Morgunblaðið - 31.10.1970, Side 17

Morgunblaðið - 31.10.1970, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. OKTÓBBR 197» 17 ! Verzlunin verður að kref jast viðurkenningar á mikilvægi atvinnurekstrar síns — Ræða Haraldar Sveinssonar á aðalfundi Verzlunarráðs íslands svo til á sjálfvirkan hátt hvað varðar landbúnaðarafurðirnar og öllum var ljóst, að verzlunin gat ekki tekið á sig þessar launa hækkanir, án þess að hundraðs- tölur álagningarinnar væru Fundarstjóri, góðir fundar- menn! Er við komum hér saman á aðalfund Verzlunarráðs íslands, er hollt að bera saman ráð sín, horfa til baka og reyna að greina, hvað framundan muni vera. Hvað hefur okkur orðið ágengt á þessu siðasta starfsári? Hvernig hefur okkur tekizt að halda á okkar málum? Hvernig er staða verzlunarstéttarinnar I dag? VERÐLAGSMÁLIN Efnahagslíf þjóðarinnar hefur tekið miklum framförum á síðast liðnu starfsári. Siðari hluta árs- ins 1969 varð vart mikils bata hjá útflutningsatvinnuvegunum og jafnframt efldist iðnaður og ýmsar þjónustugreinar. Þegar kom fram á árið 1970 hélt þessi þróun áfram og var nú augljóst, að þjóðin var komin yfir þá erf- iðleika, sem auðkennt höfðu ár- in 1967 og 1968. En miklar fórn- ir hafði orðið að færa til að ná þessum árangri. Launþegar höfðu orðið að taka á sig skerð- ingu á kaupmætti launa sinna, meiri háttar framkvæmdum hafði orðið að fresta, atvinnurekstur- inn hafði orðið að taka á sig miklar byrðar, að hag verzlun- arinnar hafði verið mjög þrengt, jafnhliða sem hún hafði orðið fyrir gifurlegri fjármagnsskerð- ingu. En nú voru Islendingar á leið upp úr öldudalnum og farnir að eygja betri tíma efnahagslega. Þegar kom fram að lokum vetr- arv'ertíðar og flestir kjarasamn- ingar voru að renna út, var öll- um ljóst, að fulltrúar launþega höfðu mikinn hug á að ná fram Haraldur Sveinsson flytur ræðu sína á aðalfund Verzl- unarráðsins í gær. launahækkunum fram yfir reikn aða framleiðniaukningu. Og árið 1970 var kosningaár og viðsjárverðar blikur á lofti á stjórnmálahimninum. Nú þurftu allir að sanna fyrir almenningi í landinu, hvað þeir væru miklir alþýðu- og launþegavinir og flýttu sér að gefa stórorðar yfir- lýsingar þessu að lútandi. Menn héldu því fram, að launastéttim ar hefðu beðið nógu lengi og nú væri kominn tími til, að þær fengju verulegar kauphækkanir. En því miður gleymdist að skýra, hvað eru verulegar kauphækk- anir á mælikvarða Islendinga. Er það 4, 5, 6, jafnvel 10% hækkun á einu ári? Nei, ó nei, er launþegasamtökin komu fram með sínar kröfur, voru engar slikar tölur nefndar. Nú varð að sannfæra menn og nefna tölur, sem tekið væri eftir. 40%, 50%, 60%, minna dugði ekki. 1 hópi for ystumanna launþega er margt ágætra manna og vel hugsandi, og því er það mikið undrunar- efni, að þeim hafi ekki enn tek- izt að sýna sínum mönnum fram á, að svona löguð vinnubrögð geta ekki leitt til raunverulegra kjarabóta. Lengi var deilt um það, milli samninganefnda laun- þega og vinnuveitenda, hvernig skyldi leysa málin, og eins og öllum er í fersku minni, var það ekki gert án langra verkfalla. En að loknu þriggja vikna verk falli, var að lokum samið 19. júní um launahækkanir, sem námu 15—18%. Er þessar hækk anir bættust við visitöluhækkan ir, sem orðið höfðu, er kaup al- mennt orðið 30% hærra en fyr- ir ári síðan. ísland er ekki ennþá iðnvætt markaðsþjóðfélag, þar sem meiri hluti kostnaðarliða í atvinnu- rekstri eru hráefni og fjármagns kostnaður, en launakostnaður lít ilfjörlegur. Hins vegar má sýna fram á, að kostnaðarliðir ís- lenzkra atvinnufyrirtækja eru fremur bundnir launaliðum en í nokkru öðru landi. Það er þvi öllum Ijóst, að svo stórkostlegar launahækkanir, sem orðið hafa, það sem af er þessu ári, urðu að koma fram meira og minna í hækkuðu verðlagi. Þetta gerðist hækkaðar. Eftir mikla baráttu var samþykkt í verðlagsnefnd, að álagning skyldi hækka um 12,1 af hundraði. Öllum var ljóst, að staða verzlunarinnar var mjög veik eftir hin miklu erfiðleikaár, sem á undan voru gengin, og á þeim árum hafði hlutur verzlunarinnar verið skertur meir en nokkurra ann- arra atvinnugreina. Þegar þessum miklu átökum í launamálum lauk, og farið var að gera sér grein fyrir hverjar afleiðingarnar myndu verða, varð mörgum Ijóst, að stefna mundi í sama vandann og síðari hluta ársins 1966 og fram eftir árinu 1967, enda svipað ástatt á stjórnmálasviðinu, borgarstjóm- arkosningum nýlokið og Alþing- iskosningar framundan. Þegar fram á sumarið kom, var reynt að ná samkomulagi innan banka kerfisins að takmarka útlánin og jafnframt fór ríkisstjórnin fram á það við samtök hinna vinn- andi stétta og vinnuveitendur í landinu að hefja viðræður um leiðir til að stöðva hin gagnverk andi áhrif kaupgjalds og verð- lagshækkana. Er viðræður þess- ar skyldu hefjast, síðast í ágpst, fóru formenn verzlunarsamtak- anna fram á það við ríkisstjórn- ina að fá að tilnefna menn í við- ræðunefndina. Eigi var unnt að verða við þeirri ósk, en það varð að samkomulagi, að ég fengi sæti í nefnd Vinnuveitendasambands Islands, enda var ég þar stjórn- armeðlimur. Bændasamtökin fengu seinna áheyrnarfulltrúa í nefndinni. Nefnd þessi hefur haldið alls 7 fundi og hefur þar aðallega verið skipzt á skoðunum og lagt á ráðin um gagnasöfnun til upp- lýsingar um hinar ýmsu verkan- ir, sem launa- og verðhækkanir hefðu á verðlagsþróunina, visi- töluútreikninginn, kostnaðar- aukningu fiskiðnaðarins og sjáv arútvegsins og fleiri þætti. Það hefur verið marg tekið fram, að i þessari nefnd hafa engir samn ingar átt sér stað, enda marglýst yfir þvi af hálfu aðila, að þeir teldu sig ekki hafa umboð til neinna samningagerða. Mikið var lagt upp úr því, að menn skipt- ust á skoðunum af alvöru um þær leiðir, sem til mála gæti kom ið að fara, en menn voru mjög varkárir í þessum umræðum. Stuttu eftir setningu Alþingis var haldinn fundur í miðstjórn Alþýðusambands Islands og þar voru samþykkt skilyrði til nefnd armanna þeirra, um á hvaða grundvelli fært væri talið að halda viðræðum áfram. Ekki var þar um neina tilslökun að ræða af hálfu ASÍ, en tilbúnir voru þeir til að styðja verðstöðv un, sem- skerti hlut flestra annarra en þeirra sjálfra. Verð- Fratmhald á bls. 18 Gunnar G. Schram skrifar Vettvanginn í dag — í*ar er fjallað um nauðsyn þess, að efnt verði til íslenzkrar þróunaraðstoðar og ýmis ný viðhorf í þeim efnum. I dag og á morgun verður haldin í Norræna húsinu ráð- stefna um fsland og þróun- arlöndin. f því tilefni ritar Gunnar G. Schram, formaður Félags Sameinuðu þjóðanna, eftirfarandi grcin um það efni. Þeir munu margir, sem ekki hafa gert sér grein fyrir því, að Islendingar eru þeir einu meðal Norðurlandaþjóða, sem ekki veita opinbera aðstoð til þróunarlandanna. Sennilega er- um við eina þjóðin í álfunni, sem ekki leggur eitthvað af mörkum í þessu skyni. Við greiðum að visu skilvís- lega framlög okkar til þeirra hjálparstofnana Sameinuðu þjóðanna, sem í þróunarlöndún- um starfa, en þar er einvörð- ungu um að ræða hin lögboðnu meðlimagjöld samtakanna. Utan þessa eru það einungis samtök áhugamanna, sem virð- ast hafa gert sér það ljóst að til eru þróunarlönd, — þriðji heimurinn svokallaði, sem tveir þriðju hlutar mannkyns byggja. Þar hafa verið í farar- broddi samtökin Herferð gegn hungri, og Rauði krosinn, sem unnið hafa mikið og gott starf á þessum vettvangi. V Verkefnin i þróunarlöndunum eru óteljandi. Þau byggir mik- ill meirihluti ibúa jarðar, yfir 2 milljarðir manna, en meir en helmingur þeirra er talinn búa við næringarskort, sult og seyru, sem bót þurfi að ráða á. Ólæsi er i sumum landanna nær algjört, nútímaleg vinnu- brögð nánast ókunn, þjóðfé- lagsástand og verzlunarárferði beint út úr íslenzkum miðöld- um. Þessar eru ástæðurnar til þess, að allar þær þjóðir, sem betur mega sín, hafa stofnað til aðstoðar við þróunarlöndin í margvislegum myndum. Sum- ar veita fyrst og fremst fjár- magni þangað, aðrar leggja fram tæki og vélar, enn aðrar senda jafnframt sérfræðinga og kennara, auk sveita ungs fólks þeim til fulltingis við fræðslu og uppbyggingu nýs þjóðfé- lags. Þannig stendur hinn gamli og nýi heimur hlið við hlið í baráttunni fyrir bættum kjörum þessara þjóða heims. I stað þess að sitja slímusetur við kjötkatlana á Vesturlönd- um og nærast helzt á stríðs- tertum, hefur verið tekizt myndarlega á við hin ómældu verkefni þróunarlandanna, steinn lagður á stein ofan í vegghleðslu hins nýja tíma. V Norðurlöndin hafa lengi staðið í fylkingarbrjósti í þessu starfi. Þjóðþing þeirra hafa lengi verið ósínk á að veita fjár- magn til starfsins í þróunar- löndunum. Þau hafa tekið höndum saman við samtök áhugamanna og afleiðingin hef ur verið umfangsmikið starf víða um hinn suðlæga hnött. Hér skulu aðeins nefnd tvö dæmi. Langt er nú orðið síðan Norðmenn komu á fót fiskveiði og fiskiðnaðarmiðstöð í Kerala á Indlandsströnd. Þar hafa þeir kennt innfæddum hvem- ig draga á fisk úr sjó, smíða báta, ríða net og varðveita afl ann. Hefur nú norska stöðin í Kerala orðið fyrirmynd að fleir um slíkum í Indlandi og nálæg um ríkjum. I Austur-Afríku, aðallega í Tanzaníu og Kenya, hafa Dan- ir sett á laggirnar ýmsar fram farastofnanir svo sem sjúkra- hús, landbúnaðarskóla, sam- vinnuskóla og tilraunabú, þar sem markmiðið er ekki sízt það að kenna þarlendu fólki að nýta betur hina frjósömu jörð sína. V Þess vegna er ekki hóað í þokuna, þótt spurt sé í dag hér uppi á Islandi: Er ekki orðið tímabært að við gerum lika eitt hvað í þessum málum? Þegar við viljum gera út- lendinga agndofa af aðdáun á dugnaði og framtaki hinnar ís lenzku þjóðar er gjarnan grip ið til þess ráðs að skýra þeim frá þvi, að hér á landi búi fólk sem hefur þriðju hæstu fjöl- skyldutekjur í Evrópu, og sé á listanum yfir 10 tekjuhæstu þjóðir í gjörvöllum heimi. Þessar tölulegu upplýsingar ættu að taka af allan efa um það, að við höfum ekki efni á því að hefja einhvers konar að stoð við þróunarlöndin. Það er vitanlega satt og rétt, að hér biða ótal verkefni, sem krefj- ast úrlausnar, ótal félagsheim- ili þarf að fullgera og ótalvegi þarf að malbika. En þörfin inn anlands fyrir fjármagn og fram tak breytir ekki þeirri grund- vallarstaðreynd að fáar þjóðir í veröldinni eru betur búnar til þess að leggja nokkurt lið í þróunarlöndum en sú is- lenzka. Kemur þar tvennt til. Annars vegar afkoman, sem áður var nefnd, og hins vegar fjöldi vel menntaðs ungs fólks, sem margt er tvimælalaust reiðubúið til þess að leggja fram starfskrafta sína í þró- unarlöndunum, ef það fær til þess tækifæri og tilefni. Hvort tveggja hefur hingað til skort hér á landi. V Islenzk þróunaraðstoð þarf ekki að byrja i stórum stíl. Höfuðatriðið er, að þar sé um varanlega, skipulags bundna starfsemi að ræða, sem áhugamannasamtökin megna ekki að halda uppi, þrátt fyr- ir góðan vilja. Þótt ekki væri veitt meira fé til þróunarað- stoðarinnar i fyrstu en einn tíundi úr einu prósenti af tekj- um rikisins, eða 10 milljónir króna, væri það góð byrjun. Mun varla hrikta i ríkiskass- anum, þótt svo hæversk tala sé nefnd. Fyrir þá upphæð væri þó unnt að gera ýmsa merka hluti. Eitt af þvi, sem þar verður fyrst fyrir, er að greiða kostn- að við að senda íslenzka sjálf- boðaliða til þátttöku í sameig- inlegum aðstoðaráætlunum og framkvæmdum, sem nú standa yfir á vegum allra Norðurland anna i Austur-Afríku — nema okkar. Boð um slíka aðild hef- ur löngu borizt, en hvorki fé né færi verið til að taka þvi hingað til. Ekki er að efa, að margar stéttir manna yrðu hér fúsar til þátttöku, kennarar, læknar, hjúkrunarkonur, fag- Framhald á bls. 24

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.