Morgunblaðið - 31.10.1970, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 31.10.1970, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. OKTÓB'BR 1970 23 þessi kona, sem fagnaði okkur, stórum hópi af óskyldu fólki og ókunnugu í heimili sínu að Stýri mannastíg 5 fyrir 18 árum, er faðiff mrnn og dóftiir herunar gengu í hjónaband. Þá var hún enn allheilisugóð, þótt tekin væri að lýj ast eftir langan vinnudag og erfiðan uppvöxt, en ógleym- anleg verður hún okkur og allar góðu stundirnar sem við áttum með þessari mætu og sérstæðu konu. Guðlaug Hannesdóttir var komin af merku myndarfólki og aldrei leyndi sér, hve gott upp- eldi hún hafði hlotið samfara ágætri greind og meðfæddum myndarskap og listhneigð. Það var alveg sama að hvaða verki húin gekk, allt var unnið af kost gæfni og sérstakri amekkvísi. Regluseimi var henni í blóð bor- in og kannski er ógleymanlegast og eftirtektarverðast í fari þess arar konu, hve mikið þrek hún átti, sádarró, skapfestu og hve hún var sjálfri sér nóg og tók öllu, er að höndum bar, með geð prýði og stillingu. Hún stóð af sér öll óveður lífsins, æðraðist aldrei, og heyrt hefi ég af sjúkra húsi þar sem hún lá sjálf sár- þjáð, að hún hafi með hægð og rósemi talað kjark í þjáða her- bergisfélaga og jafnvel raulað vers og sákna til að róa og reyna að svæfa þá sjúku eins og litil börn. Guðlaug var, eins og fyrr sagði, framúrskarandi myndar- leg til allra verka og hannyrðir hiennar prýða stofumar að Stýri mainnastíg 5. Henni féll aldrei verk úr hendi meðan sjónin leyfði, og ekki kann ég tölu allra veggteppanna og sessanna auk margs annars er hún vann. Eftir að hún missti sjónina nær alveg prjónaði hún sjöl á grófa prjóma, ullarsjöl, sem munu hlýjia mörgum vina henn ar um ókomin ár. Barnabörn föður míns nefndu hana aldrei annað en ömmu Guðlaugu og þeir eru ekki fáir vettlimgarnir eða háleistarnir, sem hún prjónaði á þann stóra hóp, á meðian hailsan leyfðfc. Hún var þeiim sem bezta amma og til hinis síðasta spurði hún ævinlega um börniin, einkum þau yngstu, og fylgdist með þroska þeirra og framförum af ótrúlegum áhuga. Þær mæðgur bjuggu saman aila tíð og lengst af að Stýri- manmastíg 5 hér í borg. Sam- band þeirra var óvenju fagurt og byggðiist á kærleika og gagn kvæmri virðingu. Fjöldi vina þessa heimilis munu mér sam- dóma um, að þar var gott að korna, þótt skarð sé fyrir skildi, þegar hin aldna húsfreyja er horfin af sjónarsviðinu. Börnin — og raunar við öll — munum sakna ömmu Guðlaugar, en þau vita að allt tekur enda, líka samvistir við þá, sem okkur eru kærastir. En kærleikurinn er án endimarka, og minningar um góða vini lifa með okkur, þótt brosið mæti okkur ekki oft- ar, hlýjia handtakið finnist ekki og enigin orð séu sögð. Anna Snorradóttir. Beztu þakkir flyt ég ömmu Guðlaugu fyrir þau ár, sem ég fékk að þekkja hana. Ævisögu_ hennar kann ég ekki að rekja. Ég þekkti hana aðeins hin síðustu ár. Samt hlýtur mig að langa til að þakka henni fyr ir alla hlýjuna og allt stöðug- lyndið, sem frá henni streymdi. Aldrei sá ég hana skipta skapi. Ég er henni þakklát fyrir þá mildu og björtu mynd, sem ég á af henni og aldrei verður af mér tekin. f mínum augum var hún allt- af svo traust og góð. Það er því sannfæring mín að fólk, gott fóllk og fórnfúst eins og amana Guðlaug var, muni friðar njóta hinum megin, á „strönd hinnar miklu móðu.“ Þökk fyrir allt amma Guðlaug mín. Þín Gunna Sigga. „Landið þitt“ BÓKAtJTGÁFAN Öm og Örlyg- ur h.f. hefur nýlega sent á mark að þriðju útgáfu bókarinnar LANDIÐ ÞITT eftir Þorstein Jósepsson. Landið þitt, fyrsta bindi, er staðfræðiorðabók, sem greinir frá sögu og sérkennum þúsunda bæja og staða í ölluin byggðum fslands. Árið 1968 kom út annað bindi af LANDINU ÞÍNU og var það ritað af Steindóri Steindórssyni, skólameistara. Fjallaði annað bindið um hálendi íslands og hafði einnig að geyma nafna- skrá yfir bæði bindin. Nafna- skráin er lykill að notkun bók- anna og er henni skipt 1 sjö megin flokka, þ.e.a.s. mannanöfn bækur og rit, félög og stofnan- ir, atburði, þjóð- og goðsagna- nöfn og loks staðanöfn. Staða- nafnaskráin ein telur um sjö þús und nöfn og mun vera sú stærsta sem prentuð hefur verið hér á landi. Með endurútgáfu fyrsta bind- is af LANDINU ÞlNU hefur út- gáfufyrirtækið, orðið við óskum fjölmargra aðila, sem hafa vilj- að eignast bæði bindin, en ekki átt þess kost fram til þessa. (Fréttatilkynning). — Bókmenntir Framhald af bls. 14 yfir síðuistiu aildaimiót — og víð- ast uim tand sby gg ðinia þair til fyriiir fáum áraituguim. En kaþólslkar wuiruniur og Memzkar fkoniur í saimstairfii og saimiráði við mestu áhugaimieiran lætenastéttair- inmar — haifa haift geysitmiiikil- væga forystu um þær uimbætiur — eða karanski öllu heldur þá gerbreytingu, se.m onðið hefur á hjúkriunarmáliuin'uim og aRri að- stöðu til líkiniar sjúkuim. Gerist ég 'efcki tiil að faria þair út í e'iin- stölk aitrilði, en í rauniiinoi er það alilt að því siðferðiile'g sfcylda hvers fulllveðja ísleinzlks bongana, sam éklki hefuir salkir sétristaikmar aðstöðu eða atvika koimizt að nióklkru verulegu leytd í kynmi við það miíkla rn'emmdnigar- og maininiúðairstarf. sem þarna hefur venilð af 'bemdii leyst, alð kynma sér það oig þair mieð ihljóta sfcilrn- ing á sfcyl'd'u sinini tii einhverrar vihkrar þátttöku. Og hvort mumidi efclfci motokur ástæiða tiil að kyninia þestsi mál aflllverui'eiga í ölilum aflimenmum ðkóluim iaindsimis sam efcki beiminiis ó- merkan þátt í þjóðarsögummi? Aftaist í þókiininii eru noikkiur Lokaorð höfundair, lönig sfcrá uim heiiimildir, síðain mafnaskirá og lolkig efnisyfdirlllit. Þess islkall að lofcuim getið, að höfuinidur heif'ur sjáUur kostað útgáfu þessairar veliriituiðu o;g uim alllt vönduðu bókair. Þaið út af fyriir sig hefur clktour ekki ámeilka sögu aíð segja. — Kristján Framhald af bls. 16 meðmælaverðu æfingu, frá byrjun og þangað til hún hef ur lokið sér af. Margt amnað er sýnt, sem ekki væri viðlit að reyma að koma orðum að í prenthæfu máli. Það er allt annað en skemimtilegt að þurfa að tala um svona kvikmynd. En ég lit svo á áð sýning henmar, og annarra slíkra mynda, sé sví virðilegt tilræði gegn íslenzku þjóðarheilbrigði og íislenzkri siðmenningu, og bein ættjarð- arsvik. Ef ég þegði, og allir aðrir, myndi mér alla ævi finnast ég hafa gerzt samsek- ur ættjarðarsvikuirum, með því að láta undir höfuð leggj ast að kæra glæpi þeirra. Ætlum við að þola að æsku landsins verði boðuð þessi fræðsluspeki sennilega fram til jóla í Reykjavík, en síðan bæ úr bæ og þorp úr þorpi um land allt? Vilja Menzkir foreldrar að börn þeirra fái fyrstu hugmyndir símar um ást'ina milli manns og konu frá slikri mynd? í einum kafla henmar er vesalings sænska kennslukon an að fræða, að því er virðist 12—13 ára stúlkmabekk um getnaðarvarnir, — nei, kenna þeim slíkar varnir, með nauð synlegum kennslutækjum. Það eru mjög fallegar og mjög sakleysilegar telpur sem horfa feimnar og furðu lostnar á kennslukonunla, skilja ekki hvernig hún get- ur femgið þetta af sér — þær eru böm. Eða meinar hún að nú sé tími til kominn að þær . . . ? Á að leyfast að þessi „fræðslufilma“ læði sama grun inn hjá íslenzkum böm um? Eftir síðustu blaðafrétt um að dæma virð'ist sem strákar, gjörspilltir af amie- rískum glæpafilmum og dönskum og sænSkum klám- filmum, þurfi enn að beita valdi til að korna fram vilja sínum við 12 ára telp- ur, og allt í óvissu um hvort takist. En hvað verður ef kynslóð af kynslóð á eftir að kornast á legg við uppeldis áhrif blygðunarlausra klám- filma — og í þokkabót eggj- an nautheimskra félagsfræð- inga, kennslukvenna og lækna um kynlífi frá blautu barns- beini, og með öllu hugsanlegu móti? Það er alkunnugt, að til eru þjóðir þar sem litlar eða eng ar framfarir hafa orðið, né nein skapandi menning þrif- ist, öldum saman, af því að fólk er þar meir eða minna útlifað um tvítugt. Og tæpast til ást milli manns og konu — aðeins kynlíf. . — Ef ákvæði gildandi laga um bann gegn mannispillandi klámi hafa yfirleitt nokkra merkingu, þá getur ekki leik- ið á tveim tungum, að yfir- völdum er skylt að banna mynd Hafnarbíós, sem geingur undir hinu ósanna, lævísa nafni Táknmál ástarinnar. En ef gildandi lög gegn klámvarniingi þykja að öðru leyti ekki nógu skýr eða for- takslaus til þess að koma að fullu haldi í baráttunni gegn óþverranum, þá er eins og nú er komið eitt hið allra brýn- asta verkefni alþingis að end urskoða þá löggjöf. Ef til vill styrkir það kjark okkar að vita, að Norðmenn eru ráðnir í að verjast pest- inni frá nágrannalöndunum (og ég held Finnar líka, en þó er mér ekki fullkunnugt um það). í Noregi er girt fyr ir sölu klámvarnings með lagafyrirmælum, og ströng skoðun á útlendum filmum, al'gert bann gegn klámfilm- um. Norðmenn vita, eins og raunar allur heimur, hvernig ævinlega hefur farið fyrir þjóðum sem létu nautnsýki og spillingu magnast og merg- sjúga kynið. Þeir vilja halda áfram að vera sterk og heilbrigð þjóð. Þeir verja Noreg. Við eigum að fara að for- dæmi þeirra — og verja ís- land. Hvað segir kokkurinn um Jurta? smjörlíki hf. „Ég er alltaf ánægður með árang- urinn, þegar ég nota Jurta-smjör- líki. Jurta er bragðgott og laðar fram Ijúffengan keim af öllum mat. Þess vegna mæli ég eindregið með Jurta smjörlíki.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.