Morgunblaðið - 31.10.1970, Side 7

Morgunblaðið - 31.10.1970, Side 7
MORX3UNBLAÐIB, LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1970 7 \-------- „Við vinnum í þágu hins „þögla hóps' ,66 66 „Meginatriðið í starfi Geð- verndarfélags Islands er það, að með átaki haustið 1966, tókst að hrinda af stað virk ara framkvæmdastarfi, og var strax að þvi stefnt að hefja byggingu þriggja vistmanna- húsa að Reykjalundi, sem eru eign Geðverndarfélagsins en rekin af vinnuheimilis- stjórn SÍBS þar efra,“ sagði Ásgeir Bjarnason, fram kvæmdastjóri félagsins, þeg- ar við hittum hann á förn- um vegi i góða veðrinu í vik- unni, og báðum hann að segja okkur frá helztu viðfangsefn um þess. „Svo ég haldi áfram að tala um húsin, þá voru þau tekin i notkun á miðju ári 1969, og á félagið i þessu til- liti fjölmörgum að þakka, sem lögðu hönd á plóginn, bæði með gjöfum, öðrum fjárfram lögum, einnig af hálfu hins opinbera, og ýmissi annarri beinni aðstoð og fyrir- greiðslu." „Verður framhald á þessari byggingarstarfsemi féiagsins, Ásgeir? „Já, Geðverndarfélagið hef- ur á prjónunum að hefjast handa á ný. Hefja á nýbygg ingarframkvæmdir að Reykja lundi, ,og er félaginu ætlað til "V . þess framlag, m.a. á fjárlög- um og í fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar, en einn- ig er treyst á söfnunarfé." „Ætlið þið að efna til merkjasölu eins og siðast?" „Já, merkjasalan er eigin- lega næsta mál á dagskrá, þvi að hún er á morgun, sunnudag. Og nú væntum við þess, að margir leggi hönd á plóginn. Við höfum fengið leyfi skólastjóra til að hvetja böm til að selja merki, en byrjað verður að afhenda þau kl. 10 árdegis í skólun- Merkjasala Geð- verndarfélagsim á sunnudag um. Merkið kostar 25 krónur, en börnin fá 4 krónur fyrir hvert selt merki. Auðvitað gæti ég minnzt á marga fleiri þætti í starfi félagsins, eins og t.d. ráðgjafa- og upplýs- ingaþjónustuna, sem er ókeypis og fer fram i Veltu- sundi 3. Ingibjörg P. Jóns- dóttir sér um þá hlið máls- ins. Þá gefum við út tíma- ritið Geðvernd, dreifum merkj WUUUKm nRR KMR9 ; <-*«! Haustmynd frá húsuin í eign Geðverndarfélagsins að Reykjalundi. A förnum vegi Ásgeir Bjarnason. um til að líma á umslög, selj- um notuð frímerki, svo að fátt eitt sé nefnt. Geðvemdarfélagið beitir sér fyrir umbótum á sviði geðheilbrigðismála og starfar i þágu hins „þögla hóps", geð- og taugasjúklinga, sem alls ekki geta sjálfir tekið virkan þátt i félagsstarfsem- inni. Formaður félagsins er Kjart an J. Jóhannsson, héraðs- læknir og með honum i stjóm fjöldi mætra manna og kvenna. Og nú leitum við til almennings til hjálpar, hér er um mikið nauðsynjamál að ræða, sem raunverulega snert ir hvern þjóðfélagsþegn. Sameining kraftanna þessu máli til stuðnings er forsenda fyrir farsælli lausn,“ sagði Ásgeir Bjarnason að lokum, þegar við kvöddum hann úti í Vonarstræti, en einmitt þar nr. 3, er skrifstofa félagsins. Við vonum, að nafnið á strætinu, verði til þess, að vonir þessara hugsjónamanna rætist, og þá er ekki annað eftir en að minna rækilega á merkjasöluna á morgun. — Fr. S. ÁRNAÐ HEILLA 70 ára er í dag Jóhanna Oktavía Kristjánsdóttir, Ólafsvík. 60 ára er í dag, frú Rakel Jóhannsdóttir til heimilis að Álfaskeiði 30, Hafnarfirði. Hún er að heiman í dag. 85 ára er á morgun sunnu- daginn 1. nóvember, Benedikt Jónsson, Klængseli, Flóa nú til heimilis að Heiðmörk 50, Hvera gerði. Hann tekur á móti gest- um á morgun 1. nóvember á heimili frændfólks síns Gili Mosfellssveit, sími 66245. Áttræður verður á morgun sunnudaginn 1. nóvember Sigur jón Jónsson Borgarvegi 16 Ytri- Njarðvík. Hann verður staddur í Félagsheimilinu Stapa (litla sal) frá 3—6. 1 dag verða gefin saman i hjónaband af séra Garðari Þor steinssyni í Háteigskirkju Erla S. Engilbertsdóttir Heiðargerði 8 og Hafsteinn Viðar Halldórs- son Hringbraut 70, Hafnarfirði. Heimili ungu hjónanna verður að Mariubakka 16, Rvík. Leiðrétting í söngljóði Þórðar Kristleifson ar, sem birtist í Dagbók Morg- unblaðsins í gær, þann 30. okto ber s.l., við lag doktors Páls ís- ólfssonar, hafði fallið brott i prentun i síðustu Ijóðlínu for- setningin á: En siglir djarft um sollin mið á sigurbraut. Sunnudagaskólar Öll börn eru hjartanlega velkomin í sunnudagaskólana Sunnudagaskóli KFUM og K, Amtmannsstíg 2 B. hefst kl. 10.30. Sunnudagaskóli KFUM og K, Hafnarfirði hefst kl. 10.30. Sunnudagaskólinn Skipholti 70 hefst kl. 10.30. Sunnudagaskóli Heiniatrúboðs ins, Óðinsgötu 6 A hefst kl. 10.30. Sunnudagaskóli Fíladelfíu, Hátúni 2 og Herjólfsgötu 8, Hafnarfirði hefst kl. 10.30. Sunnudagaskóli Hjálpræðishersins hefst kl. 2. Stinnudagaskólinn, Mjóuhlíð 16. hefst kl. 10.30. SÁ NÆST BEZTI Nokkrir vistmenm á Hrafnistu ræddu saman um pólitík. Þá segir bóndi einr. þeirra á meðal: „Gaman væri nú að fá hvolp undan þeirri tik.“ Var þá hlegið mikið. En bóndinn bætir við með hægð: „Hræddur er ég samt um, að hann yrði nokkuð geltinn." NJARÐVlK OG KEFLAVlK Ósku'm eftir að taka á teigu þriggja til fiimim herb. íbúð eða hús-í Ywi-Njarðvík eða Keflavrk fré miðjum nóv„ mó vera gamalt, Uppl. I símum 25071 og 52203. KVENFÉLAG HATEIGSSOKNAB Skiemimtifuindur í Sjóimainma-i skólanuim þriðjudaginm 3, nóv. ikil. 8.30. Spiluð verður fétagsvist. Fétagskonur, fjöl- menmið og takið með ykkur gesti. GRINDAVlK Til söl'u foklhelt tveggija hæða einbýliisihús. Grumnflöt- ur 125 fermetrar. Hagstæð útborgum, Fasteignasala Vilhjálms og Guðfinns, sími 2376. ÓSKA TAKA A LEIGU 40—60 fermetra húsnæði t Vesturbiænium fyriir bús- gagnabótstrun. Má vera í ikjatlara. Tilboð sendist afgr, MbL fyrir 5. nóv., merkt „Vesturbær — 465",- Heimur í applausn Hvers vegna ofbeldi, eiturlyf, stríð? Sigurður Bjarnason talar um þetta efni í Aðventkirkjunni í Reykjavík sunnudag- inn 1. nóvember kl. 5.00 siðdegis. Einsöngur Anna Johansen. Tvísöngur, Allir velkomnir. Cortina 1970 lítið ekin til sýnis og sölu í dag. © Vörumarkaðurin nhíl ÁRMÚLA 1 A - REYKJAVÍK - SÍMI 81680 Sendisveinn óskast fyrir hádegi. Sími 10100, afgreiðslan. Atvinna Vanar saumakonur vantar í verksmiðju vora strax. Upplýsingar hjá verksmiðjustjóranum, Þverholti 17. Vinnufatagerð íslands hf. BLADBÚRDÁRFÖLK A OSKAST í eftirtolin hverfi Njjálsgata — Sóleyjargata Rauðarárstígur — Laugaveg 114-171 Úthlíð — Meðalholt Seltjn - Skólabraut Stórholt — Höfðahverfi — Hraunbœ frá 102 i’ALIÐ VIÐ AFGREIÐSLUNA í SÍMA 1010Q

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.