Morgunblaðið - 09.12.1970, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 09.12.1970, Blaðsíða 10
10 MORjGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1970 r Samgöngumál og álfasögur „Baendur í Breiðavíkur- hreppi urðu sæmilega vel bún ir undir veturinn, þvi hey- skapartið var sæmUeg í sum- ar og miklu betri hey náðust en tU dæmis í fyrra," sagði Finnbogi Uárusson, Lauga brekku, þegar hann leit inn á ritstjórn Morgunblaðsins fyr- ir helgina, en Finnbogi er nýjasti fréttaritari blaðsins. 1 Breiðavlkurhreppi er nú Ur Breiðavíkur- hreppi Finnbogi Lárusson fréttaritari Morgunblaðsins segir frá 21 býli, þar af 4 á Stapa og sex á Hellnum. 1 vor og sum- ar reru fjórar trillur frá Hellnum og þrjár frá Arnar- stapa en frá þessum stöðum er stutt á fengsæl mið, sem kunnugt er. 1 sumar var lokið við hafn argarðinn á Hellnum, en fram kvæmdir við hann byrjuðu þannig, að bændur gáfu dags verk sín við hann. Siðan kom ríkið til skjalanna og lagði á móti og eftir það miðaði verkinu nokkuð hverju sinni unz nú er aðeins eftir að sprengja burt sker innan garðsins. Til þess vantar nú fé, en engu að síður hafa Hellnamenn nú þegar prýði- lega trillubátahöfn. Á Stapa, segir Finnbogi að lengja þurfi hafnargarð til að fá öruggt skjól fyrir trillurn ar. Þar er höfriin mun dýpri en á Hellnum og hafa stærri bátar lagt upp á Stapa að vorinu. Þá hefur flóabáturinn Baldur lagzt þar að bryggju. Fisk sinn verka menn á Stapa og Hellnum sjálfir, salta, vaska og þurrka. „En okkar aðaláhugamál nú eru samgöngumálin,“ segir Finnbogi. „Þar höfum við verið illa afskiptir. Við leggj- um áherzlu á að Útnesvegur verði kláraður sem fyrst og að aðaláætlunarleiðin verði svo framanundir Jökli en ekki um Fróðárheiði, eins og hefur ver ið. Mjólkurflutningar eru ann- að stórt mál hjá okkur. Við flytjum mjólkina til Borgar- ness og eigum þangað flest okkar viðskipti en mjólkur- billinn þaðan fæst ekki nema að hreppsmörkunum; kemur vestast í Staðarsveit, og verð um við því að gera út sér- stakan bíl á móti. Þetta er okkur mjög dýrt og erfitt og eru bætur á þessu okkur mik ið kapp.smál." — Hvernig standa skólamál — Við eigum hlut að barna- og unglingaskóla ■— Lauga- gerðisskóla — á Kolviðarnesi ásamt með Eyjahreppi, Kol- beinsstaðahreppi, Miklaholts- hreppi og Skógarströnd. — Hvernig líkar ykkur svo nábýlið við Jökulinn? — Prýðilega. Jökullinn er góður granni og skapar sér gott fólk kring um sig. — Álfar og draugar enn við lýði? — Ekki vil ég nú alveg for taka, að þeir séu ekki enn á ferli vestra. Það hendir ýmis legt undir Jökli og sú var tíð in, að á gamilárdkvölld miáttá sjá ijós í hverjum steini frá Malarrifi vestur í Beruvik. Það svæði byggja nú álfar einir. — Hefurðu séð draug, Finnbogi ? Nú verður Finnbogi glett- inn til augnanna. „Ja, ég skal segja þér eina sögu: Þannig var, þegar ég var drengur, að við krakkarnir lékum okkur oft á túninu heima — Brekkubæjartúninu. Einu sinni sjáum við svo til manns og köllum til hans en hann tekur þá á rás frá okk- ur. Við vildum nú ekki láta manninn sleppa án þess að fá að vita einhver deili á hon- um og eltum hann út allt tún ið og yfir Skjaidartraðatún — en það var næsta býli fyrir ofan — og allt að Hellna- hrauni en þar hvarf maður- inn sporlaust og við fundum hann hvergi, þrátt fyrir ítar lega leit. Til þess að leysa þessa gátu, skiptum við okkur svo niður á bæina og spurðumst fyrir um mannaferðir. Enginn heimamanna kannaðist við að hafa verið þarna á ferð og engar fréttir fóru af aðkomu fólki. Þótti því einsýnt, að þarna hefðum við krakkarnir séð einn drauginn." — Eða álfinn ? — Já eða álfinn. En fyrst ég er nú farinn að segja þér frá þessu, þá get ég líka sagt frá því, þagair áilfar tókiu hest inn minn að láni. — Hvernig var það? — Þetta var að vori og ég við róðra á Hellnum. Ég átti þá blesóttan besit — fjögurra vetra gamlan. Svo er það eitt kvöld, að faðir minn, sem allt af sótti hestana, kemur niður í fjöru: — við vorum rétt lent ir og þetta var undir rökkur. Hann segir mér, að sá bles- ótti sé horfinn. Ég fékk svo fri frá aðgerð- inni og dreif mig til leitar. Og um kvöldið leitaði ég af mér allan grun en hestinn fann ég Finnbogi Lárusson. Nú bjó ég mig í ferðalag og leita vandlega allt að Ólafs vikurenni; spyr hvern mann en enginn getur hjálpað mér. 1 bakaleiðinni gisti ég hjá bóndanum á Rifi og er ég er að tygja mig þaðan í morgunsár ið, fæ ég þær fréttir frá föð- ur mínum, að sá blesótti hafi legið heima í Brekkubæjar Arnarstapi. TröIIaki'rkja í Dritvík. ekki. 1 birtingu morguninn eftir legg ég enn af stað — hafði þá fengið frí frá róðri — og hafði nú með mér börn og unglinga. Við skipulögðum nákvæma leit á öllu því svæði, sem mér datt í hug að til greina kæmi, en allt kom fyrir ekki. Daginn eftir fór allt á sömu leið. Ég frétti svo af stúlku frá Görðum, sem mér datt í hug að hefði tekið hestinn til að létta sér heimferðina. Ekki reyndist það nú hafa verið en upp úr krafsinu hafði ég frétt ir af hesti, sem gæti hafa ver ið minn, með öðrum hrossum fyrir ofam Garða. Þetgar éig kom þangað var hesturinn horfinn og hafði enginn vitn- eskju um hvenær eða hvert á leið. túni þann morgun án þess I nokkur vissi, hvenær né hvað an hann hafði komið. Síðar sagði mér kona á Dag verðará — en kona þessi var skyggn og sá fleira en fólk flest — að daginn, sem sá bles ótti hvarf, hafi hún séð tvo menn riða vestur veginn fyr- ir ofan Dagverðará og kom lýsingin á öðrum reiðskjótan- um heim við hestinn minn. Fyrirspurnir um þessa ferða- langa báru engan árangur. En það sagði mér konan á Dagverðará, að hestar, sem álf ar tækju að láni, yrðu eigend um sínum upp frá því mikil lánshross og þykir mér það hafa sannazt á þeim blesótta mínum, sem alla sina tíð reyndist mér afbragðshestur til allra hiuta. Varað við skerðingu á eignarrétti lífeyrissjóða Blaðinu hefur borizt eftir- farandi fréttatilkynning frá Landssambandi lífeyrissjóða: „Á siðastliðnu vori urðu mikl- ar umræður opinberlega um frumvarp til laga um Húsnæðis- fÞEIR RUKR UIÐ5KIPTIR 5EUI RUGLVSn í JRflrijjiMilþiií&ítttt málastofnun ríkisins, þar sem gert var ráð fyrir, að lífeyris- sjóðir yrðu skyldaðir til að leggja Byggingarsjóði ríkis- ins til 25% af árlegu ráðstöf- unarfé þeirra. Ákvæði þetta var fellt niður úr frumvarpinu, en hins vegar gerðu allmargir líf- eyrissjóðir samkomulag við fjár- málaráðherra um að kaupa skuldabréf Byggingarsjóðs rík- isins. Samkomulag þetta var ein ungis gert til eins árs. Fjármálaráðherra skipaði á síðastliðnu sumri nefnd sjö manna, er skyldi gera tiilögur um ákveðnar reglur um hagnýt- ingu ráðstöfunarfjár lífeyris- sjóða Ýmsar hugmnyndir um þetta efni hafa verið ræddar i nefndinni og 23. nóv. sl. hélt Landssamband lífeyrissjóða fund, þar sem hugmyndir þess- ar voru ræddar svo og ýmis önn ur atriði, er varða ávöxtun fjár lífeyrissjóða. Fundinn sátu full- trúar 38 lífeyrissjóða, þar af 5 utan sambandsins. Á fundinum urðu miklar um- ræður um ávöxtunarmál lífeyr- eyrisjóða almennt og í umræð- unum var lögð sérstök áherzla á eftirfarandi atriði: 1. Lífeyrissjóðimir hafa hing- að tii ávaxtað fé sitt með þeim hætti, að ekki hefur komið fram rökstudd gagnrýni á það. 2. Iðgjaldagreiðslur í lífeyris- sjóði eru í flestum tilvikum samningsatriði milli launþega og vinnuveitenda. Því hlýtur það í þessum tilvikum að vera sam- komulagsatriði milli þessara að- ila, hvernig fé sjóðanna skuli ráðstafað. 3. Verðbólguþróun undanfar- inna ára hefur mjög rýrt verð- gildi lifeyrisréttinda sjóðfélaga þeirra sjóða, sem ekki njóta verðtryggingar Mfeyris. Á móti þeirri verðrýmun vegur nokk- uð, að sjóðfélagamir hafa átt kost lánsfjár hjá sjóðunum, sem þeir hafa fjárfest í húseignum. Það hlýtur að vera sjálfsögð rétt lætiskrafa, að „verðbólgu- 'hagnaðurinn" á útlánum lífeyris sjóðs falli í skaut sjóðfélögum hans, en ekki aðilum óviðkom- andi sjóðnum. 4. Stofnun verðbréfamarkaðs mundi skapa meira jafnvægi 1 efnahagslífinu og hamla gegn verðbólguþróun og jafnframt gefa lífeyrissjóðum aukið svig- rúm til hagkvæmari ávöxtunar á fé þeirra. 1 lök fundarins var samþykkt einróma svohljóðandi álykrtun: „Aukafundur Landssambands lífeyrissjóða haldinn að Hótel Sögu 23. nóv. 1970 ályktar að leggja til við lífeyrissjóði þá, er eiga aðild að landssambandinu, að þeir ráðstafi hver um sig fé sínu með sama hætti og tíðkazt hefur í samræmi við reglugerð- arákvæði viðkomandi sjóðs er öðlazt hafa staðfestingu fjár málaráðuneytisins. Jafnframt varar fundurinn ein dregið við hvers kyns aðgerðum er stefna að þvl að skerða eign- arrétt og ráðstöfunarrétt lífeyr- issjóðanna yfir fjármagni þeirra."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.