjóðarinnar um aldir, — eða telja okkur skylt að gleypa við allri útlendri tízku, líka hverri viðurstyggð sem heimurinn hossar? Hin ei'traða mengun af er- lendum toga sem nú herjar á ísland hlýtur að breyta okkur í aðra þjóð, ef við ekki veit- um viðnám — í verri og vesælli þjóð, lítilmótlegri og spilltari. Meginhvatar þeirrar helvízku þróunar (svo notuð séu snilliyrði Helga Péturss) eru, auk eiginlegra eiturlyfja, en í ætt við þau, viðbjóðsleg dægurtónlist, kvikindislegar bókmenntir eftir fyrirmynd- um erlends plebba-skáldskap ar, innfluttningur klámmynda og klámbóka, en þó öllu öðru framar sorpmyndir kvik- myndahúsanna. Ekkert er torskildara í sam tíð okkar en að skepnulegt blygðunarieysi í kynferðisefn um skuli hvergi eiga hægara um vik að vaða uppi en hjá tveim af frábærustu menning arþjóðum heims, Svíum og Dönum. Fyrir nokkrum árum samþykkti danska þjóðþingið að nema úr lögum öll ákvæði sem bönnuðu sölu á klám- myndum og klámritum. Ó- hætt mun að fuUyrða, að aldrei hafi nein löggjafarsam kunda gert léttúðlegri sam- þykkt, né smekklausari. — Hvernig gat dönskum löggjöf um dulizt hverjar mundu verða afleiðingar þessarar ráðabreytni? Ótal skítapeyjar með glæpa manns innræti þutu upp til handa og fóta við að skipu- leggja risavaxinn klámiðnað. Svo að segja á svipstundu var hin fagra, indæla borg Kaup- mannahöfn orðin að andstyggi legasta klámmyndabæli sem til hefur orðið. Síðan héldu þorpararnir, og auglýstu um allar jarðir, fyrstu sýningu á klámvarningi sem heimurinn hefur litið. Þrjú hundruð blaðamenn víðsvegar að streymdu til Kaupmannahafn ar til að undrast slíka fúl- mennsku, og stjóm landsins gat ekkert aðhafzt, ekki fram ar til nein lög tál varnar gegn þessum ófögnuði. Nágranna- lönd urðu að herða á toll- gæzlu til að verjast óþverran um. Franskir tollarar máttu standa í því að gera upptæk- ar töskur og koffort farand- sala full af dönskum klám- varningi. Fyrir skemmistu birti Al- þýðublaðið myndskreytta for- síðufrétt af fyrstu verzlun í Reykjavík sérhæfðri í inn- flutningi danskra klámrita. Engin mótmæli fylgdu, né heldur þótti öðrum blöðum nauðsyn á að taka afstöðu til þessarar nýju atvinnugreinar — sem auðvitað mun blómg- ast og dafna að óbreyttum skilyrðum. Ekki hefur enn heyrst um neinar aðgerðir af hálfu lögreglunnar. Sænskar og danskar klám filmur hafa nú hvað eftir ann að verið sýndar í Reykjavík, Hafnarfirði og Kópavogi og vafalaust um land allt — ég var einmitt að heyra auglýst í útvarpinu að nú væru síð- ustu forvöð að sjá klámmynd- ina Rauða rúbíninn á Ólafs- firði! Og í reykvískum blaða ummælum eru yfirleitt gerðar gælur við allar klámmyndir. Nú hefur Hafnarbíó hafið sýn ingar á sænskri „hispurs- lausri,, „fræðslumynd“ um kynferðismál, sem nefnist Táknmál ástarinnar (Karlek- ens sprák), og fullyrt í aug lýsingum að hún sé sýnd við metaðsókn víðsvegar um heim. Mér þótti réttara að sjá að þessu sinnti með eigin augum, hverju væri haldið að íslenzkri æsku sem heppilegri fræðslu í þessum efnum. f stytztu máli er af mynd- inni að segja, að óhugsandi er að jafnvel í Svíþjóð og Dan- mörku hafi nokkru sinni sézt á filmtjaldi viðlíka andstyggð. Myndin er sýnd fjórum sinn- um a dag og leyfð börnum frá 12 ára aldri! (Samkvæmt auglýsingu kvikmyndahúss- ins í Mbl. 22. okt. þ.á.) Því gróðapúkahyski sem að myndinni stendur hefur hug- kvæmzt það sniðuga bragð, að gera hana að „fræðslu- mynd“, þá yrði hún hugsan- lega lgyfð frá 12 ára aldri — og því ekki að hirða hvern pening sem hægt væri að græða á forvitni jafnvel yngstu sakleysingja? Þetta kænskubragð hefur heppnazt á íslandi, þótt stórfurðulegra megi teljast en svo, að ég fái nokkrum orðum að komið. En „fræðslumynd" verður sorpfilman með því móti að tvær mannverur af hvoru kyni eru látnar sitja í hægind um og ræða kynferðismál, þrjár sænskar og ein dönsk — læknir, kennslukona og tveir félagsfræðingar — allt fólk sem virðist vilja vera fulltrúar þeirrar tegundar sál arlausrar greindar sem á dönsku kallast „snusfornuft“ — eins konar hundavits, eða vits sem er sneytt öllum æðri skilningi á lífinu. Þó virðast sem þessar fjórar vitsmuna- verur hugsi stundum til þess, hvers konar fyrirtæki þær eru að ljá þjónustu sína, og 1 verði snöggvast skömmustu- legar. Þær ræða um nauðsyn á „fræðslu" og „frjálsræði", og öllum hugsanlegum ráðum til holdlegrar æsingar og fjöl breytilegrar kynlífsitækni, en milli samtalsþáttanna skella svo á dæmisögur úr lífinu: allsnakið fólk að eðla sig með öllu hugsanlegu móti, og ekki sízt dvalið við ýmiss konar óeðli, eða perversitet. Það er í rauninni ekki hægt að skrifa um svona mynd, ekki svo að lesandi fái nokkra hugmynd um allan þann ó- geðs'lega óhroða og alla þá vit j brjálun, sem hér er á ferð- 1 inni. (Kunningi minn, sem með mér var, fór í hléinu, gat ekki hugsað sér að horfa á meira). En það má heimta að ég tali skýrar, vegna þess hve áfellisdómur minn er harður. Eitt dæmi verður að nægja. Vitsmunaverurnar fjórar eru prýðilega sammála um, að kynferðileg sjálfsfróun (on- aní) sé meðmælaverð, „góð og holl æfing“, eins og segir í íslenzkum texta myndariinnar. (Margflalt vitrari menn, þar á meðal D. H. Lawrence, sem flestum fremur hefur kennt okkur að líta hleypidómalaust á kynlífsmál, hafa verið á þveröfugri skoðun). En speki hinrua fjögurra fylgir til árétt ingar langt atriði, þar sem sýnd er nakin kona við þessa Framhald á bls. 23 fram, að Morgunblaðið sé ekki hlutlægur upplýsinga- og fréttamiðill. í fyrsta lagi er þess að geta, að á Morgunblaðxnu ríkja strangar reglur um það, að í fréttum blaðsins birtist engar skoðanir, hvorki blaðs- ins né þess, er fréttina ritar, einungis fréttin sjálf, frásögn af atburði eða öðni og eftir atvikum viðbrögð einstak- linga, félagasamtaka eða ann- arra, sem hlut eiga að máli, við þessum atburði. Fréttir blaðsins eru því hlutlaus frá- sögn af því, sem gerst hefur. Þá er sagt, að þetta kunni vel að vera, en fréttavalið sjálft sé pólitískt. Það er líka ranigt. Innlendar fréttir blaðsins berast eftir ýmsum leiðum og fréttin sett í blaðið skv. mati starfsmanna blaðsins. Erlendar fréttir koma aðal- lega frá tveimur fréttastofn- unum og það er einnig mat starfsmanna blaðsins á hvern veg sagt er frá þeim fréttum. Fréttamemn Morgunblaðsins eru ekki flokksbundnir í ein- um stjórmmálaflokki og þeir hafa mjög mismunandi stjómmáiaskoðamir. Þeir eru fyrst og fremst blaðamenn. Á hinn bóginn hefur Morg- unblaðið sem slíkt skoðanir á þeim málefnum, sem efst eru á baugi hverju sinni. Þær skoðanir korna fram í rit- stjómargreinum blaðsins, þ.e. forystugreinum, Staksteina- dálki og Reykjavíkurbréfi. Morgunblaðið hefur eitt ís- lenzkra dagblaða tekið upp þann hátt, að skýra að jafn- aði frá ræðum stjórmmála- andstæðinga blaðsins á Al- þingi og í borgarstjóm Reykjavíkiu-, þótt það skuli fúslega viðurkenmt, að betur mætti gera í þeim efnum og að því er sttefnt. Rlaðamenn Morgunblaðsins gera sér ljósa grein fyrir þeirri ábyrgð, sem á þeirra herðum hvílir. Þeir leitast því við að skýra satt og rétt frá því, sem geriist innanlands og utan.. Það er ekki rétt, að Morgunblaðið „halli réttu máli, er því sýnist svo“ eins og komist var að orði í for- ystugrein Þjóðviljams sl. fimmtudag. Ef slík vinn-u- brögð eru viðhöfð er þau að finna anmars staðar en í Morgunblaðinu. Blaðamennska á íslandi hefur tekið miklum framför- um á undamförmum áium og áratugum. Morgunblaðið hef- ur átt þátt í þeirri framför og það vill eiga þátt í henni áfram. Engum er betur ljóst, en þeim, sem við Morgun- blaðið starfa, að í blaðinu mætti margt betur fara. En það væri fremur í anda þeirra umbóta, sem orðið hafa í blaðamennsku á ís- landi, að Þjóðviljinn og aðrir, sem um þetta mál hafa fjall- að, litu fremur í eigin barm till þess að lleita skýringa á lítilli útbrteiðslu Þjóðviljans og takmörkuðu fylgi þeirrar stjómmálastefnu, sem þeir berjiast fyrir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.